Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kur- oshio Maru kemur og fer í dag. Seefalke kemur í dag. Vytautas og Mánafoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Nýtt jóganámskeið hefst 2. september, innritun í Aflagranda, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Handavinnustofan opin, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia. Kl. 13.30 lengri ganga. Pútt- völlur opinn mánudag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13– 16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, hárgreiðslu- stofan opin, púttvöll- urinn opinn kl. 9–16.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 postu- línsmálning, kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Bingó kl. 13.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um frá kl. 9–15. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur á staðnum, og opin handavinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 10 boccia, 13.30 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia æfing, kl. 13 frjáls spil. Gerðuberg félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bútasaumur og fjöl- breytt föndur, frá há- degi spilasalur opinn. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Háteigs- veg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höf- uðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Í dag er fimmtudagur 22. ágúst, 234. dagur ársins 2003, Symfór- íanusmessa. Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss í stað í himinhæðum með honum. (Ef. 2, 6. ) Þórunn Sveinbjarn-ardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar pistil á vef sinn 14. ágúst sl. í tilefni af stofnun nýs skóla á veg- um Hjallastefnunnar í Garðabæ. „Nýbreytni og framþróun er nauðsyn- leg grunnskólanum eins og öðrum stofnunum samfélagsins. Við það hef ég ekkert að athuga,“ skrifar Þórunn. „Mér finnst hins vegar ómak- legt að láta í það skína í umræðum um rekstur grunnskóla að í þeim skólum sem sveit- arfélögin reka sé ekkert nýtt að gerast. Það er einfaldlega ekki rétt, eins og flestum ætti að vera kunnugt. Fjöl- breytni starfsins í grunn- skólum landsins er mikil og faglegur metnaður í hávegum hafður meðal kennara og skólastjórn- enda. Því er það ekki for- senda nýbreytni í skóla- starfi að rekstur sé í höndum einkaaðila. Það segir sig sjálft.“     Þórunn segir að nokkr-ar vikur séu frá því fregnir hafi borist af áformum um stofnun skólans. „Þá var því sleg- ið upp í Morgunblaðinu að stofna ætti einkaskóla á grunnskólastigi í Garðabænum. Í fyrradag var svo sagt frá því á síð- um Moggans að engin skólagjöld yrðu innheimt hjá Barnaskóla Hjalla- stefnunnar. Mikil tíðindi, eða hvað? Með hverju barni í 6 ára bekk hins nýja skóla mun bæjarsjóður Garða- bæjar greiða krónur 423 þúsund á ári, eða kr. 35.250 á mánuði. Sam- band íslenskra sveitarfé- laga miðar við að greidd- ar séu 24 þús. kr. á mánuði, í það minnsta, með hverju grunn- skólabarni á Íslandi. Það er vel að Garðabær geti gert vel við grunnskóla- nemendur. Til þess að gæta jafnræðis verður bærinn þá væntanlega að greiða sömu upphæð með börnum sem sækja aðra skóla rekna af einkaað- ilum,“ segir Þórunn.     Áfram heldur Þórunn:„Það er sjálfsagt að auka fjölbreytni í starfi grunnskólans, t.d. með því að innleiða nýjar skólastefnur, eins og Hjallastefnuna, í starf til- tekinna skóla. En köllum hlutina sínum réttu nöfn- um. Hinn nýi grunnskóli á Vífilsstöðum er ekki einkaskóli. Rekstur hans er greiddur úr bæj- arsjóði, þ.e.a.s. af bæj- arbúum, eins og rekstur annarra grunnskóla bæj- arins. Ef hann væri einkaskóli myndu for- eldrar barnanna sem hann sækja greiða skóla- gjöld úr eigin vasa. Það eru því lítil tíðindi í því að jafnrétti til náms sé tryggt í hinum nýja skóla, eins og leiðarahöf- undur Morgunblaðsins heldur fram í dag. Kveð- ið er á um jafnrétti barna til náms á Íslandi í grunnskólalögum. Og vonandi verður svo áfram um ókomna tíð.“ STAKSTEINAR Einkaskóli eða ekki? Víkverji skrifar... EFTIR að GSM-símarnir komu tilsögunnar er fólk miklu duglegra en áður að láta vini sína og fjöl- skyldu frétta af sér þegar það er á ferðalögum. Jafnframt geta vinnu- fíklar verið í stöðugu sambandi við vinnuna á meðan þeir eru í fríi. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við þegar fólk er á ferð á svæðum, þar sem GSM-samband er. Þegar kem- ur út fyrir þau svæði, heyrist stund- um ekki í fólki dögum eða vikum saman. Víkverji hefur hugsað með sér að fólk ætti nú alltaf að geta fundið fastlínusíma til að hringja úr, en það er ekki alveg svo einfalt. Fólk kann kannski ekki við að vera að fá lánaðan síma á einkaheimilum og víða eru t.d. verzlunareigendur tregir til að leyfa fólki að hringja (ekki sízt eftir að GSM-símarnir komu til sögunnar, því að símtöl í þá verða oft dýr, jafnvel þótt stutt séu). x x x ÞÁ KANN einhver að spyrja:Hvað um almenningssíma? Og þar stendur hnífurinn í kúnni; Vík- verji hefur sterklega á tilfinning- unni að almenningssímum hafi farið fækkandi úti á landi. Hann færði þetta í tal við kunningja sinn, sem þekkir til símamála, og sá benti á að á stöðum, þar sem umferð væri svo lítil að ekki borgaði sig fyrir síma- fyrirtækin að setja upp GSM-sendi, væri líka óhagkvæmt að reka al- menningssíma. Kostnaður við slíka síma væri hár, en tekjurnar sáralitl- ar. Svona getur lögmálið um fram- boð og eftirspurn leikið fólk grátt. Þeir, sem vilja alltaf vera í sam- bandi, verða líklega bara að fjár- festa í gervihnattasíma. x x x VÍKVERJA finnst gott að getaalltaf verið í sambandi við betri helming sinn, t.d. vegna innkaup- anna, hver eigi að sækja börnin o.s.frv. Það hefur farið ákaflega í taugarnar á honum þegar GSM- síminn hringir endalaust í töskunni hjá betri helmingnum án þess að nokkur maður heyri í honum – og sízt af öllu eigandinn. Víkverji hafði lengi leitað að lausn á málinu, þegar hún blasti loks við honum í verzl- uninni Tiger í Kringlunni. Þetta er hulstur fyrir farsíma, sem hægt er að hengja í ól um hálsinn á sér. Neð- an á hulstrinu er krókur, sem hægt er að hengja á allt mögulegt sem fólk notar í vinnunni en er alltaf að týna, t.d. lesgleraugu, skrúflykil, aðgangskort, lykla eða því um líkt. Sambandið hefur batnað heilmikið hjá Víkverja og maka hans eftir að þessi ódýra lausn (Víkverja minnir að hann hafi borgað 400 krónur fyr- ir hulstrið) kom upp í hendurnar á honum. Morgunblaðið/Ásdís Símaklefar eru fáir úti á landi. LÁRÉTT 1 duglaus maður, 8 elsk- uðum, 9 bætir við, 10 skaut, 11 grunnur hellir, 13 hæð, 15 titraði, 18 bár- ur, 21 nánös, 22 tálga, 23 lestrarmerki, 24 langvar- andi. LÓÐRÉTT 2 húsgögn, 3 ljósfæri, 4 ís, 5 fatnaður, 6 forar, 7 stífni, 12 álít, 14 bók- stafur, 15 sjá eftir, 16 hrella, 17 fáni, 18 bauli, 19 fjall, 20 sefar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU 1 sæmir, 4 fegin, 7 gælum, 8 refil, 9 agn, 11 aðal, 13 grói, 14 ókunn, 15 búta, 17 ásar, 20 ósk, 22 lyfið, 23 orlof, 24 annar, 25 líran. Lóðrétt: 1 sigta, 2 molda, 3 rúma, 4 fern, 5 gáfur, 6 núlli, 10 gaums, 12 lóa, 13 Gná, 15 belja, 16 tófan, 18 selur, 19 rófan, 20 óður, 21 koll. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÉG vil að farið verði að ræða um þá mjög svo leið- inlegu þróun sem átt hefur sér stað hjá útvarps- og sjónvarpsstöðvum hér á landi undanfarin ár hvað auglýsingar snertir. Þar sem auglýsingar eru ekki lengur bara á milli dag- skrárliða heldur eru fastur liður í hinum ýmsu þáttum þessara fjölmiðla allan lið- langan daginn. Þetta er með öllu gjör- samlega óþolandi fyrir þá sem eru að horfa eða hlusta á þessar stöðvar og á alls ekki að líða. Máli mínu til stuðnings vil ég nefna það að það er sífellt verið að segja allan daginn að þessi eða hinn þátturinn sé í boði þessa fyrirtækis eða hins. Stjórnendur hinna ýmsu þátta eru að gefa aðgangs- miða á vellina, boli, geisla- diska, bíómiða o.fl. Hvers konar dagskrár- stefna er nú þetta? Og ekki er það til að bæta það að nú er í tísku hjá sumum út- varpsstöðvum að útvarpa beint frá hinum og þessum verslunum í Reykjavík í auglýsingaskyni. Þvílík vit- leysa og ekki er fólk að biðja um þetta. Það sama er að gerast í íþróttum. Nú er varla minnst á úrvalsdeild í knattspyrnu hjá konum og körlum heldur Lands- bankadeild og áður fyrr Sjóvár-Almennra deildina. Allt er þetta í þessa áttina. Afar leiðinleg þróun fyr- ir þá sem eru að fylgjast með þessum fjölmiðlum þar sem nánast öll dag- skráin snýst um auglýs- ingar alla daga vikunnar og alla daga ársins. 100954-3119. Tapað/fundið Rautt barnareiðhjól í óskilum RAUTT barnareiðhjól 20", gíralaust, fannst á Digra- nesheiði, Kópavogi, laugar- daginn 16. ágúst. Farið var með hjólið á lögreglustöð- ina í Kópavogi, þar sem eigandi getur vitjað þess. Kápa og skartgripir týndust BLEIK kasmírkápa týnd- ist fyrir ári síðan. Eins týndust skartgripir í bláum litlum skartgripapoka fyrir u.þ.b. ári. Þetta gæti hafa týnst annað hvort á höfuð- borgarsvæðinu eða á Sel- fossi. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hafi samband í síma 482 3844 eða 847 3198. Dýrahald Kettlingur týndist frá Laufengi NÚ Í vikunni týndist lítill gulbröndóttur og hvítur kettlingur frá Laufengi 5 í Reykjavík. Hann er ekki með ól, sem er verst. Hann er mjög ljúfur og kátur. Hans er sárt saknað. Ef einhver hefur séð hann eða veit hvar hann er niður- kominn þá vinsamlega haf- ið samband sem allra fyrst í síma 586 2327 eða 847 4599. Lúlli er týndur LÚLLI er svartur, háfætt- ur, grannur fress með ljósbláa ól og eyrnamerkt- ur. Hann hefur verið týnd- ur síðan 9. ágúst. Þeir sem hafa orðið hans varir í hverfi 101 eða 105, vinsam- lega hafi samband í síma 694 1761 eða 824 4312. Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar, 10 vikna læður, kassavanir, mjög loðnir, fást gefins. Upplýsingar í síma 553 2419. Þekkir einhver þennan kött? SÍMAMSKÖTTURINN á myndinni er í týndur. Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar hafi samband í síma 862 4748. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Auglýsingaáreiti í fjölmiðlum Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.