Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 33 ✝ GuðmundurGuðbrandsson fæddist í Veiðileysu í Árneshreppi í Strandasýslu 5. apr- íl 1909. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 9 ágúst síðastliðinn. Foreldrar Guð- mundar voru Guð- brandur Guðbrands- son, f. 30. ágúst 1881, d. 15. mars 1935, og Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 11. júní 1868, d. 19. júlí 1921. Alsystkin Guðmundar voru Guðbjörg Krist- ín, f. 24. ágúst 1902, d. 4. febrúar 1986, Kristinn Hallbert, f. 4. sept- ember 1904, d. 21. desember 1981, og Ólöf Marta, f. 16. janúar 1907, d. 1910. Hálfsystkin hans eru Þorbjörg Árnadóttir, f. 15. september 1889, d. 25. júlí 1980, f. 26 ágúst 1934. Börn þeirra eru: a) Ragnar Elías, maki Theodóra Gústafsdóttir, börn hans eru Ást- hildur Ósk, Guðmundur Arnar og Erna Sigríður. b) Guðmunda, maki Guðmundur Guðmundsson, börn þeirra Kolbrún Hlíf, Marías Hjálmar og Magnús Geir. c) Vign- ir Smári, maki María Páley, börn þeirra Aðalgeir Gestur, Hrannar Már og Elísabet Páley. d) Einar Indriði, maki Inga Lilja Guðjóns- dóttir, börn þeirra Elísa Valdís, Guðjón Snær og Sóley Rún. e) Guðlaugur Ingi, maki Drífa Gúst- afsdóttir, börn þeirra Elsa María, Arnaldur Ægir og Eiður Andri. Sigurvin, hálfbróðir Guðmundar, ólst upp hjá honum og einnig ól hann upp systurdóttur sína, Guð- rúnu Mörtu Guðlaugsdóttur, f. 11. desember 1947. Guðmundur átti heima á Mun- aðarnesi í Árneshreppi frá árinu 1936 til ársins 1950 er hann flutti að Felli í Árneshreppi og bjó þar til ársins 1996 en þá flutti hann á Akranes og bjó þar til dauðadags. Útför Guðmundar verður gerð frá Árneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.30. Magnús Guðberg Elí- asson, f. 20. júlí 1897, d. 14. september 1980, Guðbrandur Jón Guðbrandsson, f. 26. júlí 1925, d. 26. apríl 1990, og Sigur- vin Guðbrandsson, f. 11. desember 1926. Guðmundur kvænt- ist 29. apríl 1936 El- ísabetu Guðmunds- dóttur, f. 5 apríl 1906, d. 11. mars 1989. Hún var dóttir Guðmundar Gísla Jónssonar, f. 27. október 1871, d. 9. nóvember 1939, og Guðlaugar Jónsdóttur frá Munaðarnesi, f. 16. janúar 1876, d. 25. febrúar 1915. Börn Guðmundar og Elísabetar eru: Guðlaugur Ingi, dó nokkurra vikna og Elísabet, f. 18. septem- ber 1936, maki Marías Björnsson, Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég sá þig á hólnum að slá með orfi og ljá. Ég fylgdist með þér brýna ljáinn og síðan skundaðir þú út á tún og fórst að slá með þessu priki eins og mér fannst það vera. Mér fannst það ótrúlegt að í gamla daga var þetta gert á þenn- an veg og engan annan, það voru ekki til þessar vélar sem til eru í dag sem auðvelda okkur lífið heil- mikið. Já afi þú hefur sko lifað tím- ana tvenna. Mig langar til þess afi minn að þakka þér fyrir að hafa verið þessi yndislegi afi sem ég leit alltaf upp til. Ég verð að segja að það er ekki auðvelt að kveðja þig en þinn tími var kominn og ég veit það afi minn að þér líður miklu bet- ur núna. Þú ert örugglega búinn að hitta ömmu og ert komin í sveitina þar sem þér líður svo vel. Mér fannst þið amma alltaf svo sæt saman og alltaf var svo yndislegt að koma í sveitina til ykkar. Ég man eftir þvi er mamma og pabbi sögðu okkur að við værum að fara í sveitina þá varð mikil gleði og ánægja hjá okkur krökkunum. Kvöldið áður en leggja átti af stað var mjög erfitt að fara að sofa, þetta var eins og daginn fyrir að- fangadag, tilhlökkunin og spennan var það mikil að við réðum varla við okkur. Það var sama hvernig veðraði, það að komast á Fell til þín var engu líkt. Ég verð að segja að alltaf naut maður þess að vera fyrir norðan og eins og ísraelska vinkona mín sagði „ef að himnaríki er til, þá er það hér“. Einnig er mér það í fersku minni spilakvöldin sem við áttum saman fjölskyldan með þér, hvernig þú fórst að því að gera spil sem voru ekki neitt að góðri sögn skil ég aldrei, það var virkilega gaman að fylgjast með þér. Afi minn takk fyrir allar þær yndislegu minningar sem þú hefur skilið eftir í mínu hjarta, það er erfitt að kveðja svona góðan mann en því miður verður það að gerast og minningarnar um þig verða allt- af til staðar. Takk fyrir allt afi minn. Kveðja Svana. Mig langar til að segja örfá orð um hann afa minn og til að kveðja hann. Afi var alveg yndislegur maður og það var til dæmis alltaf gaman að koma í sveitina til hans afa þeg- ar ég var barn. Afi tók alltaf svo vel á móti manni og aldrei var mað- ur skammaður þótt maður gerði eitthvað af sér, „við vorum bara krakkar að leika okkur,“ þegar við systkinin gerðum eitthvað af okkur. Þótt að afi flutti suður þá hugs- aði hann oft til heimahaganna fyrir norðan. Hann undi sér vel á Felli og vildi hvergi annars staðar vera, það var og er alltaf gaman að koma í sveitina í ferska sveitaloftið og í kyrrðina svo ég skildi afa vel að vilja vera þar. Eftir að ég fór að búa með Dóra, við erum með kindur, þá spurði hann oft á tíðum um okkar kindur, hvernig gengi, hvernig sauðburð- urinn gengi fyrir sig, hvort við værum búin að slá og þar fram eft- ir, hann afi gat spurt alveg enda- laust um okkar kindur og hann sagði okkur Dóra margt frá sinni búskapartíð. Búskapur var afa alla tíð hans líf og yndi. Ég er viss um að afi myndi glotta við ef hann vissi að nýjasti búskapurinn okkar Dóra væri hænsni. Afi, það var alveg yndislegt að þekkja þig, en nú hefur þú kvatt þennan heim og fengið hvíldina þína og ég veit að þér líður vel, því þú ert búinn að hitta hana ömmu mína. Eftir situr sorg í hjarta en minningarnar um þig verða geymd- ar í hjarta mínu. Takk fyrir allt afi minn, það var alveg frábært að eiga þig fyrir afa. Guð blessi þig. Birna Aðalsteina Pálsdóttir. Þeim sem skilað hafa löngum og farsælum vinnudegi er hvíldar þörf og því fremur þegar heilsan er orð- in þung byrði eins og raun var á hjá nýburtkvöddum vini mínum og nágranna til margra ára, Guðmundi á Felli, en svo mun nafn hans jafn- an hafa hljómað í munni samtíð- armanna hans. Um einstakling þeirrar gerðar sem Guðmundur var mætti tíunda flesta þá kosti er prýða góða menn, án þess að ýkja. Hann var lík- amlega vel á sig kominn, kvikur og léttur í fasi, lundin létt og þjál, hamhleypa til verka og verkhagur með afbrigðum. Má sjá þess glögg merki á heimili hans, Felli, og víðar í sveitinni, því hann var bóngóður og jafnan tilbúinn að veita lið þar sem þess var þörf og þá ógjarnan sinnt um eigin hag. Mótgangsmenn mun hann enga hafa átt en áunnið sér velvildarhug samsveitunga og annarra sem af honum höfðu kynni. Ég og mitt fólk nutum þess að eiga hann að sem heimilisvin og góðan og sérlega hjálpsaman granna, alla mína búskapartíð á Krossnesi, og eigum við honum, og öðru heim- ilisfólki á Felli, stóra skuld að gjalda. Fyrstu 19 búskaparárin bjuggu þau hjón á Munaðarnesi en á þeirri jörð voru 3–4 ábúendur og mátti því heita að jörðin væri ofsetin. Þegar Fell losnaði úr ábúð fluttu þau þangað ásamt Sigurvini, bróð- ur Guðmundar, en hann hafði alist upp hjá þeim hjónum. Fell mátti þá heita örreytiskot, hús, önnur en íbúðarhús, voru léleg, tún lítið og kargaþýft að mestu. Í búskapartíð þeirra hjóna og Sigurvins, og síðar dóttur þeirra og tengdasonar, má segja að jörðin hafi breyst í sæmi- legt býli, bæði hvað húsakost og ræktun snertir. Í því síðartalda má segja að um stórvirki hafi verið að ræða miðað við þau skilyrði er landið bauð upp á því undirlendi var lítið og jarðvegur víðast grjót- borinn. Það gladdi auga og hug að koma að Felli þar sem allt bar vitni hagra handa og snyrtimennsku. Gestrisni og léttleiki einkenndi heimilisbraginn og áttu yngri hjón- in sinn skerf ómældan í þeim efn- um. Það er tímanna tákn að Fell er nú eyðibýli sem aðeins nýtur mann- vistar part úr ári. Unga kynslóðin á betri kosta völ en erja harðbýl út- kjálkabýli sem gengið hafa nærri starfsþreki feðra og mæðra og bjóða ekki upp á afkomumöguleika sem samsvara kröfum nútímans. En ekki munu það ætíð létt spor hjá þeim sem þurfa að yfirgefa vel útfært lífsstarf og vita það vannýtt af samtíð og framtíð og býður mér í grun að það hafi átt við um minn látna vin, Guðmund, og hans fólk. Ég enda svo þessi fátæklegu minningarorð með samúðarkveðju frá mér og mínu fólki til Elsu og Maríusar og þeirra nánustu. Eyjólfur Valgeirsson. GUÐMUNDUR GUÐBRANDSSON  Fleiri minningargreinar um Grétar Nökkva Eiríksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Grétar NökkviEiríksson kaup- maður fæddist í Reykjavík 4. apríl 1940. Hann lést miðvikudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Ágústsson kaup- maður frá Sauð- holti í Ásahreppi, f. 6.10. 1909, d. 16.4. 1984, og Ingigerður Guðmundsdóttir húsfreyja frá Arn- arholti í Biskups- tungum, f. 20.9. 1902, d. 20.6. 1999. Systkini Grétars eru: Unn- ur Jörundsdóttir (sammæðra), f. 9.4. 1929, óskírð systir, f. 25.1. 1935, d. apríl sama ár, Ágúst Guðmar, f. 14.4. 1937, Grétar Arnar, f. 20.9. 1938, d. 7.5. 1939, Óskírður drengur, f. 26.6. 1964, d. 27.6. 1964. b) Jón Páll versl- unarmaður, f. 26.6. 1964, kvænt- ur Margréti Jónsdóttur verslun- armanni, f. 8.12. 1968, börn þeirra eru Dagur Ingi, f. 18.12. 1986, og Nína, f. 13.10. 1990. c) Eiríkur Ingi verslunarmaður, f. 11.6. 1968, sambýliskona hans er Anna Lilja Flosadóttir, f. 1.7. 1974, dóttir þeirra er Alda Kar- en, f. 9.3. 2000. Grétar ólst upp í Reykjavík og fór ungur að vinna að verslun. Grétar verslaði með leikföng alla sína tíð. Hann rak ásamt föður sínum, bræðrum og eig- inkonu leikfangaverslanirnar á Laugavegi 11 og 72 og seinna meir leikfangaverslunina Liver- pool. Í 25 ár rak hann ásamt eig- inkonu og sonum leikfangaversl- anirnar Leikbæ. Grétar starfaði einnig um árabil að rekstri heildverslunarinnar Eiríksson ásamt bræðrum sínum Guð- mundi og Reyni. Útför Grétars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Guðmundur Ingi, f. 8.8. 1942, og Reynir Arnar, f. 8.11. 1945. Grétar gekk 24.10. 1964 að eiga Þorgerði Arnórs- dóttur frá Ísafirði, f. 25.10. 1943. For- eldrar hennar voru Arnór Kristján Sig- urðsson frá Sæbóli á Ingjaldssandi við Önundarfjörð, f. 3.6. 1923, d. 5.9. 1993, kvæntur Jón- ínu Einþórsdóttur, f. 4.7. 1924, d. 2.2. 1990, og Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 19.7. 1922, d. 22.3. 2003, gift Adolfi Hafsteini Magnússyni, f. 12.2. 1922. Grétar og Þorgerður eignuð- ust þrjá syni, Þeir eru: a) Elsku pabbi, ég sakna þín sárt og minningarnar þjóta gegn um huga minn með ógnarhraða. Þú kenndir mér svo margt í gegn um tíðina í leik og í starfi. Spakmælið „þú uppskerð eins og þú sáir“ á vel við þig elsku pabbi, þú sáðir fræj- um kærleikans í garð nágrannans og hlúðir vel að. Þú ræktaðir þinn eigin garð með ást og alúð og skildir við hann eins vel og hægt var, það á bæði við ástvinagarðinn og garðinn þinn uppi í sumarbústað þar sem þú kvaddir þennan heim á sólríkum sumardegi. Sumarið var þinn tími, tími birtunnar og gróðursins tími, kærleikans og vonarinnar. Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Þinn sonur, Jón Páll. Það var fallegur dagur sunn- anlands miðvikudaginn 13. ágúst sl. og þá sérstaklega upp við Gísl- holtsvatn í Holta- og Landsveit. Þar dvaldi sem oft áður í sum- arbústað sínum vinur minn og svili Grétar Nökkvi Eiríksson er kallið kom svo snöggt og óvægið. Það er þyngra en tárum taki að skrifa minningarorð um vin sinn og félaga sem ég átti svo margt ógert með. Ég kynntist Grétari fyrir um það bil 40 árum er ég hóf sambúð með Dollý mágkonu hans. Þá höfðu hann og kona hans Þorgerð- ur hafið sambúð nokkru áður en einstaklega náið samband hefur alltaf verið með þeim systrum þrátt fyrir að hafa alist upp hvor í sínum landsfjórðungnum. Naut ég fljótlega góðs af því og tel ég Grét- ar einn besta og heilsteyptasta einstakling og vin sem ég hef um- gengist á lífsleiðinni. Grétar var ávallt hlýr og einlæg- ur, vinmargur og hændust börn mjög að honum þar sem hann gaf sér ávallt nægan tíma til að ræða þeirra hugðarefni. Grétar var einn af þessum manneskjum sem alltaf fylgdi hlýja og bros sem gerði hvern dag góðan án þess að hafa nokkuð fyrir því. Mikið væri margt auðveldara ef fleiri geisluðu frá sér slíkri hlýju. Grétar var mikill náttúrusinni og hafði mikla ánægju af því að kynnast landi sínu og nutum við oft samveru þeirra hjóna bæði við veiðar og í útilegu með börn okkar þar sem við komum á ýmsar perlur lands- ins og var mikið fjör og gleði í þessum ferðum. Þegar eldgosið hófst í Vest- mannaeyjum 1973 opnuðu hann og Þorgerður heimili sitt fyrir mína fjölskyldu og studdu manna best við bakið á okkur á þeim erfiðu tímum. Fyrir rúmum sjö árum keyptu hann og Þorgerður sér sumarbú- stað upp við Gíslholtsvatn en þar höfðum við Dollý eignast bústað stuttu áður. Hófu þau strax miklar endurbætur sem þau framkvæmdu af sinni einstöku smekkvísi, þá er garður þeirra við bústaðinn ein- staklega glæsilegur. Naut Grétar sín vel með sína grænu fingur og undi sér hvergi betur en úti í garði við að snyrta og betrumbæta. Ég og fjölskylda mín nutum mikillar samveru með þeim þessi ár upp við Gíslholtsvatn og má segja að við höfum verið eins og ein fjöl- skylda, höguðum sumarleyfum og öðrum fríum á þann veg að við gætum átt sem flestar samveru- stundir. Nú að leiðarlokum viljum við Dollý þakka Grétari samfylgdina og sendum við Þorgerði, Jóni Páli, Eiríki og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur á þessari sorgar- stundu og biðjum góðan Guð að halda sinni verndarhendi yfir þeim. Far þú í friði kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þór Í. Vilhjálmsson. Það er erfið tilfinning að setja niður á blað þessi örfáu orð til minningar um hann Grétar. Þessi einstaki maður sem alltaf var hlýr, gestrisinn, síbrosandi yfir öllu og umfram allt lifði lífinu lifandi. Frá unga aldri hefur heimilið ykkar Þorgerðar verið mitt annað heimili og eyddi ég öllum mínum fríum með ykkur í Reykjavík, vinnandi í Liverpool og síðan í Leikbæ og ekki vantaði dekrið í minn garð og naut ég þess óspart að vera eina stelpan. Þú varst minn annar pabbi og gat ég alltaf leitað til þín með hvað sem var, þú varst meira að segja tilbúinn að íhuga það að fara með mér að læra ballett og hver veit hvað við gerum þegar við hittumst síðar. Þegar ég lít tilbaka þá hefur þú og fjölskyldan þín alltaf verið með í mikilvægum atburðum í lífi mínu, stórum sem smáum og nú síðast á brúðkaupsdaginn minn þar sem við eyddum saman yndislegum degi. Upp í huga minn koma einn- ig árin sem við eyddum saman uppi í sumarbústað þar sem við ræddum saman um lífið og til- veruna. Ekki má gleyma að minn- ast á garðinn þinn við sumarbú- staðinn, stoltið þitt og yndi, skrúðgarði líkast og eyddir þú miklum tíma að gera hann eins fal- legan og hann er. Við höfum oft og mörgum sinnum rætt það saman í minni fjölskyldu hversu mikið happaspor það var þegar þið eign- uðust sumarbústaðinn og má með sanni segja að þið Þorgerður hafið blómstrað þar líkt og garðurinn. Allar þær minningar sem ég á um þig elsku Grétar munu ylja mér á þessum erfiðum tímum og kem ég til með að minnast þeirra allt mitt líf. Yndislega Þorgerður mín, Jón Páll, Eiríkur og fjölskyld- ur, megi minningin um yndislegan mann hjálpa okkur öllum á þessum erfiðu tímum. Elsku Grétar minn, við viljum þakka þér fyrir yndisleg ár sem við áttum saman. Við vitum að góði Guð tók þér opnum örmum, hvíl þú í friði. Takk fyrir allt og allt. Þín María, Einar og Þór Ísfeld yngri. GRÉTAR NÖKKVI EIRÍKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.