Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 17 Snyrtiklefi www.lyfja.is Smáratorgi, sími 564 5600. Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 564 5600. Aðeins það besta fyrir andlit þitt UNDIRRITAÐUR var einn þeirra, sem lagði trúnað á orð stjórn- arþingmanna, þess efnis að í stefnu- yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar væri að finna skýr ákvæði um línuívilnun og aukningu byggða- kvóta. Honum þótti því undarlega við bregða, þegar þeir, sem ætla sér að víkja sér undan skýrum loforðum stjórnarflokka og foringja þeirra í þeim málum, vitn- uðu í stjórnarsáttmála þeim brigðum til stuðnings. Hin sviknu loforð væru í samræmi við stefnuyfirlýsinguna! Hann varð sér þessvegna úti um yfirlýsinguna og komst að raun um að hún er þann veg úr garði gerð að í henni felast engin loforð; raunar gal- opnað fyrir undankomuleið frá gefn- um loforðum. Í ríkisstjórnarplagg- inu stendur nefnilega: ,,Leitast verður við að styrkja hagsmuni sjáv- arbyggða, til dæmis með því að kanna kosti þess…“ og síðan upp- talning í belg og biðu – að ,, auka byggðakvóta og taka upp ívilnun fyr- ir dagróðrarbáta með línu“. Þar hafa menn það. Það á sem sagt að kanna kosti þess að standa ekki við gefin loforð í kosningabar- áttunni um aukinn byggðakvóta og línuívilnun! Á engan er hallað þótt sagt sé að Sigurður Líndal, prófessor, sé fremstur meðal jafningja í lögvísi og útlistun laga. Á laganemamóti 1985 flutti Sigurður erindi um málfar og stjórnarfar. Hann segir þar á einum stað: ,,Ef þeir textar eru mjög óglöggir, sem notaðir eru við málatilbúnað og stjórnarframkvæmd, torveldar það eðlilegan viðgang lýðræðis. Réttarríkið er öðru fremur reist á þeirri forsendu að mannréttindi séu virt og stjórnarfar lögbundið í þágu þess markmiðs. Óljósir textar í lög- um, reglugerðum og öðrum yf- irvaldsboðum geta valdið óvissu um réttindi manna og skyldur, orðið skálkaskjól geðþóttaákvarðana og þannig undirrót misréttis og mann- réttindabrota.“ Það þarf ekki frekari vitna við hverskonar plagg stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar kvótaflokkanna er. Í stefnuyfirlýsingunni er sem sagt engin loforð að finna eins og sjá má. En – þótt svo sé ekki er stjórn- arþingmönnum Vesturlands og fleir- um vorkunn, þótt þeir telji sér trú um annað, minnugir samþykktar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um línuívilnun og loforða formanns flokksins og forsætisráðherra í framhaldi af henni. Sömuleiðis vegna samþykktar Framsókn- arflokksins um aukinn byggðakvóta og loforða flokksformannsins í því efni. Raunar tekur fyrrverandi þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, Kristinn H. Gunnarsson, svo djúpt í árinni að fullyrða að rík- isstjórnin hafi haldið meirihluta sín- um á alþingi vegna þessara sam- þykkta ríkisstjórnarflokkanna og yfirlýsinga flokksformannanna í kosningahríðinni. Brigð þeirra nú sýna og sanna að þeir skeyta ekki um skömm né heiður í valdabarátt- unni. Sumt er ofvaxið skilningi flestra manna. T.d. þegar sjávarútvegs- ráðherrann lýsir yfir að hann stefni að því að afnema byggðakvótann, þá lýsir formaður Framsóknar því yfir að verið sé að vinna að þeim málum í samræmi við stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar, og þar með Fram- sóknarflokksins! En þeim, sem þekkja til vinnubragða Framsókn- arflokksins, er hinsvegar löngu hætt að ofbjóða. En djúpt eru þeir pólitísku for- ystumenn sokknir, sem stunda at- kvæðaveiðar með þeim hætti, sem fyrrgreind dæmi sanna. Þegar aflað er atkvæða kjósenda með þeirri beitu þá ,,torveldar það eðlilegan viðgang lýðræðis“. Atkvæðaveiðar Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjáls- lynda flokksins. ÁSTÆÐUR offitu eru þaulrann- sakaðar en uppskriftin fyrir þyngd- ar- og fitutapi er í raun sára einföld. Til að ganga á orku- forða líkamans verð- ur einstaklingurinn að borða minna og/ eða hreyfa sig meira! Engin ein fæðu- tegund er öðrum æðri og engin það slæm að henni ætti alfarið að sleppa. Orkuefnaneysla þess sem þarf að létta sig ætti almennt séð að vera vel yfir 1.000 hitaeiningum á dag (1.200 til 1.600 hjá konum og 1.500 til 2.000 hjá körlum). Þar sem erfitt getur reynst að neyta ráðlagðra dag- skammta af ýmsum næringarefnum (sérstaklega járni hjá konum) á jafn- vel 1.500 hitaeiningum er mjög mik- ilvægt að velja næringarefnaríka fæðu og ekki skaðar að taka inn eins og eina fjölvítamíntöflu með söltum á dag. Mikilvægt er að neyta ríkulega kolvetnaríkrar fæðu, sem jafnframt er trefjaefnarík. Ástæðan er einfald- lega tengd því að neysla slíkra mat- væla er almennt séð of lítil, ekki síst meðal þeirra sem eiga við offitu að stríða. Kolvetna- og trefjaefnaríka fæðu má finna í kornmeti, baunum, ávöxtum og grænmeti. Góð og gild þumalputtaregla segir að um og yfir helmingur orkunnar ætti að koma úr kolvetnum. Engin ein fæðutegund er sett saman á fullkominn hátt og grund- völlur varanlegs árangurs er að fólk umgangist allan almennan mat og leitist við að beina neyslunni í þann farveg að hófsömum markmiðum manneldisstefnunnar sé fullnægt. Allur matur gefur líkamanum eitt- hvað sem hann getur nýtt sér. Ástæða þess að einstaklingur missir tök á líkamsþyngd sinni er oftar en ekki sú að viðkomandi leiðist út í of- neyslu ákveðinna afurða og of lítillar neyslu á öðrum. Þannig er mjög al- gengt að fólk sem er feitt borði mik- ið af mat sem er mjög ríkur af fitu eins og kjöti; feitum mjólkurafurð- um eins og ostum; margs konar sós- um eins og majones- eða rjómarík- um; skyndibitafæði eins og pitsum, hamborgurum og djúpsteiktum mat, svo sem frönskum kartöflum. Of- neysla á sykur-/fituríkum mat er oft áberandi, eins og súkkulaði, bakkelsi margs konar (vínarbrauði, kleinu- hringjum, kökum, tertum og svo framvegis) og ís. Einnig færist í vöxt mikil neysla á sykursætum drykkj- um eins og gosdrykkjum og ávaxta- söfum og áfengum drykkjum eins og bjór og léttum vínum. Þessar fæðu- tegundir, sem nefndar hafa verið, eru að sjálfsögðu ekki stórhættu- legar og reyndar búa sumar þeirra yfir umtalsverðu hollustugildi. Til að mynda gefur ostur kalk og prótein og sömuleiðis ísinn. Kjöt gefur pró- tein og verulegt járn. Pitsan gefur kolvetni í formi brauðsins og umtals- vert af næringarefnum er í brauðinu og álegginu. Þrátt fyrir að bakkelsið, sósurnar, frönsku kartöflurnar og drykkjarföngin í umræddu dæmi séu snauðar af næringarefnum gefa þær orku og höfum hugfast að lík- ami okkar er knúinn áfram á orku í formi hitaeininga. Staðreyndin er bara sú að með því að neyta afurða sem þessara er svo auðvelt að fá fleiri hitaeiningar en við þörfnumst og þess vegna þurfum við að fara sparlega í að neyta þeirra. Fólk þarf því að læra sín takmörk og víst er svo að mörgum reynist það erfitt. Hvernig er hægt að skera niður hitaeiningafjöldann og breyta sam- setningunni? Dæmi: Óli er vanur að fá sér 450 g af kjöti þegar hann grillar (3 vænar sneiðar) og tvær „eggstórar“ kart- öflur sem hann bragðbætir með tveimur matskeiðum af smjöri og setur yfir allt heila klabbið um einn dl af rjómaríkri bernaisesósu. Hita- einingafjöldinn nemur um 2.000. Ef Óli skæri niður kjötmagnið um helming, fengi sér þrjár „eggstórar“ kartöflur, tvær matskeiðar af „léttu“ viðbiti, einn dl af hveitijafnaðri sósu ásamt 100–200 g af blönduðu hrásal- ati myndi hitaeiningafjöldinn nema um 1.000. Augljóslega er hitaein- ingamunurinn mikill milli máltíð- anna og samsetningin breytist veru- lega kolvetnunum í hag og fitunni í óhag. Verði ykkur að góðu! Léttur réttur Eftir Ólaf G. Sæmundsson Höfundur er næringarfræðingur. SMS FRÉTTIR mbl.is alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.