Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.08.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 C 45Fasteignir Nýr og spennandi valkostur fyrir kaupendur á Austur-Héraði Höfum fengið til sölu 7 hæða fjölb., samt. 21 íbúð sem Malarvinnslan hf. hefur hafist handa við að byggja. Húsið er byggt úr steinsteyptum einingum og verður það viðhaldsfrítt að utan, klætt veðurkápu úr íslenskum blágrýtismulningi og verða gluggar að utanverðu úr stáli. Stefnt er að því að afh. íb. nánast fullb. án gólfefna og að fyrsta afh. geti farið fram 1. október 2004. Íbúðirnar eru af tveimur stærðum, ein 78,3 fm íbúð á hverri hæð eða 7 íbúðir samtals og tvær 100,8 fm íbúðir á hverri hæð eða 14 samtals. Undir öllu húsinu verður kjallari með sérgeymslum fyrir hverja íbúð auk sameignlegra geymslna. Í húsinu verður lyfta. Í upphafi byggingartímans eiga tilvonandi kaupendur möguleika á að velja á milli tveggja gerða af útliti á innréttingum. Íbúðum á jarðhæð fylgir séreignarlóð. Stærri íbúðunum fylgir réttur til byggingar bílskúrs en hverri íbúð tilheyra 2 bílastæði. Allar nánari upplýsingar og gögn liggja fyrir á skrifstofu Fasteigna- og skipasölu Austurlands ehf. Kelduskógar - Egilsstaðir Höfum til sölu rekstur og eignir Blómabæjar. Um er að ræða fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sölu og ræktun plantna, sölu garðáhalda, gjafavara, föndurvara, gæludýra o.fl. Góður rekstur á frábærum stað. 9600 fermetra leigulóð með mikla möguleika á besta stað í bæn- um tilheyrir fasteigninni. Frábært atvinnutækifæri fyrir áhugasama einstaklinga. Bara lóðin felur í sér einstakt tækifæri. Blómabær - Egilsstöðum Blómleg verslun með barnafatnað sem rekin er undir merki Do-re-mi á Egilsstöðum. Verslunin er rekin í leiguhúsnæði. Til sölu er einkahlutafélagið sem sér um reksturinn. Barnafataverslun í miðbæ Egilsstaða Verslunin er rekin undir merkjum Steinars Waage en um er að ræða vel búna verslun, með fullkomið sölukerfi á frábærum stað í bænum. Skóverslunin er í leiguhúsnæði og er með góðan leigusamning. Góður grunnur fyrir útsjónarsama verslunarmenn. Skóverslun í miðbæ Egilsstaða Höfum fengið til sölu rekstur og eignir veitingastaðar þar sem Pizza 67 á Egilsstöðum er rekið í dag. Um er að ræða vinsælan veitingastað í eigin húsnæði. Veitingastaðurinn er mjög vel búinn tækjum og tólum til veitingareksturs, salur tekur í dag 54 matargesti en pláss er fyrir mun fleiri víða um húsnæðið. Veitingastaðurinn er á frábærum stað, vel sjá- anlegur og staðsettur gagnvart umferð. Þetta er rekstur sem býður upp á marga mögul. Veitingarekstur á Egilsstöðum Til sölu jarðirnar Þorgrímsstaðir og Ánastaðir í Breiðdal Fallegt parhús á glæsilegum útsýnisstað á Héraði Höfum í einkasölu fallegt parhús með innbyggðum bílskúrum, rúmlega fokhelt í dag. Stefnt er að því að afhenda íbúðirnar fullfrágengnar að utan með grófjafnaðri lóð og fokheldar að innan en hægt er að afhenda íbúðirnar á því byggingarstigi sem hverjum og einum hentar. Húsin eru 138,8 fm að stærð. Teikn. gerir ráð fyrir 3 svherb. og stofu auk eldhúss, þvhúss, baðherb., forstofu og geymslu í hluta bílskúrsins. Af áætlaðri verönd í bakgarði verður glæsilegt útsýni. Þetta er hverfi sem er að byggjast upp. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteigna- og skipasölu Austurlands ehf. Dalbrún - Fellabær Atvinnutækifæri á Austurlandi Austurland er land tækifæranna og tækifærin leynast víða. Höfum á söluskrá fjölmörg atvinnutækifæri og atvinnuhúsnæði á öllu Austurlandi. Meðal þessa eru: Tvær samliggjandi jarðir innst í suðurdal Breiðdals. Seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Þorgrímsstaðir eru kvótajörð með 254,9 ærgildum, um 2.640 ha að stærð en Ána- staðir um 1.560 ha. Á Þor- grímsstöðum eru mjög góð mannvirki, m.a. reisulegt 213 fermetra einbýlishús, sérlega gott fjárhús fyrir 400 kindur auk annarra útihúsa. Heimarafstöð með fallhæð upp á heila 248 metra og framleiðslugetu um 20 kw/klst. Ánastaðir eru eyði- jörð en þar hafa tún verið nytjuð af ábúendum Þorgrímsstaða. Heiðavatn á Breiðdalsheiði er í landi Þorgrímsstaða. Góðar veiðilendur fyrir rjúpu og gæsaveiðar, hreindýraarður og hlut- deild í Breiðdalsá (Ánastaðir = 1,8% og Þorgrímsstaðir = 0,6%). Vart hægt að hugsa sér betri eignir til að hefja sauð- fjárbúskap en einnig mjög skemmtilegt land til margvíslegra annarra nota. Vönduð og traust vinnubrögð HilmarGunnlaugsson hdl. lögg. fasteigna- fyrirtækja og skipasali Aðalbjörg Hermannsdóttir Guðrún GísladóttirKaupvangi 2, 700 Egilsstöðum, sími 580 7905, fax 580 7901, netfang fasteignasala@austurland.is, heimasíða austurland.is/fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.