Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 1
21. ágúst 2003 SKIP og bátar skráð með heimahöfn á Norðurlandi eystra, alls 235, skiluðu mestum aflaverð- mætum á land á síðasta ári, eða 16,7 milljörðum króna. Aflinn að baki því magni var tæplega 460.000 tonn. Heildaraflaverðmæti á árinu var 77 milljarðar króna og aflinn alls 2.133.327 tonn. Hlutur þessara skipa í aflaverðmætum er því tæp 22% og í aflanum er hlutur þeirra nánast sá sami. Hlutur annarra landshluta í verðmætum er nokkru minni, en Austurland var með meiri afla. Í Reykjavík lönduðu 160 skip og bátar 175.000 tonnum að verðmæti 9,5 milljarðar króna. Það eru um 8% aflans og 12,3% verðmætanna. Á Suðurnesjum lönduðu 203 skip og bátar 198.000 tonnum að verð- mæti 9,7 milljarðar króna. Það er 9,3% aflans og 12,6% verðmæt- anna. 291 skip og bátur lönduðu 153.000 tonnum á Vesturlandi að verðmæti 10,9 milljarðar. Það er 11,9% aflans og 14% verðmæt- anna. Flest skip og báta eru skráð á Vestfjörðum eða 305. Þau lönduðu alls 53.000 tonnum að verðmæti 6,4 milljarðar. Það er 2,5% aflans en 8,3% verðmætanna. Aðeins 69 skip og bátar voru skráð á Norðurlandi vestra. Þau lönduðu 31.000 tonnum að verðmæti 3,4 milljarðar króna. Það er 1,5% aflans og 4,4% verð- mætanna. Mestur afli kom að landi frá skipum og bátum skráðum á Aust- urlandi. 222 bátar og skip lönduðu 538.000 tonnum að verðmæti 9,7 milljörðum króna, sem er 25,2% aflans en 12,6% verðmætanna. Á Suðurlandi komu til sögunnar 121 skip og bátur. Aflinn var 428.000 tonn að verðmæti 10,7 milljarðar króna, sem er 20% aflans og 13,9% verðmætanna. Meðalverð hæst fyrir vestan Meðalverð aflans var langhæst á Vestfjörðum, 121 króna á kíló, og Norðurlandi vestra, 110,50 krónur. Skýrist það af því að skip og bátar í þessum landsfjórðungum stunda nær eingöngu veiðar á botnfiski eða rækju, sem mun hærra verð fæst fyrir en uppsjávarfiskinn. Meðalverð yfir landið var ríflega 36 krónur á hvert kíló og sama verð fá skip og bátar frá Norður- landi eystra. Meðalverðið er á bilinu 43 krónur til 54 á Suður- nesjum, höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum, hæst á höfuðborgar- svæðinu. Lægst er það á Aust- fjörðum, 18 krónur enda uppsjáv- arfiskur uppistaðan í afla þeirra skipa. Loks var meðalverð á Suð- urlandi 25 krónur. Mest verðmæti á land á Norðurlandi eystra Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson UM 170 danskar útgerðir, þar af 50 á Borgundarhólmi hafa fengið um 200 milljónir króna í bætur vegna banns við þorskveiðum í Eystrasalti. Helmingur fjárins kem- ur frá dönskum stjórnvöldum, hitt frá Evrópusambandinu. Fá bætur VÍSITALA stofnstærðar úthafs- rækju samkvæmt fyrstu útreikn- ingum Hafrannsóknastofnunar að loknum nýafstöðnu rannsóknarleið- angri er um 20% lægri í ár miðað við árið 2002 ef litið er á svæðið í heild, en um 6% hærri en árið 1999 sem var lakasta árið á níunda áratugn- um. Vísitala lækkaði á flestum mið- unum fyrir norðan og austan land, en hækkaði nokkuð við Grímsey, við Sléttugrunn og í Héraðsdjúpi miðað við árið 2002. Þorskur var mjög víða og fékkst jafnmikið af þorski nú og árið 1997 þegar þorskgengd var sem mest á tíunda áratugnum. En í kjöl- far þess minnkaði rækjustofninn til muna. Í fyrsta sinn varð einnig vart við verulegt magn af kolmunna. Rækjan stærri Miðað við stofnmælinguna árið 2002 hefur meðalstærð rækju stækkað á öllum svæðum norðan og austan lands nema við Kolbeinsey og í Eyja- fjarðarál. Smæst var rækjan við Sléttugrunn 356 stk/kg. Nýliðun var yfir meðaltali á öllum svæðum nema í Bakkaflóadjúpi og í Héraðsdjúpi og svipuð og árið 2002. Af þorski fékkst nú fimm sinnum meira en í stofnmælingu rækju árið 2002. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að upphafsafli úthafsrækju verði 20 þús. tonn fyrir næsta fisk- veiðiár. Enn á eftir að vinna úr ýmsum gögnum sem safnað hefur verið í stofnmælingu úthafsrækju. Einnig verður farið yfir öll gögn sem safnað er um úthafsrækju, svo sem afla á togtíma frá rækjuskipum ásamt upplýsingum um göngur þorsks og þau lögð til grundvallar endanlegum tillögum um hámarksafla úthafs- rækju fyrir fiskveiðiárið 2003/2004. Stofnvísitala rækju 20% lægri en í fyrra Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Netaróður á Faxaflóa með Hring HF, leiðsögn um lagafrumskóginn og umhverfismerkingar á fiskafurðir. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.