Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐEFNI MENNINGARNÓTT var haldin í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta er í áttunda sinn sem menningarnótt er haldin hátíðleg og var fjölbreytt dagskrá í miðbæ Reykjavíkur. Meðal þess sem finna mátti voru tískusýningar, tónleikar, ljóðalestur, bókalestur, leiktæki og leiksýningar. Mjög margir fóru í bæinn til að njóta skemmtiatriðanna og talið að alls hafi 100.000 manns notið menningarnætur. Dagskránni lauk með glæsilegri flugeldasýningu við Reykjavíkurtjörn en ekki fóru allir heim eftir það heldur voru margir áfram á skemmtistöðum bæjarins og dönsuðu fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Árni Torfason Meðal þess sem í boði var fyrir börnin á menningarnótt var andlitsmálun. Málarinn vandar sig við að teikna skrautlegt mynstur á þessa stelpu sem stendur alveg grafkyrr á meðan. Gaman á menningarnótt ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu sigraði Færeyinga, 2:1, í miklum baráttuleik í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins í Þórshöfn á miðvikudagskvöldið. Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Hafliði Marteinsson skoruðu mörk íslenska liðsins og skoraði Pétur sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok. Með sigrinum skutust Íslendingar á topp riðilsins og eiga þar með enn von um að komast í úrslitakeppnina í Portúgal á næsta ári. Íslendingar hafa tólf stig eftir sex leiki, Þjóðverjar hafa ellefu stig og Skotar átta, en báðar þjóðir hafa lokið fimm leikjum. Íslendingar eiga eftir að mæta Þjóðverjum tvívegis, á Laugardalsvelli 6. september og ytra 11. október. „Það var þungu fargi af mér létt þegar flautað var til leiksloka og ég er alveg sérstaklega ánægður með að hafa unnið stigin þrjú,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, þegar flautað var til leiksloka á Tórsvelli í Þórshöfn. „Knötturinn gekk oft vel á milli manna og skiptingar gengu vel, en í síðari hálfleik vantaði þessi atriði í leik okkar á köflum. Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta bara einn af þessum leikjum þar sem menn vinna þrátt fyrir að þeim takist ekki að sýna allar sínar bestu hliðar. Það er hið jákvæða sem við tökum fyrst og fremst með okkur úr þessum leik.“ Morgunblaðið/Kristinn Stuðningsmenn íslenska landsliðsins fagna eftir að sigur Íslendinga var í höfn. Ísland skaust í toppsætið AÐ minnsta kosti 23 menn týndu lífi og á annað hundrað slösuðust er bílsprengja sprakk við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak á þriðjudag. Meðal hinna látnu er Sergio Vieira de Mello, fulltrúi SÞ í Írak. Hefur þetta grimmilega hryðjuverk verið fordæmt um allan heim. Um var að ræða sjálfsmorðsárás en talið er, að um hálft annað tonn af sprengiefni hafi verið í steypubíl, sem ekið var að byggingunni þegar þar fór fram ráðstefna um uppbygginguna í Írak. Var sprengingin svo öflug, að byggingin rústaðist að hluta. Ekki er enn vitað hverjir stóðu að hryðjuverkinu en getgátur eru um, að það hafi annaðhvort verið menn hliðhollir fyrrverandi stjórn Saddams Husseins eða erlendir hryðjuverkamenn en vitað er, að þeir hafa verið að koma sér fyrir í Írak. Stjórnvöld og stofnanir um allan heim hafa fordæmt voðaverkið og hefur Vieira de Mello verið minnst með mikilli virðingu fyrir áratugalangt og giftudrjúgt starf í þágu Sameinuðu þjóðanna. Ráðist á Sameinuðu þjóðirnar í Bagdad Í GÆR seldi Hagkaup fyrsta hrefnukjötið, sem hefur fallið til vegna vísindaveiða Hafrannsóknar-stofnunar. Tæplega 400 kíló seldust upp og kostaði hvert kíló 1.098 kr. Búist er við að meira kjöt verði komið í verslanir eftir hádegi í dag eða á morgun samkvæmt Leifi Þórssyni, framkvæmdastjóra Ferskra kjötvara. Í fyrradag veiddi Halldór Sigurðsson ÍS níu metra langan tarf norður af landinu. Ætluðu skipverjar að halda áfram veiðum og reyna að ná fleiri hrefnum. Tveimur dögum áður var fyrsta hrefnan skotin á Breiðafirði, frekar lítið karldýr. Gert hefur verið að hrefnunum úti á sjó og forðast skipin myndavélar erlendra fjölmiðla, sem hafa elt skipin þrjú. Mikið af tölvupósti, þar sem vísindaveiðum íslenskra stjórnvalda er mótmælt, hefur borist sendiráðum Íslands í Washington, London og síðast Berlín. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa tekið til skoðunar hvort ástæða sé til þess að beita refsiaðgerðum gegn Íslendingum vegna veiðanna, að sögn AFP-fréttastofunnar. Þá hefur stjórnvöldum borist áskorun frá 21 evrópskri ferðaskrifstofu. Í henni er skorað á ríkisstjórnina að láta af hvalveiðum þar sem veiðarnar fara illa saman við hvalveiðar. Flestar ferðaskrifstofurnar eru í Bretlandi en nokkrar eru þýskar og norskar. Seldu fyrsta hrefnukjötið Morgunblaðið/Alfons Finnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.