Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T ILKOMA Hvalfjarð- arganganna, sem opnuð voru 11. júlí 1998, hefur haft mikil áhrif á atvinnu- og byggðamál á Vesturlandi og fært svæðið nær höfuðborginni. Nú tekur það aðeins um hálftíma að aka milli Akraness og Reykjavík- ur og mikið er um að þeir íbúar á Akranesi sem vinna í borginni aki daglega á milli enda tekur það ekki mikið lengri tíma tíma en að fara frá úthverfi Reykjavíkur og inní miðborgina. Með göngunum hafa flutningar og aðrar sam- göngur milli Reykjavíkur og Vest- urlands einnig orðið fljótvirkari og minni fjarlægð hefur valdið því að ungt fólk af sunnanverðu Vest- urlandi þarf ekki að flytja að heiman ef það fer til náms í Reykjavík. Hvalfjarðargöngin hafa einnig nýst höfuðborgarbúum, sem sækja í auknum mæli í sumarbú- staðalönd og frístundasvæði í Borgarfirðinum en jarðaverð þar hefur hækkað jafnt og þétt und- anfarin ár og sumarbústöðum fjölgað. Talsvert er um að bændur hafi dregið úr búskap og fært sig meira út í ferðaþjónustu, bæði með því að leigja út jarðir sínar undir sumarbústaði eða selja hluta þeirra undir frístundabyggð en þessi þróun hefur myndað mót- vægi við þann samdrátt í landbún- aði sem orðið hefur á svæðinu. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað talsvert undanfarin ár, 1. desem- ber sl. bjuggu þar 5.578 íbúar en sex árum áður voru þar 5.068 íbú- ar. Magnús Magnússon, atvinnu- málafulltrúi á Akranesi, segir að auk ganganna hafi tilkoma álvers Norðuráls haft mikið að segja. „Þetta átti mikinn þátt í að bæta atvinnuástandið en fjölbreytni í atvinnulífinu er bænum einnig mikilvæg. Akranes er mjög þægi- lega staðsett gagnvart Reykjavík og Akurnesingar geta sótt sér þá sérhæfðu þjónustu sem jafnan er ekki til staðar á landsbyggðinni á stuttum tíma en búa jafnframt í litlu og barnvænu samfélagi,“ seg- ir Magnús. Hann segir talsvert um að fólk fari daglega á milli Reykjavíkur og Akraness og í könnun sem gerð var í fyrra kom í ljós að 16% íbúa á Akranesi fara tvisvar í viku eða oftar til Reykja- víkur, sem gerði á þeim tíma rúm- lega 700 manns. Margir þeirra aka fram og aftur vegna vinnu eða skóla og dæmi eru um að auglýst sé eftir ferðafélögum í svæðisblöð- um. Bændur í Borgarfirði margir fært sig yfir í ferðaþjónustu Páll S. Brynjarsson, bæjar- stjóri Borgarbyggðar, tekur í sama streng og Magnús og segir að tilkoma ganganna hafi breytt miklu fyrir byggðina en íbúum í Borgarbyggð hefur fjölgað á und- anförnum árum. „Þróunin hér hefur verið jákvæð síðustu árin og íbúar njóta nálægðarinnar við borgina. Nokkrir íbúar keyra dag- lega til og frá borginni vegna vinnu sinnar og allt útlit er fyrir að þeir sem það gera verði fleiri á næstunni,“ segir Páll. Hann segir að aukin aðsókn Reykvíkinga í sumarhús í Borgarfirðinum hafi reynst góð búbót fyrir bændur, sérstaklega í ljósi þess að land- búnaður á svæðinu eigi undir högg að sækja en margir bændur hafa fært sig yfir í ferðaþjónustu og dregið úr búskap. Jákvæðra áhrifa Hvalfjarðar- ganganna gætir einnig á Snæfells- nesi, þótt þau séu ekki jafnsterk og í Borgarnesi og á Akranesi en íbúafjöldi á Snæfellsnesi hefur haldist óbreyttur undanfarin ár. Magnús I. Bæringsson, formaður atvinnumálanefndar Stykkis- hólms, segir að ferðaþjónustan hafi notið góðs af tilkomu gang- anna en hún hefur verið í sókn á Snæfellsnesi. Atvinnulífið í Stykk- ishólmi varð fyrir nokkru áfalli nýverið þegar að skelfiskveiði var bönnuð sökum slæms ástands stofnsins en tvær af þremur vinnslustöðvum í bænum höfðu að mestu leyti unnið skelfisk. Magn- ús segir vonir standa til að byggð- in fái hærri þorskkvóta í vetur sem muni koma til móts við að missa skelfiskinn. Hvalfjarðargöngin hafa gert at- vinnulífinu í Stykkishólmi gott að mati Magnúsar, sem segir að sam- skipti við höfuðborgarsvæð auðveldari en áður. „Þótt keyri ekki daglega á mil mörg dæmi um að þjónus flutningar gangi hraðar fyr en áður, t.a.m sé mun þæg að fá iðnaðarmenn úr höfuð inni en áður og talsvert er útgerðir nýti sér bættar göngur og geri út frá Snæfel inu vegna nálægðar þess við og spari sér þannig nokkurr siglingu,“ segir Magnús en ú af Snæfellsnesi hefur orði sæll kostur fyrir smábáta í k þeirra breytinga sem urðu smábátakerfisins þegar só tímanum var breytt úr dö klukkutíma. Nýr framhaldsskóli Snæfellsnesi haustið 2 Það hefur háð Snæfellsn þar hefur ekki verið fram skóli og nemendur á mennta Göngin hafa fært V land nær höfuðbo SÁTTALEIÐ Í REYKINGADEILUM? Talsvert hefur verið rætt hér álandi að undanförnu um algertbann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þær umræður eru væntanlega einkum tilkomnar vegna þess að síðasta breyting á tóbaksvarn- arlögunum, sem tók gildi fyrir réttum tveimur árum, hefur ekki dugað til að tryggja að sá mikli meirihluti þjóðarinn- ar, sem kýs reyklaust andrúmsloft, fái að njóta þess á veitinga- og skemmti- stöðum. Ákvæði um reyklaus svæði, ein- angrun þeirra og loftræstingu, eru þverbrotin á langflestum veitingastöð- um. Í grein eftir Þorgrím Þráinsson, framkvæmdastjóra Tóbaksvarnaráðs, í Morgunblaðinu á miðvikudag, kemur fram að samkvæmt könnun ráðsins fóru 39 staðir af 40, sem leyfðu reykingar, ekki að lögum. Þegar veitingamenn haga sér svona, er ekkert óeðlilegt að upp komi kröfur um algert bann. Á því er þó sá hængur, að nokkuð fjölmennur minnihluti vill þrátt fyrir allt geta farið á veitingahús og skemmtistaði og stundað þá heimskulegu iðju að reykja. Auðvitað væri æskilegt að hægt væri að koma til móts við þann hóp, án þess að allir hinir þyrftu að sitja í reykjarsvælunni. Það var reynt með núverandi lögum, en hef- ur ekki tekizt betur en raun ber vitni. Ástæðan fyrir því er ekki sízt sú, að veit- ingamenn telja sig munu tapa tekjum, úthýsi þeir reykingamönnum. Þeir tapa hins vegar engu á að brjóta lögin. Vilhjálmur H. Wiium, sem starfar við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, skrifar athyglisverða grein í Morgun- blaðið í fyrradag. Þar leggur hann til að ekki verði farin leið boða og banna í þessu efni, heldur lagt á svokallað reyk- gjald, sem eigendur veitinga- og skemmtistaða greiði og renni beint til tóbaksvarna og heilbrigðisstofnana, sem eiga við afleiðingar reykinga. Vil- hjálmur leggur til að gjaldið fari eftir stærð reykmettaðs húsnæðis. Í grein hans segir: „Ég efa ekki að húseigand- anum þætti blóðugt að borga þetta gjald, en engu að síður munu margir taka þetta fram yfir reykingabann, því ef gjald er innheimt ætti húseigandinn ýmsa möguleika í stöðunni, sem ekki eru til staðar ef um bann er að ræða. Hann gæti jú velt þessu yfir í aðgangs- eyrinn, nú eða hækkað verð á drykkjum og mat sem hann selur. Þá er hins vegar viðbúið að eitthvað fækki viðskiptavin- um, og ekki yrði húseigandinn ánægður með það. Auðvitað gæti hann bara tekið gjaldið á sig svo hagnaður hans af starf- seminni minnkaði sem næmi gjaldinu, en ef gjaldið er mjög hátt mundu ein- hverjir leggja upp laupana. Enn einn valkostur væri jú að minnka reyksvæðið í húsinu og þar með lækka gjaldið sem þyrfti að borga. Ef gjaldið er nógu hátt þá mundu sjálfsagt einhverjir, einkum matsölustaðaeigendur, banna alveg reykingar og þar með losna alveg við gjaldið.“ Vilhjálmur bendir á að kostir þess- arar aðferðar séu m.a. að veitinga- og skemmtistaðaeigendur færu sjálfviljug- ir út í breytingar, ekki vegna laga- ákvæða, heldur vegna þess að þeir byggjust við auknum hagnaði í kjölfarið. „Einnig eiga viðskiptavinir valkosti, því sennilega mundu einhverjir reyklausir staðir spretta upp í kjölfar reykgjalds- ins. Síðan fær ríkið tekjur sem verða nýttar við tóbaksvarnir og meðferð vegna tóbakssjúkdóma. Á hinn bóginn mun þessi leið ekki útrýma reykingum, því einhverjir munu borga gjaldið og bjóða sínum viðskiptavinum upp á reyk- mettuð húsakynni,“ skrifar Vilhjálmur. Á undanförnum árum hafa menn í vaxandi mæli tekið upp svokölluð hag- ræn stjórntæki í stað boða og banna, ekki sízt í umhverfismálum. Skilagjald á umbúðir er gott dæmi. Þeir, sem vilja tryggja þeim reyklausu rétt til hreins andrúmslofts og um leið beita aðferðum, sem góð sátt getur verið um, ættu að taka hugmyndir Vilhjálms til skoðunar. Telji menn slíkar hugmyndir ekki fram- kvæmanlegar, er algert bann hins vegar betri kostur en núverandi ástand. HÓLARÆÐA HALLDÓRS Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-herra og formaður Framsóknar- flokksins, flutti hina árlegu hátíðarræðu Hólahátíðar í Hóladómkirkju um síðustu helgi og gerði þar mikilvægi samkennd- arinnar í íslensku samfélagi að umtals- efni. „Við verjum sífellt meiri fjármunum til heilbrigðismála, en með hækkandi aldri kynslóðanna og frekari framförum í læknavísindum er ljóst að gera verður enn betur á næstu árum og áratugum. Þetta er eðlileg þróun og við verðum að vera undir hana búnir, m.a. með því að halda áfram að auka tekjur þjóðarinnar, skapa hér atvinnu og byggja upp blóm- lega byggð um land allt,“ sagði Halldór. Hann minnti einnig á mikilvægi þess að Íslendingar væru meðvitaðir um ríki- dæmi sitt í samfélagi þjóðanna og notuðu hluta þess til að aðstoða fátækari þjóðir. „Hvers virði er að vera ríkur, ef maður kann ekki að fara með peningana? Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið, og við megum ekki gleyma því að ekki er langt síðan við vorum sjálfir í þeirri stöðu að þola örbirgð og hallæri og eiga hvorki til hnífs né skeiðar,“ sagði Halldór. Ef viðhalda á og efla hið sameiginlega öryggisnet er mikilvægt að hinar efna- hagslegu undirstöður séu í lagi. Halldór benti á að umræðan um nýtingu og um- gengni við náttúruna reyndi á þolrif sam- félagsins og væru skoðanir skiptar. „Umræður um stóriðju- og virkjunar- framkvæmdir eru skýrt dæmi um þetta. En þegar lýðræðisleg niðurstaða er fengin er rétt að una henni og virða. Rétt eins og virða ber andstæð sjónarmið og rétt hvers og eins til þess að láta skoð- anir sínar í ljós. Öðru máli gildir um til- raunir til að spilla fjármögnun eða stöðva framkvæmdir með íhlutun erlendis frá. Þar tel ég allt of langt gengið. Það eru lýðræðislegar ógöngur.“ Fréttamat nútímans og aldarháttur varð formanni Framsóknarflokksins einnig að umtalsefni. Varnaðarorð hans eru öllum holl lesning: „Andstaða við mál þykir merkilegri en stuðningur. Fjöl- miðlun og stjórnmál nútímans eru hörð og óvægin. Menn eru dæmdir í um- ræðunni löngu áður en mál þeirra fá eðli- lega umfjöllun stofnana samfélagsins. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn verða að gæta hófs í ummælum sínum um álitaefni og viðkvæm mál. Við getum öll tekið okkur á í þeim efnum. Vissulega er gagnrýni nauðsynleg, en erum við ekki stundum fullfljót á okkur að dæma aðra?“ STÆKKUN Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga, bygging ál- vers Norðuráls og tilkoma Hval- fjarðarganganna er ástæða uppgangsins á Akranesi og í Borg- arfirðinum undanfarið, að mati Vífils Karlssonar hagfræðings, sem hefur fylgst með efnahagslífi á Vesturlandi um nokkurt skeið. „Á þessum tíma var mikil uppsveifla í hagkerfinu og breytingar í hús- bréfakerfinu ollu því að margir komu hingað og settust að. Því má svo ekki gleyma að á Akranesi er framhaldsskóli og sjúkrahús sem hefur einnig laðað fólk að. At- vinnuástand á Akranesi er stöðugt, auk stóriðjunnar er öflugt útgerð- arfyrirtæki í bænum, Haraldur Böðvarsson, sem og Sementsverk- smiðjan,“ segir Vífill. Vífill segir að tilkoma Hvalfjarð- arganganna hafi einnig haft góð áhrif á atvinnulíf á Snæfellsnesi. „Það eru kannski ekki jafnbein áhrif og í Borgarfirðinum en þegar talað er við fólk á Snæfellsnesinu tekur maður eftir því að þetta hef- ur mikið að segja,“ segir Vífill. Vífill Karlsson Margir þættir lögðust á eitt                                                                             !"#$%%& "''%() *'%+, -!" . /,"( ,-*' 01,2,-*' %3"'. 45 +, 6,+-!,. ,(+, 7 '89 0(,! +, :* '                                               !") *'%+, -!" .     ; !"-&322(,'+, 122,"<4'),"-             /,"( +,4' 6,"<    ; !"'+,4'9=&,.12 01,2,,(,'&' + .                            Samgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins hafa tekið Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir fimm árum. Íbúar á Vesturlan þá vanhagar um með litlum tilkostnaði og fólk af Suðvesturlandinu vestur í sumarhúsa- og frístundabyggðir og margir bændur hafa s JARÐAVERÐ á Vesturlan ur hækkað jafnt og þétt í k þess að Hvalfjarðargöngin opnuð, að sögn Magnúsar L poldssonar fasteignasala. „Eftir að göngin komu ti unnar styttust allar vegalen milli Reykjavíkur og Vestu og nýr markaður varð í rau Íbúar á höfuðborgarsvæðin sækjast gjarnan eftir jörðu sem eru í um það bil klukku stundar fjarlægð frá borgin eftir að göngin komu til fél margar af jörðunum í Borg arfirði í þann flokk. Ásókn ar jarðir hefur verið mjög s undanfarin ár og verðið hef aldrei lækkað,“ segir Magn Ýmis hlunnindi fylgja mörg jörðunum í Borgarfirði og h það ýtt verði á þeim talsver Magnús segir að laxveiði, h vatn og gott næði séu allt þ sem kaupendur horfi til. „L veiðihlunnindi fylgja mörgu jörðum í Borgarfirðinum og hefur laðað kaupendur að,“ Magnús. Magnús Leopolds Jarðaverð hefur hækka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.