Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þó það nú væri, keyptirðu ekki einhvern tímann af mér eitt stykki Skoda, Solla mín? Hlíðaskóli settur í dag Mikið starf fram undan Í DAG verða grunnskól-ar í Reykjavík settirog þúsundir grunn- skólabarna þramma með töskurnar í skólann prúð og frjálsleg í fasi. Mikill undirbúningur liggur að baki því starfi sem nú hefst. Kristrún G. Guðmunds- dóttir er nýr skólastjóri Hlíðaskóla og tekur við starfinu af Árna Magnús- syni, sem gegnt hefur starfi skólastjóra frá árinu 1980. Hvernig hefur undirbún- ingurinn fyrir skólaárið gengið í Hlíðaskóla? „Undirbúningurinn hef- ur að flestu leyti gengið vel, þótt húsnæðismálin hafi sett strik í reikninginn. Það hafa staðið yfir fram- kvæmdir hér undanfarin misseri sem hafa tekið lengri tíma en áætlað var og þar af leiðandi er skólinn ekki í því ástandi sem mað- ur hefði viljað hafa hann við upp- haf skólastarfs. Það reynir tölu- vert bæði á starfsfólk og nemendur þegar miklar fram- kvæmdir eru á skólatíma og það hefur vissulega gert það hér. Með samstilltu átaki starfsfólksins hef- ur þó tekist að þoka þessum mál- um í rétta átt og byrjum við því full bjartsýni á morgun.“ Hvað felst í þessum fram- kvæmdum? „Skólinn hefur vissulega stækk- að til muna og telst nú fullbyggður. Við fáum mun stærra og skemmti- legra kennslurými og aðstaða fyrir nemendur breytist til batnaðar. Nú mun skólinn fá nemendamötu- neyti þar sem nemendum í fyrsta til sjötta bekk stendur til boða heit máltíð í hádeginu. Þetta starf verð- ur þróað áfram í framtíðinni og stefnum við á að bjóða eldri nem- endum einnig upp á þessa þjón- ustu þegar fram líða stundir. Einnig mun svonefnt skólaskjól, þar sem börnin í fyrsta til fjórða bekk geta dvalist við leik og störf fram eftir degi, fljótlega færast úr Vesturhlíð yfir í Hlíðaskóla.“ Hvernig gengur samstarf við kennara og annað starfsfólk skól- ans? „Mér hefur enn ekki gefist tími til að kynnast samstarfsfólki mínu vel, en bráðlega mun ég skipu- leggja starfsmannasamtöl með hverjum og einum og hlakka mjög til að eiga stund með þeim og spjalla undir fjögur augu.“ Nú tekurðu við skólanum af skólastjóra sem nýtur mikillar virðingar og hefur stýrt farsælu skólastarfi, hvernig leggst starfið framundan í þig? „Starfið framundan leggst mjög vel í mig. Með nýjum stjórnanda koma auðvitað nýjar áherslur og nýir straumar. Hér bíða mjög mörg krefjandi verkefni, meðal annars að þróa sameiningu Vest- urhlíðaskóla og Hlíðaskóla, en Hlíðaskóli hefur nú fengið það hlutverk að vera með kennslu fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn. Í vetur verða þessi börn 17. Þetta er stærsta verkefnið framundan, bæði krefj- andi og spennandi fyrir allt starfsfólk Hlíða- skóla að fást við. Ennfremur tel ég að Hlíðaskóli sé vel í stakk búinn til að takast á við þetta verkefni, því hér eru kennarar sem búa yfir mikilli reynslu og húsnæðið er vel til þess fallið að hýsa þessa starf- semi.“ Hverjar verða helstu áherslur þínar í starfi skólastjóra? Þetta sameiningarmál verður vissulega eitt af stóru málunum, en jafnframt mun ég vinna að ýmsum þróunarverkefnum innan skólans, sem styðjast við framtíðarsýn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í skólamálum. Fræðslumiðstöð gef- ur árlega út starfsáætlun, þar sem fram koma helstu áherslur í skóla- málum til næstu framtíðar. Jafnframt hlakka ég til að kynn- ast því góða fólki sem vinnur í Hlíðaskóla og stefni að því að eiga gott samstarf við nemendur og for- eldra. Skólinn er auðvitað þjón- ustustofnun sem á að veita foreldr- um og nemendum góða þjónustu og verður það eitt af meginmark- miðum mínum í starfi. Farsælt skólastarf byggist á samhentum starfsmannahópi, sem hefur sameiginlega skólasýn. Það er ósk mín að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem Hlíða- skóli er þekktur fyrir. Auknar kröfur eru einnig gerð- ar um bætta upplýsingamiðlun skóla til heimilanna. Við stefnum að því að skólinn gefi út nokkur fréttabréf á ári sem verði send for- eldrum. Jafnframt verði gefin út skólahandbók sem verður endur- skoðuð árlega.“ Hvað með nýtingu upplýsinga- tækninnar bæði í skólastarfi og samskiptum heimila og skóla? „Skólinn hefur látið vinna fyrir sig nýja heimasíðu sem kemst í gagnið á næstunni. Á henni verður auðveld- ara að uppfæra allar upplýsingar og foreldr- ar og aðrir sem áhuga hafa geta fylgst betur með skólastarfi í Hlíðaskóla. Að lokum væri gaman að minn- ast á það að Hlíðaskóli hefur fengið það hlutverk að vera móðurskóli í verk- og listgreinum í Reykjavík. Skólinn er þekktur fyrir öflugt listalíf og er það því kærkomið tækifæri fyrir skólann að taka að sér þetta verkefni og vonum við að sem flestir leiti í smiðju okkar hvað þetta varðar. Kristrún G. Guðmundsdóttir  Kristrún G. Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. maí árið 1953 og hefur búið í Reykja- vík næstum alla ævi. Kristrún lauk prófi í Fósturskóla Íslands 1980. Hún lauk BA-prófi í upp- eldis- og menntunarfræðum við HÍ 1993 og námi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda árið 1994. Kristrún lauk prófi í náms- og starfsráðgjöf árið 1997 og meistaraprófi í námsráðgjöf frá University of Strathclyde í Glasgow árið 1999. Kristrún lauk nú í vor námi í Starfs- mannastjórnun við Endur- menntunarstofnun HÍ. Kristrún er gift Daníel Gunnarssyni, skólastjóra Ölduselsskóla, og eiga þau saman 3 börn. Mjög mörg krefjandi verkefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.