Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 3
börn, að fá pláss fyrir börn- in mín samhliða vinnu minni þar, þannig að við vorum öll á sama leikskólanum. Þetta kom sér vitaskuld afskap- lega vel og ég hafði fyrir bragðið meira svigrúm og frelsi í mínu starfi. Ég hef síðan verið eins konar lausamaður í faginu og sjálfstætt starfandi með mína eigin stofu, sem hefur komið sér afar vel. Með þessu fyrirkomulagi gafst mér betra tækifæri til að vinna sjálf- ur í auknum mæli að þróun minna eigin aðferða innan frumörvuninnar, sem aðallega fólst í því að bæta músíkinni við hugmyndafræði Andr- easar Fröhlich. Hjá mér upphófst þessi eilífa leit, ekki einungis að hentugum aðferðum við kennsluna, heldur einnig að hentugum hljóð- færum og þar getur maður aldrei látið staðar numið.“ Taktsláttur hjartans „Tónhæfing gengur meðal annars út á að fá þann sem er heftur í fjötra stjarfans til að slaka á svo að hann eigi auðveldara með að taka við því sem við erum að bjóða honum. Hjartslátturinn, fyrsta músíkin sem barnið heyrir í móðurkviði, er það sem róar það og fær það til að slaka á. Og á þessu er ákveðin skýring. Fyrsta líffærið sem fullþroska verður á fósturskeiði er innra eyrað. Þetta gerist á 37. degi meðgöng- unnar. Sá taugavefur sem fyrir hendi er er í raun og veru bara þessi litli klumpur, stofnheilinn, sem er elsti og frumstæðasti hluti heilans. Í honum festast starfsminni eins og andardráttur, hjartsláttur og músík. Þar eð þetta líffæri er fullþroska nemur það að sjálfsögðu hjartslátt- inn og þar byrjum við að læra að heyra. Ég hef athugað kerfisbundið ófötluð ungbörn, viðbrögð þeirra og hegðun gagnvart músík. Þegar ég hafði fengið í hendurnar hljóðfæri sem skynja titring við líkamann, meðal annars hina svonefndu „big boom“, eða raufatrommu, gekk ég út frá kenningum Lee Salk, geð- læknis í New York, sem hafði gert athuganir á börnum í vöggustofu á fæðingardeild með því að spila fyrir þau hjartslátt. Ég fór að spila tilbú- inn hjartslátt á trommur í taktinum 72 slög á mínútu, sem er hinn staðl- aði hjartsláttur. En hvað er staðlað í heiminum? Þetta var hins vegar „theorísk“ staðreynd, sem ég vann með og beitti í mínum athugunum. Hún átti bara ekki við öll börn. Til dæmis átti ég í vandræðum með tvo bræður, sem alls ekki svöruðu þessu og slök- uðu ekki á við 72 slaga taktinn eins og flest hinna barnanna. Stundum verður maður ergilegur í starfi og ég fór að slá hraðar og á vissum punkti, þegar ég var kominn all- miklu hraðar, þá skeði undrið. Ann- ar bróðirinn, sem var hjá mér þá stundina, slakaði á og varð alveg af- slappaður á raufartrommunni. Það sama gerðist með hinn bróðurinn. Þegar ég var kominn upp í sama taktinn og hjá bróður hans þá slak- aði hann líka á. Það var við 104 slög á mínútu. Þarna upplifði ég allt í einu skapandi stund með báðum bræðrunum á einum og sama deg- inum. Þegar móðir þeirra kom og sótti þá, afar feitlagin kona, sem þjáðist af háum blóðþrýstingi, greip ég um púlsinn á henni og sagði henni hvað ég hefði upplifað stór- kostlegt atvik með sonum hennar þann daginn. Ég fann auðvitað á púlsi hennar að þar sló nákvæmlega sami takturinn og sá sem drengirnir brugðust svo vel við. Síðan elti ég uppi allar mæður barnanna sem ég var með og bað þær um að taka púlsinn á sér í hvíld. Þannig uppgötvaði ég smám saman að það var ekki bara hjartsláttur móðurinnar sem hafði afgerandi áhrif á þetta, heldur einnig það að hann hætti að virka þegar börnin náðu sex mánaða tilfinningaþroska. Nú er það svo í mínu starfi að maður getur verið að sinna börnum allt upp í tólf ára aldur, og jafnvel eldri, sem ekki eru orðin sex mánaða í mæl- anlegum þroska, samkvæmt okkar skrám. Það er tilfinningaþorskinn sem kemur fyrstur og þegar hann hefur náð ákveðnu stigi kemur þroskinn á hinum sviðunum á eftir. Tilfinningaþroskinn kemur viljanum af stað til að ná framförum. Þarna uppgötvaði ég að þegar börnin voru tilbúin að taka við öðrum rythma vissi ég að þau voru orðin sex mán- aða tilfinningalega.“ Slökun í vöggu Um tildrög þess að Eyjólfur fór út í að hanna sérstakt hljóðfæri til nota í starfi sínu segir hann meðal annars: „Ég trúði á sínum tíma að raf- hljóðfærin gætu gert mikið gagn og það er rétt svo langt sem það nær. En í þeim geira þar sem ég starfa duga þau skammt. Rafhljóðfærin mynda tilbúna tóna og hafa því ekki sama sveiflusvið og venjuleg hljóð- færi, hvort sem um er að ræða ásláttarhljóðfæri, blásturshljóðfæri eða strengjahljóðfæri. Hvert einasta hefðbundið hljóðfæri hefur yfirtóna bylgjusvið, sem samsvarar bylgjum heilans. Það eru hljóðfæri með af- gerandi alfa-bylgjur og önnur með afgerandi beta-bylgjur og þar fram eftir götunum. Þetta er lykillinn að því að okkur líkar misvel við hljóð- færi. Það er flókið mál að komast að því hvers konar hljómur hverjum og einum líkar best. En þessi bylgjusv- ið mynda rafhljóðfærin ekki. Það eru að vísu til hljóðgervlar sem hafa nokkuð góðar alfabylgjur, en allt hitt er ónothæft. Og þar sem mark- aðurinn er svo smár á þessu afmark- aða sviði, sem ég vinn á, hafa fram- leiðendur þessrara hljóðgervla takmarkaðan áhuga á að framleiða slík hljóðfæri. Slökun er grundvallarþátturinn í meðferðinni og það var til þess að ég leitaði lengi að hljóðfæri sem hægt væri að vagga, liggja í og vera hreyfður í leiðinni. Ég var búinn að tala við 17 hljóðfærasmiði um þessa hugmynd og allir sáu þeir fyrir sér kúptan gítar eða fiðlu, sem hægt væri að liggja á og rugga í leiðinni. en þeir töldu af og frá að hægt væri að smíða slíkt hljóðfæri með góðum árangri. Þá hitti ég hljóðfærasmið, Caspar Harbeke, sem reyndar er menntað- ur arkitekt, og ræddi við hann um þessa hugmynd mína, um hljóðfæri sem hægt væri að leggjast í og vagga, og hann taldi gerlegt að út- færa þessa hugmynd. Þremur mán- uðum seinna sýndi ég „vögguna“ í fyrst sinn, á þingi um frumörvunina við háskólann í Landau. Caspar Harbeke hafði haft vaðið fyrir neðan sig og sótt um einkaleyfi á hljóðfær- inu, og þannig varð ég einkaleyf- ishafi, ásamt honum,“ sagði Eyjólf- ur. „Eitt það erfiðasta í þjálfun og örvun þessara mikið fjölfötluðu barna er jafnvægistilfinningin. Flest þessara barna ná aldrei að þjálfa jafnvægisskynið vegna þess að þau geta ekki setið á gólfinu eins og sex mánaða barn. Heilbrigð börn læra að kútveltast um, læra að detta, læra að styðja sig og læra að sitja. Þannig ná þau jafnvægisskyninu sem mjög fjölfötluð börn ná ekki. Vaggan er með strengjum sitt hvorum megin, sem ætlað er að gefa eins konar forsögn um hreyfingar. Ef ég spila strengina öðrum megin gefur það til kynna að ég ætla að hreyfa barnið í þá átt. Barnið finnur tónana og titringinn í vöggunni og heyrir þá líka og það virkar full- komlega slakandi. Svo spila ég strengina hinum megin og barnið veit þá að því verður velt yfir á hina hliðina. Þannig gengur þeim betur að átta sig á jafnvægisskyninu.“ Eyjólfur sagði ennfremur að hljóðfærið væri notað almennt til slökunar hjá fullorðnu fólki, til dæmis alzheimer-sjúklingum, og virkaði vel á þá. „Það er hægt að spenna „vögguna“ við stól þannig að viðkomandi getur farið úr hjóla- stólnum og yfir í hana í sitjandi stellingu. Þetta hefur verið notað við fólk sem hefur orðið fyrir slysum og fólk sem hefur verið í dásvefni.“ Eyjólfur sagði að einkaleyfi væri vandmeðfarið og snurða hefði hlaup- ið á þráðinn milli hans og meðleyf- ishafans, Harbeke. „Mín hugmynd var bara að fá hljóðfærið fyrir sjálfan mig. En sá sem smíðar hljóðfærið og leggur í kostnað við það vill meira og nú er svo komið að ég er að reyna að standa í vegi fyrir því að hljóðfærið verði selt út um allar trissur, eins og hann vill. Í það minnsta vil ég setja það skilyrði að viðkomandi kaupandi fari á námskeið áður en hann fær það í hendur. Það hefur nefnilega gerst á heimili fyrir þroskahefta í Þýskalandi að það hefur komist í hendurnar á vel meinandi fólki, sem kunni þó ekki með það að fara. Læknir þar taldi að það hefði jafn- vel orðið afturför hjá einum „sjúk- lingi“. Ég hafði hins vegar alltaf lagt áherslu á að enginn fengi hljóðfærið í hendur nema að fara fyrst á nám- skeið um notkun þess og hætturnar sem kunna að vera fyrir hendi sam- fara notkun þess. Hljóðfæri sem fer svona djúpt inn í undirvitundina getur verið hættulegt ef það er ekki notað af fagfólki. Harbeke hafði hins vegar verið aðeins of grimmur að selja það og um þetta stendur dálít- ill styrr, kannski sem betur fer því það fer þá ekki í hendurnar á ófag- lærðum á meðan.“ Við þetta má svo bæta að Eyjólfur hefur ennfremur breytt og sniðið til ýmis hefðbundin hljóðfæri, svo sem gítara, eftir þörfum skjólstæðinga sinna sinna, en það er önnur saga. Eyjólfur Melsteð með sérútbúinn gítar, stitur á raufatrommu, sem hann hefur notað talsvert í starfi sínu. svg@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 B 3 Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga. Ertu á leið í fríið? FRÁ Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun LAGERSALA LAGERSALA 50-90% afsláttur á Seltjarnarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.