Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ALONSO YNGSTI SIGURVEGARI SÖGUNNAR / B10 Stabæk hefur áhuga á Veigari VEIGAR Páll Gunnarsson spilaði mjög vel á móti Fylki en hann hefur leikið frábærlega fyrir KR í sumar. Spilamennska hans hefur vakið at- hygli erlendis og í leiknum gegn Fylki í gær var „njósnari“ frá norska liðinu Stabæk, sem kom til landsins til að fylgjast með framgöngu Veigars. „Ég veit að Stabæk hefur áhuga á mér og það væri vissulega spennandi að skoða tilboð frá þeim. Ég vissi ekki að það hefði verið maður frá þeim að fylgjast með mér í dag en það er gaman að vita að það sé áhugi fyrir manni,“ sagði Veig- ar Páll. Spurður um leikinn sagði Veigar að allt KR-liðið hefði átt toppleik. „Þetta var mjög góð- ur leikur og það stóðu allir fyrir sínu. Ég er á því að þetta hafi verið fyrsti toppleikur KR í sumar og hann hefði ekki getað komið á betri tíma.“ SIGURPÁLL Geir Sveinsson úr GA lék lokahringinn á Evrópumóti áhugamanna í Skotlandi á laugar- dag á 71 höggi, eða einu höggi und- ir pari. Hann lék hringina fjóra á samtals 291 höggi, eða þremur höggum yfir pari, og hafnaði í 15.– 20. sæti. „Ég er mjög ánægður með árangurinn sem er sá besti sem ég hef náð á erlendu móti á ferlinum. Þetta er líka gott veganesti fyrir úrtökumót atvinnumanna sem ég tek þátt í í næsta mánuði,“ sagði Sigurpáll í samtali við Golfvef Morgunblaðsins. Sigurpáll var eini íslenski kylfing- urinn sem komst í gegnum niður- skurðinn en auk hans léku á mótinu þeir Guðmundur Ingi Einarsson sem lék á 233 höggum, Birgir Már Vigfússon sem var á 243 höggum og Heiðar Davíð Bragason var á 238 höggum. Sigurpáll lék fyrri níu holurnar í dag á tveimur höggum yfir pari, fékk fugl á tveimur fyrstu holunum en þurfti síðan tvívegis að taka víti. Síðari holurnar lék hann hreint frá- bærlega, fékk sex pör og þrjá fugla. „Ég er mjög sáttur við daginn og það var gaman að enda þetta svona vel á seinni níu holunum. Það er ekki slæmt að vera meðal 20 efstu af 150 bestu áhugamönnum Evr- ópu,“ sagði Sigurpáll. Sigurpáll í 15.–20. sæti INDRIÐI Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gengur að öll- um líkindum til liðs við belgíska 1. deildarliðið Genk nú í vikunni. Genk og Lilleström, liðið sem Indriði leik- ur með, hafa náð samkomulagi um kaupin og eftir leik Lilleström við Tromsö í gær hitti Indriði for- ráðamenn belgíska liðsins. Stefnt er að því að hann gangist undir lækn- isskoðun á morgun og mun í kjölfar- ið skrifa undir samning við félagið. Eyjólfur Bergþórsson, umboðs- maður Indriða, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að samningur við Genk lægi nánast klár á borðinu en ekkert væri öruggt fyrr en búið væri að skrifa undir. Eyjólfur sagði mörg lið hafa sýnt Indriða áhuga, meðal annars hafi útsendarar frá Stuttgart mætt á tvo leiki Lilleström gagngert til að skoða Indriða og eins franska liðið Monaco. Indriði er 22 ára gamall og hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Hann gekk í raðir Lilleström frá KR árið 2000 og rennur samningur hans við norska liðið út hinn 1. nóvember næstkom- andi. „Ég yrði mjög ánægður ef þetta gengi upp hvað Genk varðar. Það yrði skref upp á við fyrir mig að fara til Genk. Ég vil komast í burtu frá Noregi og teldi það mjög góðan kost að fara til Belgíu. Það er búið að vera mikil „krísa“ hjá Lilleström. Liðið er illa statt fjárhagslega og ef sala á mér mundi hjálpa þeim yrði ég mjög sáttur við það,“ sagði Indr- iði í samtali við Morgunblaðið í gær. Genk er ekki óvant því að hafa ís- lenska leikmenn í sínum röðum en bræðurnir Þórður, Bjarni og Jó- hannes Guðjónssynir léku um tíma með félaginu og urðu meistarar með því árið 1999 og Genk varð meistari í annað sinn í sögu félagins í fyrra. Þrátt fyrir að góður tími sé liðinnfrá sigrinum og ég meðal ann- ars búin að hlaupa sigurhringinn geri ég mér ekki grein fyrir því enn að ég hafi unnið gullverðlaun,“ sagði unga bandaríska hlaupakonan Kelli White eftir að hún kom fyrst í mark í 100 m hlaupi kvenna á heimsmeist- aramótinu í frjálsíþróttum í París. White lagði m.a. gullverðlaunahafa síðasta heimsmeistaramóts, Zhanna Block frá Úkraínu. White náði auk þess besta tíma ársins í 100 m hlaupi, 10,85 sekúnd- ur. Önnur í hlaupinu varð landa White, Torri Edwards, á 10,93. Block varð síðan þriðja á 10,99 en hún vann það afrek á HM fyrir tveimur árum að leggja sjálfa Mar- ion Jones í úrslitum. „Ég hefði þurft nokkrar vikur til viðbótar við æfingar til þess að eiga möguleika á gullverðlaunum. White er vel að gullinu komin og ég óska henni til hamingju,“ sagði Block að keppni lokinni en hún virtist vera sátt við hlutskipti sitt að þessu sinni og hljóp sigurhringinn með White og Edwards. White segist ekki ætla að láta við það sitja að vinna gullið í 100 metra hlaupi. „Ég stefni að því að vinna tvöfalt, fá einnig sigur í 200 metra hlaupinu,“ sagði White. AP Kelli White á milli þeirra Torri Edwards og Zhönna Block eftir að hafa komið fyrst í mark í 100 m hlaupi kvenna á HM í gær. White vann gullverðlaun Indriði Sigurðs- son fer til Genk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.