Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 B 7 Myndablogg magadansarar L AURA var forvitin um Ísland og ákvað að koma hingað í tveggja mánaða frí á sínum tíma sem leiddi svo til þess að hún settist hér að. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og hefur unnið við grafíska hönnun lengst af. Laura starfar nú hjá Taugagreiningu við grafíska hönn- un, vefhönnun og fleira og sinnir ljósmyndun og vefsíðunni sinni þar fyrir utan. Hún hefur alltaf haft áhuga á ljósmyndun og tekið mikið af myndum. Myndir sem sýna skynjun „Fyrir nokkrum árum ákvað ég að prófa að taka erótískar myndir af pörum og það gekk ágætlega en útkoman varð eiginlega frekar myndir sem sýna skynjun eða það sem ég kalla sensual myndir,“ segir Laura. „Það sem ég meina með sensual myndum er að þær eru um skynjunina. Sumar eru heitar og ég vil að fólk skynji það með því að horfa á þær. Aðrar sýna kannski meira ró og enn aðrar kulda eða hörku.“ Þessar myndir eru samsettar úr ljósmyndum úr náttúru Íslands og ljósmyndum af fólki sem teknar eru í stúdíói. Laura notar mynd- vinnsluforrit til samsetningarinnar og útkoman verður skemmtileg eins og má t.d. sjá á myndinni af konunni sem liggur á vatni. Með þessum myndum varð lavatop.com til og hefur síðan þróast og stækk- að. Laura hélt sérstaka sýningu á myndum af þessu tagi á sínum tíma og eru þær undir heitinu „A few sensual moments“ á vefsíðunni. Laura gerir einnig grein fyrir því á síðunni sinni að fáar konur sýni erótískum ljósmyndum áhuga. „Mér finnst oft gæta þröngsýni í þessari umræðu. Mig langaði að taka myndir eins og ég myndi vilja sjá. Það er svo mikið klám á Netinu og víðar en það er aldrei nein áhersla á að sýna eitthvað fallegt, ég vildi reyna það. Ég á kannski eftir að þróa þessa hugmynd meira en ég þarf aðeins meiri æfingu,“ segir hún hugsi. Útlendingar á íslenskum bakgrunni Myndir af magadönsurum eru meðal nýjunga á Lavatop en Laura byrjaði í magadansi fyr- ir tveimur árum og tek- ur myndir af maga- dönsurum auk þess að dansa sjálf. „Ég sá Josy dansa fyrir tveimur ár- um og fékk að taka myndir af henni. Ég ákvað líka að prófa sjálf og þetta er mjög góð lík- amsrækt. Magadansarar eru líka frábært myndefni fyrir ljósmynd- ara.“ Vefsíðan samanstendur af þrem- ur meginhlutum. Í fyrsta lagi eru það skynjunarmyndirnar, í öðru lagi fjölþjóðlegi hlutinn þar sem Laura tekur myndir af fólki sem hefur búið víða en býr nú á Íslandi og setur saman við íslenskan bak- grunn. Í þriðja lagi er það dag- bókin eða myndabloggið sem Laura segist geta kallað það. „Lavatop Journal“ er samsafn ýmiss konar mynda sem Laura vill deila með öðrum, en segir þó ekki vera full- kláruð listaverk. „Í þessum hluta vil ég sýna margs konar myndir, eins og til dæmis af skammdeginu á Íslandi.“ Þar að auki eru myndir m.a. frá gamlárskvöldi á Íslandi. Fjölþjóðlegi hlutinn er nýjastur á síðunni. „Ég hitti svo marga út- lendinga sem eru farnir að búa hér á landi eins og ég sjálf og mig lang- aði að festa þá á filmu. Fyrst hugs- aði ég mér að taka myndir af er- lendum listamönnum sem höfðu flutt hingað til lands en svo ákvað ég að það þyrftu ekki endilega að vera listamenn heldur bara hvaða fólk sem er, sem hefði flutt hingað frá öðru landi. Ég hef tekið myndir af fólkinu og sett saman við ein- hvern bakgrunn sem lýsir þessu fólki betur. Ein er mjög áhugasöm um íslenska hestinn og því eru hestar í mynd af henni.“ Íslandsvinum fer fjölgandi Laura hefur nýlega aukið við fjölþjóðlega hlutann á vefnum og hefur tengil í það sem hún kallar Íslandsvini. „Ég hef hitt fólk sem er hér á ferðalagi en býr ekki endi- lega hér og langaði líka að segja frá því. Svo er þetta orðinn brand- ari hér að hver sem kemur til Ís- lands er orðinn Íslandsvinur,“ segir Laura brosandi. Í þessum hluta er Laura m.a. með myndir af „Ís- landsvininum“ Nick Cave síðan hann hélt tónleika hér á landi í lok síðasta árs og vonast til að auka við þennan hluta síðunnar. Laura hefur kynnt verk sín og hæfileika á vefnum lengi og fengið ýmiss konar verkefni víða um heim við grafíska hönnun eða mynd- skreytingar. Hún segir að það geti reynst erfitt að vera í fullri vinnu og sinna auk þess listinni af fullum krafti, sýna reglulega o.s.frv. „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt í vinnunni og ég er mjög ánægð með það. Nú er ég ekki svo mikið að reyna að sýna reglulega, ég hef Lavatop og þar er mín sýning,“ segir listakonan að lokum. steingerdur@mbl.is Ljósmynd Lauru af magadansaranum Josy úr fjölþjóðlega hluta Lavatop. Ljósmynd/Laura Valentino „Keilir“ eftir Lauru úr myndröðinni „Water Snow Sky“. Morgunblaðið/Jim Smart Laura Valentino var forvitin um Ísland og flutti því hingað fyrir fimmtán árum. Á vefnum www.lavatop.- com má m.a. finna margvíslegar myndir af íslensku landslagi, magadönsurum og Ís- landsvinum. Vefurinn er höfundarverk banda- rísku myndlistarkon- unnar Lauru Valentino sem hefur verið búsett á Íslandi í fimmtán ár og er íslenskur ríkisborg- ari. Steingerður Ólafs- dóttir ræddi við Lauru. Ljósmyndin „Neck“ úr hlutanum „A few sensual moments“. Það er aldrei nein áhersla á að sýna eitthvað fallegt, ég vildi reyna það og Soyjamjólk með höfrum Alvöru heilsudrykkur Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja ÞÚ VERÐU AÐ PRÓFA…………… Baked Powder Bronzer Baked bronspúður frá Urban Decay er ekki þetta venjulega sólarpúður!!! Þessi skemmtilega nýjung er bökuð í ofni í litlum terrakotta skálum í 24 tíma og síðan handpússuð til að fá þetta fullkomna útlit!!! Og hver er útkoman? Silkimjúkt bronspúður með léttri áferð sem hægt er að nota bæði þurrt og blautt og sest aldrei í rákir!!! 1. Sveiflaðu því yfir allt andlitið með Urban Decay púðurbusta til að fá létt-ristað útlit. 2. Notaðu minni blautan Urban Decay bursta til að fá ríkan, afmarkaðan lit á augu og varir. 3. Notaðu blautan svamp til að ,,bronsa andlitið og líkaman“. Útsölustaðir: Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni , Spönginni og Smáralind, Snyrtihúsið Selfossi, Jara Akureyri, Silfurtorg Ísafirði, Callista Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.