Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 1
Með ættar- nafnið Iceland fyrir misskilning VESTUR í Maryland-fylki í Bandaríkj- unum býr maður að nafni John. Hann er prófessor í félagsfræði við háskólann í Maryland, og fer ekki frekari sögum af því, en það merkilega er að ættarnafn hans er Iceland. Hann er því rétt- nefndur herra Ísland, ef svo mætti segja. „Nei, ég á því miður ekki ættir að rekja til Íslands,“ sagði herra Iceland þegar blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans. „Ættarnafnið hefur lif- að í nokkra ættliði, og ég held að nafnið hafi myndast þegar forfeður mínir komu til Bandaríkjanna og settust hér að. Þau voru frá Póllandi eða Rússlandi og báru, að ég held, ættarnafn líkt Eislan, sem hefur misskilist með enskum framburði eða stafsetningu og endað í ættarnafn- inu Iceland,“ útskýrir John. Hann segir fjölskylduna ekki stóra og sjálfur viti hann aðeins um fimmtán manns sem beri ættarnafnið nú, en einhverjir hafi gifst og beri ættarnafnið ekki lengur. Langar að koma til Íslands Hann hefur ekki komið til Íslands en hefur hug á að koma hingað til lands og rekur minni til að amma sín hafi komið til Íslands fyrir löngu. „Ég hef verið spurður að því allt mitt líf hvort ég sé frá Íslandi og ég hef alla tíð verið stolt- ur af nafninu mínu. Sömuleiðis hef ég alltaf lesið greinar og efni sem ég hef séð um Ísland, enda nafnið ávallt fangað athygli mína, sem eðlilegt er. Af þeim sökum hefur áhugi minn á landinu auk- ist sem því nemur. Ég hef ekki hitt Ís- lending enn sem komið er og hlakka til að komast til Íslands einhvern tímann. Hins vegar veit ég ekki hvert upplitið verður á lögreglunni í vegabréfaskoð- uninni þegar þeir sjá nafnið mitt,“ sagði herra Iceland að lokum. Hamas segja stræti Ísr- aels munu „fljóta í blóði“ COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, varaði í gær Palestínumenn og Ísraela við því að gefast upp á friðaráætlun stórveldanna, Vegvísi til friðar. Ofbeldið myndi þá aukast um allan helming. Bandaríkjastjórn hyggst senda sérstakan fulltrúa sinn, John Wolf, til Miðaust- urlanda til að reyna að hindra að friðarferlið renni út í sandinn vegna atburða síðustu daga. Á þriðjudag sprengdi liðsmaður Hamas strætisvagn í Jerúsalem og fórust 20 manns. Ísraelar skutu í gær sprengjuflaug að bíl eins af leiðtogum Hamas, Ismail Abu Shanab, í Gaza- borg og lét hann lífið ásamt tveim öðrum mönn- um. Tvenn herská samtök, Hamas og Íslamska Jihad, sögðu í gær að vopnahléinu, sem staðið hefur yfir í nær tvo mánuði, væri lokið. Pólitískur leiðtogi Hamas, Abdul Aziz al- Rantissi, var harðorður. „Stræti Tel Aviv, Haifa og Jerúsalem munu fljóta í blóði og [Ariel] Shar- on [forsætisráðherra Ísraels] ber ábyrgðina á því,“ sagði al-Rantissi. AP Palestínumenn bera á brott lík Hamas-liðans Abus Shanafs og lífvarða sem voru með honum í bíl. Ísraelar skutu sprengjuflaug að bílnum í gær. Washington, Gazaborg. AP, AFP. STOFNAÐ 1913 225. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Beðið eftir brauðmylsnu Plastendur lífga upp á Fitja- tjarnir | Suðurnes 22 Létt og loftkennt Nýjar víddir í hári haustsins | Daglegt líf B1 Kahn óánægður Fyrirliði Þjóðverja vill Brasilíu sem fyrirmynd | Íþróttir 44 MARGVÍSLEG gagnrýni á við- skipti Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar (FLE) við stjórnarmenn hennar kemur fram í greinargerð Ríkisend- urskoðunar um fjárhagsleg sam- skipti stjórnar og stjórnenda. Stjórn FLE birti í gær athuga- semdir við greinargerðina á heima- síðu sinni þar sem öllum helstu rök- semdum Ríkisendurskoðunar er andmælt. Stjórn félagsins bendir á að með aðgerðum sínum hafi verið komið í veg fyrir 800 milljóna um- framkeyrslu vegna viðbyggingar flugvallarins og að rekstri félagsins hafi verið snúið úr tapi í hagnað. Árið 2002 greiddi FLE 250 millj- ónir í arð til Ríkissjóðs Íslands sem er eigandi félagsins. Í greinargerð Ríkisendurskoðun- ar er gagnrýnt að tveir stjórnar- manna, Sigurður Garðarsson og Stefán Þórarinsson, hafi verið fengnir til að vinna umfangsmikil verkefni fyrir FLE. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun að stjórnarfor- maður FLE hafi fengið sérstaklega greitt fyrir aðra vinnu en gerð kjarasamninga og gerir athuga- semd við að stjórn félagsins hafi samþykkt að félagið veitti fram- kvæmdastjóra „veglega“ afmælis- gjöf. Í athugasemdum stjórnar FLE kemur fram að stjórnin geri ágrein- ing um lagalega stöðu félagins. Þar segir að stjórn FLE starfi „í sam- ræmi við lög sem Alþingi setti um félagið og í samræmi við ný lög um opinber innkaup og skipan opin- berra framkvæmda. Andi laga um FLE [sé] sá að losa starfsemina úr hefðbundnum ríkisrekstri.“ Stjórn FLE telur að Ríkisendurskoðun fallist ekki á það sjónarmið. Ríkisendurskoðun álítur að flest þau verk sem stjórnarmennirnir tóku að sér hafi verið þess eðlis að aðrir hefðu getað tekið þau að sér. Því ályktar Ríkisendurskoðun að fjárhagsleg samskipti af þessum toga séu óæskileg og til þess fallin að vekja tortryggni. Í athugasemd stjórnar FLE er Ríkisendurskoðun gagnrýnd fyrir að setja fram „glannalegar“ fullyrð- ingar og segir að þar séu settar fram „hæpn[ar] eða beinlínis [rang- ar]“ ályktanir. Stjórn FLE gerir al- varlegar athugasemdir við vinnu- brögð Ríkisendurskoðunar og segir að þar sé ranglega farið með hverj- ir sitji í stjórn félagsins og að vísað sé í fylgiskjöl sem ekki fylgi grein- argerðinni. „Fleiri slík atriði mætti nefna sem hljóta að vekja upp spurningar um fagleg vinnubrögð Ríkisendurskoðunar,“ segir í yfir- lýsingu stjórnarinnar. Stjórn FLE gagnrýnir einnig að athugun Ríkisendurskoðunar fjalli ekki um fjárhagslega þróun félags- ins, eða hvort tekist hafi að ávaxta fjármuni eigandans. Greinargerð Ríkisendurskoðunar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Ágreiningur er um laga- ramma Flugstöðvarinnar  Óæskileg/10–12 MIKILL fögnuður ríkti í Kúrdahér- uðum Íraks í gær vegna handtöku Alis Hassans al-Majids, eins af nán- ustu samstarfs- mönnum Sadd- ams Husseins. „Efnavopna-Ali“, eins og hann var kallaður, var handsamaður í borginni Mosul. Ali er einkum ill- ræmdur fyrir að hafa stjórnað efnavopnaárás á óvopnaða Kúrda í borginni Halabja árið 1988 og síðar fjöldamorðum á shítum 1991. Talið var að Ali hefði farist í loft- árás á Basra en aldrei fengust traustar sannanir fyrir því. Klófestu „Efna- vopna-Ali“ Ali Hassan al-Majid  Bandaríkin/16 Arbil, Beirut. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.