Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 1
Tími sveppanna Vel hefur viðrað fyrir sveppi í sumar 10 Á leið til Genk Indriði Sigurðsson á leið í belg- íska fótboltann Íþróttir B1 Lært að hanna Iðnhönnuðir segja frá námi og starfi Listir 14 ALLS eru 87% landsmanna andvíg því að neysla hass verði leyfð á Íslandi, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Sömuleiðis telja 79% svarenda að neysla kannabis- efna myndi aukast ef notkun þeirra yrði leyfð hér á landi. Þar að auki kemur fram að 72% aðspurðra hefðu engan áhuga á að prófa efnin þótt þau væru lögleg. Könnunin, sem IMG Gallup gerði fyrir áfeng- is- og vímuvarnaráð í júní síðast- liðnum, varpar ljósi á afstöðu og viðhorf til kannabisefna hér á landi. Hringt var í 1.250 manns á aldr- inum 16 til 75 ára, og svarhlutfall var 67,2%. Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri áfengis- og vímu- varnaráðs hjá Lýðheilsustöð, segir að samkvæmt þessu megi ætla að íslenskt samfélag sé því andsnúið að notkun kannabisefna verði leyfð. „Sú umræða sem farið hefur fram hér á landi um lögleiðingu efnanna virðist ekki hafa aukið stuðning við að þau verði leyfð,“ sagði Þorgerður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur, að óráðlegt sé að íslenskt samfélag geri tilraunir í þessa átt á meðan nágrannalöndin séu mjög hikandi gagnvart rýmri reglum um notkun efnanna. „Samfélag okkar á fullt í fangi með að takast á við ýmsar breytingar, og við teljum skýrt, að ekki eigi að lögleiða efnin og koma þannig enn frekara róti á samfélagið,“ sagði Þorgerður. Fleiri karlmenn en konur hafa neytt kannabisefna Í könnuninni kemur fram að 24,7% svarenda hafa einhvern tím- ann prófað hass eða maríjúana, og 8% önnur ólögleg vímuefni. Aðeins tvö prósent þeirra, sem prófað hafa kannabisefni, eru yfir 55 ára aldri. Flestir, eða 36% þeirra sem prófað hafa kannabisefni, eru á aldrinum 25–34 ára. Miðað við sambærilega könnun frá í lok ársins 2001 sést, að hlutfall þeirra sem prófað hafa hass eða maríjúana hefur hækkað lítil- lega, en það var þá 23,5%. Ef skoð- aður er bakgrunnur þeirra sem ein- hvern tímann hafa prófað efnin kemur í ljós að fleiri karlmenn en konur hafa neytt ólöglegra vímu- efna, eða 32% karla á móti 17% kvenna þegar spurt var um kann- abis og 12% karla og 5% kvenna þegar spurt var um önnur ólögleg vímuefni. Sömuleiðis er prófun kannabisefna algengari meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins en lands- byggðarinnar, 28% á móti 20%. 87% landsmanna andsnúin lögleiðingu kannabisefna                       !     "! # $   ! %$ & " ! # $    '(! STOFNAÐ 1913 228. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is DEMÓKRATINN Cruz Bust- amante, vararíkisstjóri Kali- forníu, fengi 13% meira fylgi en repúblikaninn og kvikmynda- stjarnan Arnold Schwarzen- egger ef kosið væri um embætti ríkisstjóra í Kaliforníu nú. Þetta sýnir skoðanakönnun sem dag- blaðið Los Angeles Times birti í gær en kosningarnar fara fram 7. október næstkomandi. Bustamante fengi 35% atkvæða en Schwarzenegger einungis 22%. Repúblikanarnir Tom McClintock, Peter Uber- roth og auðkýfingurinn Bill Simon komu næstir með 12%, 7% og 6% en rúmlega 1.350 voru spurðir í könnuninni. Álit kjósenda á Schwarzen- egger virðist afar tvíbent, 46% segjast líta hann jákvæðum augum en 44% neikvæðum. Simon, sem tapaði naumlega fyrir Gray Davis, núverandi rík- isstjóra, í ríkisstjórakosningun- um í fyrra, hefur ákveðið að hætta við að bjóða sig fram. „Það eru of margir repúblikanar í framboði,“ sagði hann og bætti við að ekki mætti hætta á að demókratar ynnu. Schwarzen- egger sagðist fagna ákvörðun hans. Cruz M. Bustamante Arnold Schwarzenegger Með forskot á Schwarz- enegger LATWP. Los Angeles. MIKIL dreifing manndómsmeðals- ins viagra í heiminum hefur leitt til þess að dregið hefur úr ólöglegum viðskiptum með líkams- parta og aðrar afurðir unnar úr dýrum í útrýmingar- hættu, að sögn kanadískra vís- indamanna. Ýmsar dýra- tegundir, svo sem tígrisdýr og nashyrningar, hafa lengi verið veiddar, ekki sízt vegna þess hve margir – einkum í Kína og öðrum Asíulöndum – eru reiðubúnir að greiða hátt verð fyrir afurðir af dýrunum sem trúað er að verki sem frjósemislyf. Í kínverskri lækninga- hefð eru t.d. horn af hreindýra- törfum gjarnan notuð mulin í slíkar manndómsaukandi mixtúrur. Frank von Hippel, sem starfar við Alaska-háskóla í Anchorage, og bróðir hans William, prófessor við Nýja Suður-Wales-háskóla í Sydney í Ástralíu, hafa m.a. komizt að því að mikið hefur dregið úr sölu á hornum hreindýra frá Alaska og getnaðarlimum kanadískra sela eftir að viagra-lyfið kom á markað árið 1998. Bræðurnir vonast til að þetta gildi um mörg dýr sem eru í útrýmingarhættu. „Viagra er ódýrara en mörg þekkt meðul unnin úr dýrum,“ hefur Berlingske Tidende eftir Frank von Hippel. Lyfjafyrirtækið Pfizer styrkti rannsókn bræðranna. Ian Osterloh, maðurinn að baki uppfinningu viagra-lyfsins, segist þó efast um að niðurstöðurnar séu réttar. „En sé svo gleður það mig.“ Viagra bjargar dýrum Bengaltígurinn er í útrýmingarhættu. PAUL Bremer, sem hefur yfirum- sjón með uppbyggingarstarfi í Írak fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, sagði í gær að hundruð „alþjóðlegra hryðjuverkamanna“ væru nú í Írak; þar lægi nú fremsta víglína „stríðs- ins gegn hryðjuverkum“ sem Banda- ríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðju- verkaárásanna 11. september 2001. Þá viðurkenndi formaður banda- ríska herráðsins, Richard Myers hershöfðingi, í gær að það væri nokkuð „teygt á“ liði Bandaríkjahers í Írak, en hann sagði að ef þörf krefði yrði fjölgað í herliðinu þar. Sprengjuárás sem gerð var í gær á háttsettan sjíta-klerk í Najaf, helgri borg sjía-múslima, bar ólgunni í landinu frekara vitni. Þrír menn biðu bana í tilræðinu. Hernámslið Bandaríkjamanna og Breta sætir tíðum árásum þessa dagana. Myers stóð fast á því í viðtali hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC að þeir 150.000 hermenn sem Bandaríkjaher hefði í Írak væru nægilega fjölmennt lið til að ráða við verkefnið. En hann sagði að færu yfirmenn liðsins fram á liðsauka væri hægt að kalla út varalið. Myers tók einnig undir orð sem bæði George W. Bush Bandaríkja- forseti og Bremer „landstjóri“ hafa látið falla um að Írak væri að verða lykilvettvangur „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Sagði Myers að Írak væri orðið „mjög mikilvægur vettvangur fyrir [herskáa vígamenn frá ýmsum löndum] til að kljást við Bandaríkjamenn“. „Við erum þjóð sem á í stríði,“ tjáði Myers sjónvarpsáhorfendum. „Að mínu áliti er hér um að ræða stærstu ógnina við land vort í eins langan tíma og mig rekur minni til.“ Reuters Íraskir sjía-múslimar hrópa vígorð gegn veru bandarísks setuliðs í Írak á mótmælafundi í Bakuba, norður af Bagd- ad, í gær. Kröfðust mótmælendurnir þess að sjíta-klerkurinn Abdul Karim Al Madani yrði látinn laus úr haldi. Segir hundruð hryðju- verkamanna í Írak Bagdad. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.