Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú býrð bæði yfir krafti og glæsibrag. Á árinu fram- undan muntu láta eftir ýmsa hluti til að geta færst áfram í lífinu og farið á nýjar slóðir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að hagnast á hvöt þinni til að skipuleggja líf þitt betur. Vel má hagræða heima fyrir og á vinnustað. Útveg- aðu þau áhöld sem þarf til að gera hlutina almennilega. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú getur látið þig hlakka til rúmlega mánaðarlangs tíma- bils gleðskapar og róm- antíkur sem framundan er. Tækifæri í leiklistargeiranum kunna að vera framundan. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Athygli þín beinist að heimili og fjölskyldu. Gerðu ráð fyrir lagfæringum og viðgerðum heima fyrir og taktu frá tíma fyrir mikilvæg fjölskyldumál. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Takturinn í lífi þínu verður hraðari á næstunni. Þessu þarftu að venjast næsta mán- uðinn. Margt þarf að skoða og marga að hitta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú einblínir á peningamál og hvernig þú getur náð meiri tökum á hlutum í lífi þínu með aðstoð hluta sem þú átt. Hlýddu á eigið peningavit. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sólin er í þínu merki núna og næsta mánuðinn. Þetta er rétti tíminn til að safna kröft- um sem endast þér út árið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér veitir ekki af hvíld í ró og næði. Þú átt til að sofa á óreglulegum tímum því þú ert svo mikil félagsvera. Þú þarft að draga þig í hlé í nokkra daga. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinsældir þínar fara á flug. Þú mátt vænta þess að vinir og allskyns hópar eða félög bjóði þig velkominn. Allir vilja fá að kynnast þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þar sem sólin færist inn í meyjuna í dag muntu finna hve þér vex ásmegin. Taktu þessum aukna krafti með yf- irvegun og hógværð. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu vaða ef þú hefur uppi einhverjar áætlanir um ferða- lög eða framhaldsmenntun. Á þig sækir mikil þörf til að víkka sjóndeildarhring þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sjálfshjálparbækur og nám- skeið kunna að höfða sér- staklega til þín um þessar mundir. Þig langar að vaxa sem manneskja. Greiddu úr fjármálunum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nánustu vinir þínir verða þér sérstaklega mikilvægir næstu daga. Gefðu þessum þætti lífs þíns meiri tíma og athygli. Þú þarft að útkljá viss mál. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. RÉTTARVATN Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 22. ágúst, er fimmtug Guðrún Auðunsdóttir. Hún og eig- inmaður hennar, Jón Sig- urpáll Salvarsson, blása til veislu í Haukahúsinu Ás- völlum í Hafnarfirði 30. ágúst nk. kl. 20. Ættingjar og vinir velkomnir. 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 22. ágúst, er níræður Ingólfur Franklín Jónsson, Húsa- vík í Strandasýslu. Af því tilefni halda nánustu skyldmenni fagnað með honum á morgun, laug- ardaginn 23. ágúst. SVEIT Roy Wellands varð Vanderbiltmeistari á sum- arleikum Bandaríkjamanna í síðasta mánuði eftir að hafa unnið heimsmeistaralið Rose Meltzer í úrslitaleik. Makker Wellands er Svíinn Björn Fallenius, en aðrir í sveitinni eru Zia Mahmood og Michael Rosenberg, og svo Pólverj- arnir Adam Zmudzinski og Cezary Balicki. Norður ♠ Á98 ♥ 8 ♦ KD10975 ♣D54 Vestur Austur ♠ – ♠ G10432 ♥ DG10542 ♥ K63 ♦ 8632 ♦ Á4 ♣972 ♣1086 Suður ♠ KD765 ♥ Á97 ♦ G ♣ÁKG3 Spilið að ofan kom upp í undanúrslitaleik Meltzer og Nick Nickells. Liðsmaður Meltzer, Alan Sontag, varð sagnhafi í sex spöðum gegn þeim Bob Hamman og Paul Soloway. Eins og sjá má ligg- ur trompið illa og slemman virðist hljóta að tapast. En Sontag fann þó leið að tólf slögum, reyndar með svolít- illi hjálp frá Hamman í aust- ur. Soloway kom út með lauf sem Sontag tók heima og spilaði trompi á ásinn. Síðan aftur trompi úr borði og Hamman lét tíuna. Sontag drap og sótti næst tígulásinn. Hamman skipti yfir í hjarta, sem Sontag tók, fór inn í borð á laufdrottningu og spil- aði frítígli. Hamman tromp- aði við fyrsta tækifæri og Sontag yfirtrompaði. Staðan var nú þessi: Norður ♠ 8 ♥ – ♦ 975 ♣5 Vestur Austur ♠ – ♠ G4 ♥ DG10 ♥ K6 ♦ 8 ♦ – ♣9 ♣8 Suður ♠ D7 ♥ 9 ♦ – ♣KG Sontag stakk hjarta í borði og spilaði tígulníu. Ef austur lætur tíglana í friði, fara KG í laufi niður heima og blindur á síðan út í tveggja spila loka- stöðu. Og ef austur trompar, yfirtrompar suður, tekur síð- asta trompið og KG í laufi. Spilamennskan rekur sig nokkuð, en mistök Hammans fólst í því að leggja á spað- aníuna. Ef hann dúkkar, get- ur hann að skaðlausu spilað spaðagosa þegar hann kemst inn á tígulás og þá vantar sagnhafa eina innkomu í borð til að ná trompbragðinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. O-O Be7 8. He1 Bf5 9. c4 Rb4 10. Bf1 O-O 11. a3 Rc6 12. cxd5 Dxd5 13. Rc3 Rxc3 14. bxc3 Bf6 15. Bf4 Dd7 16. Ha2 Had8 17. Hb2 Dc8 18. h3 b6 19. Hbe2 h6 20. He3 Ra5 21. Be5 Bxe5 22. Rxe5 c5 23. d5 c4 24. Dd4 Be6 Staðan kom upp í atskákeinvígi Viswanathan An- and (2774) og Judit Polgar (2718) sem lauk fyrir skömmu í Mainz í Þýska- landi. Indverjinn viðkunnanlegi nýtti sér veilurnar í svörtu stöðunni til hins ýtrasta. 25. Rg6! Rc6 25...Hfe8 hefði verið slæmt vegna 26. Rf4 og hvíta sóknin yrði illviðráðanleg. Í framhaldinu tapar svart- ur skiptamun og nokkru síðar skákinni. 26. Dh4 Bxd5 27. Rxf8 Hxf8 28. Bxc4 Df5 29. He8 Bxc4 30. Dxc4 Df6 31. Dd3 g6 32. c4 Hxe8 33. Hxe8+ Kg7 34. Dd5 h5 35. c5 bxc5 36. Dxc5 Kh6 37. h4 Rd4 38. De7 Dg7 39. Df8 Re6 40. Dxg7+ Kxg7 41. Ha8 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Þessir duglegu krakkar söfnuðu 5.700 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þau eru Silja Karen, Ísak Andri og Auður. Morgunblaðið/Sigríður FRÉTTIR Ég kemst ekki á fund fyrr en kl. hálftólf á aðfangadagskvöld. Þá ættu krakkarnir að vera sofnaðir. KRINGLAN stendur fyrir skólaleik sem ber heitið „Ertu klár“ í samvinnu við fyrirtæki í Kringlunni og er hann kynntur á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví og víðar. Dregið verður tvisvar sinnum í leiknum og fór fyrri dráttur fram mánudaginn 18. ágúst. Vinningshafarnir eru: Benedikt Oddsson sem vann skólatösku úr Ótrú- legu búðinni, Lára Björk Curtis vann vekjaraklukku og skápalás úr Byggt og búið, Ólöf Rún Steinarsdóttir vann skólaföt frá Hagkaupum, Elín Vigdís Andrésdóttir vann framhlið á GSM- síma með eigin mynd frá Hans Peter- sen, Katrín Dagmar Jónsdóttir vann Billabong bakpoka úr Brimi, Erna Vala vann gjafakort frá Next að andvirði 20.000 kr. Næstkomandi mánudag, að skóla- dögum loknum, verður dregið aftur og niðurstöður kynntar í þættinum 70 mínútur á Popp Tíví. Nánari upplýs- ingar um leikinn fást á www.kringlan.is. Vinningshafar í skólaleik Kringlunnar FORD 250 KING RANGE ÁRG. 2003 V8 6,0 l dísel. Einn með öllu. Ýmis aukabúnaður, t.d. DVD spilari o.fl. Verð 5,7 millj. Bein sala. Upplýsingar í síma 893 6614. Upplýsingar í síma 551 6751 og 691 6980 Grensásvegi 5 Innritun stendur yfir fyrir haustönn 2003 • Allir aldurshópar • Píanó, einkatímar og hóptímar • Tónfræði • Forskóli www.merkur.is 594 6000 Skútuvog i 12a Stiglaus vökvaskipting - „Joystic“ stjórntæki Sérlega sparneytin og hagkvæm í rekstri Glæsileg 25 tonna L580 hjólaskófla með öllu Vélamenn athugið! Reynsluakstur/mokstur í dag kl. 10-18 og laugardag 11-14 að Klettagörðum við Sundahöfn. Upplýsingar í síma 824 6061 Heilsudrekinn - Kínversk heilsulind Ármúla 17a , sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Orka • lækningar • heimspeki • Kínversk hugræn teygjuleikfimi • Tai Chi • Kung Fu fyrir börn, unglinga og fullorðna Ókeypis kynningartímar frá 25. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.