Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRSTA árgangi iðnhönn- uða sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í vor sem leið, voru María Krist- ín Jónsdóttir, Sesselja Thorberg Sigurðardóttir, Signý Kolbeinsdóttir og Sigurður Ingi Ljótsson. Þótt iðnhönnun sé ung grein hér á landi er hún í reynd rúmlega aldar gömul starfsgrein. Sífellt fleiri fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi góðrar hönnunar og sumir vilja meina að hönnun sé eitt mikilvægasta verkfæri fyr- irtækja til þess að að ná árangri á markaði. „Hönnun þarf alltaf að nýtast einhverjum á einhvern hátt. Hún þarf að vera falleg, sniðug og frumleg, líkt og listaverkið, en auk þess verður hún að búa yfir nota- gildi og vera framleiðsluhæf,“ segir Signý. „Iðnhönnuður getur hannað allt frá teskeiðum upp í flugvélar, þannig að þetta er mjög breitt starfsvið. Þótt þú sért ekki sér- menntaður verkfræðingur getur þú alveg teiknað flugvél og komið með hugmyndir um hvernig hlutir eiga að virka. Oft vinna iðnhönnuðir í samstarfi við aðra hönnuði, líkt og grafíska hönnuði, innanhús- arkítekta og verkfræðinga. Við komum með okkar hugmyndir og útfærum þær síðan með sérfræð- ingum,“ segir Sigurður og bætir við: „Að mörgu leyti þarf iðnhönn- uður að vera eins og amaba. Þeir þurfa að geta aðlagað sig öllu, en námið felst einmitt í þessu að læra að gegna öllum þessum ólíku hlut- verkum.“ Hugmyndum komið í framkvæmd Spurð um uppbyggingu iðnhönn- unarnámsins hér heima svara fjór- menningarnir því til að fyr- irmyndin að náminu sé sótt að nokkru leyti til evrópskra skóla. „Við höfum verið mjög heppin með kennara og höfum t.d. fengið mikið af erlendum hönnuðum til að kenna okkur, sérstaklega á fyrsta og öðru árinu,“ segir Sesselja. „Segja má að við höfum verið nokkurs konar tilraunahópur,“ segir María Kristín kímin. „Mjög mikil áhersla er á að kenna okkur leiðir til að virkja sköpunarkraftinn, fá hugmyndir og síðan útfæra þær. Þannig lærum við aðferðir til þess að koma hug- myndum okkar frá okkur almenni- lega, en ekki bara í skissuformi. Við þurfum að geta fylgt öllu ferl- inu eftir frá a til ö, þ.e. frá hug- mynd til framleiðslu og svo til kynningar. Aðaláherslan í náminu hefur verið á þetta, sem er mjög gott,“ segir Sesselja og María Kristín tekur undir þetta. „Það er mjög hollt að neyðast til þess að tala um hugmyndir sínar, reyna að koma þeim í orð og útskýra fyrir einhverjum öðrum svo viðkomandi skilji þig fullkomlega og sjái hlut- inn fyrir sér,“ segir María Kristín. „Í raun er maður alltaf að. Ég er alla vega alltaf með litla skissubók. Stundum dettur manni t.d. bara eitthvert orð í hug, sem hægt er að vinna út frá, eða sér fyrir sér ein- hverja liti eða form. En auðvitað er mismunandi hvernig fólk vinnur. Það er í raun og veru afar skemmtilegt við okkar árgang, við erum svo ólík á allan hátt, bæði hönnunarlega og hugsunarlega séð. Samt eigum við mjög auðvelt með að vinna saman,“ segir Sesselja. „Svona hópur eins og okkar væri mjög góður hópur til að reka stúd- íó, af því við erum svo ólík. Einmitt af því við höfum svo mismunandi skoðanir og hugmyndir, þá yrði lokaniðurstaðan örugglega mjög góð. Það þarf alltaf mjög mikla vídd hjá hópi fólks sem er að vinna að einhverju verki saman,“ segir Sigurður. „Við getum líka verið gagnrýnin á vinnu hvert annars án þess að vera leiðinleg,“ segir Sess- elja. „Hönnuðir almennt verða ein- mitt að hafa mjög harðan skráp og þolinmæði gagnvart gagnrýni. Þeir verða að geta tekið gagnrýni, hvort sem hún er góð eða slæm. En fólk er svo oft miklu reiðubúnara að gagnrýni heldur en hrósa. Það er einmitt mjög algengt að það gleymi að gefa góðu punktana,“ segir Sig- urður. „Nema þeir sem eru vanir að gagnrýna,“ bætir Sesselja strax við. Stemningsbakkar og dúnbelgir Sem hluta af lokaverkefni sínu tóku fjórmenningarnir þátt í sýn- ingu í vor sem haldin var í Hafn- arhúsinu. Hópurinn var mjög ánægður með sýninguna í heild og þakkar Steinþóri Kára Kárasyni sýningarstjóra sérstaklega fyrir hans þátt í því. Á sýningunni sýndi Sesselja svokallaða stemnings- bakka, sem hún nefndi MOOD. „Þetta voru fjórir bakkar með formum, sem fræst voru í báðum megin, og bók með sex mismun- andi stemningum, t.d. rómantíska stemningu, morgunstemningu í rúmið og einstaklingsstemningu. Hver stemningarkafli fékk síðan sinn eiginn þemalit og -letur. Í bókinni sem fylgdi með mátti finna tékklista þar sem talið var upp hvað ætti að vera í viðkomandi stemningu og mynd af hvernig stemningin geti mögulega litið út auk þess sem gefin var hugmynd um uppröðun bakkanna. Þessi stemningshugmynd hefur vakið þó nokkra athygli og ég fékk allmikið af pöntunum en gat því miður ekki sinnt fleirum,“ segir Sesselja. Aðspurð hvernig hugmyndin hafi komið til hennar segir Sesselja að sér finnist að stöðugt sé verið að tala um einhverjar stemningar. Fegurð og hagkvæmni í fyrirrúmi Fyrsti árgangur iðn- hönnuða útskrifaðist frá Listaháskóla Ís- lands nú í vor. Silja Björk Huldudóttir fékk hópinn til þess að segja sér frá námi og starfi iðnhönn- uðarins. Morgunblaðið/Sverrir Signý Kolbeinsdóttir, María Kristín Jónsdóttir, Sesselja Thorberg Sigurðardóttir og Sigurður Ingi Ljótsson. Morgunstemning í rúmið hönnuð af Sesselju Thorberg Sigurðardóttur. Meðfylgjandi tékklisti er svo hljóðandi: 2 bollar af góðu kaffi, 2 brauð- sneiðar, álegg að eigin vali og 1 skál af kanilsnúðum. Sjálfvirkur fóðurgjafi fyrir íslenska hestinn hannaður af Sigurði Inga. Gúmmítíra hönnuð af Signýju. Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Dúnbelgir hannaðir af Maríu Kristínu Jónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.