Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guttormur Sig-urbjörnsson, fyrrv. forstjóri Fast- eignamats ríkisins, fæddist á Ormsstöð- um í Skógum í Valla- hreppi í Suður-Múla- sýslu 27. september árið 1918. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 11. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Guttorms voru Sigurbjörn Snjólfs- son bóndi í Gilsár- teigi, f. á Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá 22.9. 1893, d. 13.7. 1980, og kona hans Gunnþóra Guttormsdóttir húsfreyja, f. á Ás- geirsstöðum í Eiðaþinghá 14.10. 1895, d. 4.7 1988. Systkini Gutt- orms eru Gunnlaugur bóndi, f. 7.2. 1917, d. 24.11. 2002, síðast búsett- ur á Egilsstöðum; Sigurður bif- reiðastjóri í Keflavík, f. 27.5. 1920, d. 7.5. 1979; Snæþór bóndi í Gils- árteigi, f. 15.3. 1922, d. 3.10. 1980; Vilhjálmur kennari og fram- kvæmdastjóri á Egilsstöðum, f. 1.6. 1923, d. 28.10. 1975; Magnús, f. 19.12. 1925, d. 12.8. 1927; Þór- halla, f. 5.4. 1927, d. 5.6. 1934; Guð- finna húsmóðir á Egilsstöðum, f. 10.5. 1928; Sigurborg húsmóðir á Egilsstöðum, f. 5.8. 1929; Halldóra sjúkraliði í Reykjavík, f. 24.2. 1931; Sigurlaug húsmóðir á Egils- stöðum, f. 23.1. 1933, d. 19.7. 1985; Heiðrún, fyrrv. samveruþjálfi í Kópavogi, f. 10.9. 1934; Benedikt pípulagningarmaður í Ástralíu, f. 3.10. 1935, d. 21.4. 1981; Ari, fyrrv. svæðisstjóri, f. 13.11. 1936, búsett- ur á Egilsstöðum. Hálfsystir Gutt- orms, samfeðra, var Aníta, hús- móðir á Hallfreðarstöðum II í Tunguhreppi, f. 27.11. 1911, d. 22.11. 1972. 1957–58, í tveimur nefndum til að gera tillögur um breytingar á álagningu og innheimtu skatta 1956–57, var bæjarfulltrúi og bæj- arráðsmaður í Kópavogi 1970–74 og formaður bæjarráðs þann tíma, forseti bæjarstjórnar 1970–72, einn stofnenda Rótaryklúbbs Kópavogs og fyrsti forseti hans 1961, formaður í stjórn Bygginga- samvinnufélags Reykjavíkur 1957–64, formaður stjórnar Heilsuverndarstöðvar Kópavogs 1974–80, formaður Ungmenna- félagsins Breiðabliks í Kópavogi 1980–82, fulltrúi Kópavogs í Blá- fjallanefnd 1978–84, ritstjóri Ís- firðings, blaðs framsóknarmanna á Vestfjörðum 1946–49 og 1952–55 og einnig ritstjóri Framsýnar, málgagns framsóknarmanna í Kópavogi um árabil, meðútgefandi Fréttabréfs Ungmennafélagsins Breiðabliks 1975–82, einn af stofn- endum Matsmannafélags Íslands og fyrsti formaður þess frá 1987– 95, stóð hann fyrir komu erlendra fyrirlesara og sótti fjölmörg nám- skeið á vegum þess. Guttormur var kennari við Barnaskólann á Eskifirði og hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands 1942–44, forstjóri Sundhallar Ísafjarðar 1945–49, skattstjóri á Ísafirði 1952–55, er- indreki Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá Tímanum 1955– 57, deildarstjóri á Skattstofu Reykjavíkur 1958, skattstjóri í Kópavogi 1958–62, bæjarritari í Kópavogi 1962–67, rak eigin end- urskoðunarskrifstofu og aðstoðaði við stjórnun bygginga- og verk- takafyrirtækja 1968–73, fulltrúi í Ríkisbókhaldi 1974, var skipaður forstöðumaður Fasteignamats rík- isins 1974 og var forstjóri Fast- eignamats ríkisins 1976–88 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir en sinnti þó sérverkefnum fyrir yfirfasteignamatsnefnd til 1994. Útför Guttorms fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Guttormur kvæntist 25.12. 1949 Aðalheiði Guðmundsdóttur, f. 5.8. 1925, fyrrv. skrif- stofumanni, d. 23.7. 2001. Hún var dóttir Guðmundar Björns- sonar, kaupmanns á Ísafirði, og Aðalheið- ar Guðmundsdóttur húsmóður. Sonur Guttorms og Aðal- heiðar er Ingvi Krist- ján flugstjóri, f. 2.9. 1963, búsettur í Lúx- emborg, kvæntur Herdísi Þórisdóttur leikskólakennara, f. 8.6. 1963, og eru börn þeirra fjögur, Guttormur Arnar, f. 26.6. 1985, Eva Írena, f. 3.11. 1987, Áki Elí, f. 17.3. 1999 og Hilmir Már, f. 16.3. 2001. Guttormur ólst upp í Gilsárteigi í Suður-Múlasýslu. Hann braut- skráðist frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1938, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1941, íþróttakennara- prófi frá Laugarvatni 1942, prófi frá kennaradeild Íþróttaháskólans í Ósló 1951, lauk námi í endurskoð- un við Hermodsskólann í Málmey í Svíþjóð og sótti námskeið í endur- skoðun og skattarétti í Ósló, Stokkhólmi og Málmey 1956–58. Hann var félagi í Stjórnunarfélagi Íslands frá 1959 og sótti fjölda námskeiða félagsins í stjórnunar- fræðum og sótti tíma í rekstrar- hagfræði við HÍ 1963–64. Gutt- ormur var bæjarfulltrúi, bæjarráðsmaður og varaforseti bæjarstjórnar á Ísafirði 1954–55, formaður Skíðafélags Ísafjarðar 1946–49, formaður skíðaráðs Ísa- fjarðar 1947–49, formaður Íþróttabandalags Ísfirðinga 1951– 54, sat í stjórn Togarafélagsins Ís- firðings hf. 1954–55, sat í milli- þinganefnd í sjávarútvegsmálum Kveðja frá Fasteignamati ríkisins Guttormur Sigurbjörnsson tók við stjórn Fasteignamats ríkisins við stofnun þess árið 1977 og stýrði stofnuninni fyrsta áratuginn. Það er vandasamt verk að byggja upp nýja stofnun og lengi býr að fyrstu gerð. Verkefnið var enn vanda- samara fyrir þá sök að samhliða var stjórnsýslufyrirkomulagi breytt með nýrri lagasetningu um skrán- ingu og mat fasteigna. Guttormur leysti þetta verkefni með miklum ágætum og búum við enn að útsjónarsemi hans, festu og framsýni. Á fyrsta skipuriti stofn- unarinnar eiga sýslumannsembætt- in og sveitarfélögin til dæmis sinn sess og endurspeglaði skipuritið þannig sýn um eitt sameiginlegt skráningarferli fasteigna sem nú, aldarfjórðungi síðar, er að komast í framkvæmd. Eitt meginverkefni Guttorms var að hefja og leiða stórt verkefni sem gekk út á að safna í eina skrá grunnupplýsingum um allar fast- eignir á landinu og eigendur þeirra, meta eignirnar fasteignamati og gefa út árlega fasteignaskrá fyrir landið allt sem þá var nýmæli. Við það starf, sem ennþá er mikilvæg undirstaða í opinberri umsýslu fast- eignamála, byggði hann upp náið og farsælt samstarf við sveitar- félögin meðal annars með stofnun fjögurra umdæmisskrifstofa utan höfuðborgarsvæðisins. Guttormur var mjög áhugasamur um þjálfun og fræðslu matsmanna. Hann var frumkvöðull að stofnun matsmannaskóla og starfsemi matsmannafélagsins og efndi til námskeiða fyrir starfsmenn Fast- eignamats ríkisins og fékk erlenda fyrirlesara í heimsókn. Hann kynnti sér matsmál í nálægum löndum og dvaldi t.d. á Bretlands- eyjum um nokkurra vikna skeið í læri hjá þarlendum fasteignastofn- unum. Guttormur var vinnusamur, metnaðargjarn og yfirvegaður í störfum sínum, góður mannþekkj- ari, opinn fyrir hugmyndum starfs- manna sinna, hafði trú og traust á þeim og leyfði þeim að njóta sín. Hann var jafnlyndur, ígrundaði skoðanir sínar vel og var fastur fyr- ir í störfum sínum á sinn prúða hátt. Þegar Fasteignamat ríkisins flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði í Höfðaborg fyrir þremur árum bauð ég Guttormi í heimsókn, sjá nýja húsnæðið og fagna áfanganum með okkur. Hann þakkaði kærlega fyrir boðið, óskaði okkur til hamingju með góða aðstöðu sem væri mikils virði. Hins vegar afþakkaði hann að koma; sagði að hann væri maður liðins tíma hjá stofnuninni og nú væri verið að fagna framtíðinni sem í hinni nýju aðstöðu væri fólgin. Fasteignamat ríkisins minnist Guttorms Sigurbjörnssonar með virðingu og þakkar þann góða heimanmund sem hann gaf stofn- uninni með því að leiða hana fyrsta áratuginn. Syni og öðrum afkom- endum Guttorms sendum við sam- úðarkveðjur. Haukur Ingibergsson. Guttormur Sigurbjörnsson lést í Sunnuhlíð 11. ágúst síðastliðinn. Guttorms er sárt saknað af öllum sem hann þekktu. Ég ætla ekki í þessum fáu orðum að fjalla um æviferil Guttorms, ætt- ir og uppruna þar sem aðrir munu gera því skil á þessum vettvangi. Ég er aðeins að reyna að kveðja góðan og traustan vin og leiðsögu- mann okkar framsóknarmanna hér í Kópavogi með nokkrum fátækleg- um orðum og senda samúðarkveðj- ur til aðstandenda og vina. Guttormur var maður fylginn sér þótt hann gengi hávaðalaust að málum og naut jafnan virðingar á þeim vettvangi sem hann vann hverju sinni. Kímnigáfan virtist honum í blóð borin og gerði sam- starf við hann létt og leikandi á hverju sem gekk. Hann hafði til dæmis þann sið, ef honum fannst fullmikil harka færast í umræður á fundum, að biðja um orðið og ræða lauslega um það sem var á dagskrá, en flétta inn í það gamansögum þangað til allir voru farnir að hlæja í salnum og mönnum var runnin reiðin. Þannig tókst honum jafnan að leiða umræðurnar inn á rétta braut án þess að halla verulega á nokkurn ræðumanna. Sjálfur var hann vanur að segja skoðanir sínar umbúðalaust og rökstyðja þær af festu og oft nokkrum þunga, þegar svo bar undir. Í starfi sínu fyrir Framsóknar- flokkinn var Guttormur einstaklega ósérhlífinn. Athafnasamur hug- sjónamaður sem í raun sóttist lítt eftir mannaforráðum, en var jafnan að vinna hugsjónum, málefnum og verkefnum fylgi og enginn varð þess var, fyrr né síðar að hann ætl- aði sé nokkurn tíma umbun eða upphefð fyrir störf sín á þeim vett- vangi. Hann gekk einfaldlega í það sem gera þurfti, var ritstjóri og blaðamaður Framsýnar, blaðs okk- ar framsóknarmanna í Kópavogi, ýmist formaður eða stjórnarmaður í Framsóknarfélaginu og fulltrúa- ráðinu, var miðstjórnarmaður í Framsóknarflokknum í áratugi, gjaldkeri eða endurskoðandi þar sem þess þurfti og svona mætti lengi telja. Guttormur var fyrsti bæjarritar- inn í Kópavogi, en því starfi gegndi hann frá 1962 til 1967. Hann leiddi lista okkar við bæjarstjórnarkosn- GUTTORMUR SIGURBJÖRNSSON ÓLAFUR ÓSKAR JÓNSSON frá Eylandi, Funafold 6, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Akureyjarkirkju, Vestur- Landeyjum, laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Gíslína Sörensen, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, mamma okkar, tengda- mamma og amma, ERLA O. GUÐJÓNSDÓTTIR sem lést á Sjúkrahúsinu Seyðisfirði sunnudag- inn 17. ágúst, verður jarðsungin frá Seyðis- fjarðarkirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Sigurður Eyjólfsson, Sigríður Þórstína Sigurðardóttir, Stefán Smári Magnússon, Guðjón Sigurðsson, Lilja Björk Birgisdóttir, Eydís Dögg Sigurðardóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi, GÍSLI ÞORVALDSSON, Jörfabakka 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 19. ágúst. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju mánu- daginn 25. ágúst kl. 15.00. Margrét og Ingibjörg Gréta Gísladætur, móðir, systkini og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MARGRÉT INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR Miðtúni 1, Seyðisfirði, sem lést á heimili sínu mánudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju mánu- daginn 25. ágúst kl. 14.00. Aðalsteinn Einarsson, Jónbjört Aðalsteinsdóttir, Snorri Jónsson, Einar Aðalsteinson, Katrín Bjarnadóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Kjartansgötu 8, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 20. ágúst. Þorsteinn Guðmundsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Fjóla Sigrún Ísleifsdóttir, Guðni Þór Guðmundsson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, GUÐRÚNAR SUMARLIÐADÓTTUR, Vesturbergi 143. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar L-1 Landakoti og á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Kristín Hinriksdóttir og fjölskylda, Ragnheiður Hinriksdóttir, Örn Andrésson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.