Morgunblaðið - 24.08.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.08.2003, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 B 15 börn Skilafrestur er til föstudagsins 29. ágúst. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 7. september. Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Anna Ágústa, 9 ára, Hjallabraut 11, 220 Hafnarfirði. Áróra Ósk Einarsdóttir, 5 ára, Lautasmára 5, 201 Kópavogi. Dagur Ómar Ásgeirsson, 3 ára, Blikaási 7, 220 Hafnarfirði. Gyða Ásdís Kristinsdóttir, 2½ árs, Birkiási 39, 210 Garðabæ. Írena Játvarðardóttir, 10 ára, Berjarima 32, 112 Reykjavík. Verðlaunaleikur vikunnar Kristófer Máni Axelsson, 8 ára, Vesturbergi 118, 111 Reykjavík. Rafn Orri 5 ára og Hrannar Ari, 3 ára, Hringbraut 65, 220 Hafnarfirði. Ragnar Páll Sigurðsson, 2 ára, Jóruseli 6, 109 Reykjavík. Sigrún Alúa, 5 ára, Kaplaskjólsvegi 55, 107 Reykjavík. Telma Dögg, 10 ára, Ástúni 12, 200 Kópavogi. Tumi þumall og Þumalína - Vinningshafar Til hamingju krakkar þið hafið unnið bíómiða fyrir tvo á myndina ævintir Tuma þumals og Þumalínu. Spurning: Hvað heitir litli bróðir Móglís? Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Nú er komið nýtt myndband um Skógarlíf. Sagan hefst þar sem SKÓGARLÍF skildi við, þegar Móglí, litli drengurinn sem ólst upp í frumskóginum yfirgefur vini sína, dýrin, og flytur í „þorp mannanna.“ Þar hefur Móglí nýtt líf hjá ástríkri fjölskyldu, Ranjan, litla bróður sínum og besta vini sínum, brúneygðu fegurðardísinni Sjöntu. En í frumskóginum saknar Balli björn vinar síns sárt og sama má segja um Móglí. Þegar Móglí laumast aftur inn í skóginn, lendir hann í ýmsum ævintýrum. Hann glímir við snákinn Kaa og mætir hinum forna fjandmanni sínum, tígrisdýrinu Sere Kan. Þegar Sjanta og Ranjan vita að Móglí er í hættu, slæst Balli með í för í uppgjörinu við tígrisdýrið ógurlega. Á endanum þarf Móglí að gera upp við sig hvort hann kjósi að vera áfram í skóginum og hjá Balla, eða hjá mönnunum sem hann veit nú að eru hin sanna fjölskylda hans. Svaraðu spurningunni hér fyrir neðan og þú gætir unnið. 10 heppnir krakkar fá myndbandsspóluna um Skógarlíf í verðlaun. Sendið okkur svarið, krakkar. Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans Skógarlíf, Kringlan 1, 103 Reykjavík Halló krakkar! Bjarni Theodórsson, fimm ára, sendi þessa flottu mynd í blómamyndasamkeppnina. Bjarni segir að þistill stingi og vaxi við skólann hans á Kjal- arnesi. Hún Hanna Björk Hilmars- dóttir, tíu ára, sem á heima í Keflavík sendi þessa fínu mynd í ljósmyndasam- keppnina „Úti er fjör“. Speglun ÞJÓÐSAGAN um Sindbað sæfara er meira en þúsund ára gömul. Sagan er í Þúsund og einni nótt en það er meira en þúsund ára gamalt þjóð- sagnasafn með sögum frá Egypta- landi, Indlandi, Írak, Íran og Tyrk- landi. Þjóðsagan um Sindbað er sennilega byggð á ævintýrum íraskra sjómanna sem sigldu til Indlands og Kína á árunum 750 til 850 en sagan í myndinni er bara að hluta byggð á þjóðsögunni um Sindbað. Sindbað myndarinnar á þó ýmis- legt sameiginlegt með Sindbað þjóðsögunnar eins og það að hann lendir á eyju sem reynist vera risastór hvalur. Svo lenda þeir líka báðir í slagsmálum við risafugl. Þjóðsagan um Sindbað sæfara  Darri Bergmann Davíðsson, sex ára, fór nýlega með vini sínum að sjá myndina um Sindbað. „Hún var rosalega skemmtileg og fyndin,“ segir hann. „Það var fyndið þegar Sindbað stakk í tunguna á sæ- skrímslinu og þegar hundurinn stökk á kær- ustuparið þegar þau voru að kyss- ast. Svo var líka skemmtilegt þeg- ar þeir voru að skylmast!“ Darri segir Sindbað hafa verið ræningja sem hafi verið að reyna að ræna friðarbók. „Vinur hans neitaði að láta hann fá hana og svo kom sæskrímsli og þeytti Sindbað ofan í sjóinn,“ segir hann. „Hann var næstum drukknaður en vonda gyðjan leyfði honum að lifa. Svo rændi hún bókinni af því að hún vildi ráða yfir heiminum og lét alla halda að Sindbað hefði gert það. Þá þurfti hann að fara og reyna að ná bókinni aftur fyrir fólkið.“ „Skemmtilegt þegar þeir voru að skylmast“ Krakkarýni: Sindbað Þistill

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.