Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MEÐLIMUR fjölskyldu soldánsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur látið smíða fyrir sig skemmtisnekkju á Íslandi, sem jafnframt er útbúin til togveiða. Það er bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði sem annaðist hönnun og smíði snekkjunnar. Furstinn komst á snoðir um starfsemi Trefja á Netinu en hann er mikill áhugamaður um sport- veiðar og vantaði hann togskip í stórt bátasafn sitt en gerði þá kröfu að nota mætti bátinn sem lystisnekkju þegar hann væri ekki að veiðum. Allur búnaður til veiðanna er því neðan þilja og sést ekki nema þegar hann er í notkun. Að öðru leyti er um hefðbundna lystisnekkju að ræða, íburður mikill og ekkert til sparað. Smíðuðu „tog- snekkju“ fyrir olíufursta  Konunglegur/29 CLIVE Stacy, sem sér um ferðir þúsunda Breta hingað til lands með ferðaskrifstofunni Arctic Experience í Bretlandi, segir hrefnuveiðar vera áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Við höfum séð um ferðir til Íslands í 18 ár, og við erum stærsta ferðaskrifstof- an í Bretlandi með Íslandsferðir. Í ár koma tæplega átta þúsund manns til landsins á okkar veg- um. Nýhafnar hvalveiðar hafa strax áhrif á starf okkar, fólk hringir og afpantar ferðir. Á því leikur enginn vafi að hvalveið- arnar hafa neikvæð áhrif á ferða- þjónustuna. Meirihluti Breta er á móti hvalveiðum, og mörg ár tekur að laga skaðann, sem unn- inn hefur verið á ímynd Íslands.“ Að sögn Stacy mun fyrirtæki hans nú þurfa að fá staðfest hjá öllum samstarfsaðilum hér á landi að fyrirtæki þeirra séu á móti hvalveiðum. „Ef þau undir- rita ekki yfirlýsinguna munum við ekki halda samstarfi við þau áfram. Það er eina leiðin fyrir okkur til þess að geta fullyrt við okkar viðskiptavini, að með ferð til Íslands séu þeir ekki að styðja hvalveiðar,“ sagði Stacy. Hópar afbóka ferðir hingað til lands Borið hefur á afbókunum er- lendra hópa á ferðum til landsins. Knútur Óskarsson, sem rekur ferðaskrifstofuna Destination Iceland, segir að 18 manna hópur ljósmyndara og fyrirsætna frá Bandaríkjunum hafi hætt við myndatöku hér á landi. „Ætlunin var að taka tískuljósmyndir hér á landi, sem og forsíðumyndir, til dæmis við Jökulsárlón. Þau ætl- uðu að vera hér í tíu daga, og efn- ið átti að birtast í stórum tímarit- um bæði á austur- og vesturströndinni,“ sagði Knútur í samtali við Morgunblaðið. „Við áttum von á hópnum nú í byrjun september, en nú fengum við tölvupóst frá forsvarsmönn- um útgáfunnar, sem aflýsa komu hópsins. Ástæðan er sögð vera hvalveiðar Íslendinga. Útgáfan sé umhverfissinnuð, og vilji ekki kynna fyrir lesendum sínum staði sem styðji hvalveiðar.“ „Hvalveiðarnar skaða ekki ein- ungis ferðaþjónustuna sjálfa, heldur einnig ímynd landsins og tækifæri til umfjöllunar á erlend- um vettvangi. Ég vil hins vegar ítreka að málið snýst ekki aðeins um hvort við megum veiða hval eða ekki, heldur um viðskipta- hagsmuni ferðaþjónustunnar,“ segir Knútur. Aðeins byrjunin Sigrún Sigmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá innanlands- deild Ferðaskrifstofu Íslands, tekur í sama streng. „Hjá okkur hefur einn hópur frá Frakklandi þegar afbókað ferð sína til lands- ins vegna hvalveiða. Við höfum trú á að það sé aðeins byrjunin.“ Ferðaþjónustufyrirtæki telja hrefnuveiðar skaða ferðaþjónustuna Áfall fyrir markaðs- setningu Íslands BÖRNIN í Grafarvogslaug létu góða veðrið í gærdag sér ekki úr greipum ganga og nutu stundarinnar í lauginni. Innan skamms munu allir setjast á skólabekk á ný, og ekki seinna vænna að æfa sundtökin, svo ekki sé minnst á dýfingarnar, fyrir skóla- sundið í vetur. Að minnsta kosti var ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir í slag- inn, jafnt fyrir sundfimina sem skólasetuna. Morgunblaðið/Kristinn Stinga sér á bólakaf EYJÓLFUR Melsteð, sem starfar við tónhæfingu fjölfatlaðra í Austurríki, hefur ásamt Caspar Har- beke, arkitekt og hljóðfærasmið, hannað og fengið einkaleyfi fyrir sérstöku hljóðfæri, sem reynst hef- ur vel í starfi hans. Hljóðfærið heitir á þýsku Die Klangwiege, sem Eyjólfur kallar ómhörpu á íslensku. „Slökun er grundvall- arþáttur í meðferðinni og þess vegna leitaði ég að hljóðfæri sem hægt væri að vagga, liggja í og vera hreyfður í leiðinni,“ sagði Eyjólfur um þetta sérstæða hljóðfæri. „Vaggan er með strengjum sitt hvorum megin, sem ætlað er að gefa eins konar forsögn um hreyfingar. Ef ég spila strengina öðru megin gefur það til kynna að ég ætli að hreyfa þann fjölfatlaða í þá átt. Viðkomandi finnur tónana og titringinn í vöggunni og heyrir þá líka og það virkar full- komlega slakandi. Svo spila ég strengina hinum megin og sá sem liggur í „vöggunni“ veit þá að honum verður velt yfir á hina hliðina. Ómvaggan er sem sagt hugsuð til þess að auðvelda hinum fjöl- fatlaða að átta sig á jafnvægisskyninu,“ sagði Eyj- ólfur ennfremur um notkun hljóðfærisins. Hannaði hljóðfæri fyrir fjölfatlaða  Daglegt líf/B2 LOFTLEIÐIR, dótturfélag Flugleiða hf., hefðu náð milljarðaviðskiptum hefði breska lággjalda- flugfélaginu FreshAer tekist að afla tilskilinna leyfa og fjármagns til að hefja farþegaflug í haust frá Írlandi til áfangastaða í Evrópu. Loftleiðir og FreshAer skrifuðu í síðustu viku undir viljayfirlýs- ingu þess efnis að Loftleiðir myndu annast flug fyr- ir FreshAer á fjórum þotum er flutt gætu allt að 4.000 farþega á dag til evrópskra áfangastaða frá og með október nk. FreshAer þarf nú samkvæmt frétt í The Irish Independent að endurgreiða 1.500 flugmiða sem keyptir höfðu verið í ferðir á vegum þess í forsölu, alls að upphæð um 20 milljónir íslenskra króna. Að auki sagði John Lepp, aðalforstjóri félagsins og helsti fjármögnunaraðili, skilið við félagið eftir að út spurðist að hann hefði verið fundinn sekur um tvenn fjársvik, hann dæmdur í eins árs fangelsi ár- ið 1999 og bannað í kjölfarið að stjórna fyrirtæki í Bretlandi næstu tíu árin þar á eftir. Loftleiðir urðu af milljarðaviðskiptum  Milljarðaviðskipti/14 ÞORBJÖRN Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, tjáði Morgunblaðinu í gær að á fundi með yfirmanni Impregilo, Þórarni V. Þórarinssyni og fulltrú- um Samtaka atvinnulífsins í gær hefðu verið lagðar spurningar fyr- ir yfirmenn Impregilo, þar sem farið var fram á efnisleg svör við ýmsum þáttum varðandi aðbúnað og starfskjör starfsmanna. „Við fórum í gegnum nokkur efnisat- riði, og formleg vinna er komin í gang. Þeir lögðu fram útreikninga á launum fastra starfsmanna Impregilo, en við fengum ekki að sjá ráðningarsamninga. Sömu- leiðis fengum við ekki upplýsing- ar um á hvaða kjörum leigustarfs- menn eru. Einnig var lögð fram vinnuáætlun um starfsmannabúð- ir, og hvernig eigi að ljúka bygg- ingu þeirra. Ég er ánægður með að menn settust niður til að ræða þessi mál, en við munum halda fund á ný á mánudag og vonandi skýrast fleiri þættir þá,“ sagði Þorbjörn í samtali við Morgun- blaðið. „Hins vegar kom ekki margt fram á fundinum sem breytti stöðunni að svo stöddu. Að mínu mati er nauðsynlegt að trún- aður komist á um að ekki sé verið að brjóta lágmarkskjör starfs- manna,“ sagði Þorbjörn ennfrem- ur. Um þessar mundir vinna tyrk- neskir og rúmenskir vinnuhópar linnulítið við að reisa ný hús við búðir Impregilo. Fyrirtækið af- henti Landsvirkjun nýja aðgerða- áætlun um uppbygginguna á svæðinu á dögunum, og kemur þar fram að svefnrými fyrir 800 manns eigi að vera tilbúið í lok septembermánaðar. Impregilo lagði fram vinnu- áætlun um starfsmannabúðir  Íbúarnir/23 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.