Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 35 ✝ Inga Anna Gunn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 18. febr- úar 1942. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Þórð- ardóttir, f. 4.4. 1919, d. 8.9. 1953, og Gunnar Albertsson, f. 14.4. 1920. Systk- ini Ingu eru Albert Haukur, f. 12.4. 1948, Ásta Margrét, f. 8.8. 1949, og Þor- björn Hrafn, f. 21.11. 1952. Börn Ingu eru Jósef Hrafn, f. 31.5. 1958, Þorbjörg Ósk, f. 23.6. 1959, og Ragnheiður Kristín, f. 3.12. 1961. Eftirlifandi eiginmaður Ingu er Benedikt Guðmundsson, f. 2.11. 1942 á Siglufírði. Foreldrar hans eru Guðmundur Konráð Einarsson, f. 15.6. 1909, d. 20.1. 2002, og Guðbjörg Magnea Franklínsdóttir, f. 19.10. 1912. Bene- dikt á tvo syni, Stef- án Franklín og Sig- urð Magna og tvö barnabörn. Barnabörn Ingu eru fjögur og lang- ömmubörnin einnig fjögur. Inga ólst upp á Siglunesi og Siglu- firði fram undir 12 ára aldur þegar hún missti móður sína. Fluttist hún þá til Reykjavíkur og bjó hún m.a. um tíma hjá hjónunum Sigrúnu Eiríksdóttur og Páli Pálssyni að Leifsgötu 8. Hún gekk í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og vann síðan ýmis störf um ævina, síðast í fatahreinsun í Hafnarfírði. Útför Ingu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Eftir erfiða sjúkdómslegu, er mágkona mín, Inga Anna Gunnars- dóttir, til moldar borin í dag. Hún kvaddi þennan heim á sólbjörtum sumardegi umvafin ásvinum sínum. Margt flýgur í gegnum hugann á þessari stundu. Í byrjun verður hugsunin um óréttlæti heimsins ríkjandi, hvers vegna þurfti Inga að fara frá okkur löngu fyrir aldur fram? Af hverju höfum við ekki meira vald þegar kemur að eigin lífi en raun ber vitni? Hvernig stendur á því að við erum svona lítil og hjálp- arvana þegar við stöndum við dauð- ans dyr? Enn fleiri ámóta spurning- ar á þessum nótum vakna hjá okkur þegar sorgin knýr dyra og ástvinur hverfur á braut. En eftir standa minningarnar, minningarnar um Ingu, netta og fallega, með Gunnars göngulagið þegar hún þurfti að flýta sér, með Nesþráann og góða skapið, með húmorinn sinn og glettni í aug- um. Minningar sem hver og einn á með sjálfum sér og getur ornað sér við þegar fram líða stundir. Inga bar alla tíð mikla umhyggju fyrir systkinum sínum og lagði sitt af mörkum eftir því sem hún gat við komið til að greiða götu þeirra á öll- um sviðum, bæði til náms og annarra tækifæra. Ég mun alltaf minnast faðmlagsins sem ég fékk og hlýleik- ans í röddinni við okkar Ingu fyrstu kynni, þegar hún sagði: Vertu vel- komin í fjölskylduna. Þar með var ég komin í fjölskylduna frá fyrsta degi og þurfti ekki að að hafa fleiri orð um það. Þannig var Inga. Hún var ekki að fjölyrða um hlutina, þó svo hún hefði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og gæti tjáð sig auðveld- lega um þær þegar við átti í góðra manna hópi. Það er áfall fyrir sjálfsálitið að þurfa að hætta að vinna, þótt það sé vegna veikinda, og mörgum finnst þeir missa við það stjórn á lífi sínu. Þegar Inga lenti í þeirri stöðu voru hennar viðbrögð á einn veg. Það þýð- ir ekki að fást um það, svona er þetta bara, það lagast ekki með því að velta sér upp úr vandamálunum, þetta verður bara að hafa sinn gang. Þetta viðhorf fylgdi henni í gegnum allt hennar veikindastríð sem stóð yfir talsvert á þriðja ár. Hún gat gert orð Epictcetusar (55–135 f. Kr.) að sín- um, „heltin hamlar ekki andanum“ en þannig var viðhorf Ingu í sínu sjúkdómsstríði. Lífsbarátta Ingu hófst snemma, hún var kornung þegar hún eignaðist börnin sín og margir samverkandi þættir urðu þess valdandi að hún fór ekki eina beina braut í gegnum lífið, trúlega hefur móðurmissirinn haft þar hvað djúpstæðust áhrif en hana missti Inga tæpra 12 ára gömul. Fyrir 10 árum síðan láu leiðir Ingu og Benna saman og duldist engum sem til þekktu að kynni þeirra og síð- an hjónaband varð þeim báðum mik- ið gæfuspor. Inga átti hamingjurík ár með Benna sínum og notalegar samverustundir með þeim á heimili þeirra, er hluti af því sem geymist í minningunni hjá okkur í fjölskyld- unni. Samband Ingu við Benna litla (barnabarns Benna stóra) var mjög náið og sérstakt. Þau tengdust ein- hverjum ósýnilegum böndum og vildi Inga helst alltaf vera með hann hjá sér og ef tilefni til að hafa hann var ekki til staðar, þá leitaði hún leiða til að búa það til. Inga setti mark sitt á líf margra, hún var þannig manneskja. Við sem kynntumst henni erum ríkari fyrir vikið. Börnin hennar geta sagt eins og Abby litla 7 ára sagði um móður sína: Mamma mín var eins og morg- unn. Fallegur morgunn. Nú er Inga farin í sína hinstu ferð, komin í faðm Þorbjargar móður sinnar, þar sem ríkir eilíf blessun og ylur. Innan skamms eigum vér öll sem að lifum hér eftir að falla frá blunda í bleikum hjúp bak við vort grafardjúp upphafs og endastund eiga þar næturfund Svo verður saga mín, svipuð og líka þín allt sem við áttum hér enginn fær burt með sér. Kvöldstundin kemur blíð kallið á náðartíð opnast þá æðra svið, eilífðin tekur við. (Valdemar Guðmundsson.) Elsku Benni, ég og fjölskylda mín sendum þér og þínum, börnum Ingu og þeirra fjölskyldum, systkinum Ingu og þeirra fjölskyldum, Guðrúnu og hennar fólki, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu Ingu færa starfsfólki líknardeildar Lsp. í Kópa- vogi kærar kveðjur og innilegt þakk- læti fyrir þá frábæru ummönnun sem Inga fékk á síðustu vikum lífs síns, þar sem fagmennska, virðing fyrir manneskjunni og umhyggja skein í gegnum allt þeirra starf. Guð blessi ykkur öll. Ragna Valdimarsdóttir. Hún var litfríð og ljóshærð og ávallt upplitsdjörf. Hugurinn reikar norður á Siglunes þar sem hún sleit barnsskónum í óspilltri náttúrunni við ysta haf. Nær hálf öld er liðin. Inga heilsaði okkur í fjörunni glöð og góð með sig enda á heimavelli en kaupstaðabörnin á ókunnum slóðum. Ótal myndir bitast. Allar fallegar. Þetta var paradís á jörð fyrir okkur krakkana. Inga var mikill grallari, glettin og tápmikil, hrifnæm og upp- finningasöm. Hún hafði mikla út- geislun. Lífsins ólgusjór braut á þessari mjög svo fínlegu, fallegu, björtu konu. Þrátt fyrir allt það var aðdáun- arvert hve glaðlynd hún var, glæsi- leg og kát. Hún var hetja enda með góðan skammt af „Nesþráanum“ í sér. Inga Anna var sterk og mikið tryggðartröll. Hennar háttur var ekki að barma sér heldur að gleðjast í góðra vina hópi. Hún lifði lífinu lif- andi. Ég er þakklát fyrir að hafa átt slíka frænku. Hún var hugrökk og hlý í senn, hrein og bein. Til hennar var gott að leita. Þannig mun ég minnast Ingu Önnu Gunnarsdóttur. Samúð mín er hjá eiginmanni henn- ar, sem annaðist hana aðdáanlega í erfiðum veikindum, börnum, systk- inum og vinum. Blessuð sé minning Ingu Önnu Gunnarsdóttur. Árdís Þórðardóttir. INGA ANNA GUNNARSDÓTTIR ✝ Vigdís Gísladóttirfæddist á Gjögri í Strandasýslu 27. ágúst 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Hall- dóra Ólafsdóttir, f. 15.8. 1883, d. 11.6. 1953, og Gísli Guð- mundsson, f. 26.10. 1876, d. 16.4. 1960. Vigdís var yngst sjö systkina sem öll eru látin. Vigdís giftist Elíasi Benedikts- syni, f. 29.7. 1921, d. 18.5. 1970. Foreldrar hans voru Guðríður Ás- kelsdóttir, f. 11.4. 1899, d. 7.5. 1935 og Benedikt Sigurðsson, f. 1.10. 1899, d. 8.10. 1965. Vigdís og Elías eignuðust fjórar dætur, þær eru: Guðríður, f. 17.9. 1942, gift Sigvarði Halldórssyni, þau eignuð- ust sjö börn og eru sex þeirra á lífi, Steinunn, f. 3.7. 1945, gift Níelsi Unnari Haukssyni, eiga þau fjögur börn, Sigríður, f. 11.11. 1956, hún á eitt barn, Signý, f. 5.11. 1964, hennar maður er Jón Rúnar Halldórsson, eiga þau tvö börn. Lang- ömmubörn Vigdísar eru 30 og langa- langaömmubörnin eru fimm. Vigdís ólst upp á Gjögri, en hóf ung búskap með Elíasi manni sínum á Drangsnesi, árið 1955 fluttu þau til Sandgerðis, þar sem Vigdís bjó þar til hún veiktist og flutti á hjúkrunarheimilið Garð- vang í Garði í janúar árið 2000. Vigdís starfaði með húsmóður- störfum við fiskvinnslu á Drangs- nesi. Í Sandgerði starfaði hún lengst af hjá Miðnesi hf. Útför Vigdísar fer fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hvalsneskirkju- garði. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Blessuð sé minning móður okkar. Sigríður og Signý. Þagna sumars lögin ljúfu litum skiptir jörðin fríð. Það sem var á vori fegurst visnar oft í fyrstu hríð. Minning um þann mæta gróður mun þó vara alla tíð. Viltu mínar þakkir þiggja þakkir fyrir liðin ár. Ástríkið og umhyggjuna er þú vina þerraðir tár. Autt er sætið, sólin horfin sjónir blindna hryggðar-tár. Elsku mamma, sorgin sára sviftir okkur gleði og ró. Hvar var meiri hjartahlýja hönd er græddi, og hvílu bjó þreyttu barni og bjó um sárin bar á smyrsl, svo verk úr dró. Muna skulum alla ævi, ástargjafir bernskuþrá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höf. óþ.) Blessuð sé minning móður okkar Guðríður og Steinunn. Elsku amma nú kveð ég þig og þakka þér samfylgdina í gegnum ár- in. Alltaf var gott að koma til þín í heimsókn og fá pönnukökur. Amma, þú varst alltaf svo hress og kát og er mér minnistœtt þegar við unnum saman í Miðnesi í fiskinum, þar sem ég kynntist eiginmanninum. Hann hafði á orði að eina manneskjan sem gat hlegið og gert grín væri amma Vigga. Þú gast hlegið og gert grín alla daga alveg sama á hverju gekk. Svo er mér minnistœtt þegar ég bjó hjá þér tímabundið þegar ég var í skóla í Keflavík, hvað þú varst umhyggjusöm og hvað það var gott að vera hjá þér. Þú áttir alltaf einhver sœtindi handa mér þegar ég kom heim, og það fannst mér gott. Svo heimsóttir þú okkur í sveitina nokkr- um árum síðar, það var mjög gaman. Ég heimsótti þig á Garðvang í júní síðastliðinn ásamt yngri dóttur minni, þá varstu orðin talsvert veik. Elsku amma, hvíl þú í guðs friði, ég veit að þú ert fegin hvíldinni og afi tekur fagnandi á móti þér og þið faðmist. Þín nafna Vigdís. Mig langar að minnast ömmu minnar eða Ömmu Sandgerði eins og ég kallaði hana alltaf. Ég man þegar ég var fjögurra ára og bjó í Sandgerði, hvað ég var hreykinn af því að geta labbað einn frá Túngötunni til ömmu á Hlíðar- götu þar sem hún stóð á stéttinni og tók á móti mér. Ég á margar góðar minningar heiman frá henni á Hlíð- argötunni þar sem ég heimsótti hana mjög oft og dvaldi oft hjá. Og ekki má gleyma pönnukökun- um hennar sem voru þær bestu í heimi. Amma kom oft með okkur í sum- arbústaðarferðir sem voru mjög skemmtilegar þar sem amma hafði gaman af því að ferðast, þá var oft glatt á hjalla og spilað Olsen Olsen og veiðimann langt frameftir nóttu. En eftirminnilegastar eru ferðir mínar þegar ég fór með rútunni úr Keflavík suður til Sandgerðis til að gista hjá ömmu. Og að lokum vil ég þakka ömmu fyrir allt sem hún hefur gefið og kennt mér. Hvíl í friði, elsku amma. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Þinn Vignir. Nú hefur þú fengið þá hvíld sem þú hefur löngum þráð elsku amma mín. Vigga, eins og þú varst alltaf kölluð, þú varst ætíð kát og glöð og áttir gott lag með að samlagast fólki á öllum aldri. Ég man sérstaklega eftir því hvað vinum mínum fannst þú glaðleg og hlátur þinn var bæði hávær og smitandi. Það sem stendur hæst í minningu minni var sá tími sem ég dvaldi hjá þér þegar ég var ellefu ára gamall. Hvílík veisla. Og lyktin af pönnukökubakstri er mér enn í fersku minni. Þetta var ógleymanlegur tími og afar þroskandi fyrir mig. Amma það er bæði sárt en þó ákveðinn léttir að þú sért búin að kveðja. Þessi síðustu ár hafa verið þér erf- ið. Mér þótti alltaf jafnt erfitt að kveðja þig er ég heimsótti þig að Garðvangi. Megi góðar minningar um þig, amma mín, lifa í hjarta okkar um ókomin ár. Elías Níelsson. VIGDÍS GÍSLADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Vig- dísi Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.