Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Sigurðsson, markvörður Fram, kom sínum mönnum til bjargar í blálokin með því að verja úr dauða- færi. Hann var að vonum mjög sáttur eftir leikinn og sagði þetta vera sigur liðsheildarinnar. „Núna fórum við loksins eftir fyrirmælum þjálfarans og uppskárum sam- kvæmt því. Við áttum náttúrlega mjög lítið í seinni hálf- leik, þá voru þeir mun betri. Ef þessi leikur hefði verið fyrir mánuði hefðum við pottþétt fengið á okkur mark en nú er sjálfstraustið komið og við erum farnir að halda hreinu. Þetta er allt að koma hjá okkur,“ sagði Gunnar og var ekki annað að sjá á honum en að hann hlakkaði til lokabaráttunnar. Undanfarin ár hefur hann staðið í ströngu með Frömurum í fallbaráttu en hafði áður verið í meistarabaráttu með ÍBV. „Ég er búinn að vinna þessa titla sem hægt er að vinna á Íslandi en ég get sagt það að ekkert jafnast á við að halda sér uppi,“ sagði Gunnar kampakátur að lokum. Sjálfstraustið er komið hjá okkur STEINAR Þór Guðgeirsson,þjálfari Fram, var hæstánægður með sigurinn og frammistöðu sinna manna, þótt hann við- urkenndi að hafa séð skemmti- legri bolta. „Eins og ég sagði eft- ir síðasta leik þá höfum við spilað betri fótbolta en við komum hingað til að berjast. Við þurfum að berjast fyrir hverju stigi og ég er stoltur af mínu liði. Allir gáfu allt sem þeir áttu og það er það sem þarf í þessa leiki.“ Steinar Þór sagði ýmsa þætti hafa orðið þess valdandi að Framarar væru nú byrjaðir að hala inn stig. „Sjálfstraustið er komið aftur og við höfum líka undanfarið farið vel yfir þá hluti sem var ábóta- vant. KA-menn pressuðu mjög mikið, eins og við vissum að þeir myndu gera. Þeir eru duglegir að senda fyrir markið og nota langar sendingar. Við tókum alla vikuna í að skoða þetta og við vörðumst þessu mjög vel. Þeir fengu ekkert dauðafæri fyrr en eftir venjulegan leiktíma en Gunni kom okkur til bjargar þar.“ Steinar sagði ljóst að ef lið- ið héldi áfram á þessari braut fengi það áfram stig og var ánægður með að liðið virtist standast pressuna. „Við stönd- umst þetta ágætlega og ég er mjög ánægður með það, við verj- umst vel og fáum lítið af mörkum á okkur; við fengum allt of mörg mörk á okkur í upphafi mótsins,“ sagði Steinar Þór Guðgeirsson. Steinar Þór Guðgeirsson, þjálfari Fram, og Finnur Thorlacius, formaður Fram, Fótboltafélags Reykjavíkur. Gáfu allt sem þeir áttu Morgunblaðið/Golli Þegar niðurstaðan er metin ogleikurinn skoðaður í heild er kannski ekki hægt að segja að þetta hafi verið sanngjarn sigur. Tölfræðin segir okkur að KA- menn hafi átt 18 skot eða skalla að marki en Fram 9 og KA fékk tíu hornspyrnur en Fram aðeins eina. Það er hins vegar margt fleira en tölfræðin sem skiptir máli í leik sem þessum. Liðsandinn vegur þar þungt og samvinna leikmanna. Þeg- ar menn ná upp baráttuanda og gera ekki of mikið af því að nöldra kemur heppnin gjarnan í kjölfarið og á þessu sviði stóðu Framarar feti framar. Fyrsta færi leiksins kom á 10. mínútu er Steinar Tenden skallaði fram hjá marki Fram. KA-menn áttu eftir að reyna meira af þessum háu sendingum inn í teig en þær skiluðu ekki árangri að þessu sinni. Fyrsta marktækifæri Fram leit dagsins ljós á 33. mín. er Andri Fannar Ottósson missti naumlega af þversendingu fyrir opnu marki KA. Hreinn Hringsson skallaði síðan fram hjá marki Fram á 36. mín. eftir hornspyrnu. Úrslit leiksins réðust á 40. mínútu eftir mistök hjá Søren Byskov, markverði KA. Löng sending kom inn fyrir vörn KA og Kristján Brooks elti boltann. Byskov hefði ef- laust náð að sparka boltanum út af ef hann hefði ekki hikað og lagt of seint af stað. Hann fór beint í Brooks og varla annað hægt en að dæma vítspyrnu. Ágúst fyrirliði Gylfason skoraði úr henni. Bæði liðin fengu færi eftir þetta. Hreinn Hringsson átti tvo góða snúninga en skotin rötuðu ekki í markið. Gunnar Þór Gunnarsson geystist síðan upp vallarhelming KA á 45. mín. og þrumaði að marki. Knötturinn sleikti þverslána. Síð- asta færið átti Þorvaldur Örlygsson þegar hann prjónaði sig í gegnum vörn Fram en skot hans var varið. Seinni hálfleikur var afar tilþrifa- lítill allt fram á 75. mínútu eða svo. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér færi. Völlurinn var orðinn ansi háll vegna rigningarúðans og ekki batn- aði knattspyrnan við það. Á 76. mín- útu fékk KA loks hálffæri er Pálmi Rafn Pálmason mokaði knettinum yfir af stuttu færi. Leikmenn KA fóru aðeins að hressast og færa sig framar og mjög lifnaði yfir Þorvaldi Örlygssyni. Á 84. mín. sást góður spilakafli hjá liðinu og sóknin endaði með skoti Pálma fram hjá. Nú var varnarmanni skipt út af fyrir sókn- armann og allt kapp lagt á að jafna metin. Þung pressa var að marki Fram síðustu mínúturnar en kannski hófst sú pressa of seint. Síðustu mark- tækifærin komu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Fyrst stóð Pálmi Rafn skyndilega óvald- aður í vítateig en Gunnar Sigurðs- son varði skot hans með glæsibrag og síðan átti Hreinn skot rétt yfir. Framarar stóðust pressuna og kræktu sér í þrjú stig. Framarar virðast vera komnir á beinu brautina og stefna á það að bjarga sér frá falli, sem er ekki ný bóla á þeim bæ. Vörn liðsins var sterk með þá Andrés Jónsson, Ingv- ar Ólason og Eggert Stefánsson sem öftustu menn en vængmenn- irnir Gunnar Þór Gunnarsson og Ómar Hákonarson gegndu líka varnarskyldu sinni af mikilli prýði. Leikmenn Fram voru að mörgu leyti hreyfanlegri en andstæð- ingarnir lengst af og voru þeir Ágúst Gylfason og Viðar Guð- jónsson sterkir á miðjunni. Heldur hefur fjarað undan liði KA í síðustu leikjum. Leikmenn liðsins voru æði stressaðir og pirraðir í þessum leik enda mikið í húfi. Þeim gekk illa að spila markvisst en sýndu þó síðustu mínúturnar hvað í þá er spunnið. Þá fór Þorvaldur Ör- lygsson hamförum en hann hafði haft frekar hægt um sig fram að því. Dean Martin var að vanda duglegur og Steinn Viðar Gunnarsson var góður í vörninni. Liðið var óheppið að ná ekki að jafna og nú þurfa KA- menn að ná upp svipuðum anda og Framarar ef þeir eiga að sleppa óskaddaðir frá þeirri hörðu fallbar- áttu sem fram undan er. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorvaldur Örlygsson KA-maður skýtur að marki. Bjarni Hákonarson er til varnar og í baksýn Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, sem gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Framarar komnir úr botnsætinu GRÍÐARLEG taugaspenna ríkti í leik KA og Fram á Akureyrarvelli í gærkvöld og þorðu menn varla að spila knettinum á milli sín lengi vel; ekki það að von hafi verið á nettum og skipulegum meginlands- bolta en mikilvægi leiksins bar knattspyrnuna ofurliði á köflum. KA þurfti sárlega á sigri að halda til að rífa sig aðeins frá tveimur neðstu liðunum. Fram hefur lengi setið á botninum en loks verið að klifra upp í síðustu leikjum og björgunarstarfið hélt áfram í þessum leik þar sem Framarar hrósuðu sigri, 1:0. Þeir fögnuðu innilega í leikslok en heimamenn lutu höfði. Stefán Þór Sæmundsson skrifar KA 0:1 Fram Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 15. umferð Akureyrarvöllur Sunnudaginn 24. ágúst 2003 Aðstæður: Hafgola, skýjað, 14 stiga hiti og rigningarúði. Völlurinn all- fagur en háll. Áhorfendur: Um 650. Dómari: Magnús Þórisson, Keflavík, 4 Aðstoðardómarar: Marinó Þorsteinsson, Ingvar Guðfinnsson Skot á mark: 18(6) - 9(2) Hornspyrnur: 10 - 1 Rangstöður: 0 - 8 Leikskipulag: 3-5-2 Sören Byskov Örlygur Þór Helgason (Elmar Dan Sigþórsson 84.) Steinn V. Gunnarsson M Ronnie Hartvig Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson Hreinn Hringsson Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Þorvaldur Örlygsson M Óli Þór Birgisson (Jóhann Helgason 46.) Dean Martin M Steinar Tenden (Pálmi Rafn Pálmason 63.) Gunnar Sigurðsson M Andrés Jónsson Ingvar Ólason M Eggert Stefánsson Ómar Hákonarson (Daði Guðmundsson 86.) Baldur Þór Bjarnason Viðar Guðjónsson M (Freyr Karlsson 89.) Ágúst Gylfason M Gunnar Þór Gunnarsson Kristján Brooks Andri Fannar Ottósson (Kristinn Tómasson 78.) 0:1 (40.) Kristján Brooks elti langa sendingu, Sören Byskov markvörður KA hik- aði en óð svo á móti Kristjáni og felldi hann í vítateignum. Ágúst Gylfa- son skoraði örugglega úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Gul spjöld: Steinn V. Gunnarsson, KA (19.) fyrir peysutog  Sören Byskov, KA (39.) fyrir brot  Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, KA (51.) fyrir brot  Ágúst Gylfason, Fram (66.) fyrir tafir Rauð spjöld: Engin Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ogleikmaður KA, var að vonum ósáttur við úrslit leiksins. „Þetta var ekki nógu gott. Við erum búnir að koma okkur í vand- ræði, algerlega að óþörfu. Við erum komnir niður í þessa baráttu eftir að hafa tapað allt of mörgum stig- um á heimavelli.“ Þorvaldur var mjög vonsvikinn yfir að hafa ekk- ert fengið út úr leiknum, þótt KA hefði stjórnað honum lengst af. „Þeir áttu eitt færi í fyrri hálf- leik, vítið, og ekki skot á mark í seinni hálfleik. Við gerðum þarna ein klaufaleg mistök, sem kostuðu mark, þeir unnu leikinn og fengu stigin en við fengum ekki neitt,“ sagði Þorvaldur. Næsti leikur KA er gegn Val, sem er stigi á eftir Fram og KA í botnbaráttunni, og sá leikur er afar þýðingarmikill. Þorvaldur bendir á að það séu þrjár umferðir eftir og undanúr- slitaleikurinn í bikarkeppninni hafi átt að vera áður en síðustu tvær umferðirnar verða leiknar en verið færður. Núna þarf KA að leika undan- úrslitaleikinn í miðri viku milli seinustu tveggja umferðanna og Þorvaldur er ekki sáttur við það. „Þeir hjálpa okkur ekkert með því að færa undanúrslitaleikinn í bik- arnum. Með þessu eyðileggja þeir bikarkeppnina fyrir okkur líka,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálf- ari KA að leikslokum í gær. Töpum of mörgum stigum á heimavelli Valur Sæmundsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.