Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 8
P ORSCHE er þýsk útgáfa af slavneska nafninu Borisl- av. Það er borið fram PORSH-E (en ekki PORS). Auðvelt er að rugl- ast á helstu forsvarsmönnum Porsche því þrír þeirra þekktustu bera sama ættarnafnið; faðir, sonur og sonarsonur auk þess sem fleiri úr fjölskyldunni hafa gegnt lykilstöðum hjá Porsche AG, eins og fyrirtækið nefndist fram að 1972. Ferdinand Porsche I fæddist 1875 í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Að loknu tækninámi í Vínarborg um 1900 réðst hann til austurríska dótt- urfyrirtækis Daimler sem tæknileg- ur ráðgjafi og síðar stjórnandi. Porsche I vakti heimsathygli fyrir ýmsar stórmerkilegar véltæknilegar lausnir hjá Austro-Daimler og Skoda sem þá voru undir sama hatti og var heiðraður fyrir, m.a. veitt heiðurs- doktorsnafnbót af Háskólanum í Vín- arborg 1916. Að fyrra stríðinu loknu 1918 varð Porsche I tékkneskur rík- isborgari. Á millistríðsárunum hann- aði Ferdinand Porsche I kappakst- ursbíla og hergögn, m.a. hannaði hann forgerð Tiger-skriðdrekans (grein um þýsku skriðdrekana er á www.leoemm.com). Porsche I hóf rekstur hönnunarstofu í Stuttgart 1930 ásamt Karl Rabe sem síðar stjórnaði tæknideild Porsche til 1966. Þeir unnu fyrir flesta þýska og tékk- neska bíla- og vélaframleiðendur. Hönnunarstofan þróaðist jafnframt í framleiðslufyrirtæki. Merkilegasta og þekktasta verkefni Porsche I var Project 60 fyrir þýska ríkið 1934; – ,,Fólksvagninn“ en fyrstu 3 forgerð- irnar af VW-bjöllunni voru smíðaðar hjá Porsche ásamt fyrstu fram- leiðslurununni fyrir þýska herinn. Hitler sæmdi Porsche I nafnbótinni ,,Prófessor“ fyrir Fólksvagninn. Eftir að loftárásir hófust fyrir al- vöru í seinna stríðinu var bílasmiðja Porsche flutt frá Stuttgart til Gmünd í Austurríki þar sem hún fékk inni í gamalli sögunarmyllu. Porsche I, sem varð þýskur borgari við innlim- un Austurríkis í Þýskaland 1938, lést 75 ára 1951. Ferry Porsche Ferdinand (Anton Ernst) Porsche II, í daglegu tali nefndur Ferry, fæddist í Vín-Neustad 1909. Um tví- tugt hóf hann störf í fyrirtæki föður síns í Stuttgart og tók við stjórn þess að föðurnum látnum. Undir stjórn (Ferry) Porsche II varð fyrirtækið að bílaframleiðanda og heimsþekkt fyrir sport- og keppnisbíla en (Ferry) Porsche II lét hefja raðsmíði fyrsta bílsins. Sá var sportbíllinn Porsche 356 – útlitshannaður af Erwin Kom- enda. Þeir Porsche-feðgar hófu þró- un hans 1947 og byggðu að miklu leyti á sömu grunnhönnun og Fólks- vagninn. Fyrstu 50 bílarnir voru smíðaðir í Gmünd 1949. 1950 var bíla- smiðja Porsche flutt aftur til útborg- ar Stuttgart, Zuffenhausen. 356-bíll- inn var ekki mánaðargamall þegar hann vann sinn fyrsta kappakstur. Undir stjórn (Ferry) Porsche II var einnig smíðaður opinn sport/keppn- isbíll sem nefndist 550 Spyder. Sá var einnig teiknaður af Erwin Kom- enda en Ernest Fuhrmann hannaði vélbúnaðinn. 550 Spyder (1954) var afleiða 356-bílsins. Flestir sport- og keppnisbílar Porsche á síðari hluta 20. aldar, þar á meðal 911, voru hann- aðir og þróaðir undir stjórn (Ferry) Porsche II sem lést 1998. Porsche III Ferdinand (Alexander) Porsche III, elstur af 4 sonum Ferry, í dag- legu tali nefndur Butzi, f. 1935, var helsti útlitshönnuður Porsche á síð- ari hluta 20. aldar. Hann teiknaði ,,Project 901 sem varð að fyrsta 911- sportbílnum fyrir 40 árum. Frændi hans Ferdinand Piëch og Ernst Fu- hrmann hönnuðu og þróuðu flötu 6 sílindra loftkældu 911-vélina og aðra véltæknilega hluta bílsins. Yngsti sonur Ferry, Wolfgang Porsche við- skiptafræðingur, er nú einn af fram- kvæmdastjórum Porsche í Stuttgart en frá 1972 nefnist fyrirtækið ,,Dr. Ing. h.c. F. Porche AG. Ferdinand (Butzi) Porsche III hætti sem forstöðumaður hönnunardeildar Porsche 1972 og stofnaði sitt eigið hönnunarfyrirtæki í Stuttgart; Porsche Design með bróður sinn, Hans-Peter, f. 1940, sem meðeiganda. Oliver Porsche er sonur Ferdin- ands (Butzi) Porsche III og þar með 4. ættliðurinn. Hann tók við af föður sínum og er nú stjórnarformaður Porsche Design í Stuttgart. Louise, dóttir Porsche I og systir Ferry, giftist dr. Anton Piëch hæsta- réttarlögmanni Í Vínarborg. Piëch- fjölskyldan var hinn ráðandi austur- ríski armur Porsche þar til fyrirtæk- ið var gert að hlutafélagi 1972 og fjölskyldumeðlimir hættu að ganga fyrir við val í stjórnunarstöður. Son- ur þeirra er Ferdinand Piëch far- tækjaverkfræðingur fæddur 1937 í Vínarborg. Hann starfaði lengi sem véltæknilegur hönnuður hjá Porsche, átti m.a. stóran þátt í hönn- un fyrsta 911-bílsins ásamt (Butzi) Porsche III og Ernest Fuhrmann. Piëch lét mikið til sín taka við hönnun og þróun keppnisbíla sem sigruðu í Le Mans og fleiri keppnum; nefna má fræga bíla á borð við Porsche 906, 908 og 917. Ferdinand Piëch er á meðal virtustu og fremstu tækni- manna Þýskalands og þáttur hans í árangri Porsche-bíla í alþjóðlegum aksturskeppnum er ekki alltaf met- inn sem skyldi, líklega vegna þess að hann ber ættarnafnið Piëch en ekki Porsche. Það er til marks um að Ferdinand Piëch fetaði í fótspor afa síns, Porsche I, að hjá GM Institute í Flint í Michigan (nú GM TECH I), en það er uppeldisstofnun General Motors fyrir stjórnendur á tækni- og viðskiptasviði, var árið 1973 kennd fræði sem nefnist ,,Hámörkun álags- þols samsettra burðarvirkja með lág- mörkun þyngdar eftir dr. Ferdinand Piëch. Og það var vegna vísindalegra uppgötvana hans á sviði álags- og þolhönnunar hjá Porsche sem tækni- og þróunarmið- stöð þess í Weissach voru m.a. falin sérhæfð verkefni fyrir bandarísku geimferðastofnunina NASA og NATO. Ferdinand Piëch varð síðar æðsti stjórnandi VW-Audi-sam- steypunnar. Eins og forfaðirinn Porsche I og eins og títt er í Þýskalandi þegar af- reksmenn á sviði tækni og vísinda eiga í hlut hafa synir, sonasynir og dóttursonur verið heiðraðir á ýmsan hátt með heiðursdoktors- og prófess- orsnafnbótum. Project 901 Raðsmíði bíla hófst hjá Porsche með sportbílnum 356 árið 1949. Sá bíll átti ýmislegt sameiginlegt með Fólksvagninum (VW-bjöllunni) sem dr. Ferdinand Porsche I hannaði en sonur hans (Ferry) Porsche II var þá tekinn við stjórn fyrirtæksins sem hafði verið flutt frá Stuttgart vegna loftárása til Gmünd í Austurríki 1944. 356, sem var 4ra sæta af þeirri gerð sem seinna nefndist 2+2, var með sama berandi hjólbotn og VW- bjallan, breytta fjöðrun og loftkældu VW-vélina aftur í. Porsche 356 var smíðaður á árunum 1948–1965 eða í 17 ár. Upphaflega hafði bílnum ekki verið spáð góðu gengi, jafnvel björt- ustu vonir Ferry Porsche II munu hafa verið að selja mætti 500 eintök. Þótt 356 þætti dýr höfðu 5.000 selst um miðjan mars 1954 en á tímabilinu 1950–1956 seldust 77.756 Porsche 356. Bílar með vélina yfir, eða fyrir aft- an afturhásingu voru engin ný bóla upp úr 1950. VW-bjallan er frægust þeirra og hafði verið við lýði síðan 1936 sem ,,bíll fólksins“ – þáttur í einni af manískum framkvæmdum á nasistatímanum en hún bætti sam- göngur í Þýskalandi, m.a. með hönn- un og byggingu „átóbananna“. Fjöldaframleiðsla VW-bjöllunnar hófst þó ekki fyrr en eftir stríð. Aðrir bílar með aftanívél voru Renault 4CV frá 1946, Fiat 600 kom 1955, NSU Prinz 1957, Chevrolet Corvair 1959 og Hilman Imp 1963. Alþjóðlega bílasýningin í Frank- furt í september 1963 markaði ákveðin þáttaskil fyrir Porsche sem þá var einn af minnstu bílaframleið- endum Þýskalands: Nýr sportbíll, Porsche 911, var frumsýndur. Bíllinn vakti verðskuldaða athygli – var tæknilega vel útfærður en þótti dýr miðað við aðra sportbíla af svipaðri stærð. Varla hefur margan sýning- argestinn órað fyrir því að Porsche 911 yrði við lýði liðlega 3 áratugi sem Saga Porsche 911 – fyrsta grein Fjórir ættliðir afburða tæknimanna Um þessar mundir eru liðin 40 ár síðan fyrsti Porsche 911-bíllinn var sýndur opinberlega. Leó M. Jónsson véltækni- fræðingur fjallar um sögu bílsins. 356C, 1963–1965. Fyrsti sportbíllinn var 356. Síðast framleiddur 1965. 8 B MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar 911 Carrera RS 1973. Carrera RS kom fyrst 1973 sem sérbúinn keppnisbíll. Fyrsti 911, árgerð 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.