Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 B 5 FÓLK  ÞÝSKI miðjumaðurinn Michael Ballack verður ekki með þýska landsliðinu þegar það mætir því ítalska í vináttuleik á miðvikudag- inn. Rudi Völler landsliðsþjálfari var að gæla við að nota hann þrátt fyrir að hann sé meiddur á kálfa en forráðamenn Bayern München þvertóku fyrir það í gær að hann yrði með.  VARNARMAÐUR Valencia, Roberto Ayala, vill fara til Man- chester United en Sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri United, er að leita að sterkum varnarmanni. Ayala, sem neitaði fyrr í sumar að ganga til liðs við Liverpool, sagði í viðtali við Sunday Mirror að ef United byði sér samning gæti hann ómögulega neitað að ganga til liðs við ensku meistarana.  ALAN Smith, sóknarmaður Leeds United, er mjög óánægður með hve marga góða leikmenn Leeds hefur selt á árinu. Smith telur að stjórnarmenn Leeds hafi svikið stuðningsmenn félagsins með því að selja marga af bestu leikmönnum Leeds og hann óttast að verða seldur frá félaginu.  JOHN Arne Riise, varnarmaður Liverpool, stefnir að því að verða fyrirliði norska landsliðsins í knattspyrnu. Riise, sem er aðeins 22 ára gamall, telur sig eiga ágæt- is möguleika á að taka við fyr- irliðabandinu af Henning Berg en Berg hefur ákveðið að hætta að leika með norska landsliðinu á næsta ári.  PAOLO Maldini mun missa af fyrstu leikjunum með AC Milan í ítölsku knattspyrnunni en hann er meiddur. Það er ekki vitað hve al- varleg meiðsl Maldinis eru en for- ráðamenn Milan óttast að hann hafi slitið liðbönd.  SIR Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri Newcastle, er óánægður með að Nolberto Sol- ano, leikmaður liðsins, skuli ætla að leika með Perú gegn Mexíkó á miðvikudaginn. Robson segir að Newcastle hafi gert nýjan samn- ing við Solano með því skilyrði að hann hætti að leika með landslið- inu en þrátt fyrir það ætlar Solano að leika með Perú í vikunni.  ALAN Smith, leikmaður Leeds, var orðaður við Newcastle í ensk- um fjölmiðlum um helgina. Varla hefur áhugi Newcastle á pilti minnkað eftir leik liðanna í gær en hann skoraði þá síðara mark Leeds þegar liðin tvö skildu jöfn, 2:2, í úrvalsdeildinni.  ALEXEI Smertin, rússneskur landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í raðir Chelsea, samkvæmt fréttum í frönskum og ítölskum fjölmiðlum í gær. Smertin, 28 ára miðjumaður hjá Bordeaux í Frakklandi, er sagður á leið til fé- lagsins fyrir 750 milljónir króna. STOKE City er í efsta sæti ensku 1. deildarinnar eftir sigur á Wimbledon, 2:1, í annarri umferð deildarinnar á laugardaginn. Varnarmaðurinn Wayne Thomas skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Rétt áður hafði Pétri Marteinssyni verið skipt af leikvelli og sóknarmaðurinn Marc Goodfellow, fyrrverandi leikmaður ÍBV, var settur inn á í staðinn. Pétur fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í vörn Stoke, rétt eins og í fyrsta leiknum. „Við þurfum 44 stig í viðbót til að komast úr fallhættu og enginn okkar mun láta þessi úrslit stíga sér til höf- uðs. Við erum með mjög ungt lið sem hefur byrjað vel og ég er ánægður með það,“ sagði Tony Pulis, knatt- spyrnustjóri Stoke. Brynjar Björn Gunnarsson lék á miðjunni en fór af velli korteri fyrir leikslok þegar lið hans, Nottingham Forest, steinlá fyrir Reading, 3:0. Í samtali við Morgunblaðið sagði Brynj- ar að hann hefði skipt við sóknarmann en sú skipting hefði ekki tekist betur en svo að Forest fékk fleiri mörk á sig án þess að takast að klóra í bakkann. Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford sem tapaði, 1:0, fyrir Crystal Palace. Heiðar lék á miðjunni og var hársbreidd frá því að jafna með góðum skalla í síðari hálfleik. Hann var færður í sína gömlu stöðu í sókninni á lokasprettinum en það dugði ekki til. Lárus Orri Sigurðsson lék ekki með WBA vegna meiðsla þegar lið hans vann Burnley, 4:1. Stoke efst en þarf 44 stig í viðbót PÉTUR Hafliði Marteinsson, leik- maður Stoke, missir af leik með lið- inu í fyrstu umferð ensku deildabik- arkeppninnar annað kvöld vegna þess að hann var kallaður inn í ís- lenska landsliðið í knattspyrnu sem býr sig nú af kappi undir leikinn við Færeyinga í undankeppni EM í Þórshöfn á miðvikudaginn. Stoke leikur annað kvöld við Rochdale. Upphaflega átti viðureignin að fara fram síðasta þriðjudag en vegna æfingaleiks Stoke við Manchester United í síðustu viku fékkst frestun á leiknum við Rochdale um viku. Þá var ekki fyrirséð að Pétur yrði í ís- lenska landsliðinu en hann var kall- aður inn á föstudag vegna óvissu um meiðsli Lárusar Orra Sigurðs- sonar. Takist Stoke að vinna og komast í aðra umferð mætir liðið Gill- ingham, en Tony Pulis, knatt- spyrnustjóri Stoke, var stjóri Gill- ingham fyrir nokkrum árum en hætti fyrirvaralítið til að taka við stjórn Bristol City. Vegna þeirrar uppsagnar og málaferla sem í kjöl- farið fylgdu hafa forráða- og stuðn- ingsmenn Gillingham haft horn í síðu Pulis og sendu honum m.a. afar kaldar kveðjur þegar Stoke sótti Gillingham heim seint á síðustu leiktíð, að sögn Ásgeirs Sigurvins- sonar, landsliðsþjálfara og stjórn- armanns í Stoke. Pétur missir af bikar- leik með Stoke Pétur Hafliði CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var ekki ánægður með fyrstu 20 mínúturnar í leik sinna manna gegn Liverpool í gær en sagði að þeir hefðu sýnt mikinn styrk og unnið sig inn í leikinn. „Ég er með marga góða leik- menn í mínum hópi en fyrstu 20 mínúturnar voru mjög slæmar. Leikmenn Liverpool settu okkur undir mikla pressu framan af leik og sem betur fer tókst þeim ekki að skora. Það gerðum við hins vegar og eftir það spiluðum við mjög vel og héldum boltanum inn- an liðsins. Eftir þessa tvíteknu vítaspyrnu sem Liverpool jafnaði úr gáfu strákarnir í og það lofar góðu. Ég hef sagt þeim að við get- um unnið leiki og tapað leikjum, en ég krefst þess að þeir sýni bar- áttu því það er það sem stuðnings- menn okkar eiga skilið,“ sagði Ranieri. Ranieri krefst baráttu af sínum mönnum Juan Sebastian Veron komChelsea yfir um miðjan fyrri hálfleik með hörkuskoti eftir fyr- irgjöf frá Jesper Grönkjær. Mich- ael Owen jafnaði fyrir Liverpool úr tvítekinni vítaspyrnu stundarfjórð- ungi fyrir leikslok en Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði sigurmarkið þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Eiður Smári lék fyrri hálfleikinn með Chelsea en var þá skipt af velli fyrir Hasselbaink. Eiður var ekki áberandi en fékk eitt sannkallað dauðafæri, slapp aleinn inn fyrir vörn Liverpool en Jerzy Dudek náði að verja frá honum á glæsi- legan hátt. „Það eru ekki bara hæfileikar í þessum leikmannahópi, líka mikill baráttu- og sigurvilji. Við lögðum mjög hart að okkur á undirbún- ingstímabilinu, börðumst af krafti í dag og héldum áfram til leiksloka. Allir vilja spila og Jimmy kom inn á og sýndi og sannaði hvað hann getur. Það er merkilegt hvesu vel allir þessir nýju leikmenn hafa að- lagast hópnum á stuttum tíma því venjulega tekur það þrjá til fjóra mánuði. Ef við spilum svona áfram eigum við möguleika á að vinna titla í vetur eins og aðrir,“ sagði varnarjaxlinn John Terry eftir leik- inn. Stórtap í fyrsta leik Hermanns Hermann Hreiðarsson mátti þola ósigur í fyrsta deildarleik sínum með Charlton. Lundúnafélagið fékk Manchester City í heimsókn og steinlá, 0:3, þrátt fyrir að vera með undirtökin í leiknum lengst af. Leikmenn City voru skæðir í skyndisóknum, með Nicolas Anelka sem besta mann. Frakkinn snjalli skoraði fyrsta markið úr víta- spyrnu og lagði hin upp fyrir Ant- oine Sibierski, landa sinn, og hinn kínverska Sun Jihai. Hermann lék allan leikinn með Charlton. Mark Fish, varnarmaður Charlton, var rekinn af velli fyrir að brjóta á Robbie Fowler sem var á mikilli siglingu í gegnum vörn heima- manna. Shearer samur við sig Alan Shearer nýtur sín jafnan vel gegn Leeds og leikur liðanna í gær var þar engin undantekning. Shearer skoraði bæði mörk New- castle þegar liðin skildu jöfn, 2:2, á Elland Road – það fyrra úr víta- spyrnu og það síðara gerði hann þegar þrjár mínútur voru til leiks- loka. Með þessum mörkum hefur Shearer skorað 19 sinnum gegn Leeds í úrvalsdeildinni. Þeir Mark Viduka og Alan Smith skoruðu mörk heimamanna. Stjörnulið Chelsea stóðst fyrsta prófið á Anfield Reuters Jimmy Floyd Hasselbaink fagnar sigurmarki Chelsea á Anfield ásamt Jesper Grönkjær. ALLRA augu voru á milljarðaliði Chelsea þegar það mætti til leiks gegn Liverpool á Anfield í gær í fyrstu umferð ensku úr- valsdeildarinnar. Claudio Rani- eri, stillti upp fimm nýkeyptum stjörnum í byrjunarliði sínu og tvær til viðbótar biðu átekta á varamannabekknum. Hinn for- ríki rússneski eigandi Roman Abramovitsj var mættur í heið- ursstúkuna og hann var bros- mildur í leikslok því strákarnir hans unnu góðan sigur, 2:1, þann fyrsta sem Chelsea vinnur á Anfield frá stofnun úrvals- deildarinnar. Eiður Smári Guð- johnsen og félagar stóðust því fyrsta prófið en að vonum eru væntingarnar til liðsins gríð- arlegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.