Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 5
stilltur á gas, en kerfið skiptir sjálf- krafa yfir á gas innan nokkurra sek- úndna frá ræsingu. Frá gaskútnum fer gasið í háþrýstingsstilli í vélar- rýminu þar sem þrýstingurinn er lækkaður úr 200 börum í 7 bör og þaðan áfram í lágþrýstingsstilli þar sem þrýstingurinn er lækkaður í tveimur þrepum, fyrst í 1,9 bör og síðan í 0,97 bör. Sá þrýstingur heldur sér gegnum innblásturslokana og inn í brunahólf hreyfilsins. Eftir þetta fer gasið í svokallaðan gasdeili sem deilir því á nákvæmlega réttum tíma og í réttu magni út til innblást- urslokanna. Vinnuferlið stjórnast rafrænt af stjórnboxi sem fær upp- lýsingar frá skynjurum svo sem loft- flæðinema, loftþrýstingsnema í sog- grein og súrefnisskynjara. Enginn munur á afli eða hljóði Í reynsluakstrinum var stöðugt skipt á milli metangaskerfisins og bensínkerfisins og fannst enginn munur á afli bílsins eftir því á hvoru kerfinu var ekið. Ekki varð heldur vart við neinar breytingar á hljóði frá vélinni. Það er ljóst að tvíorkubílar geta hentað fyrirtækjum en henta þeir al- menningi? Því er fljótsvarað að svo er ekki, enn sem komið er. Í fyrsta lagi er t.d. Golf Variant 230.000 kr. dýrari með þessum búnaði en venju- legur bensínbíll. Sá kostnaður er reyndar fljótur að skila sér til baka með orkusparnaði sem hlýst strax af notkun metangassins. Metangas sem samsvarar einum lítra af bensíni í orkuinnihaldi kostar 71,43 kr. sem er 26,17 kr. lægra verð en á 95 okt- ana bensíni. En þá kemur að stóru hindruninni. Metangas er einungis til sölu á einum stað á landinu, Esso- stöðinni á Bíldshöfða. Það myndi því varla henta öðrum en höfuðborg- arbúum að aka metangasbíl og þá með nokkrum tilkostnaði. Miðað við 20.000 km akstur á ári og eyðslu upp á 8 lítra á hundraðið væri hægt að spara sér tæpar 42.000 kr. með því að aka á metangasinu eingöngu. En eins og fyrr segir notar bíllinn bens- ínkerfið þegar hann er ræstur og auk þess sæi maður fyrir sér notkun á bensínkerfinu þegar lengri leiðir eru eknar og ekki stendur til að koma við á bensínstöð. Akstursdrægni bílsins er auðvitað mun meiri en bensínbíls. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 B 5 bílar FJALLASPORT hefur tekið að sér að breyta um 20 Nissan pallbílum fyrir verktakafyrirtækið Impr- egilo. Bílarnir eru af gerð- inni Nissan Double Cab og eru fernra dyra pallbílar. Breytingarnar eru aðal- lega hugsaðar til aksturs í snjó, en mjög mikilvægt er fyrir starfsmenn Impregilo að geta komist um athafna- svæði Kárahnjúka jafnt sumar sem vetur og eins að komast til Egilsstaða hvernig sem viðrar. Bílarnir eru allir settir á 35" dekk, en þessir léttu bílar eru mjög dug- legir í snjó á 35" dekkjum. Einnig fara stóru dekkin betur með bílana, farþegana og farangur á slæmum malarvegum, vegna mýktar sinnar. Fjallasport breytir fyrir Impregilo Kristín Sigurðardóttir, einn af eigendum Fjallasports, Stefán Úlfarsson, starfs- maður fyrirtækisins, og Agnar Jónsson, verkstæðisformaður, við bílana. 35 tommu dekk eru sett undir pallbílana. EINS og öllum ætti að vera kunnugt var óheimilt frá og með 1. nóvember á síðasta ári að tala í farsíma í bíl án handfrjáls búnaðar. Þeir sem staðnir eru að því að tala í farsíma án slíks búnaðar mega eiga von á allt að 5.000 kr. sekt. Þessari upp- hæð, og nokkur hundruð krónum til, er betur varið til kaupa á nýjum búnaði sem nú er kominn í margar verslanir. Þetta er handfrjáls bún- aður af einföldustu gerð sem kallast Fonefree. Morgunblaðið er búið að hafa búnaðinn til prófunar í nokkra daga. Fonefree samanstendur af þremur stykkjum. Fyrsta stykkið er einfalt segulstál með sterku lími á bakhlið- inni. Stykkið er límt á þægilegan stað á mælaborðið í bílnum. Seg- ulstálsplata er síðan límd á bakhlið farsímans og er þá komið kjörið stæði fyrir farsímann. Stykki númer tvö er lítil klemma, ekki mikið stærri en hárklemma. Hún er klemmd yfir hátalara farsímans. Þriðja stykkið er síðan lítill hátalari og hljóðnemi sem festur er í sólskyggni bílsins. Síðan er kveikt á tækjunum sem ganga fyrir litlum rafhlöðum og þráðlaus, handfrjáls samskipti geta hafist. Búnaðurinn er einstaklega einfald- ur í uppsetningu. Þetta er mun ódýrari lausn en uppsetning á flókn- um handfrjálsum símabúnaði og stofnkostnaðurinn brot af því sem menn hafa átt að venjast. Ókost- urinn er sá að notandi verður var við nokkurn gjallanda í rödd viðmæl- anda. Sömuleiðis er hljóðið sem bún- aðurinn sendir til viðtakanda málm- kennt en þó nægilega skýrt til þess að samskipti geta átt sér stað með eðlilegum hætti. Þetta getur þó ráð- ist af gæðum farsímans sjálfs. Fone- free er búnaður sem hægt er að mæla með. Hann fæst í verslunum Og Vodafone, BT, Bílanausts, Svars, Arctic Trucks og Elko. Með frjálsar hendur Hátalarinn er festur á sólskyggnið. Morgunblaðið/Þorkell Klemma er sett yfir hátal- arann á farsímanum. Vél: 4 strokka, 1.984 rúmsentimetrar. Afl: 115 hestöfl við 5.400 snúninga á mínútu. Orkugjafar: 95 oktana bensín, metangas. Verð: 2.500.000 kr. Umboð: Hekla hf. VW Golf Variant með tvíbrennihreyfli Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com Hjólalegusett Öxulhosur Tímareimar og strekkjarar Skeifan 2 • S: 530 5900 poulsen@poulsen.is www.poulsen.isBílavarahlutiríl l i gugu@mbl.is mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.