Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTRALSKIR stjórn- málamenn úr öllum flokkum fordæmdu í gær dóm sem kveðinn var upp í fyrradag yfir Pauline Hanson, stofn- anda hægriflokksins „Einnar þjóðar“. Sögðu jafnvel svarnir pólitísk- ir andstæðingar hennar dóminn allt of harðan, en héraðsdómstóll í Brisbane dæmdi hana í þriggja ára fangelsi fyrir brot á lögum um skráningu og fjár- mögnun stjórnmála- flokka. Sögðu margir stjórnmál hafa blandazt of mikið í réttarhaldið og það hafi leitt til óhóf- lega þungs dóms. „Ég held að við höfum aldrei orðið vitni að öðru eins í allri stjórnmála- sögu Ástralíu,“ sagði David Jull úr hinum íhaldssama Frjálslynda flokki. Hanson ávann sér hratt vinsældir meðal kjósenda – og alþjóðlega at- hygli – fyrir nokkrum árum með harðri stefnu sinni gegn asískum innflytjendum og velferðar- greiðslum til frumbyggja. Hanson og David Ettridge, einn meðstofnenda hennar að „Einni þjóð“, voru á miðviku- dag dæmd af fullskip- uðum kviðdómi héraðs- dómstóls í Brisbane hvort fyrir sig í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa farið á svig við lög er flokkur þeirra var skráður í Queensland- fylki í lok árs 1997. Dómarinn lét einskis getið um skilorðsbind- ingu refsingarinnar. Bæði neituðu þau sök og er úrskurður kviðdómsins var kveð- inn upp kallaði Hanson hann „brandara“. Hanson neitaði því einnig stað- fastlega fyrir réttinum að hafa með ólögmætum hætti tekið við 500.000 áströlskum dölum, andvirði tæplega 26 milljóna króna, í endurgreiðslur vegna kosningakostnaðar frá ríkinu. Hún hefur endurgreitt upphæðina. Ettridge, fyrrverandi fjármála- stjóri Einnar þjóðar, hélt einnig staðfastlega fram sakleysi sínu. Lögmaður Hanson sagði dómnum verða áfrýjað. Hanson sagði sig úr Einni þjóð í fyrra, eftir að ákæra var gefin út á hendur henni. Hún hafði áður misst þingsæti sitt á Ástralíuþingi. Hneykslast á fangelsisdómi yfir Pauline Hanson Ástralskir stjórnmálamenn segja stjórnmál hafa litað réttarhaldið Brisbane, Sydney. AFP. Pauline Hanson ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar í Venesúela fóru á miðvikudag formlega fram á að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin yrði spurð hvort hinn um- deildi Hugo Chavez skuli halda for- setaembættinu út kjörtímabilið eða vera sviptur því. Með kröfunni voru lagðir fram listar með undirskrift- um þriggja milljóna Venesúelabúa. Ennfremur var haldinn fjölmenn- ur mótmælafundur í miðborg Cara- cas af þessu tilefni. Var hann það fjölmennur að röð þátttakenda náði einn og hálfan kílómetra niður eftir Libertador-breiðgötunni. Sögðu skipuleggjendur að 600.000 borgar- ar hefðu tekið þátt í honum, en tals- menn stjórnarinnar áætluðu fjöldann um 50.000. Stjórnarandstaðan skoraði form- lega á ríkisstjórnina að láta at- kvæðagreiðsluna fara fram, á grundvelli stjórnarskrárákvæðis sem heimilar slíkt er kjörtímabil réttkjörins forseta er hálfnað. 3,2 milljónir undirrituðu kröfu um að forsetinn víki Fyrr um daginn höfðu leiðtogar stjórnarandstöðunnar afhent yfir- kjörstjórn landsins lista með 3,2 milljón undirskriftum til stuðnings kröfunni, en þeim var safnað fyrr á árinu. Sex ára kjörtímabil Chavez var nákvæmlega hálfnað á þriðjudag. Hann hefur sjálfur ítrekað sagt að undirskriftirnar hafi ekkert að segja. Fulltrúar yfirvalda sögðu að yfirkjörstjórnin gæti ekki samþykkt undirskriftalistana formlega þar sem ný mannaskipan hennar hefði ekki verið staðfest af stjórnvöldum. Þessi nýjasta áskorun um þjóð- aratkvæðagreiðslu um embættis- sviptingu Chavez er þriðja áhlaupið sem stjórnarandstæðingar ráðast í til að reyna að koma fallhlífarher- sveitaforingjanum fyrrverandi frá völdum, eftir misheppnað valdarán í fyrra og allsherjarverkfall í byrjun þessa árs. Kosið skuli um embættis- sviptingu Chavez Caracas. AFP. AP Venesúelabúar fjölmenntu í kröfugöngu gegn Hugo Chavez forseta. ARNOLD Schwarzenegger rauf á miðvikudag þögnina um hvernig hann hyggst stýra Kaliforníu úr því skulda- feni sem ríkið er á kafi í, verði hann kjörinn ríkisstjóri. Heitir hann að leita allra leiða til að skera niður út- gjöld svo að ekki þurfi að koma til skattahækkana. Á blaðamanna- fundi í Los Angel- es opinberaði hinn nýbakaði stjórn- málamaður – sem er meðal 135 fram- bjóðenda í kosningum sem fram fara 7. október um það hvort afturkalla skuli embættisumboð Gray Davis og velja nýjan ríkisstjóra í hans stað – megindrættina í stefnu sinni í því skyni að þagga niður gagnrýnisraddir sem hafa sakað hann um að láta að- eins út úr sér innihaldsrýra slagorðaf- rasa en sneiða hjá því að taka á mál- efnunum af alvöru. Schwarzenegger sagði þó að of snemmt væri að op- inbera stefnuna í smáatriðum. Kvikmyndastjarnan, sem hefur um árabil verið félagi í Repúblikana- flokknum, sagðist sjálfur líta á sig sem stjórnmálamann er væri vinsam- legur viðskiptalífinu og legði sig fram um að vera málsvari hagsmuna al- mennings. Sagðist hann myndu taka fjárhagsvanda ríkisins föstum tökum, en það hefur safnað upp fjárlagahalla upp á 38 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 3.000 milljarða króna. Hann myndi sem ríkisstjóri leggja áherzlu á að kenna embættismönnum það sem hann lærði sex ára gamall, „að eyða ekki meiru en maður á.“ Hann tók fram í máli sínu að í sparnaðaraðgerðunum yrði mennta- kerfinu hlíft. Arnold Schwarzenegger kynnir stefnu sína Boðar nið- urskurð í Kaliforníu Arnold Schwarzenegger Los Angeles. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.