Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 B 5 EIÐUR Smári Guðjohnsen á í vændum mikla samkeppni um stöðu í Chelsea-liðinu á leiktíðinni en ekkert lát virð- ist ætla að verða á kaupum Rússans Romans Abramovich á leikmönnum. Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo var á Stamford Bridge á laugardaginn og sá Chelsea leggja nýliða Leicester að velli en Crespo skrifar undir samning við Lundúnaliðið í vikunni. Annar nýr liðs- maður Chelsea sem keppir við Eið um framherjastöð- urnar í liðinu, Rúmeninn Adrian Mutu, fékk tækifæri í byrjunarliðinu gegn Leicester á kostnað Eiðs og skoraði sigurmark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks með þrumufleyg. Eiður Smári fékk að spreyta sig síðustu fimm mínútur leiksins, skipti við Jimmy Floyd Hassel- baink, en náði eðlilega ekki að setja mark sitt á leikinn. Samkeppnin harðnar hjá Eiði Smára Morgunblaðið/Einar Falur Eiður Smári Guðjohnsen fær enn aukna keppni um framherjastöðuna hjá Chelsea. WERDER Bremen sigraði Schalke 4:1 á laugardaginn á meðan bæði Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund töpuðu. Bremen er í fyrsta sæti í þýsku 1. deildinni með jafnmörg stig og Bayern München og Stuttgart en Bremen er með hagstæðustu markatöluna. „Ég bjóst aldrei við að við myndum sigra Shalke svona örugglega. Við stjórnuðum leikn- um allan tímann og spiluðum frá- bæra knattspyrnu. Það er gaman þegar liðið nær að gefa stuðn- ingsmönnum okkar það sem þeir vilja – mörg mörk og sigur,“ sagði Thomas Schaaf, þjálfari Bremen. Bochum sigraði Leverkusen 1:0 og sátu Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson allan leikinn á varamannabekk Bochum. Tomasz Zdebel skoraði sigurmark leiks- ins á 64. mínútu. Cologne lagði Dortmund óvænt að velli 1:0 á heimavelli og gerði Dirk Lottner eina mark leiksins á 57. mínútu. Bayern München sigraði Ham- burger 0:2 á útivelli í gær og eru þýsku meistararnir ósigraðir eft- ir fjórar umferðir. Það voru Claudio Pizarro og Giovane Elber sem skoruðu mörkin. Werder Bremen á toppnum í Þýskalandi  ÞÓRÐUR og Bjarni Guðjónssynir sátu báðir á varamannabekk Bochum allan leikinn þegar lið þeirra sigraði Bayer Leverkusen á heimavelli, 1:0.  BRYNJAR Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nott. Forest sem tapaði á heimavelli fyrir Cardiff.  PÉTUR Hafliði Marteinsson var í byrjunarliði Stoke sem tapaði sínum fyrstu stigum í 1. deildinni með því að gera jafntefli við Walsall, 1:1. Pétur var tekinn af velli á 65. mínútu leiks- ins. Carl Asaba kom Stoke yfir í fyrri hálfleik en Paul nokkur Merson jafn- aði metin fyrir Walsall fimm mínútum fyrir leikslok.  HELGI Kolviðsson lék fyrstu 70 mínúturnar fyrir Kärnten sem gerði markalaust jafntefli við Pasching í austurrísku 1. deildinni. Kärnten, sem mætir Grindvíkingum í UEFA- keppninni í Grindavík á fimmtudag- inn, er í 7. sæti deildarinnar með 7 stig en Rapid Vín er í toppsætinu með 13 stig.  AUÐUN Helgason var allan leikinn í liði Landskrona sem tapaði fyrir Djurgården, 3:0, í sænsku úrvals- deildinni.  MAGDEBURG sigraði Wilhelms- havener, 28:25, í úrslitaleik á móti sem fram fór í Wilhelmshavener. Sig- fús Sigurðsson hafði hægt um sig í liði Magdeburg og skoraði 1 mark en Gylfi Gylfason skoraði 4 fyrir Wil- helmshavener.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði fjög- ur mörk fyrir spænska liðið Ciudad Real í gær þegar liðið tryggði sér sig- ur á móti á Kanaríeyjum með því að gera jafntefli, 26:26, við franska liðið Montpellier.  TVIS Holstebro, danska kvennalið- ið sem fjórar íslenskar landsliðskonur leika með, féll úr leik í dönsku bik- arkeppninni í handknattleik um helgina. Tvis Holstebro tapaði fyrir Viborg, 32:24. Hrafnhildur Skúla- dóttir og Hanna G. Stefánsdóttir skoruðu 4 mörk hvor og Inga Fríða Tryggvadóttir 1. Helga Torfadóttir lék í marki liðsins og stóð fyrir sínu.  ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik karla unnu sigur á Nesmótinu í handknattleik sem lauk á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Haukar unnu Val, 32:29, í lokaum- ferðinni og unnu þar með alla þrjá leiki sína. Valur varð í öðru sæti með 4 stig, Grótta/KR í þriðja með 2 stig og Breiðablik rak lestina með ekkert stig.  VALUR sigraði á Samskipamótinu svokallaða sem fram fór í Vest- mannaeyjum um helgina. Valskonur höfðu betur á móti stöllum sínum í Gróttu/KR í úrslitaleik, 18:16. Brynja Steinsen og Kolbrún Stefánsdóttir voru markahæstar í liði Vals með 5 mörk en hjá Gróttu/KR var Ragna K. Sigurðardóttir markahæst með 5 mörk. ÍBV hafði betur á móti Stjörn- unni í leik um þriðja sætið, 18:15. FÓLK HOLLENSKI framherjinn Ruud van Nistelrooy jafnaði met John Aldridge, fyrrum framherja Liverpools, á laugardaginn þegar hann skoraði fyrir Manchester United í 10. deildarleiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Nistelrooy jafnaði metin fyrir United í leiknum við Newcastle á St. James Park og var þetta 50. mark Hollendingsins fyrir United í úr- valsdeildinni í 50 leikjum sem er einstakur árangur hjá þessum marksækna framherja. Thierry Henry skoraði eftir að-eins fjórar mínútur, Gilberto Silva bætti við öðru marki á 12. mín- útu og Sylvain Wiltord gerði þriðja markið á 21. mínútu eftir snilldar- sendingu frá Henry. Í síðari hálfleik slökuðu ensku bik- armeistararnir á en það lék aldrei vafi á hvort liðið færi með sigur af hólmi. Wiltord gerði annað mark sitt á 59. mínútu og þar við sat – stór- sigur Arsenal var staðreynd. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og þótt við slökuðum á í þeim síðari héldum við hreinu og bættum við einu marki sem var mjög gott,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Slæm byrjun hjá Liverpool Liverpool hefur byrjað tímabilið illa og er aðeins með eitt stig. Liðið náði aðeins í eitt stig gegn Aston Villa á Villa Park í gær en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ekki er hægt að segja annað en að jafn- tefli hafi verið sanngjörn úrslit. Bæði lið fengu nokkur úrvalsfæri en mark- verðir liðanna voru í hörkuformi og vörðu oft á tíðum mjög vel. Gestirnir voru nálægt því að tryggja sér sig- urinn fimm mínútum fyrir leikslok en þá varði Tomas Sørensen frábær- lega skalla frá John Arne Riise. Ger- ard Houllier, knattspyrnustjóri Liv- erpool, taldi að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. „Við hefðum getað sigrað en við hefðum einnig getað farið frá Villa Park með ekkert stig. Við vissum að þetta yrði mjög erf- iður leikur og sú varð raunin. Þetta var mjög spennandi leikur og mark- verðir liðanna vörðu oft frábærlega. Leikmenn mínir sýndu mikinn styrk og frammistaða þeirra var góð,“ sagði Houllier sem vart getur verið sáttur við stöðu liðs síns sem er að- eins með eitt stig að loknum tveimur fyrstu umferðunum. Arsenal yfirspilaði Middlesbrough ARSENAL átti ekki í erfiðleikum með Middlesbrough á útivelli í gær og sigraði 4:0, og var sig- urinn síst of stór. Leikmenn Ars- enal gerðu út um viðureignina áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður með þremur mörkum en þau hefðu auðveldlega getað verið fimm í fyrri hálfleik einum. Reuters Patrick Vieira og hollenski miðvallarleikmaður Middles- brough, George Boateng, keppast um boltann. Reuters Sylvain Wiltord innsiglar annað tveggja marka sinna í gær í öruggum sigri á Middlesbrough. Nistelrooy jafnaði met

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.