Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ DICK Advocaat, landsliðsþjálfari Hollands, hefur sagt að hollensku landsliðsmennirnir hjá Chelsea og Arsenal verði að skipta um félag ef þeir ætli ekki að eiga á hættu að missa sæti sitt í landsliðinu. Jimmy Floyd Hasselbaink, Boudewijn Zenden og Mario Melchiot eiga ekki öruggt sæti í byrjunarliði Chelsea og Giovanni van Bronckhorst á í sömu vandræðum hjá Arsenal. „Ég hef aðeins ein skilaboð til Hasselbaink, Melchiot, Zenden og Van Bronckhorst. Skiptið um félag sem fyrst ef ykkur langar að fara með hollenska landsliðinu til Portú- gals næsta sumar og taka þátt í Evr- ópukeppninni. Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að ég vel aðeins leik- menn í landsliðið sem leika um hverja einustu helgi með fé- lagsliðum sínum. Ég hef áhyggjur af hollensku leikmönnunum í ensku úr- valsdeildinni og þá sérstaklega þeim sem eru á mála hjá Chelsea. Þeir fá ekki að leika reglulega og svo þegar þeir koma til móts við hollenska landsliðið eru þeir ekki í nægilega góðu leikformi. Þetta gengur ekki til lengdar og ef þeir ætla að vera áfram í landsliðinu eiga þeir að fara til liðs þar sem þeir fá að leika reglu- lega. Ég veit að þeir þyrftu jafnvel að lækka sig í launum en þeir verða að fórna því ef þeir ætla að vera í landsliðinu,“ sagði Advocaat. Advocaat aðvarar leik- menn Chelsea og Arsenal Reuters Jimmy Floyd Hasselbaink KA-MENN höfnuðu í 2. sæti á æf- ingamóti sem þeir tóku þátt í Þýskalandi og lauk um helgina. KA lék til úrslita á móti Guðjóni Vali Sigurðssyni og félögum hans í Essen og sigraði Essen, 34:26, eftir að hafa haft eins marks for- ystu í hálfleik, 16:15. Ingólfur R. Axelsson var mark- hæstur KA-manna í úrslita- leiknum með 6 mörk, en næstir honum komu þeir Einar Logi Friðjónsson og Jónatan Magn- ússon með 5 mörk hvor og Andr- ius Stelmokas skoraði 4. Það var skarð fyrir skildi fyrir KA-menn að Arnór Atlason gat ekki leikið í úrslitaleiknum en hann meiddist í undanúrslitaleiknum á móti Dess- auer, þar sem KA hafði betur, 13:11, en leiktíminn í þeim leik var 2X15 mínútur. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli Arnórs eru. Guðjón Valur skoraði 5 mörk gegn sínum gömlu félögum í úr- slitaleiknum en markahæstur var Frakkinn Casal með 6 mörk. Stefán Guðnason, hinn ungi markvörður KA, var í mótslok valinn besti markvörður mótsins en hann þótti standa sig geysi- lega vel í öllum leikjum KA- liðsins. KA í öðru sæti í Þýskalandi Aðalsteinn sagði KR gott lið, semekki mætti gefa nein færi. „KR-liðið er samansafn af góðum leikmönnum, fimm fremstu þeirra eru frábærir knatt- spyrnumenn. Þetta eru allt strákar sem mega hvorki fá tíma né frið til að spila boltanum. Við lögðum upp með að spila okkar hefðbundna leik, klippa á stutta spilið þeirra og vera ákveðnir en það stóð ekki steinn yfir steini í leiknum og við hljótum að spyrja okkur hvort ekki sé kominn tími á nýtt, ungt og kraft- mikið lið í Árbænum, hvort þetta lið sé sprungið.“ Þjálfarinn sagði sitt lið hafa kom- ist inn í leikinn um tíma en síðan misst þráðinn. „Sigurinn valt á að KR-ingar komu betur stemmdir og greinilegt var að þeir vildu spila knattspyrnu á meðan við vorum of varkárir, hræddir og áttum í vand- ræðum með að senda einfaldar fimm metra sendingar auk þess að menn virkuðu þungir. Það vantaði samt ekki stemmningu í liðið fyrir leikinn og við vorum langtímum saman inni í honum en glopruðum niður sóknum okkar strax í byrjun, þá kom einhver skelfileg sending sem gerði út um sóknina. Þegar við svo komumst nær teignum var okkur fyrirmunað að hitta á markið, menn voru sann- arlega ekki í skotskónum í kvöld. Þegar Björn Viðar meiddist og fór út af breyttum við í þriggja manna vörn og létum bakverði okkar fara lengra upp kantana. Það gekk mjög vel síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik en það virtist skorta áhuga á að halda því áfram eftir hlé. Það sem veldur mér mestum von- brigðum er að menn skyldu ekki hafa meiri styrk til að bíta betur frá sér. Við reyndum og reyndum en glopruðum oft boltanum frá okkur á ótrúlegan hátt, þriggja metra send- ingum inni í í vítateig spiluðum við beint í fætur KR-inga og buðum þeim því upp á að skapa hættu enda þurftu þeir ekki að hafa mikið fyrir seinni hálfleiknum.“ Fylkismenn hafa ekki grætt mikið á síðustu tveimur leikjum, fengið á sig níu mörk, en í fyrstu þrettán leikjunum höfðu þeir aðeins fengið á sig tíu mörk. Þjálfarinn sagði það meira en bara að fatast flugið. „Við getum frekar kallað það brotlend- ingu að fá á okkur næstum jafnmörg mörk í síðustu tveimur leikjum og öllum hinum. Þetta eru sömu leik- mennirnir og sama leikaðferðin sem lagt er upp með svo að við getum spurt okkur sjálfa hvort hugarfarið sé í lagi. Spilið er samt ekki búið, KR er komið í þægilega stöðu en við jafnframt í óþægilega með nokkur lið á hælunum á okkur. Við þurfum nú að hafa virkilega mikið fyrir því að vinna okkur út úr þessu en ef við gerum það ekki kemur nýtt ár eftir þetta,“ sagði Aðalsteinn en taldi þó ekki alla von úti enn. „Við eigum leik á fimmtudaginn og verðum að nota hann til að fá ákveðna þætti í gang. Vonandi náum við að nýta þann leik til að komast í gang en það er ljóst að ef við leikum aftur svona fer ekki vel á móti AIK. Við förum samt í þann leik til að vinna og auðvitað getum við betur en þetta. Ég held að það hafi ekki verið nein pressa á okkur. Staðan er langt frá því að vera eins og í Skagaleiknum í fyrra. Í mínum huga er engin sérstök pressa á liðinu um að vinna þessa leiki og vinna mótið. Þetta snýst því ekki um að fást við einhverja pressu. Við fáum góðan stuðning frá áhorfendum okk- ar, sem styðja vel við bakið á okkur og eru reiðubúnir til að fyrirgefa okkur slaka leiki. Hins vegar hlýt ég að spyrja sjálfan mig hvort ég sé að gera rétt með þetta lið eða ekki og verð að fara yfir það næstu daga.“ Íslandsmeistarar KR standa vel að vígi í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eft Við gáfum KR- ingum allan heimsins tíma „ÉG ER eiginlega alveg orðlaus, gersamlega í áfalli,“ sagði Aðal- steinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Það var vel gert hjá KR-ingum að skora tvö mörk í tveimur sóknum og þeir spiluðu vel í kvöld enda fengu þeir allan heimsins tíma til þess að spila góða knattspyrnu. Mínir menn endurtóku leikinn við Þrótt – voru einfald- lega ekki tilbúnir að mæta mönnum og gæta þeirra.“ Eftir Stefán Stefánsson Morgunblaðið/Jón Stefánsson Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis. ■ Leikurinn/B6 Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis Morgunblaðið/Jim Smart Markvörður Fylkis gerir árangurslausa tilraun til að koma í veg fyrir eitt fjögurra marka KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.