Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 16
FÓLK Munurinn á þessum leik og leikn-um í riðlinum þar sem við töp- uðum með einu marki, var fyrst og fremst sá að við hleyptum þeim ekki inn í leikinn núna eins og þá. Við sögðum nú eftir þann leik að ef hann hefði verið aðeins lengri hefðum við unnið. Núna komust Þjóðverjar yfir í upphafi, meðal annars 8:6 en við komumst yfir og erum 13:10 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik náðum við um tíma sjö marka forystu en þá leyfðu strákarnir sér að slaka aðeins á en þetta var aldrei í hættu. Þýski þjálfarinn labbaði til okkar þegar 45 sekúndur voru eftir og óskaði okkur til hamingju, hann var búinn að játa sig sigraðan. Við spiluðum flata vörn allan leik- inn enda gekk hún mjög vel og Björg- vin varði vel þar fyrir aftan, sérstak- lega í síðari hálfleik en alls varði hann 24 skot. Pálmi kom inn á í einu víta- kasti og varði það. Þjóðverjar léku hins vegar 5-1 vörn til að byrja með, fóru síðan í flata vörn, tóku því næst einn úr umferð, þá tvo en það var al- veg sama hvað þeir reyndu, strák- arnir áttu svar við öllu. Ég segi að það hafi verið liðsheild- in sem skóp þennan sigur og þá á ég ekki bara við sigurinn í dag heldur í mótinu. Hópurinn er alveg frábær, samstilltur og ef einn var tekinn úr umferð þá kom næsti og svo næsti og þannig gekk þetta. Við erum, að mínu mati, með mestu breiddina og strák- arnir eru í langbesta forminu, það sést á því að við héldum út alla leiki og lékum á fullu allan tímann á með- an önnur lið héldu ekki út alla leikina. Frábært starf í félögunum hefur einnig mikið að segja og það er að skila sér og skila okkur afreksmönn- um sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni,“ sagði þjálfarinn. En það hefur líka verið haldið vel á spöðunum síðustu vikurnar. „Við æfðum mjög vel fyrir undankeppnina þar sem við unnum Dani og Litháa og síðan kom þriggja vikna lyftingapró- gramm og síðan þá höfum við æft fimm sinnum um hverja einustu helgi og tvisvar til þrisvar í viku þar fyrir utan. Síðustu 23 dagana fyrir mótið æfðum við 23 sinnum þó svo það væru frídagar og þetta er ástæðan fyrir því að strákarnir eru í betra formi en jafnaldrar þeirra í hinum liðunum,“ sagði stoltur þjálfari að móti loknu. Hann sagðist hafa fundið það strax þegar hann vaknaði að sunnudagur- inn yrði íslenska liðinu góður. „Ég fann það strax um morguninn að þetta yrði góður dagur. Leikurinn við Svía var meiri spennuleikur en eftir að við unnum hann þá er þetta aðeins spurning um hungur, hversu mikið þig langar til að vinna gullið eða hvort þú sért orðinn saddur og sættir þig við að taka silfrið. Maður vinnur nefnilega ekki silfur. Alveg frá því við vöknuðum höfum við skoðað Þjóðverjana af mynd- bandi og ég hafði alltaf góða tilfinn- ingu fyrir þessum leik,“ sagði Heim- ir. Framlenging í undanúrslitunum Íslendingar lögðu Svía 34:33 eftir framlengdan leik í undanúrslitum. Svíar höfðu undirtökin nær allan leikinn, voru 15:12 yfir í leikhléi en þegar um tíu mínútur voru til leiks- loka hrökk íslenska liðið í gang fyrir alvöru og Svíar áttu ekkert svar við því. Arnór Atlason jafnaði metin, 30:30 úr vítakasti á síðustu sekúnd- um leiksins og í framlengingunni voru Íslendingar sterkari. Ljósmynd/Viktor Zamborský Aftari röð frá vinstri: Jónas Fjeldsted, Andrés Kristjánsson, Heimir Ríkarðsson þjálfari, Ingvar Árnason, Andri Stefan, Árni Þór Sigtryggsson, Arnór Atlason, Hrafn Ingvarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Einar Ingi Hrafnsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Jón Eggert Karlsson og Karl Erlingsson. Fremri röð frá vinstri: Árni Björn Þór- arinsson, Ragnar Hjaltested, Pálmar Pétursson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Gústavsson, Þórður Þórðarson, Sigfús Páll Sigfússon og Ívar Grétarsson. Ljósmynd/Viktor Zamborský Ragnar Hjaltested, ein af hetjum Íslands, er hér kominn inn úr horni í leiknum gegn Þýskalandi í gær. „Maður vinnur ekki silfur“ „ÞETTA var algjör snilld og ég held það sé í fínu lagi að óska öllum Íslendingum til hamingju með árangur liðsins,“ sagði Heimir Rík- harðsson, þjálfari unglingalandsliðsins í handbolta, eftir að liðið lagði Þjóðverja 27:23 í úrslitaleik Evrópukeppninnar og tryggði sér þar með Evrópumeistaratitilinn í Kosice í Slóvakíu í gær. Strákarnir tryggðu sér Evrópumeistaratitil í handknattleik í Slóvakíu ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik, 18 ára og yngri, varð Evrópu- meistari í gær þegar það lagði Þjóðverja 27:23 í úrslitaleik í Slóv- akíu. Á laugardaginn vann Ísland lið Svía 34:33 í æsispennandi fram- lengdum leik. Evrópumeistarar í handknattleik  GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, skellti sér til Slóvakíu á föstu- daginn til að fygljast með lokaleikj- um unglingalandsliðs Íslands á EM í handknattleik, gegn Svíum á laugar- dag og úrslitaleikinn við Þjóðverja í gær..  GUNNAR Berg Viktorsson, lands- liðsmaður í handknattleik, skoraði 7/2 mörk fyrir Wetzlar er liðið fagn- aði sigri á Hüttenberg í úrslitaleik á æfingamóti í Wetzlar fyrir helgi.  RÚSSNESKI handknattleiksdóm- arinn Sergei Medvedev lést, aðeins 36 ára að aldri, á fimmtudaginn. Hann var einn dómaranna sem sáu um dómgæslu á HM unglingalands- liða kvenna sem fram fer í Makedón- íu.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir Ciudad Real, sem vann stórsigur á Barakuldo í æfinga- leik á Spáni, 34:24.  PATREKUR Jóhannesson skoraði 5 mörk fyrir Bidasoa, sem tapaði fyr- ir BM Cantahia, 23:22. Heiðmar Fel- ixson skoraði tvö mörk.  GYLFI Gylfason og samherjar hans hjá Wilhelmshavener, lögðu Wetzlar, Gunnar Berg Viktorsson (4/1) og Róbert Sighvatsson (2), í úr- slitaleik Alternate-Linden Cup, 26:21. Gylfi skoraði 10/2 mörk í fyrsta leik Wilhelmshavener gegn Oppershofen, 44:17.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknatt- leik, og samherjar hans hjá þýska 1. deildarliðinu Kronau/Östringen fögnuðu sigri á alþjóðlegu móti í Alt- ensteigh í gær, er þeir lögðu svissn- eska liðið Wacker Thun í úrslitaleik, 17:14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.