Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 27
þáttur við timburhús. Á RC-húsin þarf ekki að bera fúavörn einu sinni til tvisvar á ári til þess að viðurinn haldist óskemmdur.“ „Þessi hús draga nafn af upp- hafsmanni sínum hér á landi, Reim- ari Charlessyni og reynslan af þeim er mjög góð,“ heldur Tómas áfram. „Það hafa engir gallar komið fram í þessum húsum eins og leki eða ann- að af því tagi. Allar hönnunar- og burðarþolsteikningar voru í upphafi yfirfarnar af þekktum íslenzkum fagmönnum, þeim Helga Hjálmars- syni arkitekti og Kristjáni Guð- mundssyni verkfræðingi í samráði við norska tæknimenn. Þeir Helgi og Kristján fóru með Reimari Charlessyni til Noregs fyrr um það bil 15 árum og notuðu dvöl- ina til þess að gera húsin þannig úr garði, að þau stæðust ströngustu kröfur heima á Íslandi, enda fengu húsin strax viðurkenningu frá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins. Á þeim árum, sem síðan eru liðin, hefur Reimar Charlesson flutt inn og selt nokkuð á annað hundrað hús samkvæmt þessari sömu for- skrift, bæði íbúðarhús og heilsárs sumarhús.“ Þegar að því kom í fyrravetur að Reimar vildi selja fyrirtækið, kveðst Tómas hafa fengið til liðs við sig Kristján Ólafsson lögmann og þeir ákváðu að kaupa það í samein- ingu. „Við töldum samt reynslu Reimars það mikla og mikilvæga, að við réðum hann í vinnu og hann starfar með okkur áfram að þessum byggingaráformum,“ segir Tómas. „Um svipað leyti leituðu til okkar tveir byggingameistarar, sem höfðu áhuga á þessum húsum og vildu skapa sér sérstöðu á bygginga- markaðnum. Þeir höfðu þá þegar vitneskju um lóðir á Landssíma- reitnum svonefnda. Í sameiningu tókst okkur að festa kaup á fjórtán lóðum, sem allar eru við sama „botnlangann“ í Smárarima. Í sameiningu stofnuðum við síðan byggingarfyrirtæki, sem nefnist Tveir-X ehf. Það mun standa að byggingu íbúðarhúsanna á þessum 14 lóðum.“ Öll þjónusta í nágrenninu Tómas Ingólfsson kveðst álíta það einn aðalkost Landssímalóðar- innar, að öll þjónusta er þegar til staðar í næsta nágrenni. „Ný hverfi líða oft fyrir það, að fyrstu árin vantar allt eins og verzlanir, skóla, íþróttaaðstöðu og fleira,“ segir hann. „Það er kannski ekki nema eðli- legt, því að það tekur sinn tíma að reisa þessar byggingar. Hverfin í kringum Landssímalóðina eru hins vegar þegar allgróin hverfi. Það er því stutt þaðan í skóla, verzlanir og aðra þjónustu.“ Tómas segir stutt í að fyrstu hús- in fari að rísa. „Eftir að teikningar hafa verið samþykktar, tekur það um það bil átta vikur að fá timbrið í húsin til landsins og á þeim tíma verða sökklarnir gerðir klárir. Síð- an er strax hægt að reisa húsin og það tekur um þrjár vikur að gera þau fokheld.“ Byggingasvæðið liggur í svo- litlum halla til suðurs. „Þarna er því gott skjól fyrir norðanátt og landið liggur vel við sólu,“ segir Ingólfur. „Það eykur enn á skjólið, að landið er í skjóli við Esjuna.“ Gatnagerð við Smárarima er þeg- ar lokið og búið að malbika þann „botnlanga“ sem reisa á RC-húsin við. „Þetta er fyrsta gatan á Lands- símalóðinni, sem er byggingarhæf , en ég hygg að það það sé ekki langt í að aðrir byggingarverktakar hefji framkvæmdir á svæðinu,“ segir Tómas. Hófleg stærð „Húsin okkar eru af hóflegri stærð og á viðráðanlegu verði fyrir marga, en þau verða sett í sölu mjög bráðlega,“ segir Tómas Ing- ólfsson að lokum. „Þau ættu því að henta þeim, sem eru að stækka við sig og vilja komast úr fjölbýlis- húsum í einbýli. Þessi hús ættu líka að henta þeim, sem eru að fara úr enn stærri einbýlishúsum, en vilja samt vera áfram í sérbýli og þá með ekki of stórri lóð, en lóðir þarna eru um 600 ferm.“ húsin Morgunblaðið/Arnaldur Morgunblaðið/Arnaldur Gróin hverfi eru í kringum Landssímalóðina svonefndu og Tómas Ingólfsson segir það mikinn kost að öll þjónusta sé þegar til staðar í næsta nágrenni við nýbyggingasvæðið. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 C 27Fasteignir Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 530 6505 heimili@heimili.is www.heimili.is Vantar allar gerðir eigna á skrá Mánalind - vel hannað einbýli. Glæsilegt um 200 fm einbýli ásamt 40 fm bílskúr. Húsið er allt hið vandaðasta og frágangur til fyrirmyndar. 5-6 svefnher- bergi og bjartar stofur. Rúmgott eldhús með fallegri innréttingu úr hlyn. Mikil loft- hæð og frábært útsýni. Mjög stórar svalir og góð staðsetning. Verð 34,9 millj. Nökkvavogur - mjög góð 2-3ja herb. í kjallara LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Vorum að fá í sölu mjög góða og mikið standsetta 2ja herbergja íbúð í reisulegu húsi á þessum frábæra stað. Ný eldhúsinnrétting og ný- lega standsett baðherbergi. Parket og flísar á öllum gólfum. Mjög auðvelt að bæta við öðru svefnherbergi. Verð 8,8 millj. Dunhagi - skemmtileg 4ra herb. Nýkomin í sölu um 100 fm vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 3. hæð. Tvö rúmg. herbergi og tvær stofur. Bjartar suður- svalir. Góð íbúð í góðu húsi. Frábær stað- setning. Verð 13,9 millj. HRYGGJARSEL. Sérlega gott ein- býli með aukaíbúð og tvöföldum bílskúr. Vorum að fá í sölu ca 220 fm einbýlishús með stúdíóíbúð í kj. og ca 55 fm tvöföldum bílskúr á þessum eftirsótta stað í Selj- ahverfi. Þetta er sérlega gott fjöldskylduhús með fjórum góðum svefnherbergjum og mjög góðri stúdíóíbúð í kjallara sem hentar vel til útleigu. Óskráð rými í kjallara. Stór tvöfaldur bílskúr með geymslu geymslulofti. Verð 26,9 millj. ODDABRAUT - ÞORLÁKS- HÖFN. Rúmgott og vel skipulagt ca 150 fm einbýli á tveim hæðum. 4 herbergi og 2 stofur. Húsið hefur verið töluvert end- urnýjað. Bílskúr er ca 37 fm og þarfnast standsetningar. Verð 12,8 millj. ÁSHOLT - Glæsilegt raðhús miðsvæð- is í Rvk. Stórglæsilegt 144 fm raðhús á tveim hæðum. Þrjú rúmgóð svefnherbergi og stórar sofur. Inngangur úr lokuðum verðlaunagarði. Húsvörður - góðir nágrann- ar. Tvö stæði í bílageymslu fylgja. Falleg eign fyrir vandláta. HRÍSRIMI. Erum með vel skipulagt ca 174 fm parhús með bílskúr. Húsið er ekki fullklárað að innan en mögulegt er að fá það afhent fullklárað eða fullbúið án gólf- efna. Óskað er eftir verðtilboðum. HÁLSASEL. Vorum að fá í sölu 186 fm endaraðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. 4-5 svefnherbergi og björt og góð stofa. Þetta er gott fjölskyldu- hús í næsta nágrenni við skóla og aðra þjónustu. rað- og parhús einbýli MELABRAUT - SELTJARNAR- NESI. Fallegt parhús á tveimur hæðum ásamt ca 40 fm bílskúr á góðum stað á Nesinu. Nýlegur og vandaður sólskáli liggur við stofu og tengir vel saman garð og hús. Húsið afhendist með nýju járni á þaki. Laust við kaupsamning. Áhv. ca 6,0 millj. SÓLHEIMAR. Glæsileg endurnýjuð 4ra með ótrúlegu útsýni. Tvennar stórar svalir. Nýkomin í sölu ca 101 fm íbúðarhæð á efstu hæð. Tvö herbergi og mjög rúm- góðar og bjartar stofur. Nýtt eikarparket á nánast allri íbúðinni. Endurnýjað eldhús. Tvennar stórar svalir með ótrúlegu útsýni í allar áttir. Hús klætt að hluta með steni. Íbúðin er laus. Áhv ca 7,7 millj. SMÁÍBÚÐAHVERFI - HÆÐ OG RIS. Glæsileg um 125 fm hæð og ris við Bústaðarveg. 3-4 rúmgóð svefnher- bergi og fallegar stofur. Parket á gólfum. Sérinngangur . Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 15,9 millj. KÓPAVOGSBRAUT. Erum með mjög skemmtilega um 125 fm vel skipu- lagða efri sérhæð. Þrjú herbergi og tvær stofur. Endurnýjað eldhús. Íbúðin er virki- lega björt og glæsileg. Verð 15,7 millj. hæðir RÁNARGATA - MÖGULEIK- AR. Mjög vel skipulögð risíbúð. Þrjú rúm- góð herb. og björt stofa. Tvennar stórar suðursvalir með frábæru útsýni. Parket á gólfum. Góð lofthæð í stofu. Góð staðsetn- ing við miðbæinn. Áhv. 5,7 millj. Íbúðin er laus. ÁLAKVÍSL Vel skipulögð 4ra herbergja ásamt bílskýli í besta stað í Ártúnsholtinu. Íbúðin er er rúmgóð um 114 fm á 1. hæð. Þrjú rúmgóð herbergi. Gengt úr stofu út á sérverönd. KÓRSALIR. Falleg og vel skipulögð ca 116 fm íbúð á 1. hæð. Þrjú herbergi og stofa. Fallegar innréttingar og glæsilegt baðherbergi. Þessi íbúð gæti hentað vel fyr- ir fatlaða þar sem stæði fylgir við lyftu í kjallara og eins við inngang að utan. Íbúðin gæti verið laus fljótlega. Áhv. ca 10,0 millj. Verð 16,5 millj. MÁNAGATA. GÓÐ 2-3JA Á 2. HÆÐ. Töluvert endurnýjuð um 57 fm tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu húsi í Norðurmýrinni. Allt nýtt á baði. Vatnslagnir endurnýjað o.fl. Áhv. húsbr. ca 5,5 millj. Verð 10,7. GRÝTUBAKKI. Vel skipulögð ca 90 fm íbúð á 1. hæð. Tvö rúmgóð herbergi og stofa og borðstofa. Fallegt flísalagt endur- nýjað baðherbergi. Uppgert eldhús. Góð staðsetning í grónu hverfi. Áhv. ca 6,6 millj. VESTURBERG GÓÐ 3JA Í LYFTU- HÚSI. Vel skipulögð og björt 3ja herb. íbúð í lyftuhús. Tvö herbergi og stofa með svöl- um í suður. Parket á gólfum. Þvottahús á hæðinni. Góð staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu. Áhv. ca 5,3 millj. Verð 9,4 millj. HLÍÐARHJALLI KÓP. Vorum að fá í sölu fallega ca 83 fm íbúð á 3. hæð í fjöl- býlishúsi á þessum vinsæla stað í suðurhlíð- um Kópavogs. Björt og góð stofa og rúm- góð herberbergi. Verð 11,9 millj. ÞRASTARÁS HAFNARFIRÐI. Glæsileg um 107 fm íbúð með mikilli loft- hæð. Fallegar vandaðar innréttingar. Rúm- góð herbergi og björt stofa. Stórar svalir - stórkostlegt útsýni. Frábær íbúð í skemmti- legu hverfi. ÁSVALLAGATA. Góð 2ja herbergja um 65 fm rúmgóð íbúð í kjallara. Ágætt skipulag og frábær staðsetning. Endurnýjað eldhús o.fl. Fallegur bakgarður. Verð 8,6 TÝSGATA - MIÐBÆRINN. Vor- um að fá í sölu ca 53 fm íbúð í í fallegu steinhúsi í Þingholtunum. Björt og góð stofa og rúmgott herbergi. Áhv. góð lán. Verð 7,9 millj. MÁNAGATA. Falleg og björt um 40 fm íbúð í kj. Íbúðin nýtist mjög vel og skipt- ist í stofu, eldhús og herbergi. Mjög góð staðsetning í grónu hverfi miðsvæðis. ASPARFELL. RÚMGÓÐ OG BJÖRT. Erum með bjarta og snyrtilega 2ja herbergja íbúð í Asparfelli. Íbúðin er á 1. hæð og er útgengt úr stofu út á sérverönd. Íbúðin er 63 fm að stærð og virkar mjög rúmgóð. Verð 7,5 millj. ENGJASEL. Mikið endurnýjuð stúdíó- íbúð á jarðhæð. Opin stofa og eldhús ásamt svefnkrók. Altt nýtt á baði og í eldhúsi. Parket á gólfum. Góð íbúð og vel skipu- lögð. Áhv. ca 3,0 millj. húsbréf. Verð 5,6 millj. 2ja herbergja 3ja herbergja 4ja - 7 herbergja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.