Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HERMANN Hreiðarsson fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína eins og allt lið Charlton sem tók nýliða Wolves í kennslustund á Molineux í fyrsta heimaleik Úlf- anna í efstu deild í 19 ár. Gest- irnir frá London unnu stórsigur, 4:0, og gáfu Hermann og félagar hans í Charlton-liðinu liðsmönnum Wolves engin grið, sérstaklega í fyrri hálfleik. Öll mörkin komu á fyrstu 33 mínútum leiksins og má segja að nýliðarnir hafi upplifað sannkallaða martröð á þessum kafla. Jason Euell skoraði fyrsta markið, Daninn Claus Jensen ann- að og Shaun Bartlett bætti við tveimur mörkum. Hermann fékk gott tækifæri til að skora fimmta markið en skalli hans eftir horn- spyrnu Jensen fór rétt fram hjá stönginni. Ítalski töframaðurinn Paolo Di Canio lék sinn fyrsta leik í búningi Charlton og fékk að spreyta sig síðasta stundarfjórð- unginn. Ívar Ingimarsson var ekki í leik- mannahópi Úlfanna sem eiga erf- iðan leik í vændum á miðvikudags- kvöld þegar þeir sækja meistara Manchester United heim á Old Trafford.  HEIÐAR Helguson lék allan tím- ann fyrir Watford sem beið ósigur fyrir WBA, 1:0, á heimavelli. Heið- ar átti eitt besta færi Watford en skot hans fór í stöngina. Lárus Orri Sigurðsson gat ekki leikið með WBA sökum meiðsla.  STEVEN Gerrard, miðjumaður Liverpool, er ekki tilbúinn að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Gerrard segir að Liverpool verði að vinna sér sæti í Meist- aradeildinni. „Mig langar ekki að fara frá Liverpool en ég hef stutt liðið alla mína ævi og ég er ánægð- ur í herbúðum liðsins. Hinsvegar verðum við að komast aftur í Meistaradeildina því ég hef engan áhuga á að leika á næsta ári í Evr- ópukeppni félagsliða,“ sagði Gerr- ard.  LOMANA LuaLua, sóknarmaður Newcastle, er ekki ánægður með hve fá tækifæri hann fær hjá lið- inu. LuaLua er 22 ára gamall og kom til Newcastle fyrir tveimur árum. „Alan Shearer, Craig Bell- amy, Carl Cort og Shola Ameobi virðast allir vera á undan mér í lið- ið. Þeir eru allir mjög góðir sókn- armenn en ég get ekki endalaust sætt mig við það að fá ekki tæki- færi með liðinu,“ sagði LuaLua.  ALAN Shearer, sóknarmaður Newcastle, segir að það sé ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni til Liverpool eða Totten- ham. „Mig langar að gera nýjan samning við Newcastle og það er það eina sem ég hef áhuga á,“ sagði Shearer en samningur hans við Newcastle rennur út næsta sumar.  STEVE Marlet, sóknarmaður Fulham, sagði í síðustu viku að hann vildi vera áfram hjá félaginu en hefur nú skipt um skoðun. Það er talið að Marlet vilji fara til Marseille í Frakklandi.  CHRIS Coleman, knattspyrnu- stjóri Fulham, var ekki sáttur við þessa ákvörðun Marlets og tók hann úr byrjunarliðinu fyrir leik- inn gegn Everton um helgina. „Fyrst sagði Marlet að hann vildi vera áfram hjá Fulham en hringdi svo í mig tveimur tímum síðar og tjáði mér að hann vildi fara frá Fulham. Ég læt engan leika sem vill ekki vera hjá Fulham og því var hann ekki í liðinu gegn Ever- ton,“ sagði Coleman.  ENSKI landsliðsmaðurinn Dar- ius Vassell, sem leikur í stöðu framherja hjá Aston Villa, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.  DANNY Mills hefur verið lán- aður í eitt ár frá Leeds United til Middlesbrough. Mills er enskur landsliðsmaður og leikur í stöðu hægri bakvarðar. Hann féll í ónáð hjá Peter Reid, knattspyrnustjóra Leeds. FÓLK að getu. Reynslan í liði United kom glögglega í ljós í síðari hálfleik og þegar þeir fengu tíma og pláss til að spila sinn leik þá áttum við á bratt- ann að sækja,“ sagði Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle. Yorke hetja Blackburn Dwight Yorke tryggði Blackburn annað stigið gegn Bolton á Rebock með því að skora jöfnunarmarkið rétt áður en leiktíminn rann út. Bolt- on komst í 2:0 en lærisveinar Graeme Souness neituðu að gefast upp og tókst að jafna þrátt fyrir að leika manni færri eftir að Steven Við hefðum getað refsað þeimmeira og unnið stærri sigur en við unnum gott lið Newcastle og ég er ánægður með það. Það kom ekki að sök að Alex var sendur af bekkn- um. Við þekkjum hlutverk okkar og ég held bara að við höfum þjappað okkur betur saman og í stað þess að svekkja okkur á röngum dómum ein- beittum við okkur að leiknum,“ sagði Roy Keane, fyrirliði Man. United. „Þetta var miklu betra en í fyrra þegar við töpuðum fyrir þeim 6:2. Við veittum meisturunum miklu meiri keppni núna en engu að síður vantar svolítið ennþá til að ná þeim Reid var vikið af velli. „Yorke hefur staðið sig vel og ég var sérlega ánægður fyrir hans hönd. Systir hans lést í síðustu viku svo hann átti skilið eitthvað gott,“ sagði Souness sem var mjög óhress með dómara leiksins, Ady D’Urso, og taldi bæði vítaspyrnuna sem Bolton fékk á upp- hafsmínútunum og eins brottrekst- urinn ranga dóma. „Við getum þakkað fyrir jafnteflið en allt of margir í mínu liði léku und- ir getu,“ sagði Kevin Keegan, stjóri Manchester City, en hans menn náðu að jafna metin á móti nýliðum Portsmouth með marki David Sommeils í uppbótartíma. Tottenham innbyrti fyrstu stig sín á leiktíðinni með 2:1 sigri á móti Leeds á White Hart Lane og skoraði Frakkinn Frederic Kanoute sigur- markið en hann kom til Tottenham fyrir skömmu frá West Ham. Mutu tryggði Chelsea sigur Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var ánægður með framlag Rúmenans Adrian Mutu í leiknum við Leicester en Mutu lék sinn fyrsta leik í búningi þeirra bláu og skoraði sigurmark leiksins. „Mutu stóð sig að mínu mati mjög vel. Hann vildi eðlilega sýna hvað í honum býr, bæði tæknina og skotin, en ég tók eftir því að hann var svolít- ið taugastrekktur sem ég get vel skilið. Hann skoraði afar gott mark sem reyndist sigurmarkið og það gefur honum örugglega gott sjálfs- traust. Ég var ánægður með stigin þrjú sem við kræktum í en ég veit að við getum spilað mun betur en við gerðum í þessum leik. Það tekur tíma að slípa lið saman þegar margir nýir menn eru komnir í það. Ég var svolítið undrandi á frammistöðu liðs- ins í sigurleiknum á móti Liverpool og ég held að spilamennskan á móti Leicester hafi gefið réttari mynd af því á hvaða róli við erum. Við eigum eftir að styrkjast og eflast með hverjum leik,“ sagði Ranieri. Hermann og félagar í stuði Reuters Ruud van Nistelrooy, sá sem skoraði fyrra mark Manchester United gegn New- castle, að kljást við Lee Bowyer í leik liðanna á St. James’ Park. Sigurganga Unit- ed heldur áfram MANCHESTER United hefur ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni síðan liðið lá fyrir Middlesbrough á öðrum degi jóla á síðasta ári. United sótti Newcastle heim og vann góðan útisigur, 2:1, eftir að hafa verið 1:0 undir í hálfleik. Alan Shearer sýndi enn og aftur styrk sinn í vítateig andstæðinganna og kom heimamönnum yfir með fal- legu skallamarki en í síðari hálfleik sýndu meistarar Manchester United klærnar svo um munaði. Þeir réðu lögum og lofum framan af síðari hálfleik og gerðu út um leikinn með mörkum frá Nistelrooy og Paul Scholes. Ferguson ætlar að verða rólegri SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, var rekinn af varamanna- bekknum gegn Newcastle á laugardaginn þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfn- aður. Ferguson var mjög ósáttur við að dóm- ari leiksins, Uriah Rennie, hafði ekki dæmt neitt þegar Andy O’Brien, varnarmaður Newcastle, braut á Ryan Giggs sem var kom- inn einn í gegnum vörn Newcastle. Ferguson mótmælti kröftuglega við fjórða dómara leiksins og sagði nokkur óþveginn orð við hann sem varð til þess að Rennie rak Fergu- son upp í stúku. „Ég veit að fjórði dómarinn á að taka hart á mótmælum í vetur. Ætli ég verði þess vegna ekki að slaka aðeins á í framtíðinni. Ég var virkilega óánægður með að O’Brien hafi ekki fengið að líta rauða spjaldið fyrir brotið á Giggs og ég lét skoðun mína í ljós, eins og ég hef margoft gert áður. Fyrir það var ég rekinn í burtu frá varamannabekkn- um. Ég horfði á það sem eftir var af leiknum frá skrifstofu sir Bobby Robson, knatt- spyrnustjóra Newcastle. Þaðan kom ég skilaboðum til aðstoðarmanna minna á vara- mannabekknum og þeir stjórnuðu liðinu samkvæmt þeim skipunum,“ sagði Ferguson. Sir Bobby Robson sagði að það hefði farið vel um Ferguson á skrifstofu sinni. „Fergu- son horfði á leikinn í ró og næði. Hann fékk einnig góða þjónustu sem fól í sér að honum var boðið kaffi, kex og beikonsamlokur. Svo vann liðið hans þannig að ég held að hann geti verið mjög sáttur,“ sagði Robson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.