Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 19 S jóðheit sumarumræðan um meint samráð og verðlagssvindl olíu- og tryggingafélaganna beinir kastljósinu enn á ný að lögum um fjárreiður stjórn- málaflokkanna. Eða öllu heldur skorti á slíkri löggjöf. Víðast hvar í grannlöndunum eru í gildi lög sem skylda stjórnmálaflokkanna að gefa upp hverjir eru helstu fjár- hagslegir bakhjarlar þeirra með því að gera þeim að gefa upp hverjir styrki þá um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Um allan hinn vestræna heim þykja slíkar reglur sjálfsagðar. Eðlilegar reglur til að tryggja við- gang lýðræðislegra stjórnarhátta og til að koma í veg fyrir að ein- stök fyrirtæki hafi óeðlilega mikil ítök í stjórnmálaflokkunum. Þær þykja eðlilegar nema á Íslandi. Hér hefur það verið baráttumál jafnaðarmanna um árabil að sett verði lög um fjárreiður flokkanna og þeim gert að opna bókhald sitt. En þær tillögur hafa illu heilli ekki hlotið hljómgrunn hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og dagað uppi í þinginu ár eftir ár. Vígi valdsins Þau fyrirtæki sem nú eru í eld- línu umræðunnar vegna meints samráðs tengjast mörg innsta kjarna stjórnarflokkanna tveggja og hafa gert um áratuga skeið. Mætti að ósekju nefna mörg þeirra vígi valdsins í landinu enda hafa forystumenn sumra fyrirtækjanna gegnt trúnaðarstörfum við fjár- öflun flokkanna á sama tíma og þeir fóru fyrir fyrirtækjunum. Því kemur eðlilega upp umræða um ítök þeirra í flokkunum og eina leiðin til að eyða grunsemdum er að opna bókhald flokkanna þannig að það liggi á borðinu hverjir leggi þeim til fé. Hvort að Kolkrabbinn meira og minna eigi Sjálfstæð- isflokkinn í krafti fjárausturs í sjóði hans veit enginn en efinn og grunsemdirnar eru til staðar þar til bókhaldið verður birt. Aðalatriði málsins eru þau að það skortir reglur um fjárreiður stjórnmálaflokkanna en gegn laga- setningunni hefur verið staðið á þeim forsendum að það sé einka- mál hverjir styrkja starf flokk- anna. Svo er hins vegar alls ekki einsog gefur að skilja þegar um- ræða um tengsl flokka og fyr- irtækja kemur upp. Það er ein af grundvallarstoðum lýðræðis og gangverks þess að tengsl flokka og fjármagnseigenda liggi fyrir. Það er jafn mikilvægt og sama grund- vallaratriðið í uppbyggingu lýð- ræðisríkis og aðskilnaður löggjaf- ans, framkvæmdavaldins og dómsvaldsins. En það er nú efni í aðra grein hvernig því er háttað hérlendis. Þar sem lög um opið bókhald ríkja eru tengslin á borð- inu og enginn velkist í vafa um þau. Opið bókhald Samfylkingin hefur frá stofnun flokksins í maí árið 2000 birt fjár- framlög til flokksins yfir ákveðinni upphæð og opinberar það í bók- haldi sínu. Þó að enn skorti lögin og það skapi visst ójafnvægi við fjármögnun starfsins að sumir flokkar opni bókhald sitt en aðrir ekki. En þetta gerir Samfylkingin til að ríða á vaðið og undirstrika mikilvægi lagasetningarinnar um fjárreiður flokkanna sem enn og aftur verður lagt fram á haust- þinginu. Það er hinsvegar alls ekki nægjanlegt að einstakir flokkar taki það upp hjá sjálfum sér að opna bókhaldið. Eitt verður yfir alla að ganga til að taka af vafa um óeðlileg fjárhagsleg tengsl flokka og fyrirtækja. Opinber framlög Styrkir hins opinbera til stjórn- málastarfs eru mikilvægir og gegna því hlutverki að stjórn- málaflokkarnir eigi ekki allt sitt undir velvilja fyrirtækja. Því hlýt- ur það að blandast inn í umræðuna hvort þau framlög ættu að vera hærri til að gera flokk- ana síður háða framlögum ein- staklinga og fyrirtækja. Jafn- framt myndu aukin framlög til þeirra jafna aðstöðu á milli þeirra stjórnmálaafla sem njóta stefnu sinnar vegna meiri velvildar hjá stórfyr- irtækjunum en aðrir. Um slík framlög ríkir nokk- ur sátt og margir sem telja að þau mættu vera meiri til að tryggja sjálfstæði stjórnmála- starfsemi. Lögfest fjárframlög ríkis til stjórnmálaflokka hvíla á þeirri meginreglu að ólýðræðislegt sé að aðeins fjársterk samtök, sem njóta mikils stuðnings einstaklinga og fyrirtækja, geti boðið fram til þjóðþinga. Auk þess eiga rík- isstyrkir að sporna við þeirri teg- und af fyrirgreiðslupólitík þegar stjórnmálaflokkar verða óeðlilega háðir styrktaraðilum og að lýðræð- islega þjóðkjörnir fulltrúar taki pólitískar ákvarðanir með hliðsjón af hagsmunum styrktaraðila. Á slíku er augljóslega hætta ef að- haldið er lítið og eftirlitið með fjár- reiðum stjórnmálaflokka jafn slappt og raun ber vitni hérlendis. Ítök auðsins Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur mörgum sinnum flutt frumvarp um að lög verði sett um fjármál stjórn- málaflokkanna. Þar er lagt til að flokkunum verði gert að birta árs- reikninga sína opinberlega og greina frá því hverjir styrkja þá um framlög yfir ákveðinni upphæð. Tilgangurinn með frumvarpi Jó- hönnu er að gera fjármál flokk- anna sýnilegri og eyða tortryggni um tengsl flokka og fyrirtækja. Ár- angur og styrkur stjórnmálaflokka á ekki ráðast af fjárhagslegri getu þeirra sem fyrst og síðast byggja yfirburði í sinni starfsemi á fjár- framlögum fjársterkra fyrirtækja. Ríki leynd yfir fjárreiðum stjórnmálaflokka blasir við að það dregur úr trausti almennings gagnvart lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðþinga. Einsog um- ræða undanfarinna vikna um tengsl hinna meintu samráðsfyr- irækja við flokkana endurspeglar. Þá ekki síður gagnvart stofnunum samfélagsins, sem hafa umboð lög- gjafarvaldsins til að sinna eftirliti með leikreglum þess sem sam- ræmast hugmyndum okkar um lýðræði. Því er löggjöf um fjár- reiður stjórnmálaflokka, þar sem bókhaldið er opnað, grundvallar- atriði í því að byggja upp heilbrigt samfélag og ekki síður til að auka gagnsæið í samskiptum stjórn- mála- og viðskiptalífs. Samráð og sjóðir flokkanna Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar. Netfang: bgs@althingi.is. ’ Aðalatriði málsins eruþau að það skortir reglur um fjárreiður stjórn- málaflokkanna en gegn lagasetningunni hefur verið staðið á þeim for- sendum að það sé einka- mál hverjir styrkja starf flokkanna. ‘ Palestínumanna með því að hófsama íslamista um að snúa amas og Íslamska jíhad og um saman með þeim við að gömlu forystu frá völdum. eru hins vegar ekki sammála ksemdafærslu. Í þeirra augum væri með þessu verið að leiða þá í gildru þar sem blessun yrði lögð yfir þá er stæðu að ofbeldisverkum. Það er á þess- um punkti sem veggur Ísraela kemur til sögunnar. Þeir vilja ekki ná sam- komulagi við Palestínumenn og hafa því hafist handa við að reisa þetta mannvirki á svæðum sem að nafninu til eru nú und- ir stjórn Palestínumanna. Þó svo að í Vegvísinum sé lögð rík áhersla á öryggi er hvergi minnst á vegg Ísraela. Það er hins vegar ljóst að ekki er hægt að samræma vegginn og annan áfanga Vegvísisins, þar sem kveðið er á um sjálfstætt ríki Palestínumanna með landamærum til bráðabirgða. Framkvæmdir við byggingu veggjarins hófust fyrir ári. Í upphafi var stefnt að því að reisa öryggisgirðingu meðfram grænu línunni, landamærum Ísraels frá 1967. Smám saman hafa framkvæmdir við vegginn hins vegar farið að teygja sig út fyrir þau mörk og í raun er nú verið að innlima stóran hluta Vesturbakkans. Sem dæmi má nefna að sá hluti veggj- arins, sem ætlunin er að reisa að land- nemabyggðinni Ariel langt inn á Vest- urbakkanum, nær 15 kílómetra inn á svæði Palestínumanna. Með því að reisa vegginn í kringum stór svæði á austur- hluta Vesturbakkans, alls allt að 50% af svæðum Palestínumanna, er með veggn- um verið að svipta Palestínumenn að- gangi að Jórdaníu, næsta nágrannaríki þeirra. Í augum Palestínumanna er veggurinn einhliða aðgerð sem breytir stöðunni og kippir fótunum undan tímasetningu og gildi viðræðna um hina svokölluðu „end- anlegu stöðu“, sem gert er ráð fyrir í þriðja áfanga Vegvísisins. Samkvæmt Vegvísinum á í öðrum áfanga, sem enn er ekki hafinn, að mynda ríki Palestínu- manna með samliggjandi landamærum til bráðabirgða. Verði veggurinn reistur samkvæmt áætlun er verið að koma í veg fyrir að svæði Palestínumanna verði samliggj- andi. Áframhaldandi framkvæmdir munu því drepa allan áhuga Palestínumanna á öðrum áfanga Vegvísisins. Hins vegar munu Ísraelar hafa mikinn hag af því að krefjast þess að þegar verði farið yfir í þriðja áfangann, það er viðræður um hina „endanlegu stöðu“. Samningaviðræðum um endanlega stöðu, þar sem tekist verður á um öll helstu deilumálin – þar á meðal flótta- menn, Jerúsalem, landnemabyggðir, vatn og að sjálfsögðu endanleg landamæri Palestínuríkis – á samkvæmt áætlun að ljúka fyrir árslok ársins 2005, meðan Ar- iel Sharon verður enn forsætisráðherra. Hefjist þessar viðræður þegar í stað mun það leiða til gífurlegrar örvæntingar meðal Palestínumanna, mun dýpri ör- væntingar en í kjölfar þess að upp úr viðræðum slitnaði á leiðtogafundinum í Camp David í júlí 2000. Vegvísirinn, sem heitir skjótum ár- angri varðandi ísraelskar landnema- byggðir og stofnun palestínsks ríkis, er mikill hvati fyrir palestínsk stjórnvöld til að tryggja Ísraelum viðvarandi öryggi. Ef Ísraelar vilja endilega byggja vegg sinn verða þeir jafnframt að takmarka hann við grænu línuna frá 1967. Verði sú ekki raunin mun enginn veggur halda aftur af reiði Palestínumanna. gi Vegvísis Höfundur er forstöðumaður Palestínsku stjórn- málarannsóknamiðstöðvarinnar í Ramallah. sraelar vilja endi- yggja vegg sinn þeir jafnframt að rka hann við grænu frá 1967. Verði sú unin mun enginn halda aftur af reiði ínumanna. ‘ ustu skýringu samtímans um hitabylgju í Reykjavík og nágrannasveitum. Ofan á allt þetta kemur stjórnarformaðurinn í broddi fylkingar og býður landsmönnum upp á „sprengiljósasýningu“ í háloft- unum á menningarnótt á kostnað Orku- veitunnar. Alfreð Þorsteinsson og meiri- hlutafélagar hans kunna ekki einu sinna að fara hljóðlega og láta lítið á sér bera stuttu eftir að þeir eru búnir að missa jafnrækilega niðrum sig eins og raun ber vitni. Opinber rannsókn Í grein sem Jón Magnússon hæsta- réttarlögmaður skrifaði nýlega kom fram hugmynd um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að skoða starfsemi Orkuveitunnar. Undir það sjónarmið er tekið með hliðsjón af því hvernig R-listahópurinn hefur leikið þetta fyr- irtæki og virðast þeir ekki hættir í þeirri ævintýramennsku. Orkuveitan er einokunarfyrirtæki og geta neytendur ekki leitað annað. Það er því þýðing- armikið að gott aðhald sé á rekstri fyr- irtækisins og að neytendur hafi það ekki á tilfinningunni að pólitískir æv- intýramenn ráði þar ríkjum. Borg- arstjórn á að sjá sóma sinn í því að kalla þessa óþörfu og óvinsælu hækkun til baka. eykvíkinga Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.