Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 10
Eyjamenn, sem voru sterkari að-ilinn í síðari hálfleiknum og virtust á góðri leið eftir að þeir jöfn- uðu metin korteri fyrir leikslok, eru áfram í talsverðri fallhættu þótt þeir séu komnir með 19 stig og hafi setið í þriðja sætinu þeg- ar leikurinn hófst. Sigurinn var sætur fyrir Framara sem töpuðu 5:0 í Eyjum fyrr í sumar, í fyrsta leiknum undir stjórn Stein- ars Þórs Guðgeirssonar, og hann var líka langþráður. ÍBV hafði ekki tap- að fyrir Fram í Laugardalnum í 10 ár, eða síðan liðið steinlá þar 5:1 árið 1993. Fyrri hálfleikurinn var ekki til- þrifamikill. Allan brodd vantaði í sóknaraðgerðir liðanna og þeir hug- myndaríkustu á Laugardalsvellinum fyrstu 45 mínúturnar voru blá- klæddu pjakkarnir sem bundu aftur hurðina á blaðamannastúkunni á meðan aðrir fylgdust með leiknum. Framarar voru með undirtökin innan vallar, sýndu oft ágætis knatt- spyrnu en gekk illa að skapa sér marktækifæri. Helst að þeir ógnuðu á hægri kantinum þar sem Ómar Hákonarson var frískur í hálfleikn- um og átti góðar rispur og fyrirgjafir sem þó skiluðu aðeins einu umtals- verðu færi snemma leiks þegar Freyr Karlsson skaut yfir mark ÍBV. Eyjamenn áttu skyndisóknir inn á milli en ekkert kom út úr þeim. Ágúst Gylfason, fyrirliði Framara, er einn sá sparkvissasti í deildinni og þegar þeir fengu aukaspyrnu fyrir miðju marki ÍBV undir lok fyrri hálfleiks var ljóst að besta mark- tækifæri hálfleiksins var í uppsigl- ingu. Ágúst brást ekki vonum Fram- ara og skoraði með þrumuskoti, 1:0. Eyjamenn komu í allt öðrum gír til síðari hálfleiks og hófu stórsókn að marki Framara. Varnarmenn Fram og Gunnar Sigurðsson höfðu í nógu að snúast þar til 16 mínútur lifðu af leiknum en þá varð Ingvar Ólason fyrir því að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf Steingríms Jóhannes- sonar, 1:1. Steingrímur var síðan hársbreidd frá því að skora rétt á eftir þegar hann átti hörkuskot en boltinn straukst við markstöng Framara. Eyjamenn virtust líklegri til sig- urs þegar þarna var komið sögu en það hefur engum reynst hollt að veðja gegn þeim bláklæddu á þess- um árstíma. Andri Fannar Ottósson skoraði sigurmarkið, 2:1, þegar 7 mínútur lifðu af leiktímanum. Fáir gerðu sér þó grein fyrir að mark hefði verið skorað fyrr en Jóhannes Valgeirsson dómari benti á miðjuna því Birkir Kristinsson virtist hafa varið skalla Andra Fannars. Strax á næstu mínútu fékk Ian Jeffs, enski miðjumaðurinn hjá ÍBV, gula spjaldið öðru sinni, fyrir fólsku- legt brot á Gunnari markverði Framara. Það var óþarfi hjá Jóhann- esi að fara tvisvar með spjald á loft, hann gat alveg sleppt því gula því brotið eitt og sér verðskuldaði ekk- ert annað en rautt spjald. Tíu Eyja- menn tóku upp þráðinn á ný og sóttu hart að marki Fram til leiksloka en náðu ekki að jafna metin. Þrátt fyrir sigurinn voru Fram- arar ekki sannfærandi í leik sínum lengst af. Þeim tókst að skora tvö mörk þrátt fyrir að varla sé hægt að segja að þeir hafi skapað sér dauða- færi allan tímann, þótt aukaspyrnur Ágústs megi reyndar flokka undir slíkt. Þeir verða að spila betur til að innbyrða þá sigra sem með þarf til að halda sér í deildinni en þessi úrslit blása þeim eflaust baráttuanda í brjóst fyrir lokasprettinn. Varnar- mennirnir og Gunnar markvörður voru bestu leikmenn liðsins, ásamt þeim Ágústi og Baldri Bjarnasyni á miðjunni, á meðan sumir félaga þeirra voru týndir megnið af leikn- um. Ómar hvarf t.d. alveg í seinni hálfleik eftir góða spretti í þeim fyrri. Leikur Eyjamanna var líka köfl- óttur en miðað við sóknarþunga þeirra nánast allan síðari hálfleikinn geta þeir nagað sig í handarbökin fyrir að yfirgefa Laugardalsvöllinn tómhentir. Bjarnólfur Lárusson og Atli Jóhannsson voru sterkir á miðj- Morgunblaðið/Árni Torfason Andri Fannar Ottósson tryggði Frömurum sigur á ÍBV þegar hann skoraði með skalla á 83. mín. Er tími Framara að renna upp? SUMRI er farið að halla og þótt fullsnemmt sé að tala um að fyrsta haustlægðin sé komin eru einkenni þessarar árstíðar farin að sjást á Frömurum. Á þeim bænum er það ekki talið neikvætt, heldur þvert á móti. Haustið hefur verið tími Safamýrarpiltanna undanfarin ár og þótt þeir sitji enn á botninum þrátt fyrir 2:1-sigur á Eyjamönnum á laugardaginn gáfu þeir til kynna að þeir ætli sér að berjast fyrir lífi sínu í deildinni til mótsloka. Þeir eru komnir með 14 stig, einu meira en á sama tíma í fyrra, en í ár er ljóst að þeir þurfa fleiri stig en nokkru sinni fyrr til að tryggja sér áframhaldandi sæti meðal þeirra bestu. Víðir Sigurðsson skrifar unni og þeir Steingrímur og Ingi Sigurðsson voru drjúgir í síðari hálf- leiknum. En Eyjaliðið býr ekki yfir mikilli breidd, og ef leikbönn og meiðsli há því á lokasprettinum gæti það lent í vandræðum í þeirri hörðu fallbaráttu sem virðist vera í vænd- um hjá 6–8 liðum deildarinnar. ÍÞRÓTTIR 10 B MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALUR og Fram sitja í fallsætum úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er ólokið, Valur með 16 stig og Fram með 14. En þó þessi gamalgrónu Reykjavík- urfélög hafi ekki safnað stigum sem skyldi í sumar, að mati stuðnings- manna þeirra, er einsdæmi að sá stigafjöldi sem þau hafa náð skuli ekki nægja til að koma þeim ofar. Frá því þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hefur það aldrei áður gerst að lið með 16 stig eftir 14 umferðir sé í fallsæti deildarinnar. Það hefur heldur aldrei áður gerst á þessum 20 keppnistímabilum að lið með 14 stig sé í botnsætinu. Reyndar hafa 14 stig eftir 14 leiki dugað til að vera í áttunda sæti eða ofar í 18 skipti af 20 frá árinu 1984. Einu tvö árin þar sem lið með 14 stig hefur verið í fallsæti á þessu stigi deildarinnar var árið 1991 þegar KA-menn voru næstneðstir með 15 stig, og árið 2001 þegar KR sat í fallsætinu með 14 stig. Bæði KA og KR björguðu sér frá falli á þessum árum með góðum enda- spretti, KA-menn fengu 10 stig í síðustu fjórum leikjunum árið 1991 og KR-ingar kræktu í átta stig í síð- ustu fjórum umferðunum árið 2003. Valur og Fram mætast að Hlíð- arenda í 17. og næstsíðustu umferð deildarinnar. Þar fyrir utan á Valur eftir að leika við ÍA úti, KA heima og Fylki úti en Fram á eftir KA úti, FH heima og Þrótt heima. Einsdæmi að sitja á botninum með 14 stig „ÞAÐ loðir enn við okkur að eftir góðan sigur kemur svona leikur í kjölfarið. Við hefðum haldið þriðja sætinu með sigri en það var aldeilis ekki niðurstaðan og þar með er þetta ennþá allt í járnum hjá okkur. Hjá okkur eins og öðrum verður þetta endalaus barátta til síðasta leiks,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Fram. „Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en rifum okkur upp í þeim síðari. Við sköpuðum okkur fullt af færum, pressuðum lát- laust og jöfnuðum. Það varð kannski smá spennufall í liðinu eftir að við jöfnuðum en við vild- um halda áfram og knýja fram sigurinn. Ég veit ekki hvað gerð- ist í þessu sigurmarki Framara en þeir hljóta að hafa séð að bolt- inn var inni. Við fengum dauða- færi í blálokin en þetta féll ekki okkar megin í dag,“ sagði Magn- ús Gylfason. Endalaus barátta til síðasta leiks Fram 2:1 ÍBV Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeildin, 14. umferð Laugardalsvöllur Laugardaginn 16. ágúst 2003 Aðstæður: Milt veður, rigning, blautur en góður völlur Áhorfendur: 576 Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 4 Aðstoðardómarar: Hans Scheving, Gunnar Gylfason Skot á mark: 8(6) - 20(8) Hornspyrnur: 8 - 5 Rangstöður: 2 - 0 Leikskipulag: 4-4-2 Gunnar Sigurðsson M Andrés Jónsson Ingvar Ólason M Eggert Stefánsson M Ómar Hákonarson (Ragnar Árnason 70.) Freyr Karlsson (Viðar Guðjónsson 66.) Baldur Þór Bjarnason M Ágúst Gylfason M Gunnar Þór Gunnarsson Kristinn Tómasson (Kristján Brooks 76.) Andri Fannar Ottósson Birkir Kristinsson Bjarni Geir Viðarsson (Pétur Runólfsson 87.) Tryggvi Bjarnason (Andri Ólafsson 67.) Tom Betts Hjalti Jóhannesson M Ingi Sigurðsson M (Bjarni Rúnar Einarsson 88.) Bjarnólfur Lárusson M Atli Jóhannsson M Ian Jeffs Gunnar Heiðar Þorvaldsson Steingrímur Jóhannesson M 1:0 (41.) Framarar fengu aukaspyrnu fyrir miðju marki þegar Baldur Bjarnason var felldur í vítateigsboganum. Ágúst Gylfason tók spyrnuna og þrum- aði boltanum framhjá varnarveggnum og í markhornið vinstra megin. 1:1 (74.) Steingrímur Jóhannesson fékk boltann við endalínu hægra megin, inn við markteig. Hann átti fasta sendingu fyrir markið, boltinn fór beint í Ingvar Ólason, varnarmann Fram, og af honum í markið. 2:1 (83.) Í kjölfar innkasts Framara upp við hornfána vinstra megin fékk Eggert Stefánsson boltann við hliðarlínuna, sendi hann fyrir markið og Andri Fannar Ottósson náði góðum skalla að marki. Birkir Kristinsson varði en var fyrir innan marklínuna og árvökull dómarinn benti á miðju. Gul spjöld: Ian Jeffs, ÍBV (33.) fyrir brot  Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV (59.) fyrir brot  Andrés Jónsson, Fram (73.) fyrir brot  Bjarnólfur Lárusson, ÍBV (82.) fyrir brot  Kristján Brooks, Fram (89.) fyrir brot Rauð spjöld: Ian Jeffs, ÍBV (84.) fyrir brot, annað gult spjald. „ÞETTA eru okkur ótrúlega dýr- mæt stig, við urðum að vinna þenn- an leik og það hefði alls ekki verið nóg fyrir okkur að halda jafn- teflinu,“ sagði Ágúst Gylfason, fyr- irliði Fram, við Morgunblaðið eftir sigurinn á ÍBV á laugardaginn. „Við settum leikinn upp með því markmiði að fá þrjú stig og það tókst með baráttu og vilja. Fyrri hálfleikurinn var mjög fínn hjá okkur, nema það vantaði færin, en í seinni hálfleik fórum við að kýla boltann fram í stað þess að spila og þá komust Eyjamenn inn í leikinn. Þetta leit ekki vel út þegar þeir jöfnuðu, 1:1, en við náðum að halda ró okkar, tókst að ná upp spili á ný og tryggja okkur sigurinn. Við litum þannig á málin fyrir þennan leik að við yrðum að vinna fjóra leiki af þeim fimm sem við ættum eftir til að halda okkur í deildinni. Nú er sá fyrsti kominn og veitti ekki af því við eigum mjög erfiðan útileik gegn KA næsta sunnudag,“ sagði Ágúst Gylfason. Tókst með baráttu og vilja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.