Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 18
18 C SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ í vor kom út annað bindið af Ís- lensku vatnaveiðihandbókinni eftir Eirík St. Eiríksson, blaðamann og fyrrverandi ritstjóra Veiðimanns- ins. Um er að ræða sérlega ítarlegt upplýsingarit fyrir stangaveiði- menn, hvort heldur þeir aðhyllast lax- eða silungsveiði. Alls verða bækurnar fjórar og kemur sú þriðja út næsta vor. Í tveimur fyrstu bók- unum hefur Eiríkur afgreitt landið frá Brunasandi í Vestur-Skaftafells- sýslu til Hrútafjarðar, en í næstu bók linnir yfirreiðinni ekki fyrr en við Jökulsá á Fjöllum. Morgunblaðið ræddi við Eirík um bækurnar og spurði fyrst hvað hefði komið honum mest á óvart við vinnslu bókanna. „Það sem kom mér mest á óvart við vinnslu 2. bindis var að vera minntur jafn áþreifanlega á það hve minkurinn hefur verið mikill vargur í náttúrunni eftir að stjórnvöld heimiluðu innflutning á honum fyrir rúmum 40 árum ef ég man rétt. Í því sambandi má vitna í lýsingar Guð- mundar Kristinssonar formanns Veiðifélags Arnarvatnsheiðar, „…silungur stökk í öllum lækjum á heiðinni fyrir daga minksins,“ og Kerans Ólasonar ferðaþjónustu- bónda í Breiðuvík á sunnanverðum, Vestfjörðum, „…mokuðu upp bleikjum með heyhrífum“. Ég velti því fyrir mér hvort minkaævintýrið, tryggt var að minkurinn slyppi ekki úr búrum sínum, sé sambærilegt við það laxeldisævintýri sem nú er í uppsiglingu. Verið er að ala lax af norskum stofni í kvíum hérlendis og því hefur verið haldið fram fullum fetum að laxinn sleppi ekki úr kví- unum. Samt sem áður hefur lax sloppið í milljónavís annars staðar í Vestur-Evrópu og bara í Noregi einum sluppu a.m.k. 600 þúsund lax- ar úr eldiskvíum á síðasta ári. Ég veit ekki hvort Guðni Ágústsson hefði gefið leyfi fyrir innflutningi á minki til landsins ef loðdýraeldið væri að hefjast nú en hann ber ábyrgð hvað varðar laxeldið og það er rétt að menn minnist hans þáttar í því þegar fréttir berast af fyrsta stroku- eða flóttalaxinum af norsk- um uppruna úr íslenskum laxeld- iskvíum.“ Annað sem vakti sérstaka at- hygli, er hve veiðimöguleikar á Vestfjörðum eru miklir. Þetta á við um allt svæðið frá Gilsfirði vestur, norður og austur um að Hrútafirði. Ég held að veiðimenn, og þá eru vestfirskir veiðimenn ekki undan- skildir, átti sig ekki á möguleikum fjórðungsins í þessum efnum. Hið sama á við um ferðaþjónustuna og fjölmiðla í landshlutanum. Ég get ekki merkt að það hafi vakið sér- staka athygli á Vestfjörðum að aldr- ei fyrr hafa umræddir möguleikar verið tíundaðir jafnrækilega. Hins vegar veit ég að veiðimenn víða ann- ars staðar hyggja gott til glóðarinn- ar og það er vel.“ Fyrr láta lífið… En hvernig hafa veiðimenn tekið þessum ritum þínum? „Viðbrögð veiðimanna hafa und- antekningarlaust verið mjög já- kvæð en það er með þetta eins og margt annað. Það er helst ef ein- hverjar vitleysur slæðast með að menn hafi samband. Þess vegna hef ég lítið heyrt í lesendum nema þeim sem ég þekki persónulega, en reyndar hafa nokkrir hringt í mig og komið með ábendingar og fyrir það er ég þakklátur. Við ritun Stangaveiðihandbók- anna hefur það reyndar komið mér töluvert á óvart hve landeigendur og leigutakar eru sinnulausir og seinir til svars. Ég hef haft þann háttinn á að senda út spurningalista auk þess sem hringt hefur verið til landeigenda og leigutaka. Þrátt fyr- ir það að skráning á upplýsingum í bækurnar sé viðkomandi algjörlega að kostnaðarlausu þá hefur þurft að ganga á menn og toga upplýsingar uppúr þeim með töngum. Þetta á jafnt við um landsfrægar laxveiðiár sem og minna þekkt veiðisvæði. Viðbrögð sem þessi lýsa að mínu mati ótrúlegri leti eða virðingarleysi fyrir veiðisvæðinu og þeim sem þar veiða. Ég vil því nota tækifærið og hvetja menn til þess að senda inn upplýsingar eða að svara a.m.k. spurningum sem beint er til þeirra. Hvað varðar viðbrögðin að öðru leyti þá virðist mér sem svo að flokka megi veiðimenn í nokkra hópa. Í einum hópnum eru þeir sem eru leitandi og notfæra sér upplýs- ingarnar sem eru í bókunum. Í öðr- um hópnum eru menn sem telja sig vera sæmilega sjóaða veiðimenn, en spyrja spurninga sem þeir geta fengið svör við í bókunum. Í þriðja hópnum eru þeir síðan sem allt vita um veiði og veiðimöguleika. Þú kemur aldrei að tómum kofanum hjá þessum mönnum, en sumir þeirra myndu fyrr láta lífið en segja þér frá því hvar þeir voru að veiða eða hvaða flugur gáfu best.“ Aldrei komið að tómum kofanum Morgunblaðið/Einar Falur Lax stekkur í Laxfossi í Laxá í Leirársveit fyrir fáum dögum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? DANSKUR rannsóknarlögreglu- maður, Sten Nørgaard, frá lögregl- unni í Álaborg, er staddur hér á landi um þessar mundir til að kynna sér starf lögreglunnar í Reykjavík og einnig á Selfossi og Húsavík. Í samtali við Morgunblaðið sagði Nørgaard að heimsóknin væri hluti af samstarfsáætlun milli lögreglu- embætta á Norðurlöndum og væri mjög gagnleg fyrir sig og deild sína í Álaborg. „Heimsókn mín hingað er nokk- urs konar námsreisa. Ég kynni mér starfsaðferðir og aðstöðu lögregl- unnar hér og kem til baka með nýjar hugmyndir til Álaborgar,“ útskýrir Nørgaard. „Álaborgarsvæðið er álíka stórt og Stór-Reykjavíkur- svæðið, eða með tæplega 200.000 íbúa. Af þeim sökum er auðveldara að tileinka sér aðferðir sem hér tíðk- ast. Ég vinn á morð-, ofbeldis- og kynferðisbrotadeild lögreglunnar, og er þessa dagana að kynna mér starf sambærilegrar deildar hér í Reykjavík. Að vísu eru nokkrir málaflokkar sem deildirnar eiga ekki sameiginlega, til dæmis vinnum við einnig með brunamál, en það gerir deildin í Reykjavík ekki. Sömuleiðis sjáum við ekki um smærri ofbeldisbrot.“ Barnahúsið athyglisvert Aðspurður segir Nørgaard að deildirnar séu sambærilegar á marga vegu. „Ytra starfa 16 manns á deildinni, en hér 12, sem er í góðu samræmi við fólksfjöldann,“ út- skýrir Nørgaard. „Starfsaðferðir deildanna eru um margt mjög líkar. Hins vegar eru nokkrir þættir einn- ig öðruvísi, eins og eðlilegt er. Sem dæmi má nefna Barnahúsið og vinnuferli við yfirheyrslu barna. Ég hef ekki kynnst því verklagi áður og ég tel það mjög athyglisvert að kynnast hvernig Íslendingar hafa tekið á þeim málum,“ segir Nør- gaard, sem var á leið í heimsókn í Barnahús stuttu eftir samtal við blaðamann. „Ég hef þegar átt gefandi sam- ræður við lögreglumenn í Reykjavík og mér finnast mál ganga mjög vel hér innanhúss. Þrátt fyrir að miklu sé komið í verk er hér rólegt og yf- irvegað andrúmsloft, sem er af- skaplega mikilvægt fyrir rannsókn mála.“ Erfitt að bera borgir saman Að sögn Nørgaards er nokkuð erf- itt að bera saman tölur um kærur til lögreglunnar í Álaborg og lögregl- unnar í Reykjavík. „Embættin telja ekki saman kærurnar á sama hátt, og af þeim sökum er ekki gott að draga neinar alvarlegar ályktanir af tölunum. Það má þó telja að um- dæmi lögreglunnar í Reykjavík sé öruggara, og færri kærur lagðar fram, en í Álaborg. Þar verður að hafa í huga að við þurfum að kljást við fjölda aðkomufólks, sem stundar innbrot og aðra glæpi á svæðinu. Það er ekki sambærilegt við um- dæmi lögreglu á eyjunni Íslandi,“ útskýrir Nørgaard. Kynnir sér starf utan Reykjavíkur Nørgaard mun starfa með fleiri deildum lögreglunnar í Reykjavík, og kynnast með þeim hætti ýmsum starfsháttum hér heima. Hann mun einnig heimsækja lögregluna á Sel- fossi og Húsavík til þess að kynnast störfum lögreglu á fámennara svæði. Hann hefur þegar heimsótt Litla-Hraun og segir mjög áhuga- vert að sjá hvernig fangarnir fái tækifæri til starfa innan fangels- isins. „Í Danmörku hefur tíðkast að fangar sæki vinnu utan fangelsisins, en ekki innan veggja þess. Mér þótti mjög áhugavert að sjá hvernig það starf hefur verið þróað hér á landi.“ Við heimkomu til Danmerkur mun Nørgaard skila skýrslu um heim- sókn sína hingað til lands og koma á framfæri hugmyndum og aðferðum sem hann fékk að kynnast í Íslands- ferðinni. Danskur rannsóknarlögreglumaður staddur í Reykjavík Kynnir sér störf lögreglunnar Morgunblaðið/Arnaldur Sten Nørgaard rannsóknarlögreglumaður frá Álaborg. UMHVERFISNEFND Árborgar hefur valið fallegustu götuna í Ár- borg árið 2003 eins og gert var fyr- ir árið 2002 og mæltist vel fyrir. Það var Seftjörn á Selfossi sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Ákveðið hefur verið að afhending verðlaunanna fari fram í götunni þriðjudaginn 19. ágúst kl. 18. Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri Ár- borgar, mun afhenda verðlaunin, einnig munu yngsta og elsta íbúa götunnar verða færð blóm. Óskað var eftir tilnefningum um fegurstu götuna með auglýsingum í staðarblöðum og bárust margar til- nefningar. Umhverfisnefndin til- nefndi eftirtaldar götur til verð- launanna: Hjallaveg á Eyrarbakka, Íragerði á Stokkseyri og Lágengi, Seftjörn, Dælengi og Laufhaga á Selfossi. Markmiðið með þessum verð- launum umhverfisnefndarinnar er að hvetja íbúa Árborgar til að efla samstöðu um snyrtimennsku í sínu nánasta umhverfi. Það er von hennar að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga skemmtilega stund saman þegar fegursta gatan, Seftjörn, verður verðlaunuð. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Götumyndin og yfirbragð Seftjarnarinnar er góð hvatning fyrir íbúana að taka sér til fyrirmyndar að mati umhverfisnefndar Árborgar. Seftjörn fegurst gatna í Árborg Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.