Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 B 3  BERHANE Adere frá Eþíópíu varð heimsmeistari í 10.000 metra hlaupi kvenna á HM í París á laugar- daginn. Adere hljóp vegalengdina á 30.04,18 mínútum sem er þriðji besti tími sögunnar í greininni. Önnur varð landa hennar Werknesh Kid- ane á 30.07,15 eftir hörkukeppni við Kínverjann Yingije Sun sem kom aðeins 5/100 úr sekúndu á eftir henni í mark.  MERLENE Ottey, einn sigursæl- asti frjálsíþróttamaður síðustu 25 ára, varð að gera sér 10. sætið að góðu í undanúrslitum 100 m hlaups kvenna í gær. Hún hljóp á 11,26 sek- úndum en átta þær bestu kepptu til úrslita síðar um daginn þar sem Kelli White sigraði.  OTTEY segist ekki vera af baki dottin þrátt fyrir að hafa ekki komst í úrslit 100 m hlaupsins. Hún ætlar sér að vera með í 200 m hlaupinu síð- ar á mótinu og í þeirri grein stefnir hún í úrslitin. Ottey keppir að þessu sinni fyrir Slóveníu eftir að hafa fengið ríkisborgararétt þar í landi fyrir nokkrum misserum, en hún keppti lengst af fyrir Jamaíku.  GERD Kanter, kringlukastari frá Eistlandi og lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar, var langt frá því að ná sér á strik í undankeppni kringlu- kastsins á heimsmeistaramótinu í gær. Kanter, sem er að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti, kastaði rúma 56,63 metra og varð í 25. sæti af 27 keppendum í undankeppninni. Það þrufti að kasta 62,46 metra til þess að tryggja sér sæti í úrslitum.  LENGST kastaði Alerkna Virg- iljus frá Litháen, 68,219 metra. Fimmfaldur heimsmeistari í kringlu- kasti, Þjóðverjinn Lars Riedel, komst örugglega í úrslit og á því möguleika á að brjóta blað í sögu heimsmeistaramótsins með því að verða heimsmeistari í sjötta sinn en það yrði einstakur viðburður tækist Riedel það.  HEIMSMEISTARINN og Ólymp- íumeistarinn í 100 m hlaupi karla, Maurice Greene, frá Bandaríkjun- um, komst með naumindum í undan- úrslit 100 m hlaupsins í gær, og verð- ur að hlaupa mun betur í undanúrslitum í dag til þess að kom- ast í úrslit. Greene hefur hampað gullverðlaunum í 100 m hlaupi á þremur síðustu HM.  DARREN Clarke frá Írlandi fagn- aði sigri á NEC-mótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gær- kvöld. Clarke lék lokahringinn á 65 höggum og endaði keppni á 12 högg- um undir pari vallarins og er þetta fyrsta mótið sem hann vinnur í ár. Í öðru sæti, fjórum höggum á eftir Clarke, varð Jonathan Kaye, í þriðja sæti varð Davis Love og Tiger Woods varð að láta sér lynda fjórða sætið, var sex höggum á eftir Clarke. FÓLK GERD Müller var í gær útnefndur besti leikmaður þýsku Bundesligunnar frá upphafi en í gær var hald- ið upp á 40 ára afmæli efstu deildar þýsku knatt- spyrnunnar. Müller, sem bar viðurnefnið „The Bomber“, var markaskorari af guðs náð og hann varð hetja í heimalandi sínu þegar hann ásamt félögum sínum í þýska landsliðinu varð heimsmeistari 1974 en Müller skoraði sigurmarkið þegar Þjóðverjar báru sigurorð af Hollendingum í úrslitaleik, 2:1. Müller, sem er 57 ára gamall, skoraði 365 mörk í Bundesligunni í 427 leikjum, met sem verður líklega aldrei bætt frekar en tímabilið 1971–72 þegar hann skoraði 40 mörk í deildinni. „Þetta er mesti heiður sem mér hefur verið sýnd- ur,“ sagði Müller þegar hann tók við viður- kenningunni. Gerd Müller valinn sá besti AP Tvær af stjörnum þýskrar knattspyrnu frá upphafi, Gerd Müller, t.v., og Uwe Seeler. ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren hefur byrjað deildarkeppnina illa í Belgíu en eftir þrjár umferðir er liðið í 15. sæti með aðeins eitt stig. Lokeren tapaði um helgina fyrir Beveren, 2:1, og minnkaði Fofana muninn fyrir Lokeren þremur mínútum fyrir leikslok. Fjórir Íslendingar voru í byrj- unarliðinu, Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Krist- insson og Marel Maldvinsson. Marel var tekinn af velli í hálf- leik en hinir þrír léku allan tím- ann. Arnar Þór Viðarsson var besti maður Lokeren í leiknum og var óheppinn að skora ekki en við- stöðulaust skot hans fór í slá og yfir. Arnar Grétarsson og Rúnar, tveir af máttastólpum Lokerens á síðustu leiktíð, náðu sér ekki á strik frekar en Marel. „Það þýðir ekkert að afsaka þetta tap. Við lékum hreinlega illa og það var auðséð að lands- liðsmenn okkar voru þreyttir í leiknum. Marel var óheppinn. Það gengu ekki upp þeir hlutir sem hann var að reyna og ekki bætti úr skák þegar áhorfendur tóku að púa á hann,“ sagði Paul Put, þjálfari Lokerens, eftir leikinn við Beveren. Lokeren fer illa af stað tir stórsigur á Fylki á KR-velli í gær. Hvað sögðu þjálfarar liðanna í leikslok? Við spiluðum rosalega vel og þaðvar mjög ánægjulegt að fylgj- ast með spilamennsku liðsins,“ sagði Willum Þór sallaró- legur eftir leikinn þegar Morgunblaðið tók hann tali. Hvernig lagðir þú upp leikinn? „Ég lagði áherslu á að við mynd- um mæta ákveðnir og jákvæðir til leiks. Við lögðum líka áherslu á það að njóta dagsins því við vissum að það yrði frábær umgjörð í kringum leikinn. Það er alltaf mjög gaman að taka þátt í svona stórleikjum en öll umgjörðin var frábær. Það sást frá fyrstu mínútu að við vorum ákveðnir í að sigra og það er frá- bært að hafa getað leikið svona vel fyrir stuðningsmenn okkar á KR- vellinum. Þeir styðja okkur dyggi- lega og þeir áttu skilið að sjá liðið leika svona vel.“ Þið fenguð algjöra óskabyrjun. „Já, það var mjög gott að skora snemma mark. Það er nú oft þannig að lið ætla að byrja af miklum krafti og reyna að skora snemma en tekst það ekki. Það tókst hjá okkur og það var mjög gott. Eftir að staðan var orðin 2:0 var jafnræði með lið- unum og Fylkir átti nokkrar hættu- legar sóknir. Við spiluðum þá mjög agað en það skiptir gríðarlega miklu máli að missa ekki einbeitinguna þegar maður nær forystu snemma leiks. Oft þegar lið ná tveggja marka forystu slaka þau á og falla til baka. Það getur verið mjög hættulegt og oft fá lið á sig mark og hleypa þá andstæðingnum aftur inn í leikinn. Við pössuðum að gera þetta ekki og Fylkismenn komust aldrei almennilega inn í leikinn eftir að við náðum forystunni. Þó að þeir hafi átt ágætar marktilraunir í stöð- unni 2:0 áttum við nokkur færi og hefðum getað skorað þriðja markið fyrir hálfleik. Þegar við komust í 3:0 var orðið ljóst að við myndum sigra. Við slökuðum þó ekkert á og bætt- um við fjórða markinu og hefðum jafnvel getað skorað fleiri. Ég var ekki síst ánægður með það hversu leikmennirnir spiluðu agað allan leikinn og misstu aldrei einbeit- inguna.“ Hvað var það sem skildi að KR og Fylki? „Ég skal ekki segja til um það. Ég veit það bara að við mættum virkilega tilbúnir til leiks. Allir leik- mennirnir stóðu fyrir sínu og frammistaða liðsins var frábær.“ Hvað viltu segja um frammistöðu Arnars Gunnlaugssonar? „Arnar hefur verið gífurlega óheppinn í sumar og meiðst hvað eftir annað. Alltaf þegar hann hefur verið að ná sér á strik aftur hefur hann meiðst. Hann hefur hinsvegar æft rosalega vel og lagt mikið á sig og sú vinna er að skila sér núna. Hann lék frábærlega eins og allt lið- ið. Varnarmennirnir léku mjög vel og héldu sóknarmönnum Fylkis niðri en vörnin hefur verið mjög sterk hjá okkur allt Íslandsmótið. Miðjan var mjög öflug og Veigar Páll og Arnar voru mjög hættulegir í sóknarlínunni.“ Er það ekki stórslys ef KR verð- ur ekki meistari eftir þennan sigur? „Við erum ekki búnir að vinna neinn titil ennþá og þetta mót er engan veginn búið. Staðan getur gjörbreyst eftir næstu umferð og næsti leikur hjá okkur er í Grinda- vík og hann verður mjög erfiður. Við þurfum að halda okkur á jörð- inni því við eigum eftir þrjá mjög erfiða leiki.“ Hvað heldurðu að hafi farið úr- skeiðis hjá Fylki? „Ég vil ekkert tjá mig um það. Ég veit bara að mínir leikmenn léku mjög vel og það sást frá fyrstu mín- útu að þeir voru tilbúnir í slaginn og þeir börðust af krafti allan tímann.“ Erum ekki búnir að vinna neitt Morgunblaðið/Jim Smart Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. WILLUM Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að KR-ingar séu langt frá því að vera búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Vesturbæingar hafa fjögurra stiga forystu á Fylki þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Willum var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna en KR-ingar fóru á kostum gegn slökum Árbæingum. KR spilaði einn sinn allra besta leik í sumar og Willum taldi að allir leikmenn liðsins hefðu skilað sínu hlutverki af stakri prýði. Atli Sævarsson skrifar Willum Þór Þórsson, þjálfari KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.