Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er augljóst að við Íslendingar erum að eyða um efni fram á mörgum vígstöðvum. Sífellt berast fréttir af því að heimilin séu skuldsett sem aldrei fyrr og margir virðast að lokum vera komnir í svo þykka skuldasúpu að mjög erfitt er að komast upp úr. Það eru líklega ótal skýringar á þessu, t.d. að auðveldara er að fá lán fyrir dýrum bílum, fá 90% lán fyrir húsnæði, setja hitt og þetta á raðgreiðslur og fá svimandi háa yfirdráttarheimild með einu sím- tali. En það er varla hægt að kenna opinberum stofnunum og bankakerfinu um allt sem aflaga fer þó að það væri vissulega hentugt. Það er nefnilega eitt til viðbótar sem ég held að hægt sé að tína til og það er söfnunarárátta Íslendinga. Ég get alla vegna ekki séð annað en að hún sé að stigmagnast. Þessi árátta felst að hluta til í að safna berjum að hausti og öðru eins, en meira áberandi er bílasöfnun og söfnun annarra veraldlegra hluta af öllum stærðum og gerðum. Stundum er það líka svo að öllu sem nágranninn fer að safna för- um við að safna, við erum nefni- lega svolitlar hermikrákur inni við beinið. Þegar ég var að alast upp þótti ekkert tiltökumál að allar hurð- irnar fyrir herbergjunum í húsinu væru mismunandi þar til við syst- urnar komumst á unglingsár og hættum að berja með hömrum og öðru slíku á þær. Það var líka ekk- ert að því að hafa gamalt gólfteppi árum saman sem hreinsað var vel og reglulega. Það var heldur ekki nokkur skapaður hlutur að því að nota ennþá gamla teketilinn hennar langömmu, aka um á 20 ára gömlum bílskrjóð og ferðast í Skorradalinn einu sinni á ári og fá þar með úrás fyrir ferðaþörfina. Aðeins örfáir áttu tjaldvagn eða sumarhús og þóttu þeir allsér- stakir og auðugir sem svo vel höfðu komið sér fyrir í lífinu. Á heimilinu var heldur ekki mikið um tæki og tól. Mynd- bandstæki voru nærri óþekkt og sömuleiðis tölvur. Símtæki voru bundin við veggi í bókstaflegri merkingu og fólk hefði fríkað út af hlátri ef einhver hefði reynt að selja þeim hugmyndina um ör- bylgjuofna. Fólk notaði virkilega snúrur í stað þurrkara, þurfti ekki eggjasuðutæki eða flóknar mat- vinnsluvélar en gerði samt, ótrú- legt en satt, hinn besta mat. Það voru færri hlutir sem hægt var að eyða peningunum í og gamla tuggan um að lífið hafi verið ein- faldara er því alls ekki svo fjarri lagi. Það er þó ekki eins og ástandið sem ég er að lýsa hér að ofan eigi við um miðja síðustu öld. Nei, heldur á þessi lýsing við um síð- ustu tvo áratugi nýliðinnar aldar eða svo langt aftur sem ég man eftir mér. Núna virðist flest ungt fólk kaupa sér íbúð sem er ekki aðeins með splunkunýjum gólfefnum og hurðum í stíl (sem er kannski ekki svo galið eftir allt saman) heldur eru öll húsgögnin ný og sömuleið- is bíllinn sem stendur inni í upp- hituðum bílskúrnum við hliðina. Ég játa það hér með að ég er síður en svo saklaus í þessu fárán- lega kappi. Ég hef þó mótmælt í hljóði, neitað að kaupa samstæða diska heldur notast við gamla héðan og þaðan sem mér hafa ver- ið gefnir, hef ofurtrú á gamla bak- arofninum mínum og finnst há- vært malið í forna ísskápnum mínum bara „notalegt“. Það er svo ótalmargt sem hægt er að kaupa í dag. Úrvalið er gríð- arlegt, fjölbreytnin óendanleg. Fjöldi verslana hefur margfaldast undanfarin ár, þó í engum takti við íbúaþróun á höfuðborg- arsvæðinu. Það eru sífellt færri íbúar um hverja verslun, íbúarnir versla sum sé sífellt meira. Lífsgæðakapphlaupið marg- umtalaða virðist hreinlega vera að ná hæðum sem engan hefði grun- að. Það er bara spurning um hvar þetta endar ef það endar þá ein- hvern tímann. Allt þetta kapp er líka svo mikill tímaþjófur að sennilega erum við mörg búin að missa sjónar á því sem skiptir raunverulegu máli. Við gefum okkur ekki tíma til að njóta augnabliksins heldur látum okkur dreyma um framtíðina, hlaðna fylgihlutum. Þegar staðan er orðin svona er ekkert skrítið að fólk fari í aukn- um mæli að reyna að einbeita sér að andlegum málefnum, stunda jóga og aðra heilsurækt, ganga um óbyggðir landsins og einbeita sér að umhverfis- og nátt- úruvernd. Allt annað er orðið svo innantómt. Að versla og gera fal- legt í kringum sig veitir aðeins skamma hugarró. Hugurinn fer að reika á ný innan skamms og til að forða okkur frá því að hann reiki inn í næstu verslun er gott að eiga sér áhugamál sem er gef- andi. Ekki er verra ef áhugamál okkar leiða eitthvað gott af sér fyrir aðra, t.d. náttúruna og kom- andi kynslóðir. Það er mikilvægt að fólk fái að eiga slíkar hugsjónir í friði, að tilfinningar þeirra til náttúrunnar, lands og dýra, séu ekki hafðar að engu, að á það sé hlustað. Það er líka afskaplega óréttlátt að afskrifa skoðanir fólks með þeim rökum að hugsjónir þeirra séu tískufyrirbrigði. Það er ekki í tísku að mótmæla, það er ekki í tísku að láta sér ekki standa á sama um lífið og tilveruna. Ekki frekar en það er í tísku að virkja á hálendinu og veiða í vísindaskyni. Við mannfólkið erum kannski nú um stundir að gera okkur grein fyrir því að það er meira sem lífið hefur upp á að bjóða en óhóflegt magn tækja og tóla í kringum okkur. Við viljum heldur ekki láta stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar, taka eina ákvarðanir um stríð og frið. Sem betur fer viljum við þó flest betri heim og aukin lífsgæði handa komandi kyn- slóðum. Við höfum bara ólíkar áherslur og trúum á ólíkar leiðir að því markmiði. Keppt um lífsgæði Myndbandstæki voru nærri óþekkt fyr- irbæri og sömuleiðis tölvur. Símtæki voru bundin við veggi í bókstaflegri merkingu og fólk hefði fríkað út af hlátri ef einhver hefði reynt að selja þeim hug- myndina um örbylgjuofna. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is HVERJUM hefði dottið í hug að þær sprengjur sem springa í kvikmyndum væru hljóðlausar slíkur er hávað- inn þegar áhorfendur berja þær augum. En hvers vegna skyldu þær vera hljóðlausar. Jú, vegna þess að í öllu vinnuumhverfi þarf að huga að öryggi og heilsu starfsmanna. Í þessu tilfelli er verið að verja leikara og annað kvikmyndagerðarfólk fyrir heyrn- arskaða, hljóðinu er bætt við á síðari stig- um vinnslunnar. Þetta kom meðal annars fram í máli W. Haegeland sem vinnur að öryggismálum hjá BBC. Haegeland hélt erindi á ráðstefnunni Hugur og í heimi tækninnar. Á ráð- stefnuna mættu um 180 manns víðs vegar að úr heiminum en hún er haldin árlega af Norrænum samtökum í vinnu- vistfræði (Nordic Ergonomics Society, NES). Samtökin voru stofnuð fyrir 35 árum og er þetta í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi en Íslendingar gengu í sam- tökin 1998. Á ráðstefnunni var fjallað um marga áhuga- verða fleti vinnuverndar; tæknilega, félagslega og lík- amlega. Umsjón var í höndum VINNÍS sem er félag áhugafólks um vinnuvistfræði á Íslandi. Ráðstefnustjóri var Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eft- irlitsdeildar Vinnueftirlitsins og formaður VINNÍS. Með vinnuvistfræði er átt við samspil mannsins og þess um- hverfis sem hann lifir og starfar í. Umhverfi tekur til að- stöðu, búnaðar, tækja, skipulags, samskipta og fleiri þátta. Þarfir, vellíðan og öryggi fólks er haft í fyrirrúmi. Ný vandamál Einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar var Peter Hasle frá tækniháskólanum í Lyngby í Danmörku. Í máli hans kom fram að vandamál tengd vinnuumhverfi væru að breytast. Tekist hefði að vinna gegn ýmsum neikvæðum þáttum í vinnuumhverfinu en samfélagið breytist stöðugt og vandamálin með. Þetta eru til dæmis mál er koma í kjölfar niðurskurðar innan fyrirtækja eða vinnuálags. Hér er um að ræða áhættuþætti eins og streitu, kulnun eða of- beldi. Lausnir við áhættuþáttum í vinnuumhverfi hafa oft- ar en ekki verið formi lagasetninga eða reglugerða. Þessi nýju mál verða ekki leyst með slíkum hætti. Ekki er hægt að banna uppsagnir eða þenslu fyrirtækja. En atvinnurek- endur og aðrir sem starfa að vinnuvernd geta ekki lengur einblínt á tæknilegar hliðar í vinnuumhverfi eins og hljóð og birtu heldur þarf að skoða vinnuumhverfið sem eina heild. Andleg vanlíðan starfsmanns getur líka valdið lík- amlegri vanlíðan. Starfsmaður getur verið þjáður að verkjum sem ekki eru auðveldlega læknaðir þar sem upp- runi þeirra er andlegs eðlis. Vinnuframlag starfsmannsins verður skert og þess vegna tapa allir; bæði starfsmað- urinn og atvinnurekandinn. Það er því allra hagur að huga vel að vinnuumhverfi í fyrirtækjum og stofnunum. Ánægja á vinnustað skilar betri og skilvirkari árangri. Rannsókn á rafrænu eftirliti á vinnustöðum, sem unnin er af rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins í samvinnu við Landlæknisembættið og Persónuvernd, var kynnt á ráðstefnunni. Í rannsókninni er rafrænt eftirlit á vinnustöðum skoðað. Í fyrsta lagi er spurt hvort rafrænt eftirlit sé til staðar á vinnustöðum og ef svo er þá hvers konar eftirlit sé um að ræða, vita launþegar af því og hvaða skoðun hafa þeir á slíku eftirliti. Rannsókn, sem einnig var gerð á vegum rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins, á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi kvenna, sem starfa í öldrunarþjónustunni, leiddi í ljós mikinn mun milli starfshópa. Hjúkrunarfræð- ingar nutu betri líkamlegrar og andlegrar heilsu en aðrir starfshópar en leituðu þó ekki síður lækna en aðrir. Sjúkraliðar og ófaglærðar konur í umönnun reyndust undir mun meira líkamlegu álagi en hjúkrunarfræðingar og þeim og öðrum starfshópum fannst starfið líka andlega einhæfara. Aðrir starfshópar en hjúkrunarfræðingar töldu of lítið til sín leitað þegar breytingar væru fyrirhug- aðar á vinnustaðnum. Vinnum saman Margir fyrirlestrar á ráðstefnunni Hugur og hönd í heimi tækninnar fjölluðu um hvernig haga skuli skipulagi á vinnuumhverfi og áhættumati á vinnustöðum. Talið er áhrifaríkast að fá starfsmenn í lið með stjórnendum þegar kemur að slíkri vinnu. Með því að taka virkan þátt í skipu- lagningu á vinnuumhverfi verða starfsmenn meðvitaðri og jákvæðari. Þeir finna að álit þeirra er metið að verð- leikum og þeir eru tilbúnari að vinna eftir skipulagi sem þeir hafa sjálfir átt þátt í að skapa. Samkvæmt lögum á Ís- landi eiga allir vinnustaðir með tíu eða fleiri starfsmenn að kjósa öryggistrúnaðarmann og öryggisvörð. Ef starfs- menn eru 50 eða fleiri á fyrirtækið að kjósa sérstaka ör- yggisnefnd. Þessir aðilar eiga, í samvinnu við atvinnurek- anda, að vinna að bættu vinnuumhverfi. Námskeið eru haldin reglulega á vegum Vinnueftirlitsins um lög og regl- ur stjórnenda og starfsmanna og þá þætti sem hafa áhrif á heilsu okkar og líðan á vinnustað. Þeir sem vilja kynna sér vinnuverndarmál betur er bent á heimasíðurnar www.vinnis.is og www.vinnueftirlit.is Hljóðlátar sprengjur Eftir Þóru Magneu Magnúsdóttur Höfundur er fræðslufulltrúi Vinnueftirlitsins. Í KJÖLFAR ákvörðunar um- hverfisráðherra að friða rjúpuna næstu þrjú árin hafa heyrst raddir um að ástæða sé til að banna notkun hunda við rjúpna- veiðar. Ég bý yfir 10 ára reynslu með veiðihundum (rjúpnahundum, standandi fugla- hundum, standandi hænsnahundum) og er ennfremur menntaður sem dómari til þess að dæma vinnueig- inleika slíkra hunda. Af þessari reynslu minni fullyrði ég að mikils misskilnings gætir í umræðunni meðal almennings og ráðamanna varðandi veiðar með slíkum hundum. Langar hefðir Veiðar með rjúpnahundum eiga um það bil þrjátíu ára sögu á Íslandi. Slíkar veiðar hafa hins vegar verið stundaðar lengur en eina öld um alla Evrópu og Norður-Ameríku. Upp- runa veiðanna, eins og þær eru stundaðar nú, má rekja til enska að- alsins allt til loka nítjándu aldar, þar sem veiðar byggðust á sport- mennsku og glæsileika en ekki mat- arþörf. Slíkum veiðum má líkja við laxveiðar með flugu þar sem leik- urinn er gerður meira krefjandi og erfiðari en veiðar í net en ekki í þeim tilgangi að auka veiðina. Krefjandi veiðar Það er ekkert áhlaupaverk að nota fuglahund við rjúpnaveiðar. Til þess að hann nýtist til veiða og geri meira gagn en ógagn, þarf markvissa, dag- lega, þjálfun hans í um það bil tvö ár. Að vera með skynlausa skepnu sér til aðstoðar eykur óvissu veiðanna. Ef miðað er við veiðar, þar sem veiði- maðurinn gengur sjálfur fram á fugl- inn og skýtur hann jafnan kúrandi á jörðinni, er aðdragandi veiða með rjúpnahundi bæði langur og flókinn. Margt getur farið úrskeiðis hjá hundinum áður en veiðimaðurinn getur átt þess kost að skjóta á fljúg- andi rjúpu. (Það þykir lágkúrulegt að skjóta sitjandi rjúpu yfir fuglahundi.) Til að ná árangri þarf hundurinn góðar veðurfarslegar aðstæður á veiðislóð. Í logni er engin lykt sem berst frá rjúpunni. Í miklu roki tvíst- rast lyktin en í rigningu loðir lyktin föst við jörð. Sé meðvindur hefur hundurinn ekkert við að styðjast nema hlaupa fyrst langt undan vindi og vinna sig síðan upp í vindinn til baka. Slíkar aðstæður auka líkur á að styggð komi að rjúpunni áður en hundurinn getur staðsett hana. Ef hundinum tekst að finna og staðsetja rjúpuna er spurning hvort hann nær að halda ró sinni og ekki síður hvort rjúpan bíði þess að veiðimaðurinn komist í skotfæri. Þá á eftir að tjónka við hundinn, láta hann reka rjúpna í loftið og vera rólegan á meðan fugl- inn flýgur áleiðis burtu. Hundur, sem ekki er fullkomlega rólegur við upp- flug fuglsins, truflar skyttuna og hætta er á að hann sé kominn í skot- línuna milli skyttu og fugls og skemmi þar með skotfærið. Af þess- ari upptalningu, sem þó er ekki tæm- andi yfir þá atburði sem geta farið úrskeiðis, má ráða að það er ekki sjálfgefið að góður árangur náist með að nota fuglahunda við rjúpna- veiðar. Tilgangur veiðanna Hvers vegna hafa menn þá slíka hunda við veiðar? Því er líklega best svarað með annarri spurningu. Hvers vegna veiða menn silung og lax með flugustöng en ekki í net? Svarið er það sama í báðum tilvikum. Tilgangurinn er að auka erf- iðleikastig veiðanna, gera þær meira krefjandi og spennandi en ella. Að- ferðir og hefðir við almennar rjúpna- veiðar á Íslandi geta varla talist krefjandi veiðiskapur og má frekar flokka sem nytjaveiðar en sportveið- ar. Ef mikið er af rjúpu getur lítt reyndur veiðimaður og léleg skytta drepið margar rjúpur á skömmum tíma með hefðbundnum aðferðum. Að veiða með fuglahundi er ekki bara upplifun sérhverrar veiðiferðar. Að eiga, þjálfa og veiða með fugla- hundi er lífsstíll þar sem stór hluti af frítíma viðkomandi fer í umönnun, þjálfun og leik með hundinum. Hundasýningar, veiðihundapróf og veiðihundakeppnir eru þættir í þessu sporti. Sá tími og fjármunir sem í þetta fara, dragast í raun frá þeim tíma og þeim fjármunum sem sér- hver hundeigandi hefur til ráðstöf- unar og þá jafnframt frá þeim tíma og peningum sem viðkomandi hefur ráð á til veiða. Þetta og þær aðferðir við veiðarnar, sem slíkir aðilar hafa tamið sér, draga verulega úr því magni sem þeir annars ættu kost á að veiða. Fyrir mann og hund er mikið í húfi að gæta þess að rjúpnastofninn sé sterkur og hægt sé að ganga til veiða. Að öðrum kosti er grunnurinn að lífs- stíl þeirra brostinn. Innan þessa hóps verða þær raddir því háværari sem hvetja til almennra sportlegri veiðihefða og breytinga á veiðitíma sem hvorar tveggju myndu leiða til verndunar rjúpunnar án þess að skerða tækifæri til ástundunar. Sá metnaður og ásetningur þeirra, sem veiða með fuglahundum, að skjóta eingöngu á fljúgandi rjúpu, er fuglavernd. Í stað þess að bíða eftir að fleiri en ein eða tvær rjúpur beri saman á jörðunni til að ná sem flest- um fuglum í skoti er hópnum leyft að fljúga. Fuglarnir fljúga hver í sína áttina og bilið milli þeirra eykst og þá eru litlar líkur á að særa eða drepa aðra fugla en þann sem miðað er á. Rjúpan verpir á sama tíma og aðr- ar fuglategundir sem leyft er að veiða og því er sanngjarnt að spyrja: Hvers vegna er rjúpa ekki veidd á sama tíma og aðrar tegundir? Hugmyndir um veiðar á rjúpu í byrjun september hafa m.a. verið studdar þeim rökum að þær leiði til minna veiðiálags og hafi þar af leið- andi minni áhrif á afkomu rjúpunnar. Undirritaður hefur komið slíkum hugmyndum með tilheyrandi rökum til umhverfisráðherra í opnu bréfi dags. 10.08. 03. Bréfið má finna á vef- setrinu www.hansen.is Vanþekking á notkun hunda við rjúpnaveiðar Eftir Ferdinand Hansen Höfundur er veiðihundadómari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.