Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 15
„Fyrir mér er hönnun stemning. Hönnun á að skapa stemningu, hvort sem hún hellist yfir mann með snertingu, notkun eða áhorfi á tiltekinn hlut. Mig langaði því til þess að hlutgera stemningar sem slíkar. Ég spurði sjálfa mig að því hvað stemning væri, hvers vegna og hvernig hægt væri að nota hverja fyrir sig.“ Bakkarnir hafa vakið athygli út fyrir landsteinana og í augnablikinu er danskt fyr- irtæki að skoða hvort það geti framleitt bakkana. Að sögn Sess- elju kom ritstjóri finnska hönn- unartímaritsins MUOTO sér- staklega á sýninguna í Hafnar- húsinu í vor. „Tilgangurinn var að velja eitt verk til að gera því skil í septemberblaðinu þeirra og ég er afar stolt af því að þeir völdu stemningsbakkana mína,“ segir Sesselja og brosir. Framlag Maríu Kristínar á sýn- ingunni var töskur sem hún nefndi dúnbelgi. „Hugsunin í hugmynda- vinnu minni var að töskurnar væru alltaf ákveðin framlenging á lík- amanum. Nokkurs konar vasar sem þú vefur utan um þig, enda eru töskur lítið annað en hirslur sem hægt er að taka með sér. Svona eins og kommóðuskúffa nema hvað henni er lokað með bandi. Töskurnar mínar eru þeim eiginleika gæddar að þær eru fyllt- ar fiðri eins og sængur eða koddar og því gott að hvíla höfuðið á þeim þegar þörf er á. Mér finnst dúnn- inn svo heillandi hráefni því hann þenst út komist hann nálægt lík- amanum en þjappast svo að sama skapi saman þegar hann er skilinn frá líkamanum. Þannig má segja að manneskjan gefi töskunni líf,“ seg- ir María Kristín. Innblásin af dýraríkinu Sigurður hannaði sjálfvirkan fóð- urgjafa fyrir íslenska hestinn. „Eiginlega má segja að fóðurgjaf- inn hafi orðið til eftir pöntun, því mér var bent á að þetta væri einn af þessum hlutum sem vantaði. Ég þróaði tækið í samvinnu við Atla Guðmundsson, sem er einn fremsti hrossaræktandi landsins, en hann var mér innan handa ásamt fleirum sérfræðingum. Tækið er ekki tengt rafmagni, en það er hugsað þannig að það geti gefið hestinum hvenær sem er sólarhringsins, en aðeins eina gjöf í einu, allt samkvæmt óskum eigandans. Gefa þarf hest- um alla vega tvisvar á dag, en með því að notast við tækið getur eig- andinn mögulega sparað sér stöku ferð,“ segir Sigurður en tekur skýrt fram að eftir sem áður þurfi eigendur vitanlega að hugsa um hestana. Signý var einnig innblásin af dýraríkinu þegar hún hannaði gúmmílampa sem hún kallaði gúmmítírur fyrir sýninguna. Að sögn Signýjar valdi hún að vinna lampana í gúmmí þar sem það er afar lífrænt og náttúrulegt efni. „Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig dýraríkið hefur áhrif á hönnun enda notast ég sjálf mikið við dýraríkið í minni hönnun. Lamparnir eru hugsaðir þannig að hægt er að ferðast með þá um íbúðina, þannig eru þeir ekki kyrr- stæðir heldur á hreyfingu, líkt og flestallt í dýraríkinu. Svo líkjast formin á lömpunum púpum eða móðurlífsbelg. Þetta eru einföld form, en einföldustu formin koma einmitt oftast úr náttúrunni,“ segir Signý. Aðspurð hvað framundan sé hjá fjórmenningunum segjast þau flestöll stefna á frekara nám á næstu árum hvort sem það verði í iðnhönnun eða tengdum greinum. „Í raun má segja að það sé nauð- synlegt að fara í mastersnám til þess að geta nýtt sér BA-námið til fullnustu. Og ég held að það gildi um alla hönnuði,“ segir Sesselja. Að sögn hópsins hafa þau alls ekki setið auðum höndum frá því nám- inu lauk. María Kristín, Signý og Sesselja starfa allar sjálfstætt, en Sigurður er fastráðinn hjá Marel þar sem hann sér um alla sýn- ingahönnun á vegum fyrirtækisins. silja@mbl.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 15 SÍMINN INTERNET … á enn meiri hra›a fyrir sama ver› Vi›skiptavinir Símans fá nú háhra›a internettengingu me› 1536 Kb/s flutningshra›a á sama ver›i og 512 Kb/s kostu›u á›ur. Mána›argjald ADSL 1500 var á›ur 8.120 kr. en ver›ur nú 4.820 kr. (mi›a› vi› 100MB ni›urhal). Ekkert stofngjald til og me› 20. september. flú getur gert fla› hvar sem erflrá›laust internet Kynntu flér sérsni›nar internetlausnir í næstu verslun Símans og á siminn.is. N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 1 0 0 7 6 Tilbo› á flrá›lausu Interneti: A›eins 2.490 kr. Innifali›: • Beinir (router) me› flrá›lausum sendi • firá›laust netkort í fartölvu • Smásía Tilbo›i› mi›ast vi› 12 mána›a áskrift a› ADSL 1500 tengingu hjá Símanum Internet. ATH. Áskriftarlei›in ADSL 512 ver›ur felld ni›ur og núverandi áskrifendur a› fleirri lei› færast sjálfkrafa í ADSL 1500. ADSL 1500 Láttu ekki smá- málin í ástinni ergja þig hefur að geyma ein- faldar leiðir til að styrkja sam- bandið og koma í veg fyrir að ástarþráðurinn slitni. Höfundar eru Richard Carlson og Kristine, eiginkona hans. Þýð- endur eru Inger Anna Aikman og Margrét Blöndal. Bókin kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Öll óskum við þess að ástarsambönd okkar séu góð, þau veiti okkur ham- ingju, lífsfyllingu og gleði og séu grundvöllurinn að farsælu lífi. Þess- ar miklu væntingar leiða oft til mik- illa vandamála, sárra vonbrigða og þarflausra átaka. Richard og Kristine benda á einfaldar lausnir á þessum vandkvæðum sem allir geta auðveld- lega tileinkað sér.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Forlag- ið. Bókin er 300 bls., prentuð í Sví- þjóð. Kápuhönnun og útlit: Auglýs- ingastofa Skaparans. Verð: 2.990 kr. Handbók Spáðu í mig er handbók þar sem „Spámaðurinn“ fjallar um það hvernig stjörnu- merkin passa saman og kemur á framfæri sínum uppörvandi boð- skap um hvernig einstaklingurinn getur virkjað tilfinningar sínar og skapað jákvæða orku. „Spámaðurinn“ kýs að fara huldu höfði. Hann sér vefsvæðinu spa- madur.is fyrir daglegri stjörnuspá og hefur spáð fyrir mörgum nafntog- uðum einstaklingum. Útgefandi er Bókaútgáfan Salka í samvinnu við Spámanninn og Ing- unni ehf. Birgir Þ. Jóakimsson hann- aði bókina sem er 160 bls. prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Verð: 3.980 kr. HandbókÍ HAUST er væntanlegt hjá Bóka- útgáfunni Hólum afmælisrit til heiðurs séra Jóni Bjarman, fyrrum fanga- og sjúkrahúspresti. Jón varð sjötugur í janúar sl. og hafa vinir hans ákveðið að gefa út af- mælisrit honum til heiðurs. Það mun innihalda heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria), ljóð, sem ekki hafa áður komið á bók, eftir séra Jón, auk ljóðaþýðinga hans. Ritið verður selt í áskrift og er það von aðstandenda þess að heilla- óskaskráin verði sem lengst og glæsilegust. Ritnefnd afmælisritsins skipa Jón Hjaltason, sagnfræðingur, sr. Jón Helgi Þórarinsson og Kristján Valur Ingólfsson, lektor. Heillaóska- skrá vegna afmælisrits

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.