Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 9 Grófar jakkapeysur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Nýjar haustvörur Mikið úrval af buxum Hallveigarstíg 1 588 4848 Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun LAGER SALA SÍÐUSTU DAGAR 3 VERÐ 1.000, 2.500 OG 5.000 Sími 567 3718 virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14 Opið ÚTSÖLULOK 30% aukaafsláttur í dag þriðjudag og miðvikudag Lokað fimmtudag • Nýjar vörur á föstudag Silkipeysur ÁRSÆLL Guðmundsson, sveitar- stjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar, telur mikilvægt að hraða endurút- hlutun á byggðakvóta fyrir Hofsós svo fiskvinnsla geti hafist þar að nýju. Útgerðarfélagið Höfði á Hofs- ósi lagði fram beiðni um gjaldþrota- skipti fyrir rúmri viku og eru því tuttugu starfsmenn félagsins án at- vinnu. „Þetta er stærsti vinnustaðurinn á Hofsósi og það er náttúrlega mjög alvarlegt mál þegar fyrirtæki verð- ur gjaldþrota og fólk missir vinnu. Við byrjuðum á því að funda með öllu starfsfólki á föstudeginum fyrir viku og fórum þá yfir stöðu mála. Ekkert því til fyrirstöðu að vinnsla geti hafist aftur Eftir það var þessi gjaldþrota- beiðni lögð til. Auðvitað er fólk ugg- andi hvað verður. Við vonumst auð- vitað til þess að fólkið fái aftur vinnu fyrr en seinna og landvinnsla byggist þarna upp áfram,“ segir Ár- sæll. Að hans sögn hefur þeim tilmæl- um verið beint til Byggðastofnunar um að hraða endurúthlutun á byggðakvótanum, en stofnunin fjallaði um málið í gær. Ársæll segir að húsnæði Höfða og flestar vélar séu í eigu Fiskiðjunnar og því sé ekkert því til fyrirstöðu að vinnsla geti hafist aftur. „Án þess að ég svari fyrir Byggðastofnun þá geri ég væntanlega ráð fyrir að þeir auglýsi kvótann og unnið verði úr umsóknum fyrir næsta fiskveiðiár. Það er eiginlega ómögulegt að segja hve lengi fólk yrði án atvinnu. Það fer eftir því hvernig mál skipast þarna og hvort vinnsla hefjist aftur í þessu húsi. Það er svolítið mik- ilvægt að hraða því máli og koma því á hreint með þessa vinnslu.“ Ársæll leggur áherslu á mikil- vægi byggðakvótans fyrir atvinnu- ástandið á Hofsósi og segir að í raun þyrfti hann að vera meiri. Hann segir að starfsfólk Höfða búi yfir mikilli þekkingu á fiskvinnslu og bætir við að fyrirtæki annars staðar að séu farin að spyrjast fyrir um það. Tuttugu manns á Hofsósi misstu vinnuna er Höfði fór fram á gjaldþrotaskipti Mikilvægt að hraða endur- úthlutun byggðakvótans Morgunblaðið/Einar Falur Stærsti vinnustaðurinn á Hofsósi hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. SYÐST á Sólheimasandi liggur skrokkur af flugvél sem var í eigu Bandaríkjahers. Þetta var vél af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 en einungis voru fjórar vélar af þessari gerð fluttar til landsins. Vélarnar komu hingað frá Víetnam en höfðu verið notaðar í Kóreu- stríðinu og voru þær notaðar til birgðaflutninga. Hér á landi gekk ekki áfallalaust með þessar vélar, einni vélinni hlekktist á við flugtak á Hornafjarðarflugvelli, hún var gerð upp og er notuð sem sumarhús á Hoffelli í Nesjum, önnur vél lenti út af á flugbrautinni við Þórshöfn og er nú baggageymsla og mjög illa farin. Sú þriðja skemmdist þegar henni var ekið á flugskýli á Kefla- víkurflugvelli, hún er nú safngripur og til sýnis í einu flugskýlinu þar. Fjórða vélin nauðlenti á Sólheima- sandi þegar afkælingarbúnaður hennar bilaði. Draga átti þá vél á haf út og sökkva henni og voru komin til þess tæki á sandinn en einhverra hluta vegna var hætt við það og þarna stendur skrokkurinn enn, afskaplega illa farinn af seltu og sandroki, búið er að taka af henni stélið og skrokkurinn hefur greinilega verið notaður til skotæf- inga, það var einnig greinilegt að einhver fugl hefur notað flugstjórn- arklefann fyrir hreiðurstæði síðast- liðið vor. Flugvélaflak í eigu Bandaríkjahers á Sólheimasandi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fugl í flugstjórnarklefanum Fagradal. Morgunblaðið. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.