Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 37
ingarnar 1970 og var afgerandi for- ustumaður í þeim meirihluta sem þá var myndaður. Var formaður bæjarráðs allt það kjörtímabil og einnig forseti bæjarstjórnar tvö fyrstu árin. Áhrif hans í bæjarmál- um ná þó langt út fyrir störf hans sem bæjarfulltrúi því hann var maður framfara og uppbyggingar og sá langt fram í tímann og hafði mikinn metnað fyrir hönd Kópa- vogsbæjar. Guttormur var afreksmaður íþróttum á sínum yngri árum og var m.a. í hinu frækna liði UÍA sem kom sá og sigraði á landsmóti UMFÍ á Hvanneyri 1943. Hann hélt sér í góðu líkamlegu formi fram á síðustu ár og vann alla tíð að framgangi íþróttanna bæði hér í Kópavogi og eins þegar hann var vestur á Ísafirði og var m.a. for- maður Íþróttabandalags Ísfirðinga og formaður Breiðabliks var hann einnig um tíma. Leiðir okkar Guttorms hafa legið saman á ýmsan máta öll þau 40 ár sem ég hef búið í Kópavogi. Í fyrstu var það Framsóknarflokk- urinn sem varð sameiginlegur vett- vangur starfs og kynna, áhugi okk- ar beggja á æskulýðs- og íþróttamálum og félagsmálum al- mennt og svo leiddi eitt af öðru í gegnum árin, enda var Guttormur sú manngerð sem mönnum þótti gott að leita ráða hjá, vinmargur og hollur vinum sínum. Í allan þennan tíma var ég í hlutverki þess sem þáði, þess sem spurði og þess sem naut góðs af samstarfinu og vinátt- unni við Guttorm og svo mun hafa verið um okkur flest sem hann þekktu og með honum unnu að hin- um ýmsu málum Kópavogsbæjar. Framsóknarmenn í Kópavogi þakka Guttormi áratugasamfylgd, vináttu og leiðsögn. Við sendum Ingva og Herdísi og börnum þeirra samúðarkveðjur og öðrum þeim sem nú syrgja látinn vin og góðan dreng. F.h. framsóknarmanna í Kópa- vogi, Sigurður Geirdal. Guttormur Sigurbjörnsson var skemmtilegur maður. Honum kynntist ég þegar ég hóf að starfa með Framsóknarflokknum í Kópa- vogi fyrir um 14 árum. Hann reyndist mér frábærlega þann tíma sem við áttum saman í flokksstarf- inu. Um nokkurra ára skeið unnum við saman að útgáfu flokksblaðs okkar og ég held að við höfum haft jafngaman af. Guttormur var mikill húmoristi, stríðinn og hann fékk út- rás fyrir stríðnina í blaðaútgáfunni. Þar gerði hann miskunnarlaust grín að pólitískum mótherjum okk- ar í bæjarstjórn, enda oft tilefni til. Við sátum þá saman á Sunnubraut- inni og fórum yfir efnið, stilltum upp blaðinu og ræddum að sjálf- sögðu pólitíkina. Mér er hugsað til þess hvernig hann kom fram í okk- ar samskiptum. Þrátt fyrir aldurs- muninn og hans miklu reynslu – og mína litlu – ræddi hann öll mál með opnum huga. Hann vildi heyra sjónarmið unga fólksins en ekki lesa yfir því. Guttormur var mikill baráttumaður og gekk óhikað fram í rökræðum, hvort sem var innan flokksins eða gagnvart mótherjun- um. Hann tók að sér mörg trún- aðarstörf fyrir flokkinn og var afar virkur löngu eftir að starfi hans í bæjarstjórn Kópavogs lauk. Síðasti fundur okkar Guttorms var í Sunnuhlíð skömmu fyrir nýliðnar alþingiskosningar. Áhugi hans var enn mikill og lýsti sér ekki síst í vangaveltum um hvort hægt væri að vinna fleiri atkvæði meðal sam- býlisfólksins. Við litum einnig á fjölskyldumyndirnar sem héngu yf- ir rúminu og hann sagði mér stolt- ur af barnabörnunum. Ég þakka kærlega fyrir kynnin af Guttormi. Megi hann hvíla í friði. Eftirlifandi ástvinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Páll Magnússon. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 37  Fleiri minningargreinar um Guttorm Sigurbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jón Magnússonfæddist í Eyja- seli í Jökulsárhlíð í N-Múlasýslu 15. mars 1920. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. ágúst síðastliðinn. Jón var næstelsti sonur Magnúsar Eiríks- sonar kennara og bónda í Eyjaseli og á Geirastöðum í Hróarstungu, f. 4.9. 1885, d. 2.9. 1962, og Margrétar Eyj- ólfsdóttur húsfreyju frá Brú á Jökuldal, f. 21.1. 1888, d. 20.7. 1975. Systkini Jóns eru Guðrún Eirikka yfirljósmóðir í Reykjavík, f. 3.8. 1918, d. 4.10. 1967, Björgvin leigubílstjóri, f. 20.4. 1922, d. 17.5. 1996, og Ey- þór lögregluþjónn, f. 9.12. 1925. Hinn 15. október 1949 kvænt- ist Jón eftirlifandi konu sinni Kristínu Halldórsdótttur Aspar frá Akureyri, f. 25.12. 1923, dóttur Halldórs H. Guðmunds- sonar, f. 25.5 1894, d. 22.2. 1935, og Kristbjargar Torfadóttur, f. 5.5. 1902, d. 22.5. 1987. Dóttir Jóns og Kristínar er Kristbjörg, f. 1.5. 1950, maki Jón Gunnar Sigurjónsson vélvirki, f. 21.9. 1946. Börn þeirra eru: 1) Magn- ús Torfi, f. 14.2. 1969, sambýlis- kona Kolbrún Helga Jóhannes- dóttir, f. 19.4. 1985. Synir Magnúsar og fyrri sambýliskonu hans, Önnu Gísla- dóttur, f. 8.10. 1973, eru Jón Krist- inn, f. 29.10. 1991, og Halldór Torfi, f. 25.9. 1994. 2) Guð- rún Marta, f. 27.11. 1970, börn hennar og fyrrverandi sam- býlismanns hennar Hilmars Árna Hilmarssonar, f. 28.3. 1964, eru Sól- ey, f. 22.10. 1994, Hilmar Steinn, f. 11.1. 1999, og Haf- steinn Björn, f. 4.7 2000. 3) Kristín Ösp, f. 7.7. 1974, gift Björgvin Tryggvasyni, f. 20.3. 1973, dóttir þeirra er Lára Rut, f. 13.8. 1999. 4) Samúel, f. 14.5. 1981. Jón fór í skóla að Eiðum, og lauk þaðan prófi, en fer síðan til Reykjavíkur árið 1945 og stuttu seinna brugðu foreldrar hans búi og fluttu einnig til Reykja- víkur. Jón hóf störf sem lag- ermaður hjá Málningaverksmiðj- unni Hörpu í Reykjavík en var síðan sölumaður þar og vann þar í 29 ár. Þá fór hann yfir til Orlofsdeildar ríkisins og var þar fulltrúi til sjötugs. Jón stofnaði ásamt fleirum áhugamannaleik- félagið Hugleik í Reykjavík og var heiðursfélagi þess. Útför Jóns verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er erfitt að setjast niður og ætla að skrifa minningargrein um þig elsku pabbi minn. Þótt ég vissi að endirinn væri ekki langt undan brá mér samt þegar Nonni kom heim og sagði mér að þú hefðir dáið fyrir stuttri stundu. Þegar ég var lítil var ég viss um að þú myndir lifa að eilífu, þú varst svo góður við mig og mér fannst þú vera fallegasti maður sem til var á jörðinni. Við vorum svo miklir morg- unhanar þegar ég var lítil og þá „læddumst“ við skellibjöllurnar út snemma á sunnudagsmorgnum til þess að leyfa mömmu að sofa svolít- ið lengur, en okkur var ekki lagið að læðast svo að hún vaknaði alltaf, en viljinn var góður. Þegar út var kom- ið fórum við eitthvað niður í móa og skoðuðum blómin og fulgalífið, þú sagðir mér hvað blómin hétu og sagðir mér sögur af þér og systk- inum þínum frá því að þið voruð lítil. Ég fékk að heyra um hestinn þinn Gust og hundinn Flosa og um öll ævintýrin sem gerðust á Geirastöð- um. Þú kenndir mér líka að renna mér á skautum í skurðunum á Kleppstúninu og einu sinni gerðir þú svell fyrir mig og vinkonurnar fyrir utan húsið, með því að leiða út vatnsslöngu með köldu vatni úr þvottahúsinu og láta það frjósa. Það er af mörgu að taka og minn- ingarnar margar, þegar við sungum saman á bílferðunum okkar eða þeg- ar þú kenndir mér að dansa á stofu- gólfinu á laugardagskvöldum eftir útvarpstónlistinni og oft var slegið upp dansleik þar sem þú dansaðir við mig og mömmu. Svo voru það Ís- lendingasögurnar, þær voru þér svo kærar og þær voru svo lifandi fyrir þér og þú talaðir um þær eins og þú hefðir verið þarna sjálfur. Já, það er af nógu að taka, ég gifti mig og þú tókst Nonna eins og þínum eigin syni og þegar barnabörnin komu eitt af öðru voru þau alltaf velkomin. Þú elskaðir þau öll jafn mikið og þú elskaðir mig og Nonna og alltaf varstu boðinn og búinn að leggja lið og rétta hjálparhönd ef þess þurfti. Svo þegar ég tók trú á Jesú gátum við skipst á skoðunum um það eins og annað og við vorum ekki alltaf sammála, en það skyggði ekki á sambandið okkar. Þú varst svo menningarlega sinn- aður, elskaðir leikhús og bókmennt- ir. Þú stofnaðir Hugleik ásamt fleir- um og við vorum boðin á frumsýningar. Þú varst svo lifandi og skemmtilegur persónuleiki. Veik- indi voru búin að fylgja þér frá því að ég man eftir mér, en þú lést þau nú ekki ráða ferðinni á meðan þess var nokkur kostur. Eftir að þú hætt- ir að vinna kom þetta allt eins og holskefla yfir þig en þú stóðst þig eins og hetja. Meira að segja eftir að þú fékkst Alzheimer náðir þú að hressast ótrúlega og fórst á kaffihús með okkur til skiptis, mér, mömmu og Stínu, eða í heimsókn til vina og kunningja, og alltaf fannst þér dag- urinn ómögulegur ef þú gast ekki farið eitthvað út og aðeins í dalinn. Svo dast þú og brákaðir þig og gast ekki gengið um tíma, það var erfitt, því að þú saknaðir lífsins úti fyrir og kaffihúsanna. Svo að undanfarið þegar ég kom til þín kom ég við í bakaríinu þínu og keypti eitthvað gott með kaffinu, svo að við gætum látið eins og við værum á kaffihúsi og spjallað um heima og geima. Við fórum mjög oft inn á trúna og núna þegar ég heimsótti þig nokkrum dögum áður en þú fórst töluðum við um það, hvað Jesús er kærleiksríkur og góður og að hann elskar og þráir samfélag við alla menn, þá vorum við sammála. Og ég trúi því að þú hafir farið heim til Guðs föður og að við fáum að vera saman um alla ei- lífð eins og ég hélt alltaf þegar ég var lítil. Ég kveð þig aðeins að sinni pabbi minn, við sjáumst. Þín Kristbjörg. JÓN MAGNÚSSON  Fleiri minningargreinar um Jón Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lokað vegna jarðarfarar Bæjarskrifstofurnar verða lokaðar frá kl. 12.00 í dag, föstudaginn 22. ágúst, vegna jarðarfarar Guttorms Sigurbjörnssonar. Bæjarstjóri KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, JÓHANNA MARÍA GESTSDÓTTIR, Lilla, Melabraut 26, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju þriðju- daginn 26. ágúst kl. 13.30. Grétar Guðjónsson, Guðjón Grétarsson, Gauti Grétarsson, Hildigunnur Hilmarsdóttir, Arnold B. Cruz, Sigrún J. Eiríksdóttir, Sigrún María B. Guðjónsdóttir, Magnús P. Haraldsson, Hildur B. Guðjónsdóttir, Aron Gauti Laxdal Gautason, Tinna Laxdal Gautadóttir, Daði Gautason og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug og heiðruðu minningu elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Hofsvallagötu 22. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Þorgeirsdóttir, Þorgeir Ingvason, Ágúst Þorgeirsson, Bryndís Jónsdóttir, Auður Þorgeirsdóttir, Ósk Óskarsdóttir, Kolbrún Þorgeirsdóttir, Gunnar Þór Sigurðsson, Anna Dóra Þorgeirsdóttir, Halla Þorgeirsdóttir, Viken Samúelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGURLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Brúnastöðum, Skagafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki fyrir einstaka umönnun og alúð við hina látnu. Sigurður Sigurðsson, Sólveig Ebba Ólafsdóttir, Stefán Oddgeir Sigurðsson, Jónína Hólmfríður Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, LÝÐS BOGASONAR, Ásvegi 21, Akureyri. Erla G. Magnúsdóttir, Antonía M. Lýðsdóttir, Sigurður Hermannsson, Elín M. Lýðsdóttir, Atli Sturluson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað í dag vegna jarðarfarar KRISTJÁNS B. ÞORVALDSSONAR. Kr. Þorvaldsson & Co, Sundaborg 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.