Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgartún 26 sími 535 9000 Komdu í ljós BRÆÐURNIR Emil og Sigmar Sigurðssynir eiga einn sérstæðasta fornbíl landsins, Volvo P1800, Dýr- lingsbílinn svonefnda. Kærasti dóttur Sigmars átti bílinn vestur í Kaliforníu í nokkur ár. Sigmar bjó þar ásamt konu sinni í sjö ár og keypti bílinn af kærasta dótturinn- ar og lét gera hann upp. Árið 2000 lét hann síðan flytja bílinn til Ís- lands og þar hefur Emil að mestu séð um bílinn því Sigmar er bú- settur í Lúxemborg þar sem hann er framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Cargolux. Þeir bræður vildu ekki láta bíl- inn fara úr fjölskyldunni. Bíllinn var óökufær þegar þeir fengu hann og hafa þeir lagt mikla peninga í að endurgera hann. Sigmar segir að það sé mikið til af varahlutum í þessa bíla. „Það eru klúbbar um þennan bíl út um alla veröld og það eru til þónokkuð margir svona bílar í Kaliforníu. Volvo hefur reyndar alltaf verið mjög vinsæl tegund í Kaliforníu og nokkurs konar stöðutákn,“ segir Sigmar. Einn annar ökufær Volvo P1800 er til á Íslandi. Sá er beinhvítur og rauður að innan. Þeir bræður hafa látið klæða sætin í bílnum. Sigmar vildi láta leðurklæða sætin en sá sem annaðist verkið vildi nota vín- yl eins og var í upprunalegri gerð bílsins og hann fékk að ráða. Lengi má nostra við bílinn Þeir bræður eiga ýmislegt eftir að gera til að koma bílnum í enn betra ástand og segja að lengi megi nostra við hann. Það setur strik í reikninginn að Sigmar býr erlendis og Emil sömuleiðis og er hér aðeins í löngu fríi. Hann hefur verið búsettur erlendis í 31 ár og starfað mestallan tímann hjá Cargolux. Hann er nú kominn á Búa í Lúxemborg en Sigmar og Emil Sigurðssynir hafa gaman af gömlum bílum. Einkanúmerið ST1 er við hæfi. bílar HAGSTÆÐASTU innlendu lánin til bílakaupa eru án efa lífeyrissjóðslán að því er fram kemur í samtali við Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóra Verðbréfastofunnar hf. Ef tekin eru erlend lán er jafnvel hægt að ná enn betri kjörum. „Lífeyrissjóðirnir hafa miðað við að vera svona 1% yfir ávöxtunarkröfu húsbréfa. Núna eru skráðir vextir á húsbréfum um 4,9% og vegna yfirverðsins er þau seld á ávöxtunarkröfunni 4,5%. Vextir á Lífeyrissjóðslánum ættu því að vera á um 5,5 vöxtum í dag. Þú finnur ekki hagstæðari vexti á innlenda mark- aðnum. Reyndar eru lífeyrissjóðalán almennt ætluð til íbúðarkaupa en í sjálfu sér mælir ekkert á móti því að taka þau til bílakaupa þó að líftími lánanna sé töluvert lengri en bíls- ins.“ Erlend lán hagstæðust Jafet játti því að erlend lán væru jafnvel enn betri kostur. „Lægstu vextirnir eru af japönskum jenum. Með svona venjulegu álagi í banka geta vextirnir verið innan við 2%,“ sagði hann og minnti á að á móti kæmi gengisáhættan. „En gengið og vísitalan vega hvort annað upp á svona 3 til 4 ára tímabili. Þess vegna er heldur ekki svo stór munur á því hvort fólk er með gengis- eða vísi- tölutryggingu.“ Jafet segir að fólk sýni því sífellt meiri áhuga en áður að taka erlend lán. Framkvæmdin sé heldur ekki flókin. „Fólk fer til síns banka eða sparisjóðs og biður um tilboð. Sumir vilja taka allt í dollurum, aðrir í evr- um og enn aðrir í einhverju allt öðru. Svo bjóða bankarnir yfirleitt upp á svokölluð körfulán, þ.e. samval af mynt nokkurra landa. Yfirleitt er í því sambandi reynt að endurspegla svokallaða gengisvog,“ segir hann og tekur fram að vegna skammtíma sveiflna í gengi einstakra gjaldmiðla sé gott að miða við að taka ekki er- lend lán í einni mynt til skemmri tíma en 3 til 4 ára. Jafet var spurður að því hvort hægt væri að fá hagstæðari lán til bílakaupa hjá bönkunum en hjá tryggingafélögunum eða eignaleigu- fyrirtækjum. „Tryggingafélögin eru oftast að bjóða ágæta vexti á sínum lánum. Þau þurfa að ávaxta sína sjóði og telja þetta góða leið, þ.e. að veita viðskiptavinum sínum lán. Á hinn bóginn er því ekki að neita að góður viðskiptavinur á að geta fengið jafn- vel hagstæðari lán í sínum eigin við- skiptabanka en almennt gengur og gerist í bílalánum.“ Aukinn áhugi á erlendum lánum Morgunblaðið/Júlíus Hagstæð fjármögnun VOLVO kynnti alveg nýjan bíl á bílasýningunni í Brussel í janúar 1960. Þetta var sportbíllinn P1800. Þar var bíllinn í fyrsta sýndur áhugasömum sýning- argestum. Volvo hafði sent út myndir af nýja bílnum ári áður. Þessi tveggja sæta sportkúpubak- ur var með splunkunýrri vél, B18B. Fyrstu árin var bíllinn settur sam- an í Englandi þar sem Volvo hafði einfaldlega ekki rými til þess að framleiða nýjan bíl í verksmiðju sinni í Hisingen. P1800 fór í framleiðslu í maí 1961. Þetta var sportbíll hannaður til þægilegs aksturs og hann er jafnframt fyrsti Volvoinn sem verður sjónvarpsstjarna. Í sjónvarpsþáttunum um Dýrlinginn ók aðalleikarinn, Roger Moore, P1800 breskum bílaiðnaði til mik- ils ama. Þeir hefðu væntanlega frekar vilja sjá sinn mann á Jagúar eða Aston Martin. Roger Moore átti líka sjálfur 1800S sem hann ók í mörg ár. Bíllinn hlaut viðurkenningu fyrir skemmtilega hönnun á stórri sýn- ingu í Kaliforníu 1961. Bíll Dýrlingsins Roger Moore sem Simon Templar framan við P1800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.