Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRAX klukkan tíu í gærmorgun, þegar verslun Hagkaups í Skeif- unni var opnuð, var þó nokkur fjöldi fólks mættur til að kaupa kjöt af fyrstu hrefnunni sem skot- in er hér við land í 17 ár. Finnur Árnason framkvæmdastjóri sagði að milli þrjú og fjögur hundruð kíló væru á boðstólum í öllum Hagkaupsverslununum. Það klár- aðist um klukkan þrjú í gær. Leifur Þórsson, framkvæmda- stjóri Ferskra kjötvara, á von á því að fá meira kjöt í dag. Fari svo verður það unnið og komið í versl- anir eftir hádegi. Hann segir að Ferskar kjötvörur hafi gert skrif- legan samning um að fá kjötið af öllum 38 hrefnunum, sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veiða, undir stjórn Hafrannsóknastofn- unar, í vísindaskyni. Leifur segir kjötið nú flokkað í fyrsta skipti í fyrsta og annan flokk. Fyrsta flokks kjöt er skorið í steikur sem hentugt er að steikja á pönnu eða grilla. Annars flokks kjötið er sett í gúllas. Einnig er hvalrengi skorið frá og lagt í súr fyrir þorrann. Það verður tilbúið súrsað fyrir þorrann í janúar og segir Leifur það í fyrsta skipti í fjölda ára sem hvalrengi verður á boðstólum á þeim tíma. Jón Arnar Guðmundsson mat- reiðslumeistari stóð í ströngu í há- deginu í gær að matreiða hrefnu- kjöt fyrir viðskiptavini. Steikti hann steikurnar á háum hita á báðum hliðum og bar kjötið einnig fram hrátt með sojasósu að jap- önskum hætti. Margir smökkuðu kjötið í fyrsta sinn og aðrir rifjuðu upp hvernig það var matreitt í gamla daga. Jón Arnar sagði gaman að fylgj- ast með eldra fólki sem var að bragða hrátt hrefnukjöt í fyrsta sinn. Áhuginn var svo mikill að sojasósa, sem mælt var með, seld- ist upp fyrir hádegi svo skjótast varð eftir meiri birgðum. Hann sagði þetta betra en nautasteik og frábært á grillið. Kom vinnufélögunum á óvart Guðjón Indriðason festi kaup á hrefnukjöti við þetta tækifæri. Sagði hann það sælgæti og reynir við hvert tækifæri að kaupa hrefnukjöt sé það á boðstólum. Tók hann með sér uppskriftablað og ætlaði að prófa að matreiða það á annan hátt en gert var í gamla daga. Steikin bragðaðist svo vel hjá Jóni Arnari að það væri þess virði. Víkingur Gunnarsson hafði skot- ist fyrir hádegi í verslunina til að kaupa lítið magn og gefa vinnu- félögunum. Ætlaði hann að koma þeim á óvart og reiða kjötið fram hrátt með sojasósu. Sjálfur sagðist hann ekki hafa smakkað hrefnu- kjöt og ætlaði að leyfa félögum sínum að smakka með sér. Enginn sem Morgunblaðið ræddi við lýsti yfir andúð sinni á verkun og sölu hrefnukjöts. Fólki fannst sjálfsagt að nýta þetta kjöt sem félli til vegna vísindaveiðanna. Finnur Árnason sagði að enginn hefði mótmælt sölu kjötsins eða gert aðrar athugasemdir. Mörgum þótti hrefnu- kjötið mjög ljúffengt Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Arnar Guðmundsson, matreiðslumeistari, hafði í nógu að snúast þegar viðskiptavini dreif að til að smakka hrefnukjöt í Hagkaupum í gær. Súrsað hvalrengi verður tilbúið fyrir þorrann ÞÆR hrefnur sem veiddar verða í vísindaveiðunum í ágúst og sept- ember verða rannsakaðar ítarlega, að sögn Gísla Víkingssonar, verk- efnastjóra veiðanna, en meg- inmarkmið rannsóknarinnar er að afla grunnvitneskju um fæðuvist- fræði hrefnu hér við land. Í þeim tilgangi verða m.a. tekin sýni úr meltingarkerfi hennar. Auk þess verða tekin blóðsýni og vefjasýni til að kanna m.a. sjúkdóma og magn lífrænna og ólífrænna mengunar- efna í hinum ýmsu líffærum dýrs- ins. Þá er holdafar dýrsins kannað sem og aldur þess. Þær hrefnur sem þegar hafa verið veiddar hafa verið rannsakaðar á þennan hátt. „Ég held ég geti fullyrt að þetta er ítarlegasta rannsókn á hrefnu og hvölum almennt sem nokkru sinni hefur verið gerð,“ segir Gísli. Að sögn Gísla er hrefnan krufin á hvalveiðiskipinu, þ.e. margvísleg sýni verða þar tekin úr dýrinu. Þeim sýnum verður síðan haldið til haga og þau rannsökuð frekar í vetur. Hann segir að niðurstöður rannsóknarinnar muni í fyrsta lagi liggja fyrir í vor. Kjötið af skepn- unni fer hins vegar á markað, en skv. reglum alþjóðahvalveiðiráðs- ins skal í verkefnum sem þessum nýta afurðir veiddra dýra til fulln- ustu. Hrefnurnar ítarlega rannsakaðarHREFNUVEIÐISKIPIÐ HalldórSigurðsson ÍS-14 kom að landi á Ísafirði í gær með um 8 metra tarf sem veiddist í fyrradag, en það er önnur hrefnan sem veiðist í vísindaveiðunum sem nú standa yfir. Sverrir Daníel Halldórsson, leiðangursstjóri á skipinu og líf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að tarfurinn gefi líklega af sér um tveggja tonna kjöt. Hann segir þó að dýrið hafi virst magurt. „Hann var ekki feitur þessi tarfur. Það er eins og hann hafi ekki fengið mikið að éta að und- anförnu.“ Hann vill ekki gefa upp nákvæmlega hvar dýrið veiddist, en segir það hafa verið fyrir norðan land. Hann segir enn- fremur að leiðangursmenn hafi orðið varir við „töluvert af hrefn- um“. Aðspurður segir hann að það geti tekið nokkra klukkutíma að ná einu dýri en umræddur tarfur hafi þó gefið sig nokkuð fljótt. Magurt og gott Þegar skipið kom að landi buðu leiðangursmenn gestum að smakka hrátt hrefnukjöt en skv. upplýsingum Morgunblaðsins þótti það magurt og gott. Fyr- irtækið Ferskar kjötvörur hefur keypt kjötið og stefnir að því að koma því í verslanir sem fyrst. Tarfurinn magur Sverrir Daníel Halldórsson, leið- angursstjóri og líffræðingur, gæðir sér á hráu hrefnukjöti. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist ekki hafa nein tæki í höndum til þess að stöðva undirboð- ið og átökin sem hafa verið á kjöt- markaðinum. „Það eru lögmál markaðarins sem þarna ríkja. Það eru frekar búgreinarnar sjálfar sem geta komið sér saman um eða hætt undirboðum. Hins vegar undrar maður sig á því, ef það er rétt, að peningastofnanir stýri þessari þró- un og leggi til fjármagn sem tapast. Landbúnaðurinn í heild getur skoð- að þetta mál en ég sé ekki að stjórn- völd geti komið að því með neinum hætti.“ Landbúnaðarráðuneytið sam- þykkti ekki tillögu Markaðsráðs lambakjöts í fyrra þess efnis að út- flutningshlutfall lambakjöts yrði 28%. „Ég lagði til að það væri 25%. Ég var að minna þá á að það er bar- átta á markaðinum og ekkert sjálf- gefið að lambakjötið víki alltaf fyrir öðrum tegundum.“ Guðni segist munu gera ríkis- stjórninni grein fyrir því hver staða sauðfjársamningsins, sem gerður var árið 2000 er. Í honum er endur- skoðunarákvæði í báðar áttir þannig að bændur geta farið fram á endur- skoðun ef þeir telja samninginn ekki hafa bætt lífskjör sín eða nýst sem skyldi. Að sögn Guðna er það alvarlegt íhugunarefni hvernig komið er. „Ég hef miklar áhyggjur af þessari þró- un og skil hana tæplega, hvers vegna menn slíðra ekki sín sverð og reyna að halda áfram. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir bændur og fyrir neytendur að þessu sé hald- ið áfram á raunverulegum forsend- um,“ segir Guðni. Ráðherra um stöðuna á kjötmarkaðnum Engin tæki til að stöðva undirboð STJÓRN Vélstjórafélags Íslands krefst þess að forstjóri Siglinga- stofnunar Íslands segi af sér eða verði leystur frá störfum. Stjórnin telur hann ganga erinda Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna (LÍÚ) til fækkunar vélstjórum á íslenzkum fiskiskipum. Stjórn VSFÍ sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún „fordæmir þau vinnubrögð Siglingastofnunar Ís- lands, sem endurspeglast í nýútgef- inni reglugerð um eftirlit og skrán- ingu á afli íslenskra skipa.“ að því er segir í ályktuninni. „Stjórn VSFÍ tel- ur að þar gangi Siglingastofnun er- inda talsmanna Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna til fækkunar vélstjóra á íslenskum fiskiskipum og/eða þær kröfur sem gerðar eru til menntunar og hæfni þeirra á kostn- að öryggis sjófarenda. Reglugerðin felur í sér nánast ótakmarkaðar heimildir útvegsmanna til að skrá afl vél sinna niður fyrir þau mörk sem greinir í upprunavottorðum þeirra en slík framkvæmd á sér t.d. hvorki hliðstæðu hjá Dönum né Færeying- um.“ Þá segir: „Forstjóri Siglingastofn- unar Íslands viðurkenndi í blaðavið- tali að hafa tekið við beinum skip- unum frá samgönguráðherra um veitingu undanþága vélstjóra á til- teknum skipum á Vesturlandi. Und- anþáguveitingar sem framkvæmdar eru á slíkan hátt eru í beinni and- stöðu við skýr lagaákvæði og for- stjóra Siglingastofnunar Íslands og samgönguráðherra til vansa. Að mati stjórnar Vélstjórafélags Íslands rýra framangreindar undan- þáguveitingar og tillögur forstjóra Siglingastofnunar Íslands til sam- gönguráðuneytisins um efni nefndr- ar reglugerðar, trúverðugleika og sjálfstæði stofnunarinnar að slíku marki að ekki verður við unað. Af þeim sökum er þess krafist af hálfu stjórnar Vélstjórafélags Íslands að forstjóri Siglingastofnunar Íslands segi af sér eða vikið úr embætti.“ Ráðuneytið mótmælir Samgönguráðuneytið hefur mót- mælt samþykkt Vélstjórafélagsins harðlega. Segir ráðuneytið að yfir- lýsing félagsins um minnkun örygg- iskrafna úr lausu lofti gripna, og vís- ar á bug fullyrðingum um að það hafi haft bein afskipti af veitingu undan- þágu vélstjóra á tilteknu skipi. Krefjast afsagn- ar forstjórans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.