Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ er ekki á hverjum degi sem menn taka sig til og hanna nýtt hljóð- færi til að ná fram ákveðnu markmiði í starfi sínu. Eyjólfur Melsteð, sem búsettur er í Austurríki, þar sem hann starfar við þjálfun og endur- hæfingu fjölfatlaðra, hefur fengið einkaleyfi fyrir sérstöku hljóðfæri, sem hann kallar á þýskunni Die Klangwiege, eða ómvöggu, eins og hann kýs að kalla hljóðfærið á ís- lensku. „Nafnið kemur til af því að við þurftum að hafa nafn sem stæð- ist einkaleyfið. Orðið „vögguharpa“ væri fallegra og lýsir þessu hljóð- færi reyndar betur, en það er ekki hægt að fá einkaleyfi fyrir hörpu þannig að ómvagga varð fyrir val- inu,“ segir Eyjólfur sem er sér- menntaður í fagi sem hann kallar tónhæfingu, en oft er kallað „mús- ík þerapía“ í almennri umræðu. „Músík þerapía finnst mér af- leitt orðasamband. Þerapía er komið úr grísku og þýðir að fylgja eða að leiða, en þerapía í huga alls þorra fólks felur í sér einhvers konar meðferð, sem er ekki rétt lýsing á þessu ferli, því þetta fag spannar ákaflega vítt svið.“ Eyjólfur er einnig menntaður tón- listarmaður og er harður á því að gera verði greinarmun á músík og tónlist: „Músík lærir maðurinn í móðurkviði og ber töluvert skyn- bragð á þegar hann kemur í heim- inn. Fóstrið skynjar taktinn frá hjarta móðurinnar. En tónlist er listform. Þú þarft að uppfylla ákveðnar kröfur til að fylgja henni. Músík er eitthvað sem öllum er gef- ið og í raun og veru erum við að tala um, í tveimur orðum, sama fyrir- bærið sem er ekkert annað en leikur að tónum og hryn. Músík og tónlist getur verið það sama, en þarf ekki að vera það.“ Tónhæfing í Vínarborg Eyjólfur Melsteð lærði ungur á trompet og hóf sinn tónlistarferil með Drengjalúðrasveitinni. Á náms- árum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík lék hann með hinum ýmsu danshljómsveitum og minnist þess einna helst af þeim vettvangi hversu tækjakostur var frumstæð- ur. „Þegar ég var að byrja í þessum bransa notuðu menn gjarnan út- varpstæki fyrir gítarmagnara. Það voru því ekki alltaf söngvarar í hljómsveitunum, einfaldlega vegna þess að ekki var á vísan að róa með magnarakerfi til að syngja í. En þetta gekk einhvern veginn og hljómflutningstækninni óx brátt fiskur um hrygg,“ segir Eyjólfur þegar hann rifjar upp hljómsveita- ferilinn. „Á menntaskólaárunum var ég í óformlegu tónlistarnámi hjá Páli Pampichler, svona eins og lærlingur hjá meistara sínum. Ég lærði meðal annars undirstöðuatriði í hljóm- sveitarstjórn, sem kom sér vel síðar þegar mennaskólanámi lauk, því þá stjórnaði ég lúðrasveit og kenndi við Tónlistarskólann í Sandgerði um skeið.“ Að loknu stúdentsprófi hóf Eyj- ólfur nám við Háskóla Íslands og var jafnframt viðloðandi Sinfóníu- hljómsveitina á þeim árum. „Tón- listaráhuginn togaði alltaf í mig og ég fann innra með mér að ég yrði aldrei sáttur við sjálfan mig nema ég færi út í tónlistarnám af fullri al- vöru. Það var mikið fyrirtæki á þessum árum að fara í tónlistarnám erlendis því þá voru námslán í list- námi ekki eins aðgengileg og síðar varð.“ Eyjólfur lét slag standa og fór til Vínarborgar í trompetnám árið 1967 og komst að hjá sama kennara og Lárus heitinn Sveinsson lærði hjá á sínum tíma, enda hafði Lárus skrif- að þessum gamla kennara sínum bréf þar sem hann mælti með Eyj- ólfi sem efnilegum trompetleikara. „Á fyrsta námsári mínu í Vínar- borg kynnist ég þessari námsbraut í tónhæfingu, og fagið vakti áhuga minn. Upphaflega kemur þessi að- ferð úr frumstæðum þjóðfélögum, sem enn í dag eru meistarar í að beita henni. Þetta er angi af ákveð- inni tækni læknisfræðinnar frá Grikkjum, Forn-Persum og fleiri fornum menningarþjóðum. Músík- inni er beitt til endurhæfingar, eða hæfingar, á nánast öllum sviðum læknisfræðinnar.“ Harðsnúið lið fagfólks Eyjólfur hélt heim til Íslands að loknu námi árið 1970 og hóf þegar störf hjá Styrktarfélagi vangefinna. „Samtökin höfðu veitt mér náms- styrk og ég á móti skuldbundið mig til að vinna fyrir þau í þrjú ár að loknu námi. Ég gekk því að verk- efnum á fullu þegar ég kom heim. Síðar æxluðust hlutirnir þannig að ég gerðist aðstoðarforstöðumaður á Kópavogshæli, en árið 1983 fór ég að vinna í Safamýrarskóla, sem þá nefndist Þjálfunarskóli ríkisins. Sá skóli tók þá mest þroskaheftu og fjölfötluðu. Þorsteinn Sigurðsson hafði þá tekið við stjórn þessa skóla og hann hafði ein- stakt lag á því að koma sér upp harðsnúnu liði afburða fagfólks. Þótt ég hafi farið víða um lönd í mínu starfi hef ég ekki, nema á tveim- ur stöðum í Evrópu, komið í skóla á þessu sviði sem geta státað af jafngóðu kennaraliði. Þorsteinn var óþreytandi við að sækja menn úr öllum heimshorn- um, sem eitthvað höfðu fram að færa á þessu sviði, og var ótrúlega seigur að beina öllum nýjungum inn í starf skólans. Það var feikilega örvandi að starfa þarna. Meðal þess sem Þor- steinn kom með heim í far- teskinu, þegar hann hafði farið nánast um allan heiminn á vegum UNESCO, var hug- myndafræði frá Þýska- landi, sem hann hafði kynnst hjá Ursulu Haupt, sem var prófessor í sér- kennslufræðum við háskólann í Mainz. Þessi hugmyndafræði var doktorsverkefni Andreasar Fröh- lich, sem fjallaði um kennslu og örvun ofurfatlaðra. Sú skilgreining hefur reyndar mætt talsverðri mótspyrnu frá for- eldrum. En það eru ákveðin rök fyr- ir því að skilgreina mest fjölfatlaða hópinn sérstaklega, því hann verður gjarnan útundan í skólakerfi flestra landa. Reyndar er þetta einungis vinnuheiti og við getum því alveg haldið okkur við orðið „fjölfatlaður“. En í þessum geira er alltaf mikil til- hneiging til að nota flóttayrði. Orðið „vangefinn“ má til dæmis ekki nota. Magnús Magnússon, fyrrum skóla- stjóri Höfðaskóla, kom fram með orðið „hugfatlaðir“, en það náði ekki fótfestu. Það er alltaf verið að búa til ný og ný orð um þetta. Orðið „þroskaheftir“ kemur úr skandinav- ísku, en margar skilgreiningar og hugtök endast ekki lengi og maður verður sífellt að læra ný orð og hug- tök. Með doktorsverkefni Fröhlich var komin fram skýrsla um þessa skóla- tilraun, þar sem lýst var mjög ná- kvæmlega, ekki eingöngu fræðileg- um bakgrunni, heldur einnig hvernig tilraunin var framkvæmd. Þorsteinn kom með bók um þetta efni og bað mig um að þýða hana, sem ég gerði eitt sumarið. Þá var til áætlun um að senda hóp af kenn- urum til Þýskalands og kynna sér þessa hugmyndafræði. Andreas Fröhlich var fenginn hingað, þegar við vorum búin að kópera skólann hans að svo miklu leyti sem okkur hentaði, til að vera hér með heil- mikið námskeið í heila viku. Hann varð alveg gáttaður á að hugmyndir hans væru komnar alla leið til Ís- lands, því á þessum tíma var hug- myndafræði hans lítt þekkt utan borgarinnar, þar sem hann starfaði. Hugmyndafræðin byggist á því að koma til móts við hinn mest fatlaða á því þroskastigi sem hann er, með fullri virðingu. Þessar hugmyndir opnuðu mér nýjar gáttir í mínu starfi.“ Hin eilífa leit Árið 1987 urðu þáttaskil í lífi Eyj- ólfs og hann ákvað að flytja aftur út til Austurríkis, öðrum þræði til að sættast við sjálfan sig og hins vegar til að hvíla sig á Íslandi, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég ákvað að koma mér út úr þessum vítahring vinnunnar og lífs- gæðakapphlaups, sem löngum hefur verið alltof stór þáttur í lífsmynstri Íslendinga að mínum dómi. Það er ákaflega erfitt að ætla sér að lifa einföldu lífi á Íslandi vegna þess hversu erfitt er að finna ódýrt hús- næði og vegna þess að nauðsynja- vörur eru hér á uppsprengdu verði. Þegar ég flutti út var ég óákveð- inn í hvað gera skyldi. Það voru við- brigði að koma aftur til Austurríkis frá Íslandi, úr „landsliðinu“ í Safa- mýrarskóla, horfandi upp á að þeir í Mið-Evrópu voru fjörutíu árum á eftir okkur Íslendingum í málefnum þroskaheftra. Svo fór nú samt að ég réð mig í starf hjá samtökunum Lebenshilfe, sem eru stuðnings- og foreldrasamtök svipað og Styrktar- félag vangefinna hér á landi. Minn starfsvettvangur var fylkið Oberöst- erreich. Þar var ég ráðgefandi fyrir allar þeirra stofnanir, sem spanna allt frá stöðvum frumörvunar, sem tekur við nýgreindum eða nýfædd- um þroskaheftum börnum, upp í sambýli og dagvistir. Mér var enn- fremur ætlað að halda námskeið og fræðslufundi fyrir starfslið samtak- anna. Þarna vann ég um árabil og þeytt- ist um fylkið þvert og endilangt. Starfið vatt upp á sig og ég fór með- al annars að kenna á ýmsum nám- skeiðum og eins stundaði ég stunda- kennslu við Kennaraháskólann í Linz, höfuðborg fylkisins, sem ég sinni enn.“ Þegar hér var komið sögu bauðst eiginkonu Eyjólfs, Adelheid, staða við menntaskólann í Kirchdorf og Eyjólfur hugðist þá fara í barns- burðarleyfi, sem var þá tvö ár í Austurríki, en dóttir þeirra hjóna var þá tíu mánaða gömul. Vegna ákveðinna formsatriða fékk Eyjólf- ur ekki barnsburðarleyfið, en yfir- maður hans bauð honum að segja upp með því loforði að hann gæti komið aftur hvenær sem hann vildi. „Þetta varð mín gæfa. Það eru tíu ár síðan og ég er ekki aftur kominn til starfa hjá Lebenshilfe í Oberöst- erreich. Hins vegar hef ég haft nóg að gera annars staðar því hvarvetna er vöntun á fólki í mínu fagi og hinir ýmsu aðilar settu sig í samband við mig og báðu mig um að taka að mér verkefni hér og þar. Smám saman vatt þetta upp á sig. Yngstu börnin mín tvö stækkuðu og ég samdi um það við blandaðan leikskóla, þar sem bæði eru heilbrigð og fjölfötluð Eyjólfur Melsteð hefur um árabil starf- að að tónhæfingu fjölfatlaðra. Hann segir Sveini Guðjónssyni hvernig leit hans að fullkomnari aðferðum leiddi til hönnunar á sérstöku hljóðfæri sem reynst hefur vel í starfi hans. Með þessum útbúnaði geta fjölfatl- aðir, með þroska þriggja ára barns, leikið einföld lög á gítar. Ómvaggan Ómvaggan í notkun Ómvaggan er þannig gerð að hægt er að liggja í henni um leið og henni er ruggað. Einnig má spenna hana við stól þannig að viðkomandi getur farið úr hjólastólnum yfir í hana í sitjandi stellingu. Vaggan er með strengjum sitt hvorum megin sem á að gefa forsögn um hreyfingar. Íslenskt hugvit hans Eyjólfs B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.