Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR Á MÓTI HASSI Alls eru 87% landsmanna andvígir því að neysla hass verði leyfð á Ís- landi, ef marka má niðurstöður nýrr- ar viðhorfsrannsóknar sem IBM gerði fyrir Áfengis- og vímu- varnaráð. Sömuleiðis telja 79% svar- enda að neysla kannabisefna myndi aukast ef notkun efnanna yrði leyfð hér á landi. Þar að auki kemur fram að 72% aðspurðra hefðu engan áhuga á að prófa efnin þótt þau væru lögleg. Tófu fjölgar við Mývatn Ref hefur fjölgað mikið við Mý- vatn og annars staðar á landinu síð- ustu misseri. Fram á síðasta ár var árleg veiði í Skútustaðahreppi um 50 dýr og ástand í jafnvægi. En á þessu ári hafa verið unnin 90 dýr í 14 grenjum, þar af 24 fullorðnar tófur. Víglína hryðjuverkastríðs Paul Bremer, sem hefur yfirum- sjón með uppbyggingarstarfi í Írak fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hundruð „alþjóðlegra hryðjuverkamanna“ væru nú í Írak; þar lægi nú fremsta víglína „stríðsins gegn hryðjuverk- um“. Forskot á Schwarzenegger Demókratinn Cruz Bustamante, vararíkisstjóri Kaliforníu, fengi 13% meira fylgi en repúblikaninn og kvikmyndastjarnan Arnold Scwharzenegger ef kosið væri til embættis ríkisstjóra Kaliforníu nú. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær, en kosningarnar fara fram 7. október nk. 2003  MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EFNIHÉR KEMUR TEXTI Stabæk hefur áhuga á Veigari VEIGAR Páll Gunnarsson spilaði mjög vel á móti Fylki en hann hefur leikið frábærlega fyrir KR í sumar. Spilamennska hans hefur vakið at- hygli erlendis og í leiknum gegn Fylki í gær var „njósnari“ frá norska liðinu Stabæk, sem kom til landsins til að fylgjast með framgöngu Veigars. „Ég veit að Stabæk hefur áhuga á mér og það væri vissulega spennandi að skoða tilboð frá þeim. Ég vissi ekki að það hefði verið maður frá þeim að fylgjast með mér í dag en það er gaman að vita að það sé áhugi fyrir manni,“ sagði Veig- ar Páll. Spurður um leikinn sagði Veigar að allt KR-liðið hefði átt toppleik. „Þetta var mjög góð- ur leikur og það stóðu allir fyrir sínu. Ég er á því að þetta hafi verið fyrsti toppleikur KR í sumar og hann hefði ekki getað komið á betri tíma.“ SIGURPÁLL Geir Sveinsson úr GA lék lokahringinn á Evrópumóti áhugamanna í Skotlandi á laugar- dag á 71 höggi, eða einu höggi und- ir pari. Hann lék hringina fjóra á samtals 291 höggi, eða þremur höggum yfir pari, og hafnaði í 15.– 20. sæti. „Ég er mjög ánægður með árangurinn sem er sá besti sem ég hef náð á erlendu móti á ferlinum. Þetta er líka gott veganesti fyrir úrtökumót atvinnumanna sem ég tek þátt í í næsta mánuði,“ sagði Sigurpáll í samtali við Golfvef Morgunblaðsins. Sigurpáll var eini íslenski kylfing- urinn sem komst í gegnum niður- skurðinn en auk hans léku á mótinu þeir Guðmundur Ingi Einarsson sem lék á 233 höggum, Birgir Már Vigfússon sem var á 243 höggum og Heiðar Davíð Bragason var á 238 höggum. Sigurpáll lék fyrri níu holurnar í dag á tveimur höggum yfir pari, fékk fugl á tveimur fyrstu holunum en þurfti síðan tvívegis að taka víti. Síðari holurnar lék hann hreint frá- bærlega, fékk sex pör og þrjá fugla. „Ég er mjög sáttur við daginn og það var gaman að enda þetta svona vel á seinni níu holunum. Það er ekki slæmt að vera meðal 20 efstu af 150 bestu áhugamönnum Evr- ópu,“ sagði Sigurpáll. Sigurpáll í 15.–20. sæti INDRIÐI Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gengur að öll- um líkindum til liðs við belgíska 1. deildarliðið Genk nú í vikunni. Genk og Lilleström, liðið sem Indriði leik- ur með, hafa náð samkomulagi um kaupin og eftir leik Lilleström við Tromsö í gær hitti Indriði for- ráðamenn belgíska liðsins. Stefnt er að því að hann gangist undir lækn- isskoðun á morgun og mun í kjölfar- ið skrifa undir samning við félagið. Eyjólfur Bergþórsson, umboðs- maður Indriða, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að samningur við Genk lægi nánast klár á borðinu en ekkert væri öruggt fyrr en búið væri að skrifa undir. Eyjólfur sagði mörg lið hafa sýnt Indriða áhuga, meðal annars hafi útsendarar frá Stuttgart mætt á tvo leiki Lilleström gagngert til að skoða Indriða og eins franska liðið Monaco. Indriði er 22 ára gamall og hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Hann gekk í raðir Lilleström frá KR árið 2000 og rennur samningur hans við norska liðið út hinn 1. nóvember næstkom- andi. „Ég yrði mjög ánægður ef þetta gengi upp hvað Genk varðar. Það yrði skref upp á við fyrir mig að fara til Genk. Ég vil komast í burtu frá Noregi og teldi það mjög góðan kost að fara til Belgíu. Það er búið að vera mikil „krísa“ hjá Lilleström. Liðið er illa statt fjárhagslega og ef sala á mér mundi hjálpa þeim yrði ég mjög sáttur við það,“ sagði Indr- iði í samtali við Morgunblaðið í gær. Genk er ekki óvant því að hafa ís- lenska leikmenn í sínum röðum en bræðurnir Þórður, Bjarni og Jó- hannes Guðjónssynir léku um tíma með félaginu og urðu meistarar með því árið 1999 og Genk varð meistari í annað sinn í sögu félagins í fyrra. Þrátt fyrir að góður tími sé liðinnfrá sigrinum og ég meðal ann- ars búin að hlaupa sigurhirnginn þá geri ég mér ekki grein fyrir því enn að ég hefir unnið gullverðlau,“ sagði hin unga bandaríska hlaupakona Kelli White eftir að hún kom fyrst í mark í 100 m hlaupi kvenna á heima- meistaramótinu í frjálsíþróttum í París. White lagði m.a. gullverð- launahafa síðasta heimsmeistara- móts, Zhanna Block frá Úkraínu. White náði auk þess besta tíma ársins í 100 m hlaupi, 10,85 sekúnd- ur. Önnur í hlaupinu varð landa Whi- tes, Torri Edwards á 10,93. Block varð síðan þriðja á 10,99 en hún vann það afrek á HM fyrir tveimur árum að leggja sjálfa Marion Jones í úr- slitum. „Ég hefði þurft nokkrar vikur til viðbótar við æfingar til þess að eiga möguleika á gullverðlaunum. White er vel að gullinu komin og ég óska henni til hamingju,“ sagði Block að keppni lokinni en hún virtist vrea sátt við hlutksipti sitt að þessu sinni og hljóp með White og Edwards sig- urhringinn. White segist ekki ætla að láta við það sitja að vinna gullið í 100 metra hlaupi. „Ég stefni að því að vinna tvöfallt, taka sigurinn í 200 metra hlaupinu einnig,“ sagði White glað- AP Kelli White á milli þeirra Torri Edwards og Zhönna Block eftir að hafa komið fyrst í mark í 100 m hlaupi kvenna á HM í gær. White vann gullverðlaun Indriði Sigurðs- son fer til Genk Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Myndasögur 26 Vesturland 12 Bréf 26 Erlent 13 Dagbók 28/29 Listir 14/15 Þjónusta 29 Landið 16 Leikhús 30 Umræðan 17/20 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Minningar 21/24 Ljósvakar 34 Blóm vikunnar 24 Veður 35 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Námskrá haust 2003 frá End- urmenntun Háskóla Íslands. Blaðinu er dreift um allt land. EINU sinni á ári koma íbúar við götuna Úthlíð í Reykjavík saman og slá upp fjölbreyttri síðsum- arsveislu. Þegar þessi árlega götuhátíð fer fram er götunni lokað fyrir bílaumferð og íbú- arnir taka sig saman og skreyta úti við. Að þessu sinni fengu íbúarnir heimsókn eldgleypa frá Götuleik- húsinu og trumbur voru barðar fram eftir degi. Morgunblaðið/Árni Torfason Eldheit götuhátíð EINHVER skjálftavirkni var enn til staðar í gærdag og gærkvöld í Krísu- vík og skjálfti, 2,4 á Richter, varð um hálfníu leytið í gærkvöld. Nokkrar snarpar skjálftahrinur mældust að- faranótt sunnudags. Að sögn Eriks Sturkell hjá jarðeðlissviði Veður- stofu Íslands hefur verið fylgst grannt með skjálftavirkninni. Virknin virðist fjara út „Það virðist vera að virknin sé að dvína,“ sagði Erik í samtali við Morgunblaðið. „Virknin jókst þó tímabundið, bæði um tvöleytið að- faranótt sunnudags og sömuleiðis um sexleytið á sunnudagsmorgun. Stærsti skjálftinn sem mældist um nóttina var 2,8 á Richter og kom klukkan 01.40,“ útskýrir Erik. Hann segir að ef virknin nú sé bor- in saman við skjálfta á sama svæði árið 1973 megi benda á, að innan tveggja sólarhringa frá stórum skjálfta hafi komið annar nokkuð vestar, nærri Grindavík. Nú er fylgst með hvort merkja megi virkni vestan eða austan við Krísuvíkursvæðið. Sömuleiðis hafa mælst skjálftar um tólf kílómetra norðaustan við Grímsey. Erik segir að ekki þurfi endilega að vera tengsl milli virkn- innar á Reykjanesi og við Grímsey. „Bæði svæðin eru virk jarðskjálfta- svæði og nú ber svo við að bæði láta á sér kræla á sama tíma,“ sagði hann. Jörð skelf- ur minna í Krísuvík VINNUEFTIRLIT ríkisins, í sam- ráði við Fjölmenningarsetrið á Ísa- firði og fleiri aðila, hefur ákveðið að vinna áfram í átaki um vinnuvernd á fjölmenningarlegum vinnustöðum. Efnt verður til fundar í haust með þessum aðilum þar sem framhald verkefnisins verður ákveðið nánar. Vinnueftirlitið fór að skoða þessi mál eftir að ábendingar bárust frá Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði um vaxandi vandamál á sumum vinnu- stöðum vegna erfiðleika í samskipt- um þar sem starfsmenn eru af mis- munandi uppruna. Í sumum tilvikum var vitað um að erlendir starfsmenn höfðu orðið fyrir einelti á vinnustöð- unum. Að sögn Svövu Jónsdóttur hjá Vinnueftirlitinu hafa starfsmenn eft- irlitsins undanfarin ár einnig orðið varir við örðugleika í samskiptum á vinnustöðum þar sem rekast á ólíkir menningarheimar. Hefur þetta sér- staklega átt við um smærri fyrirtæki í starfsgreinum eins og fiskvinnslu á landsbyggðinni, þó síður í Reykja- vík, í öðrum matvælaiðnaði, umönn- un og ræstingu. Í byrjun þessa árs var skipaður verkefnahópur innan Vinnueftirlits- ins, sem Svava hefur stýrt, í sam- vinnu við Elsu Arnardóttur, fram- kvæmdastjóra Fjölmenningar- setursins á Ísafirði. Markmiðið var að afla aukinnar þekkingar um að- stæður á fjölmenningarlegum vinnu- stöðum og að upplýsa stjórnendur og starfsmenn um rétt sinn og skyldur varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Einnig var markmiðið að efla eftirlitsaðferðir Vinnueftirlitsins á slíkum vinnustöð- um. Starfstengt nám hefur bætt samskiptin Hefur verkefnið í fyrstu miðast við Vestfirði, þar sem erlendir starfs- menn eru hlutfallslega flestir, en ætlunin er að vinna það nánar á landsvísu. Þá hafa verið gefnir út bæklingar á nokkrum tungumálum um einelti og vinnuvernd á Íslandi. „Sum fyrirtæki hafa gert mjög góða hluti varðandi nám í íslensku og þá einkum starfstengt nám. Á þeim stöðum hafa samskiptin batnað og allt vinnuumhverfið um leið. Oftast eru það tungumálaörðugleikar sem leiða til misskilnings og erfiðra sam- skipta en einnig ólíkir menningar- heimar. Eitt af því sem fram hefur komið í samtölum við stjórnendur og trúnaðarmenn á vinnustöðunum er að meiri leiðbeiningar vanti. Við höf- um fundið mikinn áhuga á að efla vinnuvernd á þessum vinnustöðum og fara í sérstakt upplýsingaátak. Við ætlum að fá fleiri aðila til liðs við okkur,“ segir Svava og á þar við ýmsar stofnanir, félagasamtök, starfsgreina- og stéttarfélög, fræðslusamtök og túlka. Dæmi um að er- lendir starfsmenn verði fyrir einelti Fjölmenningarlegir vinnustaðir Í BLAÐINU í dag birtast frétt- ir af Vesturlandi í fyrsta skipti á sérstakri síðu. Er þetta liður í þeirri við- leitni blaðsins að auka frétta- flutning af landsbyggðinni og afmarka þeim fréttum sérstak- an sess í blaðinu. Vesturlandssíðan mun fyrst um sinn birtast á mánudögum. Ásdís Haraldsdóttir blaðamað- ur mun hafa umsjón með Vest- urlandssíðunni. Netfang henn- ar er asdish@mbl.is. Þeim sem vilja koma efni á síðuna er bent á þetta netfang. Vesturlands- síða hefur göngu sína LJÓSMYNDARI AP-fréttastofunn- ar, Adam Butler, náði myndum af því þegar áhöfn hrefnuveiðiskipsins Njarðar KO 7 dró veiði sína, stóran tarf, um borð í skipið á laugardag. Hafa myndirnar borist víða um heim enda eru margir fjölmiðlar áskrif- endur að fréttum og myndum AP- fréttastofunnar. Í texta með myndunum er því m.a. lýst að blóð hrefnunnar hafi litað sjó- inn þegar hún var hífð um borð í hvalveiðiskipið. Einnig er greint frá því að hrefnan hafi verið drepin við vesturströnd Íslands. Þá segir að ís- lensk stjórnvöld hafi heimilað vísindaveiðar á 38 hrefnum á næstu tveimur mánuðum. AP Hvalveiðimyndir berast víða um heim FRIÐRIK Pálsson, stjórnarformað- ur SÍF, segist þeirrar skoðunar að samruni SÍF og SH væri æskileg þróun. Hann telur hins vegar mjög mikilvægt að slík sameining fari fram á vinsamlegum nótum. Í Morg- unblaðinu í gær sagði Halldór J. Kristjánsson að hann teldi að ef sam- staða næðist ekki meðal hluthafa um sameininguna yrðu „aðrar leiðir farnar til að tryggja þetta markmið“. „Ég hef haft þá skoðun, og hef hana enn, að þetta væri æskilegt. Við reyndum að komast að samkomulagi í vetur en það tókst ekki þá,“ segir Friðrik . Hann segir að bæði fyrir- tækin séu afskaplega stór, hafi fjölda viðskiptavina og starfsmanna og þjóni mikilvægu hlutverki fyrir ís- lenskan sjávarútveg. „Það mega ekki verða mistök í þessu ferli. Ég hef lagt alla áherslu á að þessi sam- runi yrði á vinsamlegum nótum,“ segir hann. Friðrik undirstrikar einnig að haft verði í huga að líta þurfi til hags- muna allra viðskiptavina félaganna tveggja. Þar sé ekki einungis um að ræða fiskkaupendur erlendis heldur einnig íslensk útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki sem sjá endursölu- aðilum fyrir hráefni. Friðrik Pálsson stjórnarformaður SÍF Vinsamlegur sam- runi mikilvægur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.