Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGURPÁLL Geir Sveinsson, kylfingur frá Ak- ureyri, er í ágætum málum á Evrópumóti ein- staklinga í Skotlandi en þar var annar hringur af fjórum leikinn í gær. Sigurpáll lék á 71 höggi, eða einu undir pari vallarsins og er í 11.–18. sæti en 70 efstu fara áfram eftir þriðja dag. Margir keppendur áttu í erfiðleikum í dag og það var undantekning ef menn lækkuðu skor sitt frá deginum áður. Birgir Vigfússon er á 155 höggum, lék í gær á 77, Guðmundur I. Einarsson á 158, lék fyrsta daginn á 76 en á 82 í gær og Heiðar D. Bragason hefur ekki náð sér á strik, lék báða hringina á 81 höggi og er væntanlega úr leik en þeir Birgir og Guðmundur geta náð í gegn ef þeir leika vel í dag. Bestum árangri fyrstu tvo dagana hefur Mich- ael Thannhauser frá Þýskalandi náð, lék hringina á 135 höggum, tveimur höggum betur en Steven Jeppesen frá Svíþjóð. Sigurpáll í góðum málum í Skotlandi MIÐARNIR á landsleik Íslendinga og Þjóðverja í und- ankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á Laugardals- vellinum 6. september seldust upp í gær. Forsalan var á netinu og í kjölfar sigursins á Færeyingum í fyrrakvöld rauk miðasalan í gang og rétt eftir hádegi kom tilkynn- ing á heimasíðu KSÍ að uppselt væri á leikinn. „Við hóf- um forsöluna á netinu þann 8. ágúst. Það var búið að vera þétt sala en eftir sigurinn á Færeyingum fór allt af stað og miðarnir seldust upp á örskammri stundu. Þetta er svona í líkingu við Frakkaleikinn hér um árið. Þá var mikil ásókn í miða löngu fyrir leik en þá gátum við bætt við 3.000 aukasætum sem við getum ekki gert nú,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morg- unblaðið. Laugardalsvöllurinn rúmar 7.000 áhorfendur og af þeim má reikna með að stuðningsmenn þýska liðs- ins verði í kringum 1.000 en þýska knattspyrnu- sambandið fékk 1.100 miða til ráðstöfunar. Uppselt á EM-leik Íslands og Þýska- lands í Laugardal FRANSKI landsliðsmaðurinn Zin- edine Zidane segir að þriggja vikna Asíuferð Real Madrid hafi verið algjörlega misheppnuð í sambandi við undirbúning liðsins fyrir komandi keppnistímabil. Hann sagði í viðtali við franska fjölmiðla, að ferðin til Kína, Jap- ans og Thailands hefði verið farin til að vinna fleiri stuðningsmenn í Asíu, frekar en æfingaferð. Zidane sagði að leiknir hefðu verið fimm leikir á stuttum tíma. Þeir hefðu ekki verið til þessa fallandi að byggja upp sterka liðs- heild á vellinum. „Við tókum líf- inu rólega í ferðinni – æfðum ekki eins og hefði verið gert ef við hefðum verið saman á Spáni eða í nágrannalöndum. Við fórum seint að sofa eftir leikina og síðan var farið snemma á fætur til að fara á flugvöllinn og við tók erfitt flug og ferðir til að koma sér fyrir á nýju hóteli.“ Zidane sagði að ferðin hefði ekki verið góður undirbúningur fyrir nýtt keppnistímabil – að leikmenn hefðu komið þreyttir heim úr erfiðri ferð, þar sem þeir voru stöðugt í sviðsljósinu, utan sem innan vallar. Fengu lítinn frið. Sparkfræðingar í Frakklandi telja að þreytandi ferðin til Asíu hafi eflaust átt sinn þátt í að Zid- ane tilkynnti í ferðinni, að hann ætlaði að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar samningur hans við Real Madrid rynni út 2005. Zidane ekki ánægður með Asíuferðina Reuters Zinedine Zidane fær góðar móttökur í Kína. Áhorfendur voru varla búnir aðkoma sér fyrir og hita radd- böndin þegar Steinþór Þorsteinsson fékk upplagt tæki- færi til að koma Blik- um í forystu eftir eina mínútu og fjör- tíu sekúndur, hann var aleinn á markteigslínunni en skaut beint í Gunnleif markvörð. Kópavogsbúar dæstu en hremming- um HK var ekki lokið. Mínútu síðar fengu Blikar aftur opið færi og skutu aftur í Gunnleif en í þetta sinn hrökk boltinn aftur til Harðar Bjarnasonar, sem kom Breiðablik í 1:0. Markið sló samt ekki HK-menn út af laginu, þeir brettu upp ermar og hver sókn- in rak aðra. Áður en tíu mínútur voru liðnar fengu þeir tvö góð færi en eftir það róaðist leikurinn aðeins um tíma. Það stóð samt ekki lengi því á 29. mínútu fékk Ólafur V. Júlíusson tvö tækifæri í einni sókn til að jafna en Páll Gísli Jónsson í marki Breiða- bliks sá við honum. Hann kom samt engum vörnum við á 38. mínútu þeg- ar Zoran Panic skoraði af 30 metra færi upp í bláhornið. Fyrstu mínút- urnar eftir hlé voru Blikar á tánum en það stóð ekki lengi því aftur náðu HK-menn völdum á vellinum. Þeir uppskáru mark Harðar Más Magn- ússonar á 54. mínútu en átta mín- útum síðar jafnaði Ívar Sigurjóns- son. Eitthvað var nú HK-mönnum brugðið og þeir slógu aðeins af. Blik- ar voru ekki lengi að nota það til að komast inn í leikinn og fengu nokkur ágæt færi en Gunnleifur var vel á verði í marki HK. Engu að síður átti HK sínar sóknir og á 70. mínútu kom Ásgrímur Albertsson HK í 3:2 eftir góða þvögu upp við mark Breiða- bliks. Það dugði HK ekki til að snúa leiknum sér í hag og Blikar sóttu eft- ir sem áður en enn sýndi Gunnleifur glæsileg tilþrif þegar hann varði tví- vegis þrumuskot á 80. mínútu. Í kjöl- farið fékk HK skyndisókn og Hörður Már skaust upp völlinn en renndi síðan boltanum til hægri á Þorstein Gestsson, sem skoraði fjórða mark HK. Eftir sem áður héldu Blikar áfram berjast og á 88. mínútu brá Þórður Jensson Blikanum Gunnari Jónssyni svo að dæmd var víta- spyrna. Hana tók Hreiðar Bjarnason en Gunnleifur varði. Hörður Már var mjög góður, skor- aði eitt af mörkum HK og átti drjúg- an hlut í hinum. „Spennufallið er mikið eftir að hafa unnið þennan slag og BYKO náð að byggja upp spennu í kringum hann svo að spennan varð enn meiri,“ sagði Hörður Már eftir leikinn. Hann sagði að þó markið hefði verið eins og köld vatnsgusa virtist hún engu að síður hafa verið nauðsynleg. „Svo virðist sem við för- um ekki í gang fyrr en við fáum mark á okkur en ég er ánægður með hvernig við spiluðum, við ætluðum að pressa á þá framarlega og komast á bak við vörnina. Svo fór þetta að ganga í síðari hálfleik. Nú erum við meðal sex efstu liða, eins og við stefndum að en ef við spilum svona förum við ofar.“ Hreiðar var ekki eins kátur. „Við þessu er ekkert að segja,“ sagði hann eftir leikinn. „Það er alltaf gott að skora í byrjun en við slökuðum of mikið á og misstum fyrir vikið tökin á miðjunni en bæði lið spiluðu samt ágætlega í þessum fjöruga leik. HK spilaði vel og bæði lið sköpuðu sér færi en þeir skoruðu meira en við. Breiðablik er enn stóra liðið í Kópa- vogi en HK nartar í hælana á okkur og það er bara gaman að því, gott að hafa tvö sterk lið hérna í Kópavog- inum en við tökum þá næst.“ Maður leiksins: Hörður Már Magnússon, HK. HK-menn sterk- ari á „þjóðhátíð“ SANNKÖLLUÐ þjóðhátíðarstemning ríkti á Kópavogsvellinum í gær- kvöldi þegar á annað þúsund áhorfenda varð vitni að stórskemmti- legum 6 marka nágrannaslag HK og Breiðabliks. Blikar unnu fyrri leikinn en nú var HK sólarmegin og Blikar í skugganum, hvort sem var í stúkunni eða vellinum. Stuðningsmenn HK fengu stúkuna fyrir sig og böðuðu sig í sólinni á meðan þeir horfðu á sína menn vinna öruggan 4:2 sigur í stórskemmtilegum leik með nóg af færum. Fyr- irliði þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, kórónaði kvöldið með því að verja vítaspyrnu í lokin. Auk þess fleytti sigurinn HK upp töfluna, upp fyrir Breiðablik og í 5. sæti – eins og tap væri ekki nóg fyrir Blika. Stefán Stefánsson skrifar  ELLERT B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands, hefur verið sæmdur æðsta heiðursmerki Íþróttasambands Færeyja. Átti það sér stað í kvöld- verðarboði á Hótel Hafnia í Þórs- höfn, en Ellert var viðstaddur lands- leik Færeyja og Íslands. Héðin Mortensen, forseti Íþróttasambands Færeyja, sæmdi hann merkinu.  SPÆNSKUR körfuknattleiks- þjálfari hefur verið ráðinn til starfa hjá Þór á Akureyri.  JÓNAS Stefánsson, handknatt- leiksmarkvörður er genginn til liðs við Þór á Akureyri.  GERHARD Mayer-Mofelder for- seti þýska knattspyrnusambandsins vill að kvóti verði settur á erlenda leikmenn í deildunum í Evrópu. Áð- ur en Bosman-dómurinn var kveðinn upp árið 1995 voru útlendingarnir í þýsku 1. deildarkeppninni 21% af leikmönnum deildarinnar en í dag eru þeir 60%. Vorfelder vill að liðum verði aðeins leyfilegt að vera með fimm útlendinga í byrjunarliðinu í einu.  NORSKI knattspyrnumaðurinn Alf Inge Håland hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna endanlega á hilluna. Håland meiddist alvarlega á hné eftir ruddalegt brot Roy Keane, fyrirliða Manchester United, í leik United við Manchester City fyrir tveimur árum og hefur síðan þurft að gangast undir þrjár aðgerð- ir, en það hefur ekki dugað.  SPÆNSKI landsliðsmaðurinn, Gaizka Mendieta, er kominn í her- búðir Middlesbrough. Mendieta verður í láni hjá liðinu frá Lazio í 12 mánuði og Middlesbrough er með forkaupsrétt á honum eftir tímabilið.  REGGIE Miller hefur skrifað und- ir nýjan samning við Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Miller er 38 ára gamall og hefur leikið í sex- tán ár með Pacers en hann hefur aldrei unnið meistaratitilinn í NBA. FÓLK ALBERT Sævarsson, fyrrver- andi markvörður Grindvík- inga, og Jens Martin Knudsen, varamarkvörður færeyska landsliðsins í knattspyrnu, eru æfingafélagar í Færeyjum. Þeir spila reyndar hvor með sínu liðinu í 1. deildinni – Al- bert með B68 í Tóftum, en Jens Martin með NSÍ í Runavík. „Það er mjög hentugt fyrir okkur að æfa saman, enda tek- ur aðeins nokkrar mínútur að keyra á milli Tófta og Runavík- ur. Albert er mjög góður mark- vörður og í stöðugri framför, og hann hefur staðið sig frá- bærlega með B68 í sumar, að- eins fengið á sig sjö mörk í deildinni. „Albert er markvörð- ur sem þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum, gerir allt mjög létt, og hefur unnið mikið í að bæta sínar veikari hliðar,“ sagði Jens Martin, sem á sínum tíma lék með Leiftri á Ólafs- firði og þjálfaði liðið síðasta tímabilið sitt þar. Mótherjar æfa saman KNATTSPYRNA 1. deild karla HK - Breiðablik.........................................4:2 Zoran Panic (38.), Hörður Már Magnússon (54.), Ásgrímur Albertsson 70.), Þorsteinn Gestsson (82.) - Hörður Bjarnason (4.), Ív- ar Sigurjónsson (62.). Haukar - Afturelding...............................1:2 Kristján Ómar Björnsson 89. - Hans Sæv- arssson 25., 58. Njarðvík - Stjarnan ..................................1:1 Sverrir Þór Sverrisson 51. – Bjarni Sæ- mundsson 85. sjálfsmark Staðan: Keflavík 14 10 3 1 40:14 33 Þór 14 8 4 2 36:25 28 Víkingur R. 14 7 6 1 20:10 27 Stjarnan 15 5 7 3 26:20 22 HK 15 5 3 7 23:25 18 Njarðvík 15 4 5 6 30:32 17 Breiðablik 15 5 2 8 18:23 17 Haukar 15 4 4 7 18:28 16 Afturelding 15 4 2 9 16:32 14 Leiftur/Dalvík 14 2 2 10 18:36 8 2. deild karla Léttir - Fjölnir...........................................2:6 Völsungur 15 12 1 2 56:22 37 Fjölnir 16 11 3 2 50:22 36 Selfoss 15 9 2 4 35:20 29 Tindastóll 15 8 1 6 32:28 25 ÍR 15 6 2 7 30:29 20 KS 15 5 5 5 25:26 20 Víðir 15 6 2 7 20:26 20 KFS 15 4 3 8 31:40 15 Sindri 15 1 4 10 24:37 7 Léttir 16 2 1 13 15:68 7 Vináttulandsleikir Mexíkó - Perú............................................1:3 Mariano Trujillo 54. – C. Pizarro 2., C. Zeg- arra 31., N. Solano 33. Rauð spjöld: Bor- getti og Briseno, Mexíkó, Galliquio og Piz- arro, Perú, allir á 68 mín. Kólumbía - Slóvakía ..................................0:0 Venezuela - Haiti .......................................3:2 Ekvador - Guatemala................................2:0 Panama - Paraguay...................................1:2 ÚRSLIT ÓSKAR Örn Hauksson, knatt- spyrnumaðurinn efnilegi sem leikur með 1. deildarliði Njarðvíkinga í knattspyrnu, hélt í morgun til Noregs þar sem hann verður til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sogndal fram á þriðjudag. Óskar, sem er 19 ára gamall og á leiki með yngri lands- liðum Íslands, er í hópi markahæstu leikmanna í 1. deildinni en í 13 leikj- um Njarðvíkinga í sumar hefur hann skorað 7 mörk en hann leikur sem miðjumaður og getur einnig brugðið sér í sóknina. Óskar þekkir aðeins til í norskri knattspyrnu en hann var í eitt ár hjá unglingaliði Molde. Sogndal er í þriðja sæti norsku úr- valsdeildarinnar og hefur frammi- staða liðsins komið mjög á óvart. Óskar til Sogndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.