Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar „NOTKUN á metani sem eldsneyti á bíla er löngu þekkt og mikil reynsla fyrirliggjandi. Til þess að það sé hægt verður að skilja metanið frá koldíoxíðinu í hauggasinu. Á Íslandi hefur metan verið nýtt sem öku- tækjaeldsneyti frá árinu 2000.“ Þetta kemur fram á heimasíðu Met- ans hf., fyrirtækis sem stofnað var til af Sorpu og Aflvaka og hefur þann tilgang að hreinsa, dreifa og selja metan og framleiða orku úr metani. Enn einn bíll með tvíbrennihreyfil hefur bæst í flota Sorpu og eru bíl- arnir þá samtals orðnir 14. Hæg eru heimatökin og undarlegt væri ef fyr- irtækið nýtti sér ekki þennan inn- lenda orkugjafa sem það sjálft hefur þróað og sett á markað. Nýjasta við- bótin í flotann er Volkswagen Golf Variant með tveggja lítra bruna- hreyfli sem brennir jafnt bensíni og metangasi. Samtals eru bílar sem brenna metangasi á höfuðborgar- svæðinu orðnir 44. Það jákvæða við þetta allt saman er að notkun met- angass til að knýja bíla er umhverf- isvænni en notkun bensíns og dísil- olíu og getur haft þjóðhagslegt gildi. Metangasið er unnið úr hauggasi sem verður til á sorpurðunarstað í Álfsnesi. Gasið er talið valda gróður- húsaáhrifum ef það sleppur út í and- rúmsloftið. Sorpa hefur síðan 1996 safnað hauggasinu og að mestu leyti brennt það en frá því fyrirtækið Met- an hf. tók til starfa hefur hreinsistöð verið tekin í notkun og nú hefur sala á metani farið fram um nokkurra ára skeið. En fram til þessa hefur floti bíla með tvíbrennihreyfla einungis verið til hjá fyrirtækjum en almenn- ingi stendur þessi leið líka til boða. Haganlega fyrirkomið Við fengum afnot af Golf Variant Sorpu í nokkra daga. Bíllinn með tví- brennihreyflinum er nákvæmlega eins og bensínbíllinn að því undan- skildu að hann er með metangaskerfi og tveimur gaskútum. Gaskútunum er komið fyrir í skottinu þar sem varadekkið er alla jafna í Golf Var- iant en í tvíorkubílnum er ekkert varadekk, einungis viðgerðarsett. Kútarnir eru 80 lítra hvor og tekur hvor þeirra u.þ.b. 17 rúmmetra af metangasi sem er geymt á kútunum undir 200 bara þrýstingi. Gólfplatan í farangursrýminu er nokkuð hærri en í venjulegum Golf Variant og því ljóst að búnaðurinn gengur nokkuð á farangursrýmið. Í neðanverðu mælaborðinu er síð- an rofi sem gerir ökumanni kleift að velja milli bensíns eða metans og fylgst er með magninu á gaskútun- um með díóðuljósum í mælaborði. Bíllinn er ávallt ræstur á bensínkerf- inu, þótt valrofinn í mælaborði sé Ekið á metangasi eða bensíni Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Tvíbrennibíllinn er eins og venjulegur Variant í akstri og útliti. Áfyllingarstútur fyrir metan er við hlið bensínloksins. Metangastankarnir eru undir gólfinu í farangursrýminu í stað varadekksins. Kútarnir ganga dálítið á farangursrýmið en það kemur þó ekki að sök. Ýtt á gashnappinn og bíllinn brennir metani. Í mælaborði má sjá stöðuna í gastönkunum.                                ! " ! !                                       ! "  "  #   " #                 $%%&'                            ( ) *+, ( .) *+,- (   ) */, /0+ #    ) *, 1 ' . ! 2 2 REYNSLUAKSTUR VW Golf Variant Guðjón Guðmundsson BMW 316i f. skr.d. 28.05.1998, ek. 86 þús. km. 4 dyra, beinskiptur, 16" álfelgur, M-pakki o.fl. Verð 1.260.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.