Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ má segja að tónleikar nor- ræna ofurtríósins í Norræna húsinu hafi verið lystauki fyrir menningar- næturdjassinn í Reykjavík, en tríóið lék tvisvar á menningarnótt, bæði í Listasafni Reykjavíkur um daginn og í Kaffileikhúsinu um kvöldið. Benjamin Koppel er í hópi þekkt- ustu djassleikara Dana af yngri kyn- slóðinni og er af mikilli tónlistarætt. Afi hans var eitt helsta tónskáld Dana í evrópskum stíl og faðir hans og föð- urbróðir stýrðu einni heitustu rokk- hljómsveit Danmerkursögunnar; Savage Rose. Benjamin hefur tekið sérstöku ástfóstri við Ísland og er þetta í þriðja skipti sem hann spilar hér og ekki í það síðasta segir hann sjálfur. Hann er fínn saxisti og lipurt tónskáld. Tónn hans er í mörgu skyld- ur tóni Sigurðar Flosasonar eins og við þekkjum hann af tveimur fyrstu diskunum: Gengið á lagið … og hljóð- ið. Kannski skutu tónleikahaldarar yf- ir markið með því að kalla þetta of- urtríó, en magnað tríó var þetta samt. Eyþór Gunnarsson hefur fyrir löngu sannað að hann er fremstur meðal jafningja af sinni djasskynslóð ís- lenskri og Tommy Andersson er fínn bassaleikari – tónninn voldugur, tæknin fín og ekki skortir hugmynd- irnar í bassasólóunum; en það er oftar en ekki akkilesarhæll bassaleikara. Þeir félagar hófu leikinn á ópus eft- ir Benjamin, Gospel nr. 1, sem var sálarfullur blús. Seinna á tónleikun- um fengum við að heyra nr. 2 og 3; sá seinni á norrænum nótum og hinn fyrri af suður-amerískri ætt. Svo kom Restaurant Blues, sem Benjamin hafði hripað niður á servíettu. Átti að vera í moll en var spilaður í dúr. Þem- að var byggt á riffum og gott sem slíkt og síðan var búggí í lokin; fyrst falinn í samleik þremenninganna, en að lokum opinberaður í sterkum blæstri Benjamins. Það sem var best í þessum blús var sóló Eyþórs Gunn- arssonar, alveg óborganlegur gim- steinn; skreyttur monkisma upp á ey- þórsku. Eyþór lék annan sóló í þessum dúr seinna á tónleikunum. Það var í aukalaginu Go, glimrandi uppbyggður, og fylgt eftir af göngu- bassasóló Tommys og flæðandi altó Benjamins í Tristanostíl. Það voru tólf lög á efnisskránni og öll eftir Benjamin utan tvö er Tommy hafði samið. T:S pólska bassaleikar- ans var makalaus polki; lagið sosum ekki frumlegast og hefur heyrst í ýmsum myndum, m.a. hjá Jan Johansson, en bassaleikur Tommys var frábær; allt frá tónsterkum Brownisma til hljómaævintýra í anda Niels-Hennings. H.T.E.S.T.A.C. (How to explain socialism to a cat) eft- ir Benjamin var líka fínn ópus og enn og aftur opnaðist fyrir flóðgátt tóna af Tristanoættinni. Að lokum; ekki verður skilið við þessa tónleika án þess að minnast á ballöðuna yndislegu, Rønnerne, sem finna má á mögnuðum diski Benjam- ins með píanistanum Steen Rasmus- sen: Quitness. Hún var fallega spiluð og enn einu sinni sýndi Eyþór og sannaði hversu magnað tónaljóðskáld hann er. Tríó Óskars Guðjónssonar Laugardagsdjassinn á Jómfrúnni er enn í gangi og næsta laugardag fáum við að heyra í Sunnu Gunn- laugsdóttur sem enn einu sinni sækir landana sína heim. Óskar Guðjónsson hefur einnig dvalið um tíma í útlönd- um þar sem er „eilífur stormbeljandi“ en svo sannarlega er hann kominn heim eftir Lundúnadvölina. Þetta er í annað sinn sem ég heyri hann blása eftir heimkomuna og þarna sannaði hann sannarlega það sem ég þóttist heyra fyrr í sumar; að honum hefur tekist að skapa sérstakan persónuleg- an stíl, að ýmsu ættaðan frá Sonny Rollins, til að túlka klassíska efnis- skrá djassins auk söngdansa og djass- standarda af ýmsu tagi. Í þetta sinn úr penna Jóns Múla Árnasonar og Tómasar R. Einarssonar auk söng- dansahöfundanna miklu. Að byrja tónleika á ferskri túlkun á Bye, Bye Blackbird og Úti er alltaf að snjóa og enda settið á sérlega persónulegri og tilfinningaríkri túlkun á PC-blúsi Tómasar R. er ekki á allra færi. Í seinna settinu var heldur ekki slegið af hvort sem Haustlaufin frönsku voru á dagskrá eða tekið var það ráð að vefja Dizzy Gillespie og félaga hans Jóni Múla saman. Tómasi tókst ótrúlega vel að ná upp bassahljóm- num, sem er ekkert grín á Jómfrúnni, og Pétur var að venju traustur við trommurnar. Tríó Hlínar Lilju Er tónleikum Óskars og félaga lauk var haldið í Iðnó þar sem tríó Hlínar Lilju Sigfúsdóttur píanista lék. Þessir krakkar eru enn í námi en lofa góðu. Troðið var í salnum eins og alls staðar á menningarnóttu, þar sem rúmur þriðjungur þjóðarinnar var á menningarflippi, og meðan ég staldraði við léku þau m.a. All The Things You Are. Hlín var á Evans/ Jarrett-nótunum og dálítið hikandi á stundum, en bauð af sér sérstakan þokka. Bassaleikur Sigurdórs var sérlega lofandi og þótt þetta séu óráðnir spilarar eiga þeir framtíðina fyrir sér. Björn Thoroddsen Trygingamiðstöðin bauð upp á hörkudjass á menningarnótt. Þar var á ferðinni helsti klassíker í íslenskum djassi, Björn Thoroddsen gítaristi, og hafði með sér Valdimar Kolbein bassaleikara, sem nemur nú um stundir í Amsterdam, og bjargvætt íslensks trommudjass; Svíann Erik Qvik, sem kennt hefur við Tónlistar- skóla FÍH um árabil og talar meira að segja slarkandi íslensku. Ekki má gleyma að með tríóinu söng einn helsti krúner Íslandssögunnar; Egill Ólafsson, sem flestum fremur bregð- ur sér í allra söngvara líki. Ég hef allt- af haft varann á þegar Egill syngur djass; alveg eins og þegar Haukur Morthens eða Raggi Bjarna voru á djassnótunum. Eins og þeir er hann ekki djasssöngvari, þótt djassinn liggi vel við söngstíl hans þegar því er að skipta; en það voru þeir ekki heldur Bing Crosby, Frank Sinatra eða Frankie Laine, og hafa þó skilið eftir sig meiri djassperlur en flestir aðrir söngvarar utan Armstrongs og fé- laga. Sveiflulínan var lögð í upphafi; Ell- ington-guðspjallið: It Don’t Mean A Thing If It Ain’t Got That Swing, lag sem Egill söng á fyrsta diski Stór- sveitar Reykjavíkur. Egill var í fínum gír í þessum ópusi og ekki síðri í þeim næsta: guðspjalli Berlis; Cheek To Cheek. Maður lét það ekkert á sig fá þótt DeNiro-heilkennin væru nokkuð sterk í andlitsdráttunum. Ain’t Mis- behavin Fats Wallers fór að vísu fyrir ofan garð og neðan – en ástæðan ein- föld; Valdimar Kolbeinn hefur verið að leika lagið í samnefndum söngleik byggðum á verkum Tómasar Wallers og hrynskilningur hans og söngvar- ans fóru ekki saman. Aftur á móti var ekkert að samleiknum í Mood Indigo meistara Ellingtons eða Night And Day Porters og Summertime Gersh- wins. Þetta voru sérlega ánægjulegir tónleikar og kóróna þeirra frábærir gítarsólóar Björns Thoroddsens sem enn einu sinni sannaði að alltaf er hægt að finna nýjan flöt á djassklass- íkinni. Jóel Pálsson Svo var haldið út í nóttina og á Metz í Austurstræti, þar sem dj. Mar- geir þeytti plötum af poppaðra tagi. Þar sat ég við borð með Rúnari Georgssyni og öðru góðu fólki og sperrtum við eyrun er Jóel tók að blása með plötunum. Hann fór sér hægt í byrjun; nýtti alla möguleika sem skífurnar gáfu og síðan gekk hann að borði okkar og hvíslaði að Rúnari: „Náðu í rörið drengur.“ Inn- an skamms var djassmeistarinn Georgsson kominn með saxinn við hlið Jóels og blés sterkt og hefðbund- ið hvað sem teknóhljóðlistinni leið og þeir félagar skiptust á hugmyndum og sveiflan var hvað sterkust meðan flugeldasprengjur Reykjavíkurlist- ans trufluðu hljóðhimnurnar. Rúnar Georgsson spilar ekki oft opinber- lega, en þegar hann spilar er það innri þörf sem knýr hann áfram. Það var einstök upplifun að heyra þá Jóel saman. Svona álíka og ef Gunnar heit- inn Ormslev og Óskar Guðjónsson hefðu verið með í för. Íslandsdjassinn þarf ekki að kvarta yfir skorti á ten- órsaxófónsnillingum og vonandi ber- um við Íslendingar gæfu til að styrkja Rúnar til dáða í framtíðinni. Djassmara- þon á menn- ingarnótt Morgunblaðið/Ómar Egill Ólafsson, Björn Thoroddsen og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson í góðri sveiflu á menningarnótt. DJASS Norræna húsið Benjamin Koppel altósaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó og Tommy Andersson bassa. Föstudagskvöldið 15.8. NORRÆNA OFURTRÍÓIÐ Jómfrúin/Iðnó Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Tómas R. Einarsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Hlín Lilja Sigfúsdótir píanó, Sig- urdór Guðmundsson rafbassa og Krist- mundur Guðmundsson trommur. Laug- ardaginn 16.8. TRÍÓ ÓSKARS GUÐJÓNSSONAR TRÍÓ HLÍNAR LILJU SIGFÚSDÓTTUR Tryggingamiðstöðin/Metz Egill Ólafsson söngur, Björn Thoroddsen gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Erik Qvik trommur. Jóel Pálsson tenórsaxófón og dj Margeir plötusnúður ásamt gesti; Rúnari Georgssyni ten- órista. Laugardagskvöldið 16.8. EGILL ÓLAFSSON OG TRÍÓ BJÖRNS THORODDSENS/JÓEL PÁLSSON OG DJ MARGEIR Vernharður Linnet SÉRKENNILEG deila skekur breskt listalíf þessa dagana. Þar etja orðum einn þekktasti myndlist- armaður Breta, Tracey Emin, og einn þekktasti myndlistargagnrýn- andi þeirra, Philip Henscher. Upphaf deilunnar má rekja til dóms sem Henscher skrifaði í dag- blaðið Independent um verk Emin. Þar sagði gagnrýnandinn að Tracey Emin væri of heimsk til að geta ver- ið góður konseptlistamaður – hún væri vonlaus hálfviti sem hefði hvorki greind né þá spyrjandi skarpskyggni sem konseptlistin krefðist. Tracey svaraði í viðtali í Observ- er, þar sem hún sagðist orðin þreytt á þeim sora sem hún fengi frá fólki sem hefði lifibrauð sitt af listamönn- um eins og henni. Í viðtalinu sagði hún að í grein í Independent hefði hún verið kölluð hálfviti og að hún hefði orðið að „bregðast við“ þeim orðum, en sagði ekki hvernig. Þá steig Philip Henscher aftur út á ritvöllinn í tímaritinu Spectator með þá spurningu hver þessi „viðbrögð“ Tracey Em- in hefðu verið. Frá því að dómur hans hafði birst fyrst í Independ- ent hafði hrúgast inn um póstlúguna hjá honum alls kyns rusl- póstur merktur Phyllis Henshaw, en á heim- ilisfang Philips Henschers. Tilgáta hans var sú að rusl- pósturinn og alls konar drasl, þar á meðal bleyjur fyrir fullorðna og kínversk- ar postulínsstyttur pantaðar í nafni ungfrú Henshaw, væru „viðbrögðin“ sem Tracey Emin minntist á. Stein- inn tók úr þegar hringt var í hann vegna gamals kappreiðahests, sem einhver Phyllis Hen- shaw hafði boðist til að hýsa heima hjá sér. „Nafnið Henshaw var áreiðanlega fljótfærn- isvilla, en að kalla mig Phyllis var kjánaleg en ofstækisfull móðgun sem við samkyn- hneigðir þurfum oft að þola,“ sagði Henscher í greininni í Spectator og reifaði þann mögu- leika að Tracey Emin gæti staðið að baki þessu – þetta væru hennar „viðbrögð“ og hefnd fyrir óvægna gagnrýni. „Ég hef ekki séð neitt (annað) af hennar hálfu sem gæti verið „viðbrögð“ þau sem hún nefnir í viðtalinu í Observer.“ Um helgina svaraði Tracey Emin fyrir sig og sagði hvert orð gagn- rýnandans uppspuna. Hún sór að hún væri ekki ábyrg fyrir furðu- gjörningnum í póstlúgu Henschers, og að hún myndi sverja slíkt hið sama fyrir rétti. Hún kvaðst hins vegar myndu lögsækja Henscher fyrir mannorðsmorð. „Það er skuggalegt að vita af þessum manni og vita að hann er að hugsa sér mig í þessum gjörningi. Hann ímyndar sér að ég sitji um hann og situr þess vegna sjálfur um mig í fjölmiðlum eins og hver annar öfuguggi.“ Tracey Emin ætlar ekki bara að lögsækja Philip Henscher, heldur krefst hún þess líka að á hann verði sett nálgunarbann. Henscher svaraði að bragði að hann óttaðist ekki að mæta Tracey Emin fyrir dómstólum, og að nálg- unarbann kæmi honum ekki við – hann hefði engan áhuga á Tracey Emin eða list hennar og öruggt væri að hann myndi aldrei nokkurn tíma eftir þetta skrifa stafkrók um hana. Hver er að senda myndlist- argagnrýnandanum póst? Breska listakonan Tracey Emin. SÝNINGAR í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi eru opnar á ný eftir sumarfrí. Þar standa yfir sýningin „Hvað viltu vita? og sýning Gunnars Karls Gunnlaugssonar á ljósmyndum af brúm á þjóðvegi 1. Þær standa til 21. september. Á sýningunni „Hvað viltu vita?“ eru upplýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld og eru þessar upplýsingar bornar saman við staðreyndir frá deg- inum í dag. Einnig eru loft- myndir af Breiðholtinu bæði fyrr og nú. Gamlar ljósmyndir af uppbyggingu Breiðholts, málverk af gamla bænum í Breiðholti, myndband af Breið- holti, og margt fleira verður meðal annars á sýningunni. Ljósmyndasýning Gunnars Karls hefur að geyma ljós- myndir af 40 brúm á þjóðvegi 1. Sýningarnar eru opnar virka daga kl. 11-19 mánudaga – föstudaga. Um helgar kl. 13-17, en lokað er um helgar í ágúst. Sýningar opnar á ný eftir sumarfrí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.