Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                             "    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG ER svo hjartanlega sammála Kristni B. Eggertssyni um sið- blindu Árna Johnsen í sambandi við „frí“ hans til að stjórna brekku- söng á Þjóðhátíð í Eyjum þann 3.8. ’03. En mér finnst einnig að spyrja mætti hvort það bendi ekki til sið- blindu hjá formanni Þjóðhátíðar- nefndar að lesa þetta vægast sagt dónalega bréf fyrir Þjóðhátíðar- gesti? Eða hvað? Þó það sé allt annað mál langar mig að spyrja hvort Orkuveitan muni lækka verð á heita vatninu þegar orkuneyslan eykst í vetur, fyrst þurfti að hækka verðið vegna „of lítillar“ notkunar? Einhvern veginn hefir mér skilist að við séum ekki örugg með að búa við óþrjótandi orku úr iðrum jarðar og sé því ekki hvers vegna það ætti ekki að vera hagstætt að fá tilefni til að spara vatnið. Líka það kalda! Þessi útskýring á síðustu hækk- un er nánast óskiljanleg. Það skyldi þó ekki vera að offjár- festingar og bruðl séu hinar réttu skýringar. ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Melhaga 8, 107 Reykjavík. Siðblinda Frá Ástu Kristjánsdóttur VEGNA viðtalsgreinar við Óttar Guðmundsson geðlækni og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón sem birtist í Morgunblaðinu 12. ágúst sl. langar mig að láta í ljós skoð- anir mínar. Ég hef verið beggja vegna borðsins eins og sagt er, þ.e.a.s. ég er vistmaður í Gunn- arsholti og hef verið götunnar maður. Það skiptir ekki máli hvað er að gerast annars staðar í heiminum, heldur hvað er að gerast og hvern- ig á að vinna á vandanum hér á landi. Ég er að vissu marki sam- mála því að langtíma sjúkralega sé engin lausn. En í mínu tilviki hefur þessi staður hjálpað og það hefur að mínu áliti miklu betri áhrif á vistmenn að vera tiltölulega langt frá Reykjavík. Þið talið um Gistiskýlið. Víst er það skárri kostur af tveimur slæm- um, Gistiskýlið annars vegar, gat- an hins vegar. Ég hef þurft að leita aðstoðar í Gistiskýlinu og maður gerir það ekki nema í neyð. Gisti- skýlið er engin langtímalausn. Sambýlið á Miklubraut ekki heldur því að á báðum þessum stöðum er neysla. Að segja að þetta séu „mjög góð félagsleg úrræði“ er bara heimska. Það þarf staði eins og Gunnarsholt og Byrgið, því Guðmundur Jónsson, forstöðumað- ur Byrgisins, hefur unnið gott starf í þágu okkar alkóhólistanna líkt og forstöðumaður Gunnars- holts, Ingólfur Þorláksson. Hér í Gunnarsholti var verið að byggja upp meðferðarúrræði, t.d. AA-fundi, vinnu- og samstarfsfundi o.fl. En núna hefur þetta meira eða minna verið lagt niður sökum þess að þessum stað á að loka frá og með fyrsta okt. 2003. Mín skoðun er sú að hyggilegast sé að halda Gunnarsholti opnu en þó með breyttum áherslum, því eins og sést hefur í fjölmiðlum undanfarið er mikil nauðsyn að hafa staði eins og Gunnarsholt og Byrgið. Gunnarsholt, Byrgið og for- varnadeild lögreglunnar hafa skilning á þessu vandamáli, vita af því og vilja veita hjálp. En hvar strandar þetta? Strandar þetta í einhverri nefndinni sem skilur ekki og getur ekki skilið þetta vanda- mál? Fólk er misveikt og þarf mis- langan tíma til að jafna sig og átta sig á stöðu sinni í þjóðfélaginu. Oft dugar ekki hefðbundin meðferð því flestallir sem á götunni eru hafa reynt þá leið. Því er mjög mikil skynsemi í því að gefa fólki þann tíma sem það þarf á að halda ein- hvers staðar fjarri allri þeirri áreitni sem hlýst af veru á höf- uðborgarsvæðinu. Á bak við hvern einstakling sem er í neyslu er fólk sem reynt hefur allt til þess að koma ástvini sínum til hjálpar. Því segi ég að staður fjarri höfuðborg- arsvæðinu getur skipt sköpum þegar að frammí sækir. En aftur að grein Óttars og Geirs Jóns í Mbl., þar segir orðrétt: „sambýlið sem komið hafi verið upp við Miklubrautina hafi gefið góða raun, þar séu einstaklingar sem áður töldust góðkunningjar lög- reglunnar en afskipti séu nú sama og engin“. Haldið þið að ef afskipti lögreglunnar séu sama og engin sé allt í stakasta lagi? Nei, málið er að það þýðir ekki að setja alla und- ir sama þak. Sumir hverjir eru orðnir verulega veikir og raun- veruleikafirrtir af ofneyslu. Því finnst mér að enginn vilji kannast við þetta „vandræðabarn þjóð- félagsins“. Eins og áður hefur komið fram hefur þetta fólk í hin- um svokölluðu nefndum engan skilning þótt það vilji vel. Ég vil taka það fram að forvarnadeild lögreglunnar hefur hjálpað mikið til, menn eins og Björn Sigurðsson, Axel Kvaran og Guðmundur Gígja og fleiri hafa allir verið hjálplegir að beina þessum einstaklingum á viðeigandi staði. Í lokin vil ég segja við þá sem vinna við þessi mál, hvort sem þeir eru geðlæknar, nefndarmenn, al- þingismenn eða ráðherrar: Í með- ferð hér áður fyrr var sagt við mig af góðum ráðgjafa: „aumingjar reyna, hinir gera hlutina“. Ég skildi þetta á endanum, vonandi gerið þið það líka í tæka tíð. HERMANN RANNVER JÓNSSON, vistmaður í Gunnarsholti. Hyggilegast að halda Gunnarsholti opnu Frá Hermanni Rannveri Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.