Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 44
44 C MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Miðborgin Glæsileg 133 fm íbúð í á tveimur hæðum með sérinng. í nýlegu húsi. ( raðhús). Stórar stofur, 3 góð svefnherbergi, vandað flíalagt baðherb. gestasnyrting. Allt sér. Bílastæði fylgir. Einstakt útsýni. Áhv. húsbr. 6 millj. Verð 19,7 millj. Byggðarendi - einbýli Sérlega vandað og glæsilegt 234 fm tvílyft einbýlis- hús auk 25 fm bílskúrs. Húsið er mjög mikið endurnýjað að innan. Ný eldhúsinnrétting. Góð stofa, sjónvarpsherbergi.Tvö nýlega flísalögð baðherbergi. Nýlegt eikarparket. Arinn. Sauna. Gróinn garður, glæsilegt út- sýni. Frábær staðsetning. Eign í algerum sérlfokki. Lúxusíbúð í Laugardalnum Eintaklega glæsileg 110 fm endaíbúð á tveimur hæðum. Einstakt útsýni. Enskur steinn á holi, gestasnyrt. og baðherbergi. Gegnheilt parket á allri íbúðinni. Sérstaklega vandað eldhús úr rósavið og enskur steinn á borðum. Mile eldhústæki. Mikil lofthæð. Góðir gluggar í stofu og borðstofu. Glæsi- legur stigi með viðarþrepum upp á efri hæð- ina. Tvö svefnherb. auk fata- og vinnuher- bergis með sólskála. Mjög góðir skápar í allri íbúðinni. Baðherb. með góðum innrétt- ingum, stórum sturtuklefa, vönduð tæki. Hús nýmálað að utan. Einstök eign í sér- flokki. Eskihlíð 5 herb. Glæsileg 125 fm mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð í góðu fjöl- býlishúsi. Stórar saml. stofur, suðvestursval- ir. 2 góð svefnherbergi. Rúmgott eldhús. Aukaherbergi í kjallara. Gler endurnýjað. Nýtt parket á gólfum. Verð 15,5 m. áhv. 8,2 millj. Húsbréf. Flúðasel Mjög góð 96 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölb- húsi. Góð stofa með stórum suðaustursvöl- um. 3 svefnherbergi. Flísar og parket á gólf- um. Mjög fallegt útsýni. Stæði í bílskýli. Verð 12,2 millj. Frostafold - sérhæð Vorum að fá í sölu sérlega bjarta og fallega 100 fm 4ra herb. efri sérhæð í fjórbýlisparhúsi. Rúmgóð stofa með opnum glerskála. 3 svefnher- bergi. Þvottahús í íbúð. Geymsluris yfir allri íbúðinni. Útsýni. Verð 14,8 millj. Skálaheiði -Kóp. Falleg 106 fm 4ra herb. miðhæð í góð þrí- býlishúsi. Saml. skiptanlegar stofur. 2 rúm- góð svefnherb. Parket á allri íbúðinni. Glæsilegt útsýni. Mjög góður 34,5 fm bíl- skúr. Frábær staðsetning. Verð 14,9 millj. Skipholt Vorum að fá í sölu bjarta og skemmtilega115 fm endaíbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í samliggjandii stofu, 3 svefnherbergi, eldhús og bað- herbergi, möguleiki að gera herb. úr innri stofu. Íbúðarherb. í kjallara með aðgangi að snyrtingu og sturtu fylgir. Íbúðin getur losn- að fljótlega. Verð 13,4 millj. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Ægisíða - einbýli Höfum í einkasölu eitt af þessum eftirsóttu einbýlishúsum við Ægisíðuna. Húsið, sem er glæsilegt og mikið endurnýjað skiptist í þrjár samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, 3 stór svefnherbergi, baðherbergi, og gestasnyrt- ingu. Í kjallara er sér 2ja herbergja íbúð, þvottahús o.fl. Massíft eikarparket á gólfum, góðar innréttingar, gifslistar og rósettur íí loftum. Tvennar svalir. Geymsluloft yfir hús- inu. Vandaður 58 fm bílskúr. Fallegur garð- ur, skjólgóður hellulagður bakgarður. 12 fm garðhús. Góð staðsetning, fallegt útsýni. Upplýsingar einungis á skrifstofu. Eign í sérflokki. Hveragerði Vorum að fá sölu sölu eða leigu stórt einbýl- ishús í Hveragerði alls um 230 m2 á einni hæð. Þar er m.a. mjög björt vinnustofa 77m2, íbúð með sólskála 154 m2. Mjög fal- lega staðsett á jaðarsvæði með stórum garði og útsýni. Mikil lofthæð, listaverk á 2 baðherbergjum og í eldhúsi. Nánari uppl. á skrifstofunni (og myndir á www.islandia.is/ jboga undir tenglinum studio-gallery) Sólvallagata Höfum í sölu tvær glæsilegar 125 fm hæðir í nýlegu þríbýlishúsi. Stórar stofur, 3 svefn- herbergi. Suðursvalir. Opið bílskýli. Einstak- lega skemmtilega frágenginn garður sem snýr í suður. Eignir í sérflokki. Þverbrekka Skemmtileg og björt 110 fm íbúð á 8. hæð (efstu) í góðri lyftublokk. Saml. stofur, park- et. 2-3 svefnherb. Þvottahús í íbúð. Tvennar svalir. Stórkostlegt útsýni. Áhv. 3,9 millj. hagst. langtimalán. Verð 14,2 millj. Sigtún sérhæð með vinnu- stofu Vorum að fá glæsilega 180 fm miðhæð og efri hæð í fallegu tvíbýlishúsi. Á hæðinni eru stórar saml. stofur, glæsilegt eldhús með birkirótarinnr. og granítborðum, 2 svefnherb. og baðherb. Á efri hæð er stór alrými með arni, hjónherb. með fataherb. og baðherb. Parket. Góðar suðursvalir. íbúðin var öll endurnýjuð að innan fyrir örfáum árum. Nýr 27,4 fm vinnustofa á lóð. Garður endurgerð- ur með hellulögn. Eign í algerum sérflokki. Stigahlíð Glæsileg 202 fm neðri sér- hæð í fjórbýlishúsi með bílskúr á þessum vinsæla stað. Hæðin skiptist í stórar stofur með góðum gluggum, rúmgott hol, fjögur góð svefnherbergi, vandað eldhús með ný- legri innréttingu og sérþvottahúsi innaf, bað- herb. gestasnyrting. yfirbyggðar svalir að hluta. Parket. Stutt í alla þjónustu og skóla. Verð 23,6 m. Laus strax. Barmahlíð - risíbúð Vorum að fá í sölu eina af þessum eftirsóttu risíbúðum í Hlíðunum. Íbúðin er 58 fm og skiptist í gott eldhús, 2 svefnherb. stofu og baðherb. Getur losnað fljótlega. Verð 10,2 miilj. Lómasalir Vorum að fá í sölu glæsi- lega 104 fm íbúð á fjórðu hæð í nýju lyftu- húsi ásamt stæði í bílageymslu. Tvö svefn- herbergi með stórum maghóní skápum. Eld- hús, maghóní innrétting, ný gaseldavél. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Þvotta- herbergi innan íbúðar. Mjög stór stofa. Allar hurðir úr maghóníi. Stórglæsilegt útsýni. Eign í sérflokki. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Skólavörðustígur Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm húsnæði á götu- hæð sem skiptist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinngangi. Arinn, flísar á gólf- um. Verslunarleyfi fyrir hendi. Verð 14,0 millj. Öldugata Vorum að fá í sölu mjög fallega og mikið endurnýjaða 81 fm miðhæð í þessu fallega steinhúsi. Saml. skiptanlegar stofur, rúmgott svefnherb. Eldhús og og baðherbergi nýlega endurnýjað. Áhv. 4,5 millj. Húsbréf. Verð 12,4 millj. Engihjalli Vorum að fá í sölu mjög fal- lega og talsvert endurn. 90 fm íbúð á 3. hæð í góðu lyftuhúsi. Stór stofa, 2 svefn- herb., tvennar svalir. Áhv. 5,8 millj. Hús- bréf. Verð 10,9 m. UMHVERFISSVIÐ Austur-Hér- aðs hefur auglýst íbúðarlóðir í Sel- brekku, neðra svæði, á Egilsstöð- um, lausar til umsóknar. Selbrekka er mjög áhugavert og spennandi íbúðarsvæði og óhætt að fullyrða að um er að ræða eitt skemmtilegasta íbúðarsvæðið á Austurlandi. Því er viðbúið að mik- il ásókn verði í íbúðarlóðir á þessu svæði. Skipulagssvæðið Selbrekka, neðra svæði, er u.þ.b. 5 ha. spilda í austurjaðri þéttbýlisins á Egils- stöðum. Svæðið afmarkast af veg- helgunarsvæði Seyðisfjarðarvegar og Norðfjarðarvegar til vesturs og suðurs, bröttum hlíðum til norðurs og Selöxl til austurs. Útivistarsvæði Selbrekku hallar til vesturs og í henni eru vel skilgreindir hjallar sem henta vel sem byggingarland, en brattar hlíðar á milli. Austan og norðan Selbrekku er Selskógur, sem er eitt af helstu útivistarsvæð- um bæjarbúa. Gott útsýni er úr Selbrekku yfir þéttbýlið á Egils- stöðum og yfir í Fell. Selbrekka er að mestum hluta vaxin birkiskógi og leitast verður við að varðveita náttúrulegt svip- mót brekkunnar eins og kostur er. Skógurinn í jöðrum skipulags- svæðisins verður látinn halda sér og sama verður um skógarræmur milli húsaraða. Lóðarhafar verða hvattir til að hlífa trjágróðri eftir föngum og nýta sér hann sem hluta lóðarfrágangs. Eitt leiksvæði á vegum sveitar- félagsins verður á miðju skipulags- svæðinu og auðvelt er að útbúa að- stöðu til annarra félagslegra athafna, t.d. fyrir samkomuhald íbúa hverfisins, grillaðstöðu o.þ.h. Göngustígar verða lagðir milli lóða í gegnum hverfið og tengja leik- svæðið lóðunum umhverfis og skapa fjölbreyttari gönguleiðir sem tengjast byggðinni og skóg- inum utan hennar. Nær 60 íbúðir Í skipulagi svæðisins er leitast við að raða húsum og gefa þeim form, þannig að þau myndi heil- legar götumyndir og göturými. Einnig er stuðlað að ákveðnu sam- ræmi í byggðinni með ákvæðum í skipulagsskilmálum varðandi til- teknar lóðir, einkum með ákvæð- um um meginform húsa, þakform og halla, þakkanta og lit á þökum. Götunöfn á svæðinu eru Sel- brekka, Skógarsel, Hjallasel og Brekkusel. Íbúðarlóðir á svæðinu eru fyrir einnar hæðar einbýlishús, tveggja hæða einbýlishús og tveggja hæða raðhús eða hæða- skipt sambýlishús. Alls er gert ráð fyrir að byggðar verði 52–60 íbúðir á svæðinu, þar af 32 í einbýlishúsum og 20–28 smærri íbúðir í rað- eða sambýlis- húsum. Deiliskipulag svæðisins var sam- þykkt í lok júlímánaðar og búast má við því að lóðirnar verði bygg- ingarhæfar snemma vors 2004. Umsækjendur um íbúðarlóðir í Selbrekku, neðra svæði, eru hvatt- ir til þess að kynna sér skipulags- og byggingarskilmála svæðisins gaumgæfilega, en skilmálar hverf- isins eru skýrari en venja hefur verið á Egilsstöðum fram að þessu. Öll nauðsynleg gögn vegna um- sóknar liggja frammi frammi á bæjarskrifstofunni að Lyngási 12 á Egilsstöðum, en eru einnig að- gengileg á vef Austur-Héraðs, undir liðnum Umhverfis og skipu- lagsmál. Umsóknarfrestur er til hádegis 9. september 2003. Egilsstaðir Fyrstu lóðirnar í Selbrekku auglýstar til umsóknar Uppdráttur af deiliskipulagi fyrir byggingasvæðið. Alls er gert ráð fyrir að byggðar verði 52–60 íbúðir á svæðinu, þar af 32 einbýlishús og 20–28 smærri íbúðir í rað- eða sambýlishúsum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Horft yfir svæðið. Selbrekka er að mestum hluta vaxin birkiskógi og leitast verður við að varðveita náttúrulegt svipmót brekkunnar eins og kostur er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.