Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 47 23. ágúst á Hamarsvelli í Borgarnesi. Höggleikur með og án forgjafar. Ræst verður út frá klukkan 8:00–10:00 og 12:30–14:30. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar. Nándarverðlaun í boði. Sérstök aukaverðlaun fyrir konur. Dregið úr skorkortum í mótslok. Mótsgjald kr. 2.800. OPNA Marshal dekkjamótið Hjólbarðahöllin við Fellsmúla Golfklúbbur Borgarness FÓLK  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, segir að Sol Campbell hefði ekki verið ákærður af aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins fyrir að sparka í Djemba-Djemba, leikmann Man- chester United, í leiknum um sam- félagsskjöldinn ef hann hefði verið í öðru liði en Arsenal. „Ef einhver ann- ar leikmaður í öðru liði hefði gert það sem Campbell gerði hefði sá leikmað- ur sloppið með það. Ástæðan fyrir því að Campbell er ákærður er vegna þess að hann er leikmaður Arsenal,“ sagði Vieira.  RÚMENSKA knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að láta kven- dómara byrja að dæma leiki í fyrstu deild karla í Rúmeníu. Þetta er gert til þess að bæta dómgæsluna en karl- dómarar í Rúmeníu hafa verið gagn- rýndir mikið á síðustu árum fyrir slaka dómgæslu.  CHELSEA hefur nú augastað á sænska landsliðsmiðherjanum Zlatan Ibrahimovic, sem leikur með Ajax.  CRISTIANO Ronaldo, 18 ára, nýja stjarnan hjá Manchester United, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Portúgal gegn Kasakhstan á miðvikudaginn, 1:0. Hann lék seinni hálfleikinn – kom inná fyrir þann leikmann sem hann hefur alltaf dáð, Luis Figo.  SÆNSKA blaðið Dagens Nyheter segir að Åge Hareide, þjálfari Rosen- borg, verði næsti þjálfari sænska landsliðsins. Blaðið segir að hann taki við starfi Tommy Söderberg, sem ætlar að hætta með sænska landsliðið næsta sumar, eða eftir Evrópukeppn- ina í Portúgal. Hareide er ekki ókunn- ugur í Svíþjóð, þar sem hann gerði Helsingborg að sænskum meisturum 1990 og síðan bikarmeisturum. ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í Hafnarfirði hafa feng- ið liðsstyrk frá Litháen, en Rasituvilic Dalus er genginn til liðs við meistarana. „Við erum mjög ánægðir með Dalus, hann á ríflega hundrað landsleiki og hefur mikla reynslu líka úr Evr- ópukeppninni. Hann er mjög góður leikmaður, leikur á miðjunni, er ekki hávaxinn en góð skytta og getur leikið all- ar stöður auk þess sem hann er frábær varnarmaður,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálf- ari Hauka í samtali við Morg- unblaðið í gær. Lithái til Hauka FORRÁÐAMENN norska knatt- spyrnusambandsins ætla að funda með félögum sínum í Svíþjóð og Danmörku á næstu dögum – fundarefni er að koma á meist- aradeild Skandinavíu á næsta ári, þar sem bestu liðin frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku leika sam- an í einni deild. Mikill áhugi er fyrir þessari deild hjá for- ráðamönnum knattspyrnu- sambandanna, félögum og leik- mönnum. „Það er engi vafi á að meistaradeild sem þessi myndi styrkja knattspyrnuna á Norð- urlöndum mjög mikið og auka áhugann fyrir knattspyrnunni í löndunum þremur,“ segir Norðmaðurinn Olav Boksasp í viðtali við fjölmiðla. Menn sem hafa sýnt meistaradeildinni hvað mestan áhuga segja að auðvelt verði að fá fyrirtæki til að taka þátt í að koma deildinni á lagg- irnar. Leikið yrði í riðlum og síð- an færi fram úrslitakeppni lið- anna sem ná bestum árangri. Meistaradeildin verður þó ekki að veruleika nema Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, sam- þykki tillögur frá löndunum þremur um að árangur í deildinni gæfi nokkrum liðum rétt til að leika í Evrópukeppni – Meist- aradeild Evrópu og UEFA- keppni.. Bestu lið Norður- landa í meistaradeild Njarðvíkingar tóku á mótiStjörnunni í gærkvöldi í 1. deildarkeppninni og urðu þeir að sætta sig við jafn- tefli – eftir að hafa skorað sjálfsmark, 1:1. Fyrri hálfleikur var frekar bragð- daufur og fátt um fína drætti. Leikurinn fór aðallega fram á miðjunni og náðu liðin ekki að skapa sér hættuleg færi. Besta færið í fyrri hálfleik áttu Njarðvík- ingar – þegar Óskar Hauksson skaut föstu skoti, sem Magnús Karl Pétursson, markvörður Stjörnunnar, varði vel. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálf- leik. Í seinni hálfleik lifnaði yfir leiknum. Njarðvíkingar hófu leik- inn af miklum krafti og á 51. mín- útu skoruðu þeir fyrra mark leiks- ins. Þar var að verki Sverrir Þór Sverrisson eftir sendingu frá Snorra Má Jónssyni. Njarðvíking- ar fengu aukaspyrnu út á miðjum vallarhelmingi Stjörnumanna. Þeir sendu boltann fyrir og þar var Snorri Már á fjærstöng – sendi boltann fyrir mark Stjörnunnar. Sverrir þakkaði fyrir sig og skor- aði gott mark, 1:0. Stjörnumenn átti dauðafæri skömmu síðar – Brynjar Svavars- son fékk knöttinn inn fyrir vörn Njarðvíkinga; var einn á móti Friðriki Árnasyni markverði. Frið- rik náði að þrengja færið hjá Brynjari þannig að hann náði ekki skoti og færið fór í súginn. Friðrik átti stórgóðan leik í markinu. Stjörnumenn sóttu stífar eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Það var svo á 85. mín. að Bjarni Sæmundsson, fyrirliði Njarðvík- inga, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Stjörnumenn höfðu verið að sækja nokkuð stíft en Njarðvíkingar náð að hreinsa. Eft- ir eina slíka sókn náði Sveinn Magnússon boltanum inni á sínum vallarhelmingi, hann sendi boltann aftur inn í vítateig Njarðvíkinga. Bjarni ætlaði að skalla boltann frá, en því miður fyrir hann fór hann yfir Friðrik markvörð. Leikurinn bar þess greinilega merki – að hvorugt liðið hafði efni á því að tapa stigum. Maður leiksins: Friðrik Árna- son, Njarðvík. Stjörnumenn náðu jafntefli Atli Þorsteinsson skrifar Morgunblaðið/Kristinn Blikar sátu eftir í grasinu með sárt ennið eftir 4:2 tap fyrir HK í gærkvöldi. Hér fylgist Hörður Bjarnason með þegar Ásgrímur Albertsson, varnarjaxl HK, er fyrri til að standa upp eftir návígi. Mikil barátta einkenndi leikinnstrax frá byrjun – á kostnað gæðanna – og hræðsla leikmanna við að gera mistök ein- kenndi leikinn. Heima- menn virkuðu sterkari framan af og áttu nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta. Sigmundur Ást- þórsson fór t.d. illa með tvö dauðafæri á 13. og 20. mínútu. Leikmenn Aftureldingar voru fastir fyrir á miðjunni og þrátt fyrir að fá lítið sem ekkert af marktækifærum upp- skáru þeir mörkin. Það fyrra kom á 25. mínútu þegar Hans Sævarsson átti við- stöðulaust skot af fimmtán metra færi – knötturinn fór upp í markhornið – óverjandi fyrir Jörund Kristinsson, markmann Hauka, sem horfði agndofa á. Áfram hélt leikurinn á sömu nótum og áður, heimamenn sóttu en Mosfell- ingar léku varnarhlutverkið. Seinna mark Aftureldingar kom gegn gangi leiksins – þá kom sending, sem virtist saklaus, af vinstri kanti. Jörundur markvörður ætlaði að handsama knött- inn, sem hrökk úr höndum hans beint fyrir fætur Hans Sævarssonar, sem þakkaði pent fyrir sig, 2:0. Heimamenn efldust aðeins við mót- lætið og héldu áfram að sækja, sókn þeirra gaf hins vegar ekki af sér mark fyrr en á 89. mínútu. Þá skoraði Krist- ján Ómar Björnsson glæsimark úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig – markið kom hins vegar of seint og úr- slitin enn og aftur, 2.1, fyrir Aftreld- ingu. „Það er gífurlega þungu fargi af mér létt. Það hefur verið erfitt að þola tap sex leiki í röð. Leikmenn mínir eiga því mikið hrós skilið. Okkur hefur gengið vel á Ásvöllum – unnið 1:2 síðustu tvö ár – og það sýndi sig að við höfum gott tak á Haukunum. En einn leikur er ekki nóg – við munum berjast til síð- asta blóðdropa í næstu leikjum. Við ætlum okkur að halda sæti okkar í deildinni. Það kemur ekki til greina að við förum niður,“ sagði Sigurður Þórir Þorsteinsson, þjálfari Aftureldingar. „Þetta var lýsandi fyrir gengi okkar í sumar. Við náum ekki að setja boltann í netið. Við fengum ótal færi, og sjaldan eins mörg. Við hefðum getað tryggt okkar stöðu með sigri og það er ótrú- legt að við skyldum ekki hafa náð einu stigi. Nú er bullandi barátta framund- an og ég hef fulla trú á mínu liði,“ sagði Darri Jóhansen, fyrirliði Hauka. Maður leiksins: Hans Sævarsson, Aftureldingu. Hefðin enn sterk hjá Aftureldingu VARLA er hægt að kalla úrslitin á Ásvöllum í gærkvöldi óvænt þegar Aft- urelding sótti Hauka heim – þrátt fyrir að heimamenn hafi vaðið í fær- um, en gestirnir aðeins fengið tvö, sem nægði til að fagna sigri, 2:1. Við- ureignir liðanna hafa alltaf endað með þessari markatölu, gestunum í hag, síðan Sigurður Þorsteinsson tók við liði Aftureldingar fyrir tveimur árum. Með sigrinum náðu gestirnir að galopna botnbaráttuna og eygja nú von um að halda sæti sínu í deildinni. Haukarnir eru einnig í fallbar- áttu og skilja aðeins tvö stig liðin að – þegar níu stig eru eftir í pottinum. Andri Karl skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.