Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ URSULA Sigurgeirsson hefurverið fastur punktur á Ósi í23 ár. Hún hóf störf sem matráðskona á barnaheimilinu sem þá var í Bergstaðastræti árið 1980 þegar dóttir hennar, Íris María, var fjögurra ára og ein af systk- inahópnum á Ósi. „Ég hef haft fleiri vinnuveit- endur á sama vinnustað en allir í heiminum, held ég,“ segir Ursula og hlær. „Því hvert foreldri sem á barn hér, rekur líka heimilið og er með fólk í vinnu.“ Ursula segir bæði erfitt og gaman að hafa haft svo marga vinnuveitendur. Hún ljómar þegar hún hugsar um Ós á níunda áratugnum. „Andinn var þannig að allir voru eins og ein risafjölskylda. Ég man eftir Mun- aðarnesferðum á þessum árum, þær voru alveg frábærar,“ segir Ursula með glampa í augum. Mun- aðarnesferðir eru enn fastur liður hjá Ósfjölskyldunni en ein slík er farin á hverju vori yfir langa helgi. Kjarni sem hefur hugsjónir „Það var mikið hugsjónafólk sem kom að Ósi á þessum árum. Fólk fórnaði sumarfríinu sínu til að gera upp þetta hús sem við erum núna í. Húsið var í algerri niðurníðslu og fólk var vikum saman að vinna að endurbótum á því.“ Henni finnst þetta hafa breyst nokkuð. „Nú eru allt aðrir tímar og það er til dæmis miklu auðveldara að fá leik- skólapláss hjá borginni. Fólki finnst stundum erfitt að hafa auknum skyldum að gegna eins og hér, að verða að mæta á fundi, halda hús- inu við og svo framvegis. En hér er alltaf einhver kjarni sem hefur hug- sjónir,“ segir Ursula brosandi. Sjálf er Ursula frá Þýskalandi en flutti hingað til lands árið 1973. Þegar hún byrjaði að elda ofan í börnin á Ósi árið 1980 var græn- metisfæði sjaldgæft og oft erfitt að nálgast hráefnið. Núna þykir sjálf- sagt að börn borði hollan mat eins og grænmeti og fisk og að forðast beri mikið unninn mat, eins og Urs- ula hefur alltaf lagt áherslu á. „Í dag var linsubaunapottréttur í mat- inn. Börnin eru fljót að læra að borða þetta,“ segir Ursula. Alltaf hefur verið litið á börnin á Ósi sem systkinahóp og á leikskól- ann sem þeirra annað heimili. Ós heitir ennþá barnaheimili þótt það orð hafi vikið fyrir orðinu leikskóli í kerfinu fyrir nokkuð mörgum ár- um. Ursula segir að samþykkt hafi verið að breyta ekki nafninu á Ósi vegna þess að eitt af markmiðum Óss hefur alltaf verið að Ós væri annað heimili barnanna. Fyr- irtækið heitir því Barnaheimilið Ós. „Það eru miklu meiri tengsl hérna en á venjulegum leikskólum. Öll börnin þekkja alla foreldr- ana og fjölskyldurnar tengj- ast,“ segir Ursula. Ós flutti í hús í eigu borg- arinnar við Bergþórugötu 20 árið 1986. Og allt þar til heilsdagsskólinn komst á í borginni var Ós einnig skóla- dagheimili fyrir börn að átta ára aldri. Ursula minnist þess með ánægju. „Stóru börnin tóku mikinn þátt, voru aðstoðarfóstrur og þetta var voða gaman.“ Hún segist muna eftir öllum börn- um sem hafa verið á Ósi frá árinu 1980 en oft er erfitt að þekkja þau mörgum árum seinna úti á götu. Hún segir mörg börn minnisstæð en vill ekki gera upp á milli þeirra. Eftir því sem auðveldara hefur orðið að fá leikskólapláss hjá borg- inni, hefur barnahópurinn á Ósi orðið yngri. Yngstu börnin sem þar eru nú verða tveggja ára í haust og Ursula segir að það myndi ekki ganga að fara með svo ungan hóp í vikuferð út á land eins og starfs- fólkið gerði á hverju hausti hér áð- ur fyrr. „Þetta var ferð sem bara starfsfólk og börn fóru í og við vor- um í burtu frá mánudegi til föstu- dags. Þetta voru rosalega erfiðar ferðir en mjög skemmtilegar, við vorum að allan daginn.“ Þriggja hæða bárujárnshúsið við Bergþórugötuna er heldur ekki það hentugasta fyrir leikskóla þar sem tveggja ára börn eru á meðal nem- enda og brattir stigar eru á milli hæða. „Við vonumst bara til þess að fá endurbætur á húsinu að innan í afmælisgjöf frá Reykjavíkurborg,“ segir Ursula brosandi að lokum. Ursula Sigurgeirsson Ein risafjölskylda Morgunblaðið/Jim Smart H LUTI þess hóps sem stofnaði Ós hafði kynnst sem námsmenn í Stokk- hólmi og fengið þar nasasjón af áhuga Svía á uppeldismálum. Árið 1973 var fólki gert kleift að stofna dagvistarheimili með stuðningi íslenska ríkisins og nýtti hópurinn sér það. Ástand dagvistarmála í Reykjavík var bágborið. Dagmæður voru engar, barnaheimili einungis fyrir börn einstæðra mæðra og biðlistar langir. Í stofnendahópnum voru m.a. Sigrún Júlíusdótt- ir, Vésteinn Lúðvíksson, Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson, Jóhanna Þórðardóttir, Jón Reykdal, Stefanía Traustadóttir og Sigmundur Örn Arngrímsson. Nýjustu bækur um uppeldi og menntun voru pantaðar frá Svíþjóð og vinnan hófst. Húsið Ós í Dugguvoginum fékkst undir starfsemina og barnaheimilið dró nafn sitt af því og hefur haldið því allar götur síðan þrátt fyrir að hafa flutt starfsemina tvisvar á þessum þrjátíu ár- um, fyrst í Bergstaðastræt þegar Barnaheimlið Ós var þar sem það er enn. Í mar Óss kemur fram að einnig sem „myndlíkinguna í læk og sameinast í því, líkt og skylduhópnum.“ Eftir mikla vinnu við a vogi í horf og skipuleggja barnahópurinn boðinn v Börn stofnendanna voru h fleiri foreldrar og börn bæ hópurinn á Ósi er aldrei skiptu foreldrar með sér fóstrum og sáu um að e Vinnufyrirkomulagið hefur og foreldrar vinna nú á vinnuhelgum og þegar st fundi. Brennand á uppeldi Fyrsta fundargerð Barn 23. október árið 1973, eins sem tekin voru saman í tile Óss. Í fundargerðinni er s fyrir fræðslufundum um u ritsgreinar handa foreldru nýrra barna og hvers kre sem fengju vist fyrir börn foreldrar hefðu brennandi Margt var brallað á Ósi þegar barnaheimilið var í Be árunum í Dugguvogi þar sem Ós var á árunum 1973 Morgunblaðið/Jim Smart SYSTKINI – Það þarf ekki mikið af leikföngum til að vekja skemmtilegan leik í systkinahópnum á Ósi. Barnaheimilið Ós hef- ur verið í þriggja hæða húsi við Bergþórugötuna frá árinu 1986. Barnahe Ann heimi barnann Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Barnaheimilið Ós var stofn- að árið 1973 af hópi foreldra sem hafði ákveðnar skoðanir á upp- eldismálum og vilja til að taka málin í sínar hendur. Steingerður Ólafsdóttir talaði við Ósara fyrr og nú. NÚ . . . OG ÞÁ Ós þrjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.