Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 13 FRAKKINN Christian Moullec flýgur hér á svifflugu í oddaflugi með gæsunum sínum á flugsýningu í Ditting- en í Sviss. Moullec, sem er umhverfisverndarsinni mik- ill, hefur alið upp og þjálfað hóp fjallagæsa sem halda að svifflugan hans sé leiðtogi hópsins og elta hana hvert sem hún fer. Gæsirnar eru í útrýmingarhættu og er þjálfun þeirra hluti af sænsku verkefni sem miðar að því að fjölga þeim. Með því að láta þær elta sig getur Moullec komið þeim á vetrardvalarstaði sína í Evrópu með öruggum hætti. Í oddaflugi með fjallagæsum Reuters FLUGSKEYTUM var skotið úr ísr- aelskum herþyrlum á bíl í Gazaborg síðdegis í gær. Kváðu fjórir menn hafa látið lífið í árásinni. Að sögn vitna voru tveir mannanna þekktir liðsmenn Hamas-samtaka herskárra Palestínumanna, þeir Ahmed Aisht- awi og Wahid Hamaf. Ekki skýrðist strax hverjir hinir tveir voru. Flugskeytin hittu skotmark sitt þegar mennirnir sem árásin beindist að sátu undir tré næst við strönd þar sem fjöldi manns var á ferli. Allir Hamas-liðar „aflífunarskotmörk“ Yfirmaður Ísraelshers hafði að- eins nokkrum tímum fyrir þyrlu- árásina sagt að allir Hamas-liðar væru „hugsanleg aflífunarskot- mörk“. Þremur dögum áður var háttsettur foringi Hamas-samtak- anna, Ismail Abu Shanab, drepinn í slíkri þyrluárás. Hún var sögð gerð í hefndarskyni fyrir sjálfsmorðs- sprengjuárás á strætisvagn í Jerú- salem í liðinni viku, sem kostaði 21 mann lífið. Talsmenn heimastjórnar Palest- ínumanna sögðu þessar árásir Ísr- aela ekki til annars fallnar en að grafa undan aðgerðum heimastjórn- arinnar gegn herskáum hópum Pal- estínumanna, en aðgerðirnar hófust á laugardag með áherzlu á að stöðva vopnasmygl. Átök milli forystumanna Palest- ínumanna um völdin yfir öryggis- sveitum heimastjórnarinnar og hvernig fara skuli að í aðgerðum gegn herskáu hópunum héldu áfram í gær. Ísraelskir ráðamenn hafa ítrekað hótað allvíðtækum hernaðaraðgerð- um af hálfu Ísraelshers gegn her- skáum Palestínumönnum grípi heimastjórnin ekki til sannfærandi aðgerða gegn þeim. Þyrluárásin var gerð í beinu fram- haldi af því að herskáir Palestínu- menn skutu flugskeyti inn á ísr- aelskt yfirráðasvæði. Fjórir falla í þyrluárás á Gaza Gazaborg. AP. BANDARÍSKA alríkislögreglan FBI hefur komist að því að al- Qaeda-samtökin undirbúi nú árás þar sem þau hyggist ræna breskum farþegaflugvélum og fljúga þeim á mikilvægar byggingar, að því er fram kemur í dagblaðinu Sunday Telegraph í gær. Heimildir blaðsins eru sagðar koma úr leyniskýrslum FBI. Er sagt líklegt að flugvélum, sem flogið er frá Heathrow-flugvelli og Gatwick, verði rænt og hafa British Airways og önnur bresk flugfélög hert öryggiseftirlit í kjölfar fréttanna. Samkvæmt skýrslunum munu árásirnar eiga sér stað ein- hvern tímann á næstu tveimur mán- uðum. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið fram við leit FBI-manna í húsum sem liðsmenn al-Qaeda höfðu til umráða. Talsmaður FBI segir að hugsan- legt sé að skotmörk séu einnig á Ítal- íu, í Ástralíu og Bandaríkjunum. Í lok júlí sendi FBI frá sér viðvörun til bandarískra og breskra flugfélaga um að árás gæti verið yfirvofandi. „Að minnsta kosti ein þessara árása gæti átt sér stað nú í lok sum- ars. Eftirlit á flugvöllum og reglur um innflytjendur voru urðu mun harðari en áður eftir árásirnar 11. september 2003 en al-Qaeda-liðar reyna nú að finna nýjar leiðir til að komast fram hjá þeim,“ segir tals- maður FBI í viðtali við Sunday Tele- graph. Varað við hryðjuverkum í Bretlandi í skýrslum FBI Segja al-Qaeda reyna flugrán á næstunni Lundúnum. AFP. Reuters Brezkir lögreglumenn standa vörð á Heathrow-flugvelli við London. JOHN Geoghan, fyrrverandi prest- ur kaþólsku kirkjunnar í Boston, sem sat inni fyrir að hafa beitt barnunga drengi kynferðislegu of- beldi, var myrtur af samfanga sín- um í fangelsi í Massachusetts í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Geoghan, sem var 67 ára, var sviptur prests- embætti fyrir fimm árum, eftir að hafa orðið upp- vís af að hafa beitt 130 börn kyn- ferðislegu ofbeldi á 30 árum en í fyrra var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa beitt tíu ára dreng kynferðislegu ofbeldi. Mál hans varð kveikjan að víð- tæku hneyksli innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum þar sem í ljós kom að yfirmenn höfðu vitað um fjölda sambærilegra mála en látið þau viðgangast og hylmt yf- ir þau. Í kjölfar rannsóknarinnar voru 325 prestar og biskupar kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum látnir víkja úr embætti, þar á meðal kard- inálinn í Boston. Var haldið aðskildum frá öðrum föngum Geoghan hafði verið í sérstakri gæslu til að vernda hann frá öðrum föngum en hafði þó einhver sam- skipti við aðra fanga sem einnig þurftu svipaða gæslu. Hann virðist hafa verið kyrktur en morðingi hans sat inni til lífstíðar fyrir vopn- að rán og morð. Prestur myrt- ur í fangelsi John Geoghan Boston. AFP. HAGTÖLUR frá öðrum ársfjórð- ungi staðfesta að efnahagssamdrátt- ur er viðvarandi í Þýzkalandi, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi og telja hagfræðingar litla von til að úr rætist það sem eftir lifir þessa árs. Niðursveiflan í alþjóðaviðskiptum og tiltölulega hátt gengi evrunnar ýtir undir hina neikvæðu hagþróun á evrusvæðinu og veldur því að hún er að dragast æ lengra aftur úr hag- þróun í Bandaríkjunum og Japan. Samkvæmt nýbirtum tölum frönsku hagstofunnar INSEE dróst franskt efnahagslíf saman um 0,3% á þriggja mánaða tímabilinu frá apríl til júní, en á fyrsta ársfjórðungi var hagvöxtur jákvæður um 0,2%. Spáir stofnunin því að hagvöxtur á árinu í heild verði 0,1%. Þótt Frakkland, annað stærsta þjóðhagkerfi evrusvæðisins, uppfylli þar með ekki formleg skilgreining- arskilyrði fyrir samdráttarskeiði, sögðu sérfræðingar í gær að tölurn- ar boðuðu ekki gott fyrir hagþróun á evrusvæðinu. Áður höfðu hagtölur frá Þýzka- landi, stærsta þjóðhagkerfi Evrópu, Ítalíu og Hollandi sýnt að þessi þrjú þungavigtarlönd evrusvæðisins upp- fylltu þessi skilyrði, þ.e. að hagvöxt- ur sé neikvæður í a.m.k. tvo ársfjórð- unga í röð. Eftir að þessar tölur voru birtar leiðrétti framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (ESB) hagvaxt- arspá sína fyrir evrusvæðið niður á við; býst hún nú ekki við því að með- altalshagvöxtur í evrulöndunum tólf verði meiri en í mesta lagi 0,4% á þriðja ársfjórðungi. Heildarhagvöxt- ur ársins 2003 á evrusvæðinu verður samkvæmt núverandi mati fram- kvæmdastjórnarinnar aðeins 0,2– 0,6%. Samdráttur á evrusvæði París, Brussel, Frankfurt. AFP. Reuters Schröder Þýzkalandskanzlari (t.h.) og ítalski forsætisráðherrann Berl- usconi reyna að brosa er þeir hitt- ust í Verona um helgina, þótt illa ári í efnahagslífi beggja landa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.