Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 41
Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur kl. 20. AA-hópur hittist laugardag kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Safnaðarstarf FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 41 SÉRA Bragi Benediktsson prófast- ur Barðastrandarprófastdæmis vísiterar kirkjurnar á Patreksfirði kl. 11, á Tálknafirði kl. 14 og Bíldu- dal kl. 17 sunnudaginn 24. ágúst nk. Vænt er þátttöku sóknarnefndanna á viðkomandi stöðum. Prófastur. Hátíðarsamkoma á Akureyri Á MORGUN, laugardaginn 23. ágúst, kl. 20.30 bjóðum við vel- komna nýja leiðtoga okkar á Ís- landi, major Önnu Maríu og Harold Reikholdtsen. Þau hafa starfað hér á landi áður og eru því mörgum vel kunn. Einnig verða hér yfirmenn Hjálpræðishersins í Noregi, Íslandi og Færeyjum, komandör Berit og Donald Ödegaard. Veitingar. Allir velkomnir. Vísitasía í Barðastrandar- prófastsdæmi Morgunblaðið/Ómar Bíldudalskirkja Kirkjustarf EFTIRFARANDI áskorun á rík- isstjórnina hefur borist frá stjórn Sambands ungra framsóknar- manna: „Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna skorar á ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að standa við gef- in loforð varðandi línuívilnun. Um mikilvæga atvinnuhagsmuni er að ræða, sérstaklega í þeim byggðum landsins sem mest eru háðar sjávar- útvegi. SUF telur það skyldu hvers stjórnmálamanns að standa við lof- orð sín, hvort sem það er í kosn- ingabaráttu eða á flokksþingum. Þá mótmælir stjórn SUF harð- lega hugmyndum Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra um að byggðakvóti verði felldur niður ef lí- nuívilnun verði komið á. Í stjórn- arsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er skýrt kveðið á um að koma eigi á línuívilnun og einnig að leitast verði við að auka byggðakvóta. Því er ljóst að hug- myndir sjávarútvegsráðherra ganga gegn samkomulagi sem samstarf flokkanna byggist á. Rétt er að benda á bráða nauðsyn þess að styðja við bakið á atvinnulífi í dreifðum sjávarbyggðum í kring- um landið. Sérstaklega er þörf á stuðningi í þeim landshlutum sem ekki njóta fyrirhugaðra stórfram- kvæmda á Austurlandi og ætla má að línuívilnun gæti komið að ein- hverju leyti til mótvægis á þeim svæðum. SUF hvetur ríkisstjórnina til þess að taka málið strax fyrir við upphaf haustþings og fá nauðsynlegar laga- breytingar samþykktar svo koma megi á línuívilnun hið allra fyrsta. Því eins og forsætisráðherra hefur áður sagt er ástæðulaust að tefja málið.“ SUF vill að stjórnar- sáttmálinn verði efndur Öryggisdagur fjölskyldunnar Í fyrsta sinn á Íslandi verður haldinn öryggisdagur fjölskyldunnar, í Garðabæ, á morgun, laugardaginn 23. ágúst kl. 11–16. Öryggisdagur fjölskyldunnar er liður í átaki Garða- bæjardeildar Rauða kross Íslands og forvarnarnefndar Garðabæjar til að fækka slysum í heimahúsum. Á Öryggisdegi fjölskyldunnar verð- ur margt í boði fyrir alla fjölskyld- una, m.a. sýning á búnaði og kynn- ing á þjónustu sem getur aukið öryggi allra á heimilinu. Lögreglan og slökkviliðið verða á staðnum. Gestum gefst tækifæri til að æfa fyrstu viðbrögð við slysum. Þá mun slökkviliðið sýna hvernig á að slökkva eld og leiðbeinendur í skyndihjálp verða með sýnikennslu og kynnt verða rétt viðbrögð í nátt- úruhamförum. Afhjúpað verður skilti á Garðatorgi sem sýnir fjölda heima- og frí- tímaslysa í Garðabæ og verða tölur uppfærðar mánaðarlega. Samtökin ’78 efna til málfundar um baráttu samkynhneigðra víða um heim á morgun, laugardaginn 23. ágúst kl. 15, í Regnbogasal Samtak- anna ’78, Laugavegi 3. Fundurinn er haldinn í tilefni af alþjóðlegum laug- ardegi sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félagssamtaka og fyrirtækja í miðborginni. Erindi halda: Heimir Már Pétursson, Grét- ar Einarsson og Þóra Björk Smith. Að framsögum loknum verða um- ræður og fyrirspurnir. Kl. 16.30 verður íslenska heimildarmyndin Hrein og bein sýnd með enskum skýringartexta. Hún fjallar um ungt samkynheigt fólk á Íslandi. Á MORGUN Egilsstaðir: Hverfahátíð Ormsteitis 2003. 22. ágúst kl. 18. V næturklúbbur Egilsstöðum: Sál- in hans Jóns míns. 22. ágúst kl. 23. Skaftfell menningarmiðstöð Seyðisfirði: Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýninguna Snjóform, Hreyfi- myndir af landi. 23. ágúst kl. 17. Norðursíld, Seyðisfirði: Christine Muhlberger opnar sýninguna Feathers. 23. ágúst kl. 18. Atlavík: Fjölskyldudagur Verk- stjórafélags Austurlands. 23. ágúst kl. 14. Hótel Framtíð, Djúpavogi: Lands- mót hagyrðinga 23. ágúst kl. 20. Svartiskógur, Jökulsárhlíð: Brekku- og pallasöngur á töðu- gjaldatrylli. 23. ágúst kl. 22. Egilsstaðir og Fellabær: Bæj- arhátíð. 23. ágúst kl. 10–23. Stórurð í Hjaltastaðaþinghá: Gönguferð hefst á Vatnsskarði. 23. ágúst kl. 10–17. Skriðuklaustur Fljótsdal: Töðu- gjöld í Fljótsdal og dagskrá á Skriðuklaustri. 23. ágúst kl. 19. Egilsstaðir: Paintball. 23.–24. ágúst. Hróarstunga: Kaffihlaðborð Kven- félags Hróarstungu. 24. ágúst kl. 14.30–18. Fljótsdalur: Ormsteiti 2003 í Fljóts- dal. 24. ágúst kl. 10.30–16. Skriðuklaustur Fljótsdal: Pétur Thomsen ljósmyndir opnar sýn- inguna Aðflutt landslag. 25. ágúst til 7. september. Minjasafn Austurlands, Egils- stöðum: Lerkisveppatínsla á þjóð- háttadegi. 28. ágúst kl. 13.30. Á NÆSTUNNI Slátrað á Fossvöllum í haust Ranghermt var í Morgunblaðinu í gær að ekki yrði slátrað framar í sláturhúsinu að Fossvöllum. Hið rétta er að Sláturfélag Austurlands hefur samið við Norðlenska um slátrun þar í haust. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir ökumanni og vitnum að ákeyrslu á kyrrstæðan bíl á Fjólugötu miðvikudaginn 20. ágúst. Atvikið varð á milli kl. 9 og 12. Ekið var á vinstra fram- brettið á gráum Nissan Sunny fólksbíl. Tjónvaldur fór af vett- vangi án þess að tilkynna tjónið. Er hann eða aðrir sem geta aðstoðað lögreglu að upplýsa málið, beðnir að snúa sér til um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Iceland Express: „Iceland Express telur ljóst að gegndarlaus undirboð Icelandair á fargjöldum til London og Kaup- mannahafnar skýri að stórum hluta þann mikla samdrátt sem orðið hef- ur í tekjum af farþegaflugi Flugleiða fyrstu 6 mánuði þessa árs. Samkvæmt rekstrarreikningi Flugleiða hafa tekjur af farþegaflugi minnkað um tæplega 1,9 milljarða króna á þessu tímabili. Í afkomufrétt félagsins er tekið fram að Flugfélag Íslands skili betri árangri en áður. Tekjusamdrátt farþegaflugsins má því alfarið rekja til Icelandair. Farþegum með Icelandair fækk- aði um 59.347 í janúar til júní frá árinu áður. Brotthvarf þeirra skýrir innan við 900 milljón króna minnk- andi farþegatekjur og er þá ríflega áætlað 15.000 kr. meðalfargjald á hverri flugleið. Því verður að ætla að undirboð á fargjöldum skýri hinn hluta tekjutapsins, sem er um einn milljarður króna. Iceland Express hefur bent á að lægstu fargjöld Icelandair standi engan veginn undir kostnaði og sé tilgangur þeirra sá einn að koma í veg fyrir að samkeppnin nái fótfestu. Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Icelandair hafi brotið samkeppnislög með aðgerðum sínum. Þetta hefur nú verið staðfest með fréttum af stórfelldu tapi Flugleiða.“ Telur meint undirboð skýra samdrátt A›alvinningar: 10 flíspeysur Gá›u hva›a númer er á bolnum flínum*, flví hér eru ni›urstö›urnar úr sí›asta útdrætti sumarsins í happdrættinu. *Allir leikmenn í 4. flokki kvenna og 5. flokki karla í knattspyrnu voru sjálfkrafa flátttakendur í Eimskipsmótinu og fengu bol a› gjöf me› happdrættisnúmeri áritu›u ne›st. Ertu flátttakandi í Eimskipsmótinu? 40 flíshúfur Aukavinningar: Vinningshafar hafi samband vi› Hörpu í síma 525 7225 e›a í tölvupósti, hrt@eimskip.is. Vinningshafar utan höfu›borgarsvæ›isins geta haft samband vi› næstu svæ›isskrifstofu Eimskips. Vinninga ver›ur a› vitja fyrir 1. október 2003. Hægt er a› nálgast vinningstölur allra útdráttanna á www.eimskip.is. Númer hva› er bolurinn flinn? 1465 1439 225 1584 22 35 93 142 407 451 626 821 865 901 975 1027 1081 1121 1137 1186 1201 1358 1397 1450 1547 1549 1727 1760 1770 1852 1877 1962 2081 2195 2249 2262 2314 2342 2471 2480 2735 2755 2844 1476 2199 2021 2000 2549 2310 2346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.